Ísafold - 13.07.1918, Qupperneq 2

Ísafold - 13.07.1918, Qupperneq 2
2 IS AFOLD Fjárhagsnefnd Nd. hefir haft til rannaóknar það »skakkafall« axarskafta-stjórnarinnar frægu og samið um það ítarlega skýrslu til Alþingis. Þykir oss rétt að birta þá skýrslu í heilu lagi, svo að lesendum vorum gefist færi á að sannfæra sig um, að sízt hefir verið farið of hörðum orðum um það ráðleysi. Skýrslan er á þessa leið: Samkvæmt þingsályktunartill. á þgskj. 20 tók fjárhag8nefndin sér fyrir hendur að rannsaka, hve miklu fé landssjóður hefði varið til dýrtiðarlána og dýr- tíðarvinnu síðastliðinn vetur, og hverjar og hvernig lagaðar fram- kvæmdir hefðu verið á því. Fer hér á eftir yfirlit yfir þessi atriði. 1. Dprtíðarldn. Eins og kunnugt er hafði stjórn- in engin lán veitt samkv. lögum um almenna dýrtíðarhjálp frá síð- asta þingi, en veitt þessi bráða- birgðalán: 1. Tilbæjarstjórnar' Rvíkur 30/n—’17 kr. 100000,00 2. Til bæjarstjórnar ísafj. *%—’18 . — 100000,00 3. Til hreppsnefnd- ar Vindhælishr. *%—’18 .........— 10000,00 4. Tilbæjarstjórnar Rvíkur 3%—’18 — 50000,00 5. Til hreppsnefnd- ar Grunnavíkur- hrepps 2%—’18 — 5000,00 Lánin eru veitt með 51/*0/, vöxtum og að eins til 1 árs, nema lán til bæjarstjórnar Rvíkur frá 3%i—’17; þar er enginn láns- tími tilgreindur. Hefir lands- stjórnin þá að líkindum ekki verið búin að fullráða það, hvort hún veitti lánið eftir lögunum um almenna hjálp vegna dýrtíð arinnar eða ekki, en nefndin gengur út frá því, að þetta lán sé háð sömu skilyrðum og önn- ur slík lán. 11. Dýrtiðarvinna. Fyrirkomulag og kostnaður. Samkvæmt skýrslu, sem yfir- verkstjóri dýrtíðar-grjótvinnunnar í öskjuhlíð við Reykjavík hefir gefið til stjórnarráðsins, hefir vinna þessi byrjað 20. nóv. 1917 með 60 mönnum, og fjölgað mönn- um þegar í 1. viku upp í 100. Um miðjan desember f. á. var tala verkamanna orðin 120, og hélst hún nærri óbreytt til janú- arloka 1918. Eftir það fækkaði verkamönnum smám saman, þar til vinnan var dregin saman um miðjan marzmánuð og talan færð ofan í 55. Fyrri hluta aprílmán- aðar unnu 40 menn;. þaðan af smáfækkandi ofan í 24, þar til vinnunni var slitið 30. apríl s.l. Vinnuflokkar voru flestir 7, þar til að síðustu, að þeir voru að eins 2. Kaupgjald flokkatjóra var 1 kr. um klukkustund fyrir einn þeirra, en 90 aur. fyrir aðra. Kaup annara verkamanna 75 aurar um klukkustund. Daglegur vinnutími var frá 8 —10 kl.st. Auk þeirra daglaunamanna, er nú voru nefndir, störfuðu að stjórn vinnunnar yfirverkstjóri með 15 kr. dagkaupi og 2 skrif- Reykjavík. Útibú i Hafnarfirði. Sími: 9. Egill iacobsen Simi: 119. Útibú í Vestmannaeyjum. Sími: 2. Landsins fjölbreyttasta Vefnaðarvöruverzlun. Prjónavörur, Saumavélar, Isienzk flögg. Regnkápur, Smávörur, Drengjaföt, Telpuijólar, Leikföng. Pantanir afgreiddar gegn eftirkröíu ef óskað er. Ollum fyrirspurnum svarað greiðlega. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur □□□□□□□□□□□□□ □ Arni Eiríksson Heildsala. Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. Saumavélar með fríhjóli i 5 ára verksmiðjuábyrgð Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreínlætisvörur, beztar og ódýrastar. JQjjgr* Tækifærisgjafir. □ □ □□□□□□□□ □!□!□ □□□ □ □ □□:□□!□'□□ stofumenn með 12 kr. dagkaupi hvbr, eða með öðrum orðum að sérstök dýrtíðarvinnu-skrifstofa var starfandi vegna vinnunnar. Ennfremur var samningsvinna á talsverðri grjótvinnu. Sundurliðaður kostnaður við alla öskjuhlíðarvinnuna erþessi: 1. Vinna og verk- stjóralaun kr. 75074,52 2. Skrifstofukostnað- ur — 4765,45 3. Samningsvinna á grjótvinnu .... — 1002,40 4. Keypt verkfæri með aðgerðum og viðhaldi — 6646,17 5. Skúrar og verk- færakistur .... — 2895,41 eða samtals kr. 90383,95 111. Afurðir vinnunnar. Fyrri hluta vetrar var unnið að grjótklofningi, grjótmulningi og brautarlagningu inn á vinnu- svæðið, síðari hluta vetrar mest- megnis að grjótsetningi. Eftir athugunum Jóns verk- fræðings Isleifssonar og vikuleg- um mælingum, sem talið er að fram hafi farið á unnu grjóti all- an vinnutímann, er árangur vinn- unnar samkvæmt skýrslu verk- stjórans þessi: Höggið grjót 4358 m á kr. 4,50 m . = kr. 19611,00 Klofið grjót 2330 m á kr. 2,00 m . = — 4660,00 Mulið grjót 6200 tn á kr. 1,75 tn . = — 10850,00 Upp tekið grjót 600 m3 á kr. 5,00 m = — 3000,00 Akbraut 660 m á kr. 4,00 m . . = — 2640,00 Samtals kr. 40761,00 Þessar athuganir verkfræðings- ins voru gerðar í aprílmánuði og þeim þá slegið föstum, í samráði við yfirverkstjóra vinnunnar, Jón- björn Gíslason, yfir unnið grjót allan vinnutímann. En samkvæmt símskeyti frá 31. maí þ. á. frá Jóni verkfræðingi ísleifssyni er bæði magn afurð- anna og mat á þeim á nokkuð annan veg, sem sé: 660 m akbraut á 5 kr. =............kr. 3300,00 4400 m klofið grjót og fullsett á kr. 4,00 =...........— 17600,00 2300 m. klofið grjót á kr. 2,50 m = . — 5750,00 6200 tn mulningur á kr. 1,40 tn. = . — 8680,00 600 rúmmetrar upp tekið grjót á kr. 4,00 m =.........— 2400,00 eða samtals kr. 37730,00 IV. Hafnarfjarðarvegurinn. Til hans er varið: 1. í vinnu hér um bil kr. 65000,00 2. Keyptar muln- ings vélar og mótor fyrir............— 25000,00 Samtals kr. 90000,00 Um þennan hluta dýrtíðarvinn- unnar verður ekkert sagt, því að mat hefir ekki farið fram á þess- ari vinnu, svo að nefndinni sé kunnugt, en ef hyggja ætti á yfirlýsingu fjármálaráðherrans, með því að álit verkfræðings vantar, ætti svipaður halli að verða á vinnuafurðum og tilkostn- aði eins og í öskjuhlíðarvinnunni, að því þó athuguðu, að hér er vinnan lögð í varanlegan veg til írambúðar, sem þurfti að gera. V. Yfirlit. Það, sem nefndin verður fyrst að vekja athygli á viðvíkjandi þessari dýrtíðarvinnu í öskjuhlíð, er hinn gífurlegi kostnaður við framkvæmdir vinnunnar. Það er út af fyrir sig, þótt verkstjórinn, ef hann er dugandi maður, hafi gott kaup, 15 kr. ádag, ogflokk- stjórarnir 9 eða 10 kr. á dag með 10 tíma vinnu, því að það er orð- ið svo algengt þar sem landssjóð- ur þarf að hafa ráðsmenn. En hitt, að setja þess utan á laggirnar skrifstofu, sem kostar um þenn- an stutta tíma kr. 4765,45 sýnist enda ganga lengra en áður hefir þekst í likum efnum, og mátti þó naumast við því. Þessi skrif8tofuafskifti sýnast einnig með öllu óþörf. Flokk- stjórarnir gefa stöðugt skýrslur vikulega yfir vinnu verkamanna í sinum flokki, með áritaðri kvitt- un fyrir kaupgreiðslu. Þessum Bkýrslum sýnist ekki ókleift fyrir verkstjórann að koma í stjórnar- ráðið, þar sem þær eru endur- skoðaðar, og taka á móti fénu úr landssjóði til greiðslu á kaupi verkamanna, enda hefir verkstjór- inn framkvæmt þetta yfir nokk- urt skeið í lok vinnunnar. Og naumast mun hann sjálfur álíta, að þessa skrifstofuhalds hafi verið bein þörf til framkvæmdar vinn- unni. Þá er annað atriði, kaup verka- mannanna, sem nefndin getur naumast látið ógert að gera nokkr- ar athugasemdir við. Vinna þessi er framkvæmd yfir allra harðasta tíma vetrarins, yfir þann tíma, sem vanalega er lítil vinna eða óstöðug, eða hjá sum- um engin. Það mátti því í önd- verðu vera auðsætt, að árangur vinnunnar mundi meðal annars verða því minni, sem tíminn er óhentugrí til þess að framkvæma hana á, og af því leiddi þá tví- mælalaust það, að setja varð tíma- kaupið lægra, ef ekki átti að verða fyrirsjáanlegur stórhalli fyrir landssjóðinn; en til þess hafði þingið aldrei ætlast með þessari dýrtíðarvinnuheimild. Það verður því að álítast, að stjórnin eða sá hluti hennar, er fyrir þessu stóð, hafi farið hér óhyggilega að, ekki einasta hvað snertir þá hlið, sem að landssjóði veit, heldur einnig hvað kaup- gjald verkalýðsins snertir yfirleitt. Verkakaupið er nú orðið svo hátt, að framleiðendur landsins fara varla undir að rísa, og hefir að mun hækkað frá fyrra ári. A þetta dýrtíðarvinnukaup að skoð- un margra sinn stóra þátt í því. Og vinni landsstjórnin að því með ráðstöfunum sínum, að til þess leiði, að lamist að meira eða minna leyti framleiðsla landsins, þá verður sú stjórnarframkvæmd sízt talin þjóðinni til nytja. Eftir öllu, sem fyrir lá frá upp- hafi um þessa vinnu, virtist ekki annað geta komið til mála en 8amningsvinna. í fyrsta lagi var engin heimild til þess að skoða þessa dýrtíðarvinnu sem neinn beinan styrk úr landssjóði, held- ur að eins atvinnuveiting og til að kaupa verk sanngjörnu verði. í öðru lagi sparaðist við samn- ingsvinnuna alt hið dýra skrif- stofuhald og qpikið af annari um- sjón, og í þriðja lagi er það, sem mestu skiftir, að verkamennirnir verða, til þess að vinna af áhuga, að læra að þekkja það og meta, að sá, sem kaupir vinnuna, getur ekki keypt fullu verði nema full- komið verk. Á þeirri undirstöðu virðist hollast að reisa verklega framkvæmd, hvort heldur hún er í þarfir landsins eða einstakra manna. En eigi verður sagt, að árangurinn af ýmsum störfum þeim, er landið eða landsstjórnin hafa haft með höndum, beri sér- lega mikinn vott um þetta. Eins og sézt á kostnaðaryfirlit- inu hér að framan, hefir kostn- aður allur við öskjuhlíðarvinnuna orðið samtals . . kr. 90383,95 en hér ber þó að draga frá: 1. Keypt verkfæri með aðgerðum og viðhaldi (því að lík- lega hefir landss jóð - ur kostað aðgerðir og viðhald á þeim verkfærura, sem í samningsvinnunni voru) kr. 6646,17 2. Skúrarogverkfæra- kistur kr. _2895,41 kr 9541>58 Verða þá eftir . kr. 80842,37 En samkvæmtáður- greindu símsk. frá Jóui verkfræðingi Isleifssyni, sem verður að teljast réttara en það, sem verkstjórinn hefir gefið upp, eru af- urðir vinnunnar metnar .... — 37730,00 Mism. verður því . kr. 43112,37 sem landsejóður leggur fram, án þess að fá nokkuð fyrir, eða me5 öðrum orðum beinn dýrtíðar- styrkur, og þó eru afurðir vinn- unnar metnar öllu hærra í mati verkfræðingsins heldur en borgað var fyrir þær í samningsvinnu þeirri, sem viðhöfð var. Þannig var ekki greidd nema 1 kr. fyrir grjótmulningstunnuna í samnings- vinnunni, en kr. 1,40 er hún met- in hjá verkfræðingnum. Fyrir klofið grjót 12X14 er borgað 1,50 á m í samningsvinnunni, en hann er virtur á kr. 2,50, að því er séð verður á skeyti verkfræðings- ins. En þetta, sem borgað hefir verið, kemur heim við álit vega- málastjóra, sem síðar verður vik- ið að. Af þessu sézt það, að ef verkið alt hefði verið samnings- vinna, borguð eins og að ofan greinir, þá er það enn þá miklu meira, sem landssjóður verður að láta fyrir ekkert, heldur en þær kr. 43112,37, er nefndar voru. Mætti vitanlega gera þetta reikn- ingslega upp, miðað við tillögu vegamálastjóra, en nefndin sér þess enga þörf, þar sem hver getur gert það sem vill, því að tillögurnar fara hér á eftir. Þessar tillögur vegamálastjór- ans um grjótvinslu landssjóðs eru í uppkasti til stjórnarráðsins, sem legið hefir með skjölum þessa máls og er bókfært í fjármála- deildinni. Skjalið hljóðar svo: „VERKFRÆBINGUR LANDSINS. Reykjavik .... 19 . . UPPKAST. GRJÓTVINSLA LANDSSJÓÐS. Lýsing á grjóti og skilmálar um grjótkaup landssjóðs. Þessar teg. grjóts til húsagerða verða fyrst um sinn keyptar:

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.