Ísafold - 17.08.1918, Qupperneq 4
4
ISAFOLD
ReyfcjaYftnrannlHl.
Jarðarför Péturs Sigurðsaonar frá
Hrólfskála fór fram á miðvikudag að
viðgtöddu miklu fjölmenni. Samsveit-
ungar hans, 6 bændur báru kiituna
( kirfeju og ár og inn í kirkjugarð.
Sfra Friðrik Friðriksson flutti háa-
kveðjuna, en eíra Bjarni talaði í kirkj-
unni.
ísafold væntir þess að geta áður
en langt líður, birt æfiminning þeirra
bræðra Ingjalds heit. frá Lambastöð-
um, sem lézt í vetur og Féturs heit.
— eftir kunnugan mana.
Látin er nýlega að Vogi á Mýrum,
frá Ásta Gunnlaugsdóttir, kona Helga
Arnasonar, en systir Kjartans kaup-
manns hér í bæ, kona á bezta aldri.
Samsseti var Arna Eggertssyni
haldið í Iðnaðarmannahásinu á
þriðjudagskvöld. Sátu það um 50
manns. Benedikt Sveinsson alþm.
hélt aðalræðuna fyrir heiðursgestin-
um.
Arni fer vestur um haf með GuII-
fossi.
Skósmiðju á að fara að reka hér
í Bvfk á bæjarins kostnað. Er þetta
gert að tilhlutun fátækranefndar t:I
að tryggja efnalitlu fólki sem ódýr-
astar skóviðgerðir.
Forstöðumaður skósmiðjunnar er
ráðinn Jón Stefánsson skósmfðameist-
ari.
Skipafregn:
Gullfoss komámánudagsmorgun,
og fer héðan aftur á mánudag. Með
Bkipinu fer Emil Nielsen framkvæmd-
arstjóri.
G e y s i r kom hingað í gærkvöldi.
Fredericia kom í gærmorgun
frá Ameríku með steinolíufarm.
Aðkomumenn: |>órh. Daníelsson
kaupm. frá Hornafirði, Kristján Gísla-
son kaupm. frá Sauðárkrók, Jón
Hallgrímsson frá Babka í Arnarfirði,
Guðm. Bergsson póstmeistari frá
Isafirði, Sigfás Daníelsson verzlunar-
Btjóri og Elías J. Pálsson kaupm.
Hjúskapur. í dag giftast þau
Geir Thorsteinsson kaupmaður og
jnngfrú Sigríóur Hafstein, dóttir H.
Hafstein bankastjóra.
Víðir kom til Hafnarfjarðer í gær
úr Englandsför.
Hjónaefni. Jungfrú Lára Schiöth
frá Akureyri og Ólafur Sveinsson, vél-
fræðingnr opinberuðu trúlofnn sína
hinn 2. ágúst.
til þín fyrir alla umhyggju og ástúð,
alt, sem þú hefir lifað og liðið og
beið fyrir þá, alla samveruna. Og
þökk til allra þeirra, sem með ná
kvæmui og hluttekr ingu af ljúfu geði
hafa gert sitt til að mýkja mein þin
í síðasta stríðinu og tekið svo inni-
lega þ'tt í hrygð ástvina þinna. Þökk
fyrst og siðast til hans, sem gaf þeim
þig og leyfði þeim svo lengi að njóta
þín. s*m leiddi þig gegnum lifið og
nú hefir gefið þér sigurinn fyrir
drottin vorn fesú Krist og þeim
vonina um endutfundi, þegar hans
tími er kominn.
Við kveðjum þig hér fjöldi vina
þinna með innilegri virðingu og þökk
fyrir vináttu og trygð að fornu og
nýju, fyrir starfsama afkastamikla æfi.
Við samgleðjumst þér að hverfa héð-
an til betra lífs og biðjum guð að
blessa ávöxt iðju þinnar landi og lýð
til heilla ókomin ár og aldir. Við
getum sagt við þig það sem áður
var sagt við annan mann, sem ekki
gat óstarfandi lifað: »Sízt vil eg tala
nm svefn við þig«, cg kvatt þig
með orðunum alkunnu, sem hann
var kvaddur með: »FIýtþér, vinurl í
fegra heim; krjúptu að fótum frið
arboðans og fljúgðu á vængjum morg-
unroðans meira að starfa guðs um
geim.«
Bjðrgunarbát
eru Vestmanneyingar i þann veg-
inn að fá sér. Hafa þeir safnað
40.000 kr. til fyrirtækisins í hluta-
félagi, sem þar er komið á fót, en
Alþingi hefir heitið 10.000 kr. fjár-
veiting.
Sigurður Sigurðsson lyfsali er hér
staddur nú til þess að afla sér vit-
neskju um það iyrir hlutafélagsins
hönd, hvernig bezt verði að koma
fyrirtækinu í framkvæmd.
Þetta er hið mesta nauðsynjamál
og vonandi, að fleiri björgunarbátar
fari á eftir, þegar Vestmanneyingar
eru búnir að ryðja brautina svona
myndarlega.
Landsbókasafnið.
Aldarafmæli þess er þ. 28. ágúst.
Minningarhátíð fer þá fram i lestrar-
salnum og hefst kl. 1. Flytur Jón
Jacobson yfirlandsbókavörður aðal-
ræðuna.
Alþingi
á að koma saman þ. 2. septem-
ber til þess að fjalla um sambands-
málið. — Væntanlega verður tæki-
færið notað til að framkvæma stjórnar-
skifti.
f Gustav Grðnvoid
útgerðarmaður varð bráðkvaddur
aðfaranótt miðvikudags, lézt í svefni,
var heilbrigður um kvöldið, en örend-
ur í rúminu um morguninn.
Hann lézt á skipsfjöl Willemoes
norður á Siglufirði, var að fara
þangað til atvinnurek turs síns.
Hann var kornungur rnaður, lið-
lega tvitugur, áhugasamur dugnaðar-
maður við störf sín og dreugur
bezti.
Kvæntur var hann Margréti Magnús-
dóttur (Vigfússonar dyravarðar) og
áttu þau 2 ungbörn.
Jarðsk jálftar
hafa fundist hér i bæ og austur
um land við og við í þessari viku.
Aðfaranótt þriðjudags kom all-
snarpur kippur kl. rúmlega n’/g °g
annar á öðrum tímannm og smá-
hræringar næstu daga.
Síldveiðin
gengur afskaplega tregt, svo sumir
botnvörpungarnir eru gerhættir að
reyna að veiða.
Sænska sildin, 50.000 tunnur,
verður sennilega send til Sviþjóðár
á seglskipum.
Erl. sim fregnir
Frá fréttaritara ísafoldar.
Khöfn 9. ág.
Frá Berlín var simað í gærkvöldi,
að bandamenn hafi brotist gegnum
viglínu Þjóðverja milli Ancre og
Avre, þar sem Bretar hófu áhlaup
þá um n orguninn.
Reuters fréttastofa tilkynnir á
fimtudag, að Bretar hafi sótt fram
að meðaltali um 4 kí ómetra og náð
Moreuil, Demuin og Abancourt á
sitt vald og tekið fjölmarga fanga.
Bonar Law lýsti þvi yfir í neðri
málstofunni, að á 20 kílómetra svæði
milli Morlancourt og Montdidier
hafi Bretar sótt mest 7 míiur fram
og höfðu þeir handtekið 7000 Þjóð-
verja um miðjm dag i gær.
»Berlingske Tidende* flytur hrað
skeyti, sem hermir, að Somme sókn-
in gangi mjög vel fyrir bandamenn.
Þeir hafi þegar tekið rúmlega 10
þúsund Þjóðverja höndum og náð
ógrynni herfangs.
Þjóðverjar játa, að Bretar sæki
töluvert fram, en segjast halda
linunni Morcourt—Caix—Fielnoy—
Coutoire.
Frá London er simað, að Frakk-
ar hnfi tekið Fresnoy.
Bretar eru komnir að Caix fyrir
-lustan Quesnel og hafa handtekið
14000 Þ)óðverja.
Þjóðverjar hafa yfirgefið framvarð-
arstöðvarnar í Lysdalnum.
ítalskir flugmenn hafa flogið yfir
Vínarborg og stráð fregnmiðum nið-
ur yfir borgina.
Stjórnarfarsnefndin í Finnlandi
skorar á þingið að ljúka við undir-
búning undir konungskosninguna.
Hákon Noregskonungur ætlar að
koma til Kaupmannahafnar síðast í
september.
»Vorwaerts« segir frá því að all-
ir þegnar bandamannaþjóðanna i
Moskva hafi verið handteknir.
Nýtt uppþot i Petrograd. Um
1000 fyrirliðar hafa verið hand-
teknir.
Fregnir ganga um það að i vænd-
um sé gagnger breyting á stjórnar-
fyrirkomulagi Austurríkis.
Fyrir sunnan Arkangel stendur
nú orusta milli Maximalista og Þjóð-
verja annarsvegar og bandamanna-
liðsins hinsveyar.
Míximalistar hafa uDnið sigur
hjá Kahtej við Don.
Bretar hafa gefið út ávarp til rúss-
nesku þjóðarinnar um það, að her-
liðið sem komið er til Wladiwostock,
Murmanstrandar og Arkangel sé
sent henni til bjargar.
Dagmarleikhúsið hefir tekið til
sýningar leikrit eftir Gnðm. Kamban,
sem heitir »Marmor Moderen*.
K.höfn 11. ág.
Frá Berlin er símað að orustur
geisi milli Avre og Ancre.
Frá Paris er símað að ný sókn sé
hafin fyrir suðaustan Montdidier, með
góðum árangri.
Frá London er simað, að banda-
menn sæki enn fram milli Ancre og
Avre og suður hjá Montdidier. Þeir
bafa tekið Morlancourt og mörg þorp
önnur og 24 þúsund fanga. Her
Debeneys hefir tekið Montdidier og
er kominn að Favorellos 5 kílómetr-
um austar. Hægri fylkingararmur
Hutiers heldur undan til Royge og
Lassigfiy á 5 kilómetra löngu svæði.
Syndikalistauppþot varð hérikvöld.
Frakkar hafa sótt fram um 10
kílómetra fyrir norðan Montdidier
og fyrir sunnan Montdidier um alt
að 10 kílómetra á 20 kilómetra
svæði og tekið 8000 fanga.
»Echo de Paris« segir að búast
megi við þvi að Roye og Chaulnes
verði teknar þá og þegar og að
fangatalan sé komin upp í 35 þús.
Páfinn hefir tekið að sér að taia
máli keisaraekkjunnar rússnesku.
K.höfn 12. ág.
ReuterB fréttastofa símar, að
það tefji nú framsókn bandamanna
að allskonar hergögn og annað
fang hafi safnast fyrir á vegunum.
Agence Havas símar, að stöðv-
um Þjóðverja í Chaulnes sé mikil
hætta búin af hersveitum Breta
á Lihonsstöðvunum.
Frá París er símað, að engin
breyting hafi orðið á vígstöðvun-
um síðan í morgun.
Frá Berlin er símað, að banda-
menn hafl enn gert árangurslaus
áhlaup á vesturvígstöðvunum.
Lenin og Trotzky eru farnir
frá Moskva. Sagt er að rússneska
stjórnin sé sezt að í Kronstadt.
Morðingi Eichhorns hershöfð-
ingja hefir verið hengdur.
Sendiherrasveit Þjóðverja í Rúss-
laridi er komin til Pskov.
Frá Berlín er símað, að banda-
menn hafl gert grimm en árang-
urelaus gagnáhlaup milli Ancre
og Oise.
Frá París er símað, að Chaul-
nes hafi verið tekin, þrátt fyrir
öfluga mótspyrnu Þjóðverja, og
landsvæði nokkurt milli Avre og
Oise.
Frá London er símað, að Þjóð-
verjar hafi gert árangurslaus gagn-
áhlaup.
Ræðismönnum bandamanna í
Moskva heflr verið slept úr varð-
haldi.
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fekkst hann.
