Ísafold - 07.09.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.09.1918, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD það hafi verið gert til þess að fé- fletta þá enn ineir, eða öllu heldur til þess að við græddum meira. Eg býst nú við, því miður fyrir Tím- ann og kosningabaráttu hans, að honum gangi þetta illa. Svo er mál með vexti, að Borgfirðingar kaupa í einu 2000 tunnur, borga út í hönd og borga allan kostnað við síldina upp frá þeirri stundu, svo Tapast hefir rauður hestur úr girðingunni í Álfsnesi í Mosfellssveit, snemma í júlí- mánuði. Finnandi beðinn að gera viðvart í Gasstöð Reykjavíkur. sem lóðargjald og framskipun, en yfir lengri tima getur þesskonar kostnaður numið nokku ásamt vaxta- tapi og ábyrgð. Eg býst við að Borgfiiðmgar hefðu orðið varir við það, ef þeir hefðu ekki verið svo hepnir að fá Borg strax til að taka sildina. Allur þessi kostnaður hefir að meira eða minna leyti fallið á hina síldina og auk þess borgum við framskipun á henni þegar við sáum hvað sá kostnaður varð og þegar tunnurnar komust fljótar á ákvörð- unarstað en við bjuggumst við. Býst eg við að þá fari að koma upp í verðmismuninn. En geta má þess lika, þó það ekki beinlinis komi þessu málí við, að eftir að við höfð um selt sildina i norðurnéruðin, þá útveguðum við flutning á þeim á hafnirnar kringum Húnaflóa fyrir 2 kr. tunnuna. Það má geta þess líka, til þess að losa Tímann og aðra hans »nóta* við þennan ótta um of mikinn gróða hjá okkur, að við gerðum alt af ráð fyrir, ef síldin reyndist góð og við gætum losnað við hana alla að reyna þá að láta héraðsbúa okkar á ein- hvern hátt njóta þess. Nú hafa menn frétt um slys það sem vildi til á Blönuduós að af þessari sild ióru i brimi um 160 tunnur sem Húnvetningar áttu og þó við hvorki að einu eða öðru bærum nokkra ábyrgð á því eða s ldinni, þá býst cg þó við að við tökum þann skell á okkur að meira eða minna leyti eftir þvi sem við getum. Það má að vísu segja að slíkt komi — ójafnt niður, en það er þá að taka því, enda býst eg ekki við að aðrir kaupendur sjái eftir því þó þeir hafi stuðlað til þess að hægt væri að hlaupa undir bagga með þeim sem fyrir sliku óhappi urðu. Ætti kosn- ingabeita Timans fari nú ekki að verða léleg? Tálbeita er hún naumast lengur. Þá leggur Tíminn spurningar fyr- ir okkur og er fyrri spurningin þessi: Hvaða verði keyptu þeir sild ina í húsi á Reykjarfirði?*. Þessu vil eg svara Tímanum þannig: Um það varðar engan og allra sizt Tím- ann. Enda vil eg ekki kbma þvi til leiðar, að hann geti enga vitleysu, getgátur og fjarstæður framar komið með um þetta mál. Vélstjóraskólinn byrjar 1. október kl. 12 á hádegi. Þeir sem ætla að komast á skólann, sendi fyrir þann tima til undirritaðs skriflega umsókn sem á að vera stiluð til stjórnarráðsins, ásamt læknisvottorði og vottorði um að hafa stundað járnsmiði i það minsta í 2 ár og 7 mánuði eftir 14 ára aldur. M. E. Jessen. „Ví KI NG“ Skilvindan hefir hlotið 1 o í þeirra manna er reynt hafa. Skil- ur 120 og 220 lítra á klst. Verð 150 250 krónur; fæst hjá Jóh. 0gm Oddsson, Laugaveg’ 63. NB. Ýms varastykki i skilvindur fyrirliggjandi. ,,J71 e r h ú r“. JTl d í g a g n verztunarmanna. Kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 3 krónur árgangurinn. • Merkúr* óskar að fá útsölumenn og fasta kaupendur um land alt. Verzlunarmennl Styðjið blað yðar með ráðum og dáð. Utanáskrift blaðsins er: „Merkúr*. Box 157. Reykjavík. En það get eg sagt Tímanum honum til fróðleiks að sildin var ekki «í húsi«. Sýna þessi oið yfir leitt glögt þekkingu hans á málinu. Nú skulum við gera ráð fyiir að brezka stjórnin hafi qefið okkur sild ina eða selt okkur hana t. d fyrir 2 krónur tunnuna. Ætlaðist Tíminn þá til að við að sjalfsögðu útbýttum henni ókeyp s eins og gert er með Tímann. Ja, en matarmeiri er nú sildin en Tíminn ? Var það þá ákaflega mikið ódæði ef við hefð- um fengið hana fyrir lítið sem ekk- ert að gefa bændum kost á henni ódýrara verði en þeir gátu fengið hey? Mundu bændur yfirleitt ekki þakka fyrir að fá keypta töðu lægra verði t. d. en þeir venjulega geta framleitt hana fyrir, þó seijandanum hefði áskotnast hún fyrir Utið sem ekkert verð. Jú, áreiðanlega myndi öllum þakkað slikt nema pinqmönn- unum, eða svo myndi Timinn vilja vera láta Eg held það fari nú að minka i skrifum þessum sem svara þarf. Aðeins vil eg endurtaka það og leggja áherzlu á, að það eru tilhæíulaus ó- sannindi að við höfum látið það i veðri vaka að önnur sild yrði ekki fáanleg og einnig það að við höf- um gefið í skyn að þetta væri þing- ráðstöfun eða að bjarráðanefndir væru með í ráðum. Enda fellur þetta uin sjálft sig þegar þess er gætt að á Blönduós t. d. var önnur sild á boðstólum samtimis okkar sild. En þegar eg fór um Hrútafjörð og heyrði fyrst þessa hræðslu við að við kynnum að hafa grætt, þá bauð eg mönnum að þeir mættu strax KGinara laitar í þ ngvallaprestakall láta kaupin ganga tll baka, en auð- vitað vildu menn það ekki. Slíkt hefði verið óforsvaranleg ó'orsjálni. Eg bendi aðeins á þetta til þess að sýna hversu tilhæfulaust þ »ð er sem sumir segja að við höfum not ð þing- mensku okkar til þess að koma sildinni út i kjósendur. Um Borgfirsku þingmennina og þær hnútur sem 'þeir hafa orðið fyrir mjög ómaklega fyrir fyórhyggju sina þarf eg ekki að tah þeir eru menn til að svara sjilfir fyrir sig. Skal eg svo að lokum benda á að eftir þessar ósæmilegu árásir, sem við höfum orðið fyrir og senn lega halda áfram efnr því sem báist ma við frá Tímanum, eru ekki mikil likindi til að þingmenn verði fúsir til þess að leggja mikið á hættu fyrir héruðin ef þeir i stað verð- skuldaðs þakklætis geta att von á ó- hróðri og ósvifnisfullum árásum. Ef með þarf munum við einhver okkar oftar láta til okkar heyra því ekki ætti okkur að veiði fátt um varnir þó áfram verði haldið þessari ósæmilegu árás. R.vik 7. sept. 1918 Maqnús Pétursson. Haraldur Níelsson prófessor kom heim úr sumar- ferðalagi sinu með Sterling. Héraðsfundur í Suður-Múlasýslu hafði í fyrra samþykt, eftir til ögu prófastsins þar sira Jóns Guðmunds- sonar í Nesi, að fá mann til að ferðist um prófastsdæmið og flytja erindi um eilífðarmálin, og prófast- ur lýst yfit þvi þá þegar, að hann mundi snúa sér til Har. Nielssonar. Varð hann við þeim tilmælum og var för hans því fyrst og fremst heitið þangað. En Akureyrarbúar og Þingéyingar höfðu og mælst til þess, að hann kæmi i þau héruð, en þeim boðum gat hann ekki tek- ið nema að nokkru leyti. Á ferðalagi sínu — einn mánaðar- tíma — prédikaði H. N. 19 sinn- um og flatti 30 erindi um 7 mismun- andi efni. Á Akureyri prédikaði prófessorinn tvisvar, en flutti 6 erindi, 4 opinberlega og 2 í privat- félögum, á Seyðisfirði 2 prédikanir og 2 erindi, Norðfirði eina prédikun og 3 erindi, Reyðarfirði 3 erindi og eina prédikun o, s. frv. Allsstaðar flyktist fólk saman til að hlýða á prédikarann og ræðu- manmnn, svo jafnan var húsfyllir og víða fengu færri á að hlýða en vildu, enda þótt virkir dagar væru og sumstaðar um há-annatímann. Sýnir bezt, að ekki er andlegt áhuga- leysi í landinu, ef upp á eitthvað nýtt og kjarngott er að bjóða. Mjög merkur mentamaður norðan- lands skrifar ísafold, eftir að hafa hlýtt á prédikun og erindi hjá síra H. N., að meira gagn sé að ein- um sllkum manni, sem nái tökum á huga fólks en 120 prestum, er tali yfir tómum stólum. Piófessor íJ. N. lætur mjög af gestrisni og alúðarviðtökum hvar sem hann kom. Nú er hann staddur á Þjórsár- túni og flytur þar erindi á morgun, samkvæmt tilmælum frá fyrra ári. Líkindi munu til þess, að pró- fessorinn taki upp aftur prédikunar- starfsemi hér í bæ og mun það mörgum hið mesta gleðiefni. Málverkasýning. Guðm. Thor- steinsson listmálari opnar málverka- aýning á morgun í Barnaskólanum. Verður þar til sýnis á annað hundr- að málverk og teikningar, Iandslags- myndir bæði frá Islandi og Noregi og ýmsar myndir af öðru tagi mál- aðar og teiknaðar. feesi ungi listamaður hefir áður haldið sýningu á verkum sínum í Khöfn og fengið mjög góða dóma liatfróðra manna. Skipafregn : LagarfoBB kom hingað f gær- dag frá Vesturheimi. Fer vestur og norður um land í kvöld eða á morgun, S t e r 1 i n g kom hingað úr hring- ferð á sunnudaginn þann 1. þessa mán. Meðal farþega voru, Sigurður JónBSOn ráðherra og frú, þingmenn- irnir: Magnús Kristjánsaon, Binar Arnason, Pétur Jónseon, þorateinn M. Jón88on, Jón Jónsson frá Hvanná, Björn Kristjánason, Karl Binaraeon, þorleifur Jónsson, Sigurjón Friðjóna son, Björn B. Stefánssen, — Kristján Jónsson háyfirdómari, Eggert Briem frá Viðey, Krietján Blöndal póat- afgreiðelumaður Sauðárkróki, Vigfús FinarsHon fulltrúi og frú, J>orsteinn Jónsson kaupmaður frá Seyðisfirði, frú og dóttir, Einar H. Kvaran rithöfundur og frú, Haraldur Níels- son prófessor, Sigurður Gunnaraaon prófastur og Sigríður dóttir hana, Ólafur Ó. Lárusson læknír og frú, Guðm. Vilhjálmsson erindreki, Carl Guðmundsson kaupmaður Stöðvar- firði, Sigurjón Markússon sýslumað ur, jungfrúrnar Snorra Benedikts- dóttir, Auður Jónsdóttir, Asta Sig- hvatsdóttir Kristjana Pétursdóttir, Graddock ullarmatsmaður enskur, Méyvant Sigurðsson bifreiðarstjóri, prentararnir Óskar Jónsson, Jón þórðarson og Jón Sigurjónsson og fjölda margir fleiri. Aðkomumenn. Steingrímur Matt- hfaason læknir frá Akureyri, Guðm. L. Hanneason konaúll frá Isafirði, Björn 8tefánsson prestur frá Berge- stöðum, Sigurjón Markússon sýslum. M e s s a ð í dómkirkjunni á morg- un kl. 11 sr. Fr. Fr. (altarisganga). KI. 5 síðd. sr. Bj. Jónason. M e a 8 a ð á morgun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 sr. Ól. Ól. og í Rvík kl. 5 ar. Ól. ÓI. Úr loftinu. Paris, 5. sept. Hersveitir Frakka hafa undanfarna daga brotið á bak aftur þráláta mót Som Enehavere af Patentretten i Kongeriget Danmark af det over hele Europa stærkt anvendte Bygnings- system, »Leansystemet« (hul Cement- mursten), særlig egnet til udvendig Beklædning af Træbygninger og grundmurede Bygninger, Skillerum etc. etc. som overgaar alt hidtil kendt Bygningsmateriale, söges en Enerepræsentant eller Kober af Pa- tentretten for hele Island. Hen- vendelse til Hovedkontoret for Dan- mark: Korsor Cementvarefabrik „Ceres*, Korsor. Telegramadresse: Kokjensen, Korsor. Tapast hefir rauður hestur með hvita stjörnu i enni, glófextur, kliptir í síðu staf' irnir P. B., aljárnaður. Ennfremúf grár hestur, mark: sýlt vinstra, kliptir í siðu stafirnir P. B., einnig aljárnaður. Finnandi beðinn að gera kaupm. P. M. Bjarnason, Hverfisgötu 46 Reykjavík, viðvart um hestana, sem greiðir góð fundarlaun. stöðu Þjóðverja, en í gærdag voru þær neyddar til að hörfa undan fyrif norðan Oise og á Vesle-vigstöðvun- um. Milli Canal du Nord og Oise eltu framsóknarherjar Frakka aftur- liðssveitir Þjóðverja, fóru framhjá Libermont og réðust á nágrennið við Esmery-Hallon, og tóku skóg' inn við 1’ Hopital. Sunnar liggur herlina Frakka um Freniches, Guiscard, Beaugies, Gran- dru, Mondescourt og Appilly. Að austan úggur hún um Ailette og nær að Marizelle (fyrir norð-austau Manicamp). Þjóðverjar hafa orðið að slepPa 1 hendur Frakka fjölda fanga, fallbyss- um, hergögnum og vistabirgðum allmiklum. Milli Ailette og Aisne heldur bar- daganum áfram á sléttunni fyrir norðan Soissons. Af ótta um hægri herarm sinn hafa Þjóðverjar hörfað fyrir norðan Vesle. Frakkar hafa tekið Bucy le Long og Moncel fyrir norðan Aisne. Lengra til hægri hafa hersveitir þeirra farið yfir Vesle á 30 kilometra svæði, farið um Chasseny, Brenelle, Vauberlin, Vauxeré, Blanzy og náð fótfestu á virkisgörðum fyrir norðan Baslieux. París 5. sept. Hernaðarathafnir á vígstöðvum Frakka voru sem hér segir: í nótt áttu hersveitir Frakka í höggi við afturliðssveitir Þjóðverja og héldu áfram sókn fyrir austan Canal du Nord og í áttina til Aisne. Austan Nesle hafa hersveitir Frakka farið yfir Sommeskurðinn í grend- við Voyennes og Offoy. — Sunnar hafa Frakkar farið fram hjá Hombleux, Emery-Hallon og Falvy-le-M-ldeux og fært herllnuna norður fyrir Guis- card í grendinni við Berlancourt. Milli Ailette og Aisne hafa Frakkar hrundið af sér tveim áköfum gagn- áhlaupum Þjóðverja við Mont de Tombes austan við Locilly og halda stöðvum sínum. Berlín 5. sept. Viðureignin var aðeins smáskærur á framvarðastöðvunum hinna nýjö stöðva vorra.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.