Ísafold - 07.09.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.09.1918, Blaðsíða 2
2 'IS A F O L D ir.ot Danmark. Island fár ju som suveian stat sin egen medborgarratt. Áven den paragrafen kan ju upp havas inom en nara framtid, om Isiand sá skulle önska. Den kvalificerade majoriteten (§ 18) tycker jag ej alls verkar avskiackande. — Nu vet jeg ej alls, huru Eder ásikt ar i fiágan och det skulle mycket intressera mig att fá höra den. Men min bestamda uppfattning ar, att det skulle verka mycket illa i de skandinaviska h'inderna och utlandet, om nu ny strid började om saken. Förslaget bör, anser jag for min ringa del, antagas oýörilndrat sádant det föreligger och ingenting göres, som kan medföra fara för att det ej gár igenom. Det ar min Jör- hoppninq som en varm vixn och bewdrare av Island.« Ragnar Lundborg er nú forstöðu- maður fyrir stóru hlutafélagi sænsku, sem heitir A. B. De förenade bok- tryckerierna. Hann býr í Söder- talje, 16,000 íbúa bæ, skamt frá Stokkhólmi. Hann hefir nýlega stofn- að tímarit, sem heitir Internationell politik. — Tidskrift för mellanfolk- liga fiágor. Það kemur út i Stokk- hólmi, og er hann sjálfur ritstjóri þess. Birtir hann þar væntanlega innan skamms ritgerð um sambands- lagafrumvarpið. Það hefir verið oss íslendingum rrikill styrkur í frelsisbaráttu vorri, að vér höfum eignast marga ágæta sjálfboðaliða erlendis; vér höfum ekki sjálfir átt þar marga íslenzka málsvara fyrir vora hönd, og því betur hefir þetta komið sér fyrir oss. Það má ekki minna vera en að vér sýnum það í orði, að vér kunnumþessum ágætismönnum þakk- ir, og ekki væri um of, þótt vér reyndum að sýna þeim á einhvern hátt sóma, engu síður en vorum eigin beztu mönnum. S. september 191C. Matthías Þórðarson. Sáttmálinn. Ræða Gísla Sveinssonar í neðri deild Alþingis 2. september 1918. Enda þótt framorðið sé nú nokk- uð dags, get eg ekki lofað að Ijúka máli minu á örfáum mínútum. Eg vil taka undir með háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) í þvi, að ekki tjái að hraða máli þessu svo mjög, að beitt sé afbrigðum frá þingsköpum í sifellu. Eg hefi ekkert á móti því að afbrigða hafi verið leitað til þess að taka málið nú þegar til 1. umr. En hitt má ekki eiga sér stað, að svo verði um málið framvegis. Að vísu er öllum kunnugt málið. Frumvarp þetta hefir legið frammi um hríð og eg efast ekki um, að menn hafa lesið það og kynt sér það ítarlega. Og þess ber lika að gæta, að Islendingar eru þessu máli kunnir frá öndverðu, það hefir ver- ið rætt og hugsað af alþjóð um langar stundir. Auk þess er grundvöllur malsins og aðalatriði ljós, eins og þau birt- ast í þessu frumv., sem hér liggur fyrir. En — málið er svo mikilvægt, að ekki sæmir að flytja það með af- brigðum gegn um þingið. Eg þykist vita, að frumv. verði samþykt óbreytt, en sjálfsagt þykir mér, að þeim gefist tið til, sem ræða viija málið eða jafnvel koma með breytingatillögur, svo að ekki verði sagt að ráðin séu af þeim tekin. Eg get heldur ekki séð, hvað á Iiggur að afgreiða málið á einni viku o.{ skil ekki heldur hvað hæstv. for- sætisráðherra getur gengið til að ætla að ákveða þingtímann þegar i byrjun svo stuttan, þar sem við þó erum hér komnir, og kvaddir af stjórninni til þingsetu. Hér getur líka verið ýmis- legt fleira sem afgreiða þarf, t. d. ýmsar afleiðingar af máli þessu, sem fram þurfa ef til vill að ganga jafn- hliða. Þykir mér því líklegast, að stjórn- in hagi sér þar eftir og leyfi þing- inu setu svo langa, að afgreiða megi nauðsynjamál þau, sem fyrir liggja og ekki verður hjá komist. Vil eg þá minna á orð háttv. þm. Dala. (B. }.) að sjá þarf um fram- kvæmd málanna, þá er þessi sam- bandslög hafa samþykt verið. Hann hefir nú víst meint sitt með þessu, og eg meina mitt. En það er t. d. öllum kunnugt, að skiftar eru skoðanir manna um það, hvort stjórnin, sem nú situr, sé fær um að fara með völdin, — hvort hún sé á vetur setjandi, eins og hún er skipuð. Og þá er fáninn. Hvers vegna á nú að draga það, að gera ályktun um hann? Og þá eru breytingar á stjórnar- skránni, sem þetta mál gerir nauð- synlegar. Ef til vill álíta sumir, að réttast sé að gera þær ekki fyr en málið er komið fram til fulls. En eins og kunnugt er, verða þær að gerast á tveimur þingum, með þing- rofi á milli, og væri þá ekki óeðli legt að fyrri hlutinn færi fram nú. Því að enginn efi er á, að sam- bandslagafrumv. kemst í gegn. Sumir kendu hæstv. stjórn um það, hve lengi síðasta' þing átti setu og álösuðu henni fyrir það, og mætti þeim mönnum finnast nndrum sæta, hve fljót hún nú vill gerast i vöfunum. Annars hefi eg hvergi heyrt um það fengist út um land, þar sem eg hefi farið og talað við málsmetandi menn, sem sé hér um Suðurlands- undirlendi, að þingið hafi setið lengi, heldur hafa menn getið hins, að það hafi þó að lokum unnið starf sitt vel. Að þvi hefir verið fundið hér í hv. deild, að samninganefndin hafi ekki látið fylgja frumv. nefndarálit og væri þvi ekki hægt eins vel að átta sig á málinu. Furðar mig á slikum aðfinslum frá háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.). Er hann sá maður, að hann hlýtur eða ætti að bera skyn á málið eftir að hafa lesið frumv. og fylgjandi at- hugasemdir, sem eru nokkurs konar nefndarálit. En eftir orðum hans að dæma hér í dag, hefði honum lík- legast ekki veitt af að hafa fyrir sér einhverjar meiri skýringar. Yfirleitt hljKur það þó að nægja hverjum manni til að skilja málið, að lesa frumv. og athugasemdirnar. En hitt væri rétt, sögunnar vegna þótt ekki væri annað, að gefin yrðu út plögg öll, sem málinu fylgja eða geta fylgt. Þá vil eg víkja að málinu sjálfu með örfáum orðum. Hafa þau látið einkennilega í eyrum mér ummælin, sem háttv. þingm. N.-Þing. (B. Sv.) hefir látið falla, svo illþyrmislega sem honum hafa farist orð um samherja sina fyrverandi. Get eg ekki fundið að háttv. þm. Dalam. (B. J.) eigi sérstaklega nú skilin slik ummæli, er hv. þm. kall- ar hann og fjármálaráðherrann i skopi >frelsishetur íslands* og i hinu orðinu titlar hann þm. Dala. (B. }.) hinn »arga Valtýing*, um leið og hann talar um þann »rammdanska anda«, er nú gagnsýri hann. Öðru visi mér áður brá, tæplega hefði eg trúað, að slikt mundi heyrast úr þeirri átt hér á þingi 1918. Sannast hér sem oftar, að >hverfanda alt á hveli liður« En undarleg eru slík orð af ekki öðru tilefni en frumv. þessu, sem enginn, enginn þorir að neita, að í felst full viðurkennin^ á Jullveldi ls- iands. Háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) fer þar að vísu, sem vonlegí er, undan í flæmingi og telur að Dönum sé veitt hér alt of tnikil ívilnun. En hvað er það? Sú ivilnun, ef ein- hver er, stendur í 20—25 ár, en ekki um aldur og æfi. Mér finst þvi, að þessi stóru orð háttv. þm. hæfi ekki málsíað hans. Það er nú jafnvel talað hér i deild- inni, eins og hér séu fleiri menn óánægðir, en mér vitanlega er hann einn um það háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) i þessari háttv. deild, og í háttv. Ed. er að eins einn, háttv. þm. Isaf. *(M. T.) á sömu skoðun og hann, eða réttara sagt, háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) er á sömu skoðun og háttv. þingm. ísaf. (B. Sv.: Eða i þriðja lagi: Þeir eru á sömu skoðun). }á, svo munu vera 1 En eftir því sem eg hefi kynt mér skoðanir manna, þá er það að eins örlitill hópur manna hér i Reykja- vík, sem þykist hafa eitthvað við samninginn að athuga, þó mjög óákveðið, og er sá hópur sama sem einn maður, sem menn vissu um fyrir fram, að mundu verða á >einu máli«. Hafa sumir leyft sem að nefna þetta »klíku«, en eigi skal eg meira um það ræða. En búist hafði eg við miklu reffi- legii athugasemdum úr þeirri átt, en raun er á orðin. En þar sem eg hefi átt tal við menn, eins og eg gat um, hér á suðurlandi, þá ríkir hvergi sami skiln- ingur og hjá háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.), þótt hann nii, eftir digur- mælum hans að dæma, hyggist munu vinna mikinn hluta þjóðarinnar á sitt mál, aðeins ef honum gæfist timi til. Eg þyrði þó að gefa honum mörg ár, í þeirri fullu vissu, að þjóðin yrði aldiei svo viti firt, að hún legði sama dóm á þetta og uppkastið 1908, svo sem hann hefir leyft sér að gera. Háttv. þm. N.-Þíng. (B. Sv.) var í fyrri ræðn sinni að ber saman ein- stök atriði þessa frumv. og frumv. eða uppkastúns frá 1908, en gafst upp við, þvi að ólíku er saman að jafna. Skildist mér hann telja frumv. þetta vena og yfirleitt féllu orð hans i þi átt, að þau fordæmdu þetta frumv. engu siður en uppkastið 1908. Hann taldi, eins og eg greindi, og telur — ef hann gengur ekki á bak orða sinna — þetta frumv. engu betra, en að sumu leyti verra, þegar öllu er á botninn hvolft. Þessi hv. þm. átti sæti á þiogi 1909, og áttt þá þátt i þvf að samþykkja frumv. það til sambandslaga, sem kent er við Sjálfstæðisflokkinn. Það var ger- ólíkt Uppkastinu. Það var það, sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi, að lengst ætti að fara, og væri það fullnægi- leg viðurkenning á öllum okkar rétti. Hefði nú legið nær fyrir háttv. þm. N.-Þing. (B. Sv.), að bera frumv. 1918, sem hér liggur fyrir, saman við þetta frumv. frá 1909, en ekki . Uppkastið. Þá hefði hann ef til vill getað sýnt, að hann talaði um málið af meiri þekkinu en nú er bert orðið. En ef borið er saman þetta frumv. og frumv. Sjálfstæðisflokksins 1909, verður það ofan á, að það frumv. sem hér hggur nú fyrir, er miklu itarlegra, betra og skýrara. Ef frumv. þetta er því verra en Uppkastið, þá er frumv. Sjálfstæðisflokksins 1909 líka orðið því um verra. Ef litið er á frumvarpið 1909, með tilliti til 6. (sbr. 8.) og 7. gr. þess frumvarps, sem við nti höfum fyrir framan okkur, þá verður bert, hvernig ástatt er. í 3. gr. frv. frá 1909 stendur í 3. málsgrein að gæsla fiskiveiða i landnelgi íslands sé sameiginlegt mál. En hvað segir þetta frumvarp? Háttv. þingm. N.-Þing. virðist helzt ætla, að það haldi fiskiveiðagæslunni sem sameiginlegu máli. En svo er ekki. Eftir þessu frumvarpi er ekk- ert í sameiginlegt, nema konungur- inn, því að þau mál, sem hann lik- lega vill telja sameiginleg eftir frum- varpi þessu, á Dönmörk einungis að fara með í umboði Islands, og með vissum skilmálum, í þessi 25 ár. Þetta er ákveðið svo sökum þess, að það eru íslands-mál en ekki sameiginleg mál. En ekki nóg með það. Einnig stendur i frum- varpinu frá 1909, sem hann var harðánægður með (sömu gr.): >Meðan Danir annast strand- varnirnar, njóta þeir jafnréttis við íslendinga að því er til fiskiveiða í landhelgi íslands kemur«, 0. *S. frv. Þarna er Dönum með lögum ákvarðaður sami réttur, sem vér samkvæmt frumvarpinu 1918 veitum þeim af voru fullveldi. (B. Sv.: Hve lengi?). í 26 ár að m. k., eft- ir frumvarpinu frá 1909 (7. gr.), uns uppsögn fer fram samkvæmt þvi, sem 5. gr. þess frumvarps ákveður. Danir eiga þá að hafa, jafnvel eftir þessu frumvarpi 1909, réttindin svo lengi sem þeir fara með strandvarnirnar, og gæzluna þurfa þeir heldur ekki þar að auka, en hafa það bara eftir sinni vel- þóknan. Þar með er þetta alger- lega aftur rekið hjá háttv. þingm., og er óskemtileg sú meinloka hans, ef hann heldur að aðrir hafi gleymt þeim höfuðatriðum, sem barin eru inn í oss alla, nú i áratugi, þótt ýmsir íslendingar hafi farið að sumu villir vegar fyr og síðar. Þá er 4. gr., fyrri hluti, í frumv. 1909: >Danir, heimilisfastir á íslandi, skulu njóta fulls jafnréttis við Is- lendinga, og Islendingar, heimilis- fastir í Danmörku, jafnréttis við Dani*. Nú er spurningin: Er á þessu nokkur munur og þvi, sem sagt er í 6. gr. frumvarpsins 1918. Þar segir: >Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á íslandi sem íslenzkir rikisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt*. Á þessu er enginn munur, nema þá oss í hag, annað en þetta eina orð >heimilisfastur«. Eu nú er það gefið, að vér getuui gert heimilis- festu að skilyiði fyrir slíkum rétt- indaneyzlum. Þessi sama grein seg- ir líka, eins og kunnugt er: >Bæði danskir og íslenzkir rík- isborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskiveiða innan landhelgi hvers ríkisc. Þetta gefur með andstæðunni til kynna, að gert er ráð fyrir búsetu- skilyrðinu við hið fýrnefnda atriðið. Enda er það upplýst, að Danir í nefndinni vildu halda búsetunni hjá sér sem skilyrði fyrir réttinum, og og er því sjálfsagt, að svo verði og hjá oss. Þetta tvent er það, sem aðallega, ef ekki eingöngu, hefir orkað því, að háttv. þingm. N.-Þing. (B. Sv.) legst svo freklega á móti frumvaip- inu. Þetta er það, sem hann telur »að semja af sér«, og telur brot á reglunui: >ísland fyrir íslendingac, íslandi til stórtjóns. Dönum séu þar með gefnar í hendur »landsins ríku auðlindir*. En þetta hefir hann sjáljur sampykt 1909 sem þær mestu kröfur, er vér gætum gert og ætt- um að gera, og öllum er í fersku minni, hve vandlega hann vildi var- ast uppkastið frá 1908, svo að mála- vextir hlutu að standa mjög ljóst fyrir honum þá eins og öðrum. Og hann veit, að eftir frumvarpinu 1909 (3. gr. 2. lið) áttu Danir að fara með utanríkismál vor á miklu óhagkvæmari hátt fyrir oss en 7. gr. frumvarpsius, sem hér er á ferð- inni, ákveður. — En nú hafa þessar firrur jafnvel leitt háttv. þingmaun N.-Þing. til þess að fara loflegum orðum um Uppkastið 19081 Ef til vill voru orð hans >innantóm«, en einhverju eiga þau þó liklega að lýsa. Hélt eg þó, að þessi háttv. þingm. gæti sízt orðið klökkur yfir því uppkasti, hvað sem drifi á dag- ana. Mönnum verður að spyrja, hvað það eigi að þýða, að tala eins og háttv. þingm. N.-Þing. hefir talað á þessari stundu, eftir það sem á und- an er gengið á þessu sumri. Hann fór að lesa upp samþykt, sem >SjáIfstæðisflokkurinn« eða flokksbrotið hefði gert i apríl siðastl. Það er vitanlegt, að mig eða aðra varðar ekkert um þá samþykt. En annars hygg eg að segja megi, að þeir menn i flokknum, er samþyktu, hafi ekki brotið í bág við samþykt- ina. Hann sagði það efnið, að ekki skyldi gera samning um annað en »hreint konungssamband«. Eg vil nú spyrja menn um það, ef þeir vildu svara, hvað þeir héldu að væri hreint konungssamband, eða hvort þetta frumv. ákvarði það ekki? Eg vonast ekki eftir svari frá báttv. þm. N.-Þing., því að hann gaf þá skýringu, að »personalunion« væri ekki, ef nokkurt mál væri sameigin- legt, þó að avo geti þó verið sam- kvæmt samningi. Nú er hér ekkert annað sameiginlegt en konungurinn, eins og eg hefi bent á, en hið ann- að, sem um er þrætt, gefa Islend- ingar Dönum aj fullveldi sinu til að fara með eftir umboði um dkveðið árabil. Er þá Ijóst, að hér er ekki um að ræða málefnasamband. Enda mun engum, er skyn ber á, hvað Þjð er, sem nefnist koungs?am- band (personalunion) og málefna- samband (realunion), til hugar koma, að kalla þelta annað en hreint kon- unqssamband. Ennfremur las hv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) upp samþykt, er hann taldi fullveldisnefnd hafa gert. Hefir að mínu viti ekki verið brotið í bág við hana. Sú samþykt ræðir að eins um, hverju haldið var að samninga- nefndinni að formi til og til að byrja með. Fyrst skyldi gera samning um konungssambandið, og síðan samn- ing um eitt eða fleiri mál, svo sem t. d. utanríkismálin ef danska stjórn- in fer með þau. En þetta er að eins form. Hér liggur nú fyrir að eins eitt frv. lil sáttmála, og er skift I kafla. Hver kafli hljóðar um sérstakan hluta af því, sem fyrir liggur i heild. Fyrsti kafli er viðurkenning fullveldisins i konungssambandi, og siðan samning- urinn eða atriði hans o.s.frv. Það kem- ur alveg út á eitt, hvort þessi ákvæði eru á einu eða fleiri blöðum, og hélt eg aldrei, að fram kæmi á þingi nokkur efi um það. (B. Sv.: Hví er þá verið að samþykkja þetta?). Svo að eigi orkaði tvimælis, að þetta væri sitthvað, grundvöllur og samn- ingur, svo sem og sáttmálinn vottar. Þetta form benti Dönum á, hvert stefnt var, og gat sjálfsagt orðið til þess, að þeir fengju þegar í upphafi ljósari skilning á málavöxtum. En þegar nú vitanlegt er, að bæði hv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) og hv. þm. ísf. (M. T.) hafa gengið að því að sea ja við Dani á þessum grund- velli, þá er undarlegt, að svona raddir koma fram, sem ekki hafa meira fyrir sér en einhverjar grýlur út af atriðum, sem hv. þm. (B. Sv.) taldi sjálísagt að setja í lög 1909, og með þeim væri þá öllu frelsi fullnægt. En því ber að slá föstu, að engin rödd hefir fram komið, hvorki í þingi né utan, er dregur í efa, að með frv., er hér liggur fyrir, sé fengin fnll viðurkenning fullveldis íslands, í konungssambandi við Danmörku, eins og háttv. þm. Dala. (B. }.) tók fram. Ef einhverir hafa verið af þm., sem vildu alls ekki semja við Dani, þá áttu þeir að segja til i tíma, í sumar. Menn hefðu nú eí til vill getað búist við þvi, að t. d. eg væri meðal þeirra, því að eg hefi verið þeirrar skoðunar, og haldið henni fram, að heppilegast mundi Islandi að sigla sinn eigin sjó, laust við stjórnmálasambönd við önnur ríki, og eg er enn á þvi máli. En mér kom vitanlega ekki til hugar í sum- ar né endranær, að hafa á móti því að farið væri fram á það, að Danir, ef þeir vildu góðfúslega, gæfi oss viðurkenningu fullveldisins, þá er vér teljum sjálfsagða oss til handa. Með því var frá minu sjónarmiði engu spilt. Öðru nær. Ef íslend- ingar hafa áður þurft á fullviður- kendum rétti að halda til sjálfstæðis og sérstöðu, þá er þess ekki síður þörf nú. Eg tel því alveg vafalaust, að ef einhverir háttv, þm. vildu ekki ljá máls á að semja, þá áttu þeir að segja til. En að gera nú veður mikið móti þessu frumv., tel eg með öllu ótilhlýðilegt. Þar er fengin sé viðurkenning, sem þarf, og mikið meira en eg eða nokkur annar gat búist við að fengist. Eg og vafa- laust fleiri vorum sem sé harla von- daufir um, að þetta hefðist fram við Dani. En nú verða menn og að gæta þess, að það er alls ekki loku fyrir það skotið, að vér skiljum við Dani. Mér er það ljóst, að samningurinn geti orðið til þess, að vér þroskuð- umst betur en orðið er og getum nú búið oss örugglega undir skilnað vitandi vits. Og margt það getur að borið, að vér verðum eigi síður fúsir til skilnaðar að þessum tíma liðnum en nú erum vér, þar sem margir, þvi miður, efast um viljann og áhugann hjá þjóðinni á þessum tímum. Eg skal geta þess að endingu, að eg áleit, hvað sem aðrir um það segja,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.