Ísafold - 12.09.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.09.1918, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 í viku. Verð árg. 5 kr., erlendis kr. eSa 2 dol)ar;borg- ist fyrir miðjan júlí erlondis fyrirfram. Lausasala 10 a. elnt XLV. írg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstlóri: Dlafur Björnssan.Talsimi nr, 455. Reykjavik, fimtadaginn 12. september 1918 Uppsögn ^Bkrlfl.. bundln vlð áramú. er óglld nema kor < in bó til ótgefer fyrir 1. oktbr r. 8Ó kaupandi aku) lauB vlð blaðið 46. tölublað. Sambandslögin samþykt af aiþingi Sá merkisatburður gerðist í Efri- deild þ. 9. þ. m., að sambandssátt- mdtínn nýi var ajqreiddur sem löq frá alpinqi með öllum atkvæðum i deildinni gegn einu (Magn. Torfa- son). Er þá afskiftum alþingis af málinu lokið í aðalatriðinu, en eftir er að ganga frá stjórnarskrárbreytíngum þeim, sem af sáttmálanam leiða. Var það lagst undir höfuð af stjórn og þingi, og er það gagniýnt ann- arsstaðar i blaðinu. Pyrrhusar-sigur Sigurðanna. Vinni eg marga slíka sigra, þá er úti um mig! Vantraustsyfirlýsing sú, sem getið 'var um í síðasta blaði á atvinnu- mála- og fjármálaráðherrann var rædd í sameinuðu þingí í fyrradag. Utnræður stóðu fullar 10 klst. og og lauk þeim með því, að samþykt var svofeld »rðkstudd dagskrás, er Guðm. Björnson landlæknir, sem formaður Heimastjórnaiflokksins (f), t>ar fram. »Þar sem vantraustsyfirlýsing sú, sem fram er komin, til atvinnumálaráðherra og fjármála- ráðherra, getur spilt eindrægni þeirri, sem nauðsynleg var og er fyrir framgang aðalmáls þings og þjóðar, sambandsmálsins, sem enn er ekki útkljáð að fullu, þá þykir þingínu ekki hlýða að bera hana undir at- kvæði og tekur fyrir næsta þingmál*. Réttur helmingur alþingis greiddi þessari dagskrá atkvæði, en 12 móti. Dagskrármennirnir voru; Bjarni frá Vogi, Einar Arnason, Guðjón Guðlaugsson, Guðm. Björnson, Guðm. Ólafsson, Hjörtur Snorrason, Jóh. Jóhannesson, Jörundur Brynjólfsson, Karl Einarsson, Magnús Kristjáns- son, Mitthias Ólafsson, ÓlafurBriem, Pétur Jónsson, Pétur Þórðarson, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Frið- jónsson, Stefán Stefánsson, Sveinn Olafsson, Þorleifur Jónsson og Þor- steinn Jónsson. En móti dagskránni greiddu at- kvæði: Björn Kristjánsson, Eggert Pálsson, Einar Arnórsson, Gísli Sveinsson, Halldór Steinsson, Hákon Kristófersson, Jón frá Hvanná, Kristinn Daníelsson, Magnús Guð- Biundsson, Magnús Pétursson, Pét- Ottesen og Sig. Stefánsson. Fimm greiddu ekki atkvæði: ráð- herrarnir þrír og flokkurinn Magn- ús Benedikr. En 2 voru fjarverandi: Einar Jónsson og Björn Stefánsson. í sókninni á hendur ráðherrunum tóku þátt: Sig. Steíánsson, er hélt margar ræður, Halldór Steiusson, Esgert PálssoD, Jón frá Hvanná og G sli Sveinsson, en til varnar töluðu auk þeirra sjálfra þeir, Bjarni frá Vogi, Sreinn Ólsfsson og Guðm. Björnson að því leyti að hann flutti dagskrána, en varnarorð talaði hann ekkert. Það er óhætt að segja það, að þetta var einhver fjörugasti þingdagur um mörg ár. Mátti segja með sanni, að »hnútur flugu um borð«. Orkar eigi tvlmælis, að mjög fóru ráðherrarnir og fylgifiskar þeirra halloka í þeim viðsk'ftum, enda er sira Sig. Stefánsson einhver fimasti maður á þingi í orðasennum og beiglum eigi hent í greipar hans svo sem fjármálaráðherrann marg- sinnis fekk að finna, en hann hafði sig mest frammi. Frumræða sira Sig. Stefánssonar birtist í næstu ísafold og mun blaðið ef til vill flytja fleiri af ræðunum, því af þeim má marka álit ýmsra mætra þingmanna á núverandi stjórn. En um hina »rökstuddu dagskrá*, sem samþ. náði er það að segja, að hún er hreinastí yfirskots eiður eða skálka- skjól, eins og einn þingmaður Heima- stjórnarmanna komst að orði. Hún var fundin upp og framborin til að fela sig á bak við — fyrir ýmsa þingmenn, sem i hjarta sinu vildu greiða beinni vantrausfs-yfirlýs- ingu atkvæði, eða treystust minsta kosti ekki til að greiða atkvæði móti henni, samvizku sinnar vegna. Sýnir það betnr en margt annað það sann-nefnda klíkn-spillingarástand, sem nú er i þinginu, að annar eins yfirskots- eiður Og þessi dagskrá, skyldi þó fá atkvæði rétts helmings þings- ins. Út yfir tekur þó, að það mál, sem væntanlega er meira en að nafninu, mál málanna, hjá þingi og þjóð: Sjdljstaðismálið skuli notað að yfir- varpi fyrir þenna yfirskots eið, skuli notað að skálkaskjóli fyrir veikar sálir, í þinginu, sem meira meta flokks-k iku-bönd, en sannfæring, samvizku og instu hjartans hugsun. Með sanni er hægt að segja og meira að segja leiða vitni að margir af þessum 20 þingmönnum, sem dagskránni léðu fylgi hafa marg- sinnis látið það eindregