Ísafold - 07.09.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.09.1918, Blaðsíða 3
IS AFOLD 3 Egill Jacobsen Reykjavík. — Simi: 119. Útibú i Hafnarfirði. Sími: 9. Útibú i Vestmannaeyjum. Sfmi: 2. Landsins fjölbreyttasta VefnaSarvöruverzlun. Prjónavörur, Saumavélar, Isienzk flögg. Regnkápnr, Smávörurt Drengjaföt, Telpukjólar, Leikföng. Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu ef óskað er. Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur Arni Eiríksson Heildsala. Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög flölbreyttar. Saumavélar með hraðhjóli og io ára verksmiðjuábyrgð Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir. sjálfsagt að taka fyrir alt málið en ekki fánsnn einan eða eiastök atriði, sem engar líkur vóru til að konung- ur gengi að, hvað þá Danir aðrir. Með því að taka alt málið, eins og hér er gert, er hnúturinn og leystur í fánamálmu, og öllum örðum atriðum, sem fræðilega hefir verið um þráttað. Rétt vorn böíum vér nú höndlað og um leið það öryggi, sem sjálfstæðið á að gefa. En reynslan verður að sjálfsögðu að sýna, hvernig þetta samband þessara tveggja fullvalda þjóða verður i framkvæmdinni. Illkvitni og síldarrógur. Þau undarlegu fyrirbrigði hafa gerst nú í sumar, að einstakir menn Og blöð hafa látið sér sæma að ráð- ast á okkur þrjá menn, sem réðumst í það að kaupa nokkuð af síld af stjórn Breta og bjóða hana bændum innan okkar héraðs og síðar utan þeirra til fóðurbæti:. Úr því heimskan og illgirnin ieynist á svona háu stigi hjá ,þess- um rithöfundum, sem atað hafa út pappír með skrifum sinum um þetta efm, þá finst mér rétt að segja nokkuð frá tildrögunum til þess að við réðumst i þessi síldarkaup. Þó ekki af þeirri ástæðu, að rithöfund- arnir séu þess verðir að þeim sé svarað, heldur af hinu, að þögn frá okkar hálfu mundi af sumum skoð- uð sem einhver viðurkenning á þvi, að eitthvert vit eða sanngirni kynni að felast í illkvitni þeirra. Það eru þá upptök þess máls, að om eða rétt fyrir miðjan júnímánuð siðastliðinn, þá sagði forsætisráðherr- ann okkur frá því, að enska stjórnin hefði boðið islenzku stjórninni kaup á allri síld Breta hér landi, tæpum 50 þúsund tunnum að sögn, fyrir 20 krónur tunnuna. Sagði hann að stjórnin hefði pegar ákveðtð að sinna ekki því boði, og það ekki heldur, þó gera mætti ráð fyrir að hægt yrði að fá síldina eitthvað ódýrari, sem ekki væri óliklegt, ef hún væri keypt öll. Benti forsætisráðherrann okkur jafnframt á, að úr þvi stjórn- in ekki ætlaði sér að kaupa síldina, þá væri athugandi, hvort ekki væri samt sem áður hægt að koma því þannig fyrir, að hún kæmi lands- mönnum að notum. En til fi-ekari fullvissu um það að landsstjórnin engin afskifti ætlaði sér að hafa af brezku sildinni, þá væri rétt að tala við forstjóra landsverzlunarinnar og heyra sjálfir álit þeirra um þetta, það er að segja, ef við vildum eitt- hvað sinna þessu. Þetta gerðum við og töluðum við einn forstjór- anna og sagði hann afdráttarlaust, að ekki kæmi til mála að þeir legðu til að landsstjórnin keypti sildina af Bretum. Þetta var líka ofurskiljanlegt, þar sem gert var ráð fyrir þvi, í undir- búningi þeim, sem þá var hafinn undir það að stjórnin kéypti síldina af síldveiðamönnunum, að hún seldi aftur innanlands að minsta kosti 2 <; þúsund tunnur af síld þeirri, sem vænta mátti að veidd yrði í sumar. En sú sild var gert ráð fyr- ir að seld yrði á 20 kr. tunnan á staðnum. Mátti auðvitað telja lik- legt að ekki þyrfti mikið meira til notkunar í landinu sjálfu. Eftir að við höfðum fengið þess- ar upplýsingar, og að því er við álitum vissu, töluðum við þrír sam- an um, hver ráð væru til þess að koma í veg fyrir að sild sú, er Bretar áttu við Húnaflóa, yrði flutt i burtu, án þess bændum gæftst kost- ur á að fá hana, ef þeir vildu til fóðurbætis fyrir sanngjatnt verð. — Eftir þeim upplýsingum sem við fengum, og þær voru áreiðanlegar, þá voru einstakir menn þegar farnir að gera tilboð í síldarbirgðirnar á sumum stöðum. Var þvi við búið þegar minst varði að einhverjir fleiri eða færri myndu kaupa brezku sild- ina, i því skyni að selja hana sem slíka til fóðurs, eða þá til verk- smiðjumeðferðar. En þá mikil hætta á því, að bændur hefðu neyðst til að sætta sig við ökjór út ár neyð, ef litdl yrði sildveiði suma,rsins. Hér \ \ varð því að bregða við fljótt og hrökkva eða stökkva, ef með vissu átti að gagni að koma. Réðumst við þá með hálfum huga í það, að gera tilboð i sild þá, sem Bretar áttu á Djúpuvik við Reykjafjörð, þrátt fyrir það þó við hefðum enga tryggingu né vissu fyrir að geta selt aftur eina einustu tunnu. — Þetta eru í stuttu máli tildrögin til þess að við réð- umst i þessi sildarkaup, og getur nú hver heilvita og óvilhallur maður séð, að við gerðum það ekki i þeirn tilgangi að hlaupa í kapp við lands- stjórnina, né til þess að verða fyrri til en hún að ná i og koma út sildinni. Því aldrei hefði okkur kom- ið til hugar að Jeggja algerlega í hcettu jjárhagslegt sjálfstaði okkar, ef viðekki hefðum verið þess fullvissir að landsstjórnin myndi alls ekki gefa kost á brezku sildinni til fóðurbætis. En með því að setja þannig nöfn okkar i veð, því annað höfðum við ekki að láta að veði, þá gátum við trygt það, að Húnaflóaumhverfi að minsta kosti atti kost á að fá nægan fóðurbætir fyrir gott ~verð, ódýrara en þeir oft hafa eða jafnvel nokkru smni keypt fóðurbæti, og ódýrari fóðurbæti en hey, metið eftir fóður- gildi. Mun eg siðar koma nánar inn á þetta atriði, þegar eg fer að tala um verðið og svara þokkapilt- unum. — Hefðum við nú keypt síldina eingöngu i gróðaskyni, þá leiddi auðvitað af þvi, að við tafar- laust hefðum boðið hana hverjum sem hafa vildi, en það var öðru nær en svo væri. Það var fyrst eftir að við þóttumst hafa fengið fulla vissu fyrir þvi, eftir því sem auðið var svo snemma á tima, að ekki þyrfti nema lítinn hluta af þessari Reykja- fjarðarsíld handa nálægum héruðum, að við létum öðrum hana fala. En þrjár ástæður munu aðallega hafa valdið því að hún var ekki öll keypt úr nálægum héruðum. Er sú fyrsta, að bæði úr Strandasýslu og Húnavatnssýslum voru til talsverðar birgðir af síldarmjöli, sem menn keyptu til tryggingar síðastliðið vor, en þurfti ekki á að halda, en um það var okkur ókunnugt þegar við lögðum út í sildarkaupin. önnur ástæðan ^var sú, að þetta var svo snemma á tíma, að ekki var þá fyrirsjáanlegt með öllu að grasspi'etta yrði svo hörmuleg sem raun varð á. En þriðja og siðasta ástæðan var sú, að á hverju sumri veiðist innan héraðs talsvert af sild, í lagnet á fjörðum inni, sem notuð er til fóð- urs, og bjuggust menn við að svo yrði enn. í raun og veru myndi þetta sem hér er að framan sagt nægja hverj- um skynbærum manni, sem ekki hefir sérstakar hvatir og löngun til þess að klína á okkur óhróðri, til þess að svifta í burtu öllu þessu ryki sem upp hefir verið þyrlað. En úr þvi eg er farinn að skrifa þá er bezt eg taki til athugunar og and- svara þær blaðagreinar sem þegar hafa birst. Er þá fyrst að minnast á grein, sem birtist í »Vísi« 12. ágúst eftir þokkapilt nokkurn á Hólmavík. Reyndar er greinin svo frámunalega vitlaus og illgjörn að ekki þarf hún svara með, en eftir ósk nokkurra sveitunga minna skal eg minnast á sum atriði í henni. Meðal hinna viðrinislegu röksemda gegn okkur er þetta fyrst, að Englendingar mundu hafa orðið að flytja slldina burtu af geymslustöðunum eða jafnvel fleygja henni í sjóinn. Er það ekki gáfu- legt? Brosa munu þeir er þekkingu hafa á málinu, en hinum til skýr- ingar skal eg geta þess um Reykja- fjarðarsíldina að áður en við geiðum kaupin spurðum við Elias Stefáns- son útgerðarstjóra og eiganda sildar- stöðvarinnar á Djúpuvík, hvenær hann þyrfti að vera laus við síld þessa og sagði haun strax að sin vegna mætti hún liggja til hausts eða lengur gegn lóðargjaldi. Nægir þetta en annars geta menn gert sér hugmynd um hvort tæpar 50 þús- und tunnur ekki muni komast fyrir á sildarstöðvum landsins sem sjálf- sagt rúma myndu á fimta hundrað þúsund tunna, en ekki gert ráð fyr- ir að veiddar yrðu nema 100 þúsund tunnur í sumar. Já, svo furðanleg er flónska súl Þá getur strákur þess að í stað þess að bjarga héruðunum frá voða. pá höfum við stcypt peim í voða. Taki menn nú eftir þessu, þvi óskammfeilnin, heimskan eða ill- girnin getur naumast komið skírar í ljós en í þessum orðum. Að með þvi að geja mönnum kost á, með því að bjóða peim fóðurbætir ódýrari en hey, þá eigum við að hafa stofnað þeim i voðal Eg segi nú i annað sinn »ódýr- ari en hey« og er bezt að eg gefi skýringu á þeim orðum. Tunna af góðri sild er af fróðum og reynd- um mönnum talin til fóðurs sem næst því jöfn þremur hestum af meðaltöðu. Mundu þá 10—12 tunn- ur samsvara sem næst kýrfóðri, og mætti þá reikna kýrfóðrið á 190— 228 krónur, en það fæ eg út á þann hátt að eg reikna tunnuna sjálfa 4 krónur sem eg dreg frá, af því að eg heyri sagt að einn hrepp ur þar niðra sem sild keypti af okk- geti selt aftur tunnurnar fyrir 4 kr. hverja og er það sist ofhátt. Halda menn nú að hægt sé að fá ódýrara fóður af heyi? Ekki þurftu menn heldur að stofna sér i »þann voða« að kaupa af okkur fremur en þeir vildu, ef þeir álitu að þeir gætu fengið ódýrara fóður. Nei, okkur sjálfum stofnuðum við i voða með kaupunum og engum öðrum, enda er nú þakklætið eftir þvi. — Þa eigum við að hafa spilt fyrir þvi að landsmenn fengju síldina fyrir sama sem ekki neitt, með því að kaupa síldina svona snemma. Af þvi sem eg áður hefi sagt geta menn þegar séð að við gátum ekki gert ráð fyrir að lauds- stjórnin keypti síldina og líklegast heíði hún aldrei gert það, ef síld- veiðin í sumar hefði ekki brugðist þrátt fyrir það þó grasbresturinn og yfirvofandi fóðurleysi hafi komið í' ljós eða að minsta orðið svo ipiklu augljósara siðan við keyptum síld- ina. En gerum nú ráð fyrir, að við hefðum látið vera að kaupa sildina. Ætli það hefði verið trygging fyrir því að aðrir hefðu ekki keypt hana og sennilega selt hana aftur hærra verði en buðum hana fyrir? Eg býst við að fáir muni þeirrar skoð- unar nema þá kanske þetta Hólma- vikurfífl. Að minsta kosti er það víst að boð voru komin i sild á ýmsum stöðum og þar á meðal Reykjafjarð- ars ldina. Jú, það var þetta þjóðráð sem piltunginn hefir bent á, að banna mönnum að kaupa síldina af Bretum, og skipa svo Bretum að selja stjórninni hana fyrir það verð sem við sjálfir ákvæðum. Það var leiðinlegt að þetta gáfnaljósl skuli ekki fyr hafa látið til sin taka t. d. áðuren ensku samningarnir voru gerð- ir til þess mönnum hefði dottið þetta bragð í hug að Jyrirskipa Bretum hvað þeir skyldu gera og skamta okkur sjálftr verðið á vörum frá þeim. Annars mætti benda á það, að það gat borgað sig betur fyrir Breta, ef sérstakar ástæður hefðu orðið fyrir hendi, að losa heldur tunnur sínar í sjóinn, en selja þær því verði sem greinarhöfundurinn nefnir. Nú eru röksemdirnar þrotnar hjá þessum »dánumanni«, en talsvert af brigsl- yrðum eftir. Hann talar um að margt bendi til þess að við höfum ekki gert þetta af tómri umhyggju fyrir almenningi, en nefnir ekkert af þessu »marga«. Ætli hann hefði ekki gert það, ef hann hefði getað? Minsta kosti hefði hann átt að geta látið verksmiðjuna, sem sagt er að hafi unnið að ritsmiðinni að einhverju eða öllu leyti, búa eitthvað til. Að við höfum ef til vill þegið nokkurskonar mútur af Bretum, er svo svivirðileg getsök og áburður, að ekki er hægt eða til neins í blaða- grein að bera slikt af sér, en á sveitarfundi í Hólmavik, þar sem eg las upp Visisgr., hafði eg þau orð um mann sem kæmi með slíkan áburð, að lítil æra var honum leyfð, ef hann þyrði að standa við, en ekki á við að endurtaka slikt i blaði. Til þess eru fleiri leiðir. Svo eig- um við nú að hafa gefið Bretum peninga ef við skildum ekki hafa grætt of mikið. Það eru ekki litlir peningar sem Bretum hefir áskotn- ast héðan úr lan4i með því að kaupa sild í fyrra og selja hana nú aftur fyrir J/4 ~lla kaupverðs 11 Siðustu málsgreinar þessarar ritsmiðar eru svo ósvifnar að hér hæfir ekki að svara þeim, hvað sem annars kann við að liggja. — Óknytta strákar voru áður flengdir og eru kanske enn, fyrir strákapör. Satt að segja hefði mér þótt sú hirting bezt sam- boðin greininni og höfundi hennar. Eitt þykir mér vænt um út af þessari grein, en það er að hana hefir ekki skrifað Strandamaður, heldur aðskotadýr, sem nú er að vinna sér hyllill á sómasamleganll hátt. Segi eg þetta mest ókunnug- um til skýringar og Strandamönn- um til afsökunar, svo enginn gefi þeim ósómann að sök. Eg verð þá víst að snúa mér að1 »Timanum«. Með sinni venjulegu prúðmensku gerir hann þessi síldar- kaup að umtalsefni í hverju blaðinu á fætur öðru og er nú heldur hróð- ugur vfir að geta kastað aur á menn, sem ekki eru þjálir þegnar klíkunnar sem að honum stendur. Það er líka von að honum verði mikið í munni, þvi að sjaldan hefir hann baft eins feitt á milli tannanna eins og síld. En — meðal annars — er hægt að jórtra síld? Hérumbil öllu, sem í þessum þremur blöðum Títrans stendur, er svarað með því sem á undan er sagt, en eitthvað þarf samt að athuga frekar við þær níðgreinar. í fyrsta blaðinu er eiginlega ekkert sagt nema það,' að við höfum »grætt of Jjár« á síldinni og að málið sé »órannsakað«. Er þessi gróði okkar og tjón héraðanna miðað við kaup landsstjóinarinnar. í næsta blaði heldur svo sami sónninn áfram um að Borgfirðingar hafi orðið hart úti og síldinni haldið þar að þeim. Alt sem um það er sagt, að við höfum átt að lata í veðri vaka að engin önnur síld frá fyrra ári yrði fáanleg, eru tilhæíulaus ósannindi og síldinni var ekkert haldið að Borgfirðingum, að eins heimtuðum við svar af eða á strax vegna þess að við höfðum boðið hana fram i öðrum héruðum, og urðum að afturkalla það framboð áður en pantanir kæmu ef Borgfirð- ingar tækju sildina. Lætur blaðið þess getið í skopi auðvitað að Borg- firðingar hafi fengiö sérstök kostakjör. Já, hversu mikið skop sem blaóið gerir eða hversu mikinn gróða sem það skapar okkur, þá er það ómót- mælanlegt, að þeir fengu kostakjör eftir því sem þá var fyrirsjáanlegt. Enda er það vitanlegt að aðrir þing- menn leituðu um sama leyti kaups á síld hjá umboðsmanni ensku stjórn- arinnar, en kváðust ekki geta fengið hana fyrir minna en 20 kr. tunnuna. Hvernig í ósköpunum er hægt að lasta það, þó við ætluðum að vera forsjál r og kaupa síldina i tæka tíð, úr því landsstjórnin ekki ætlaði sér að kaupa hana. Við sem keyptum þessa sild og þeir bændur sem af okkur keyptn eru alveg jafn ámælis- verðir eins og bóndi i harðindum á vorin, sem kaupir mikinn og dýran fóðurbæti, en svo kemur batinn og hann þarf ekki á fóðurbætinum að halda. Hefur af forsjálni lagt út i óþarfa kostnað. Hver myndi vilja ámæla honum ? Tíminn heldur að Borgfirðingar séu okkur gramir. — Getur vel verið að hann með óhróðri sínum hafi einhver áhrif i Borgar- firði og það þvi fremur sem eg heyri sagt að einn maður, sem ekki þarf að bregða um drengskap i þesju máli, geri alt til þess að sverta bæði okk- ur og Borgfirsku þingmennina. — Annars silur það sist á Timanum sem lifir undir því yfirskyni að vera bændablað, að gera alt til þess að ófrægja þá menn, sem leggja sjálfa sig fjárhagslega i voða með þvi að taka sig fram um það sem aðrir ekki þora að ráðast í til bjargráða. Enda eru víst allir sannfærðir um það, sem þekkja til, að ef við hefð- um verið i »Tímakl kunni«, þá myndi blaðið jafnmikið hafa hrósað okkur fyrir þessar aðgerðir eins og það nú lastar. Eða hvers vegna tekur hann þá ekki fyrir fleiri, sem selt hafa sild dýrara en landsstjórnin jafnt þingmenn sem aðrir ? Þykir honum mestur matur í að smella tönnninni í okkur eða hvað? En, svo skýst upp óðar en varir hvar fiskur liggur falinn, í þessum orðum — »þeirra eigin kjördæmi hafa sætt verstum kaupumc. Það var nú reyndar auðvitað að ’í’iman- um þætti ekki ofsnemt að fara að undirbúa kosningarnar. Sildin hefir hingað til verið notuð til beitu fyrir þorskinn og reynst mæta vel. Ætl- ar dú Timinn að reyna að færa út notasvið hennar og beita henni fyrir göfugri dýr? Fróðlegt að frétta um árangurinn. Annars er það eitt af þvi fáa sem satt er í blaðinu, að við buðum ná- grannahéruðunum sildina fyrir hærra verð en Borgfirðingar fengu hana, en þá er nú eftir að vita og sanna eins og Tíminn vill gefa i skyn að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.