Delco ljósvélin,
Delco ljósvélin,
Delco ljósvélin,
Delco ljósvélin,
Delco ljósvélin,
Delco ljósvélin,
Delco ljósvélin,
Delco ljósvélin,
Delco ljósvélin,
passar sig sjáií
kælir sig sjáli
þarf ekkert kælivatn
brennir steinolíu
hefir raígeymir
þarf litið pláss
þénar öllum
er ódýrasti ljósgjafinn
fæst aðeins hjá
Sigurjóni Pjeturssyni
Sími 137 & 543.
Hafnarstræti 18.
Hafnarfjai’ðar Apótek
hefir fengið mörg handruð þúsund pakka af Gerpúlveri,
einnig selt eftir vigt. Ennfremur mörg þúsund glös af ágælum
Sítróndropum.
Heildsala. Smásala
Pantanir sendar urn hæl.
Virðingarfyllst.
Sören Kampmann.
* K.höfn 13. ágúst.
Frá' Berlin11 er símað, að loftskip
(Zeppelins) og flugvélar hafi ráðist á
brezka flotadeild, sem komin var í
nánd við Frieslandseyjar, og að þeim
hafi tekist að eyðileggja 4 smá her-
skip.
»Soviet«-samkunda Maximalista í
Rússlandi hefir skipað þriggja manna
alræðisstjórn og kosið í hana þá Le-
nin, Troizky og Zinoviev.
Óspektir miklar hafa orðið hér
(í Kaupmannahöfn) af balfu Syndi-
kalista. Foringjar þeirra, sem lýstu
þvl yfír, að stjórnarbylting væri hafin,
hafa verið hneptir I varðhald.
Khöfn. ódagsett.
Bretar hafa viðurhent Czecko-
Slavona sem bandaþjóð í óíriðnum.
Sagt er að Vilhelm erkibertogi i
Austurriki muni verða I kjöri til
konungstignar í Ukraine.
Þýzkar hjálparhersveitir eru komn-
ar til Rússlands. Orðasveimur hefir
borist út um það, að Lenin og
Trotsky hafi algerlega dregið sig í
hlé.
Frá Vin er simað, að Italir hafi
hafið nýja sókn hjá Tonale og hafi
brotist inn í fyrstu varnarlínu
Austurrikismanna á fjallavígstöðvun-
um.
Khöfn, 15. ág.
Frá Berlín er simað að banda-
meon geri enn áhlaup á stöku stað.
Þjóðverjar hafa mist Beaumont Hamel.
Italir hafa tekið Montello.
Ríkisbankinn rússneski hefir verið
fluttur frá Moskva.
Lík þýzkra sjóliðsmanna reka á
land i Jótkndi.
Eftirlifsken nara
vantar í fræðsluhérað Rauðasands-
hrepps í Barðastrandarsýslu. Laun
samkvæmt fræðslulögunum. Um-
sóknir sendist fræðslunefnd fyrir
15. september 1918.
25. júní 1918.
Fræðslunefndin.
Yflriýsing.
Að geínu tilefni lýsi eg
undirritaður því hér með yfir,
að grein sú er birtist í 7.
tölubl. »Landsins« 1917, með
fyrirsögninni »Vinirnir«, er
alls ekki skrifuð af mér, og
að eg hefi engan þátt átt i
samningu hennar.
Sveinseyri 7. júlí 1918.
Jón Kristófersson.
Soðlar,
Hnakkar (venjul. trévirkjahnakkar),
fárnvirkjahnakkar (rósóttir), Spaða-
hnakkar með ensku lagi, Kliftöskur,
Hnakktöskur, Handtöskur, Se^laveski,
Peningabuddur, Innheimtumanna-
veski, Axlabönd. Allskonar Ólar til-
heyrandi söðlasmiði, Byssuólar, Bysst-
hulstur, Baktöskur, Beizlisstengur,
Ltöð, Járnmél, Keyri, Tjöld, Fisk-
ábreiður, Vagna-yfirbreiðslur o. m.fl.
Aktýgi ýmsar gerðir og allir ?érstakir
hlutir til þeirra.
Gömul reiðtýgi keypt og seld.
Fyrir söðlasmiði: Hnakk-og söðul-
virki, Plyds, Dýnustrigi, Hringjur o.fl.
Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B.
Sími 646.
E Kristjánsson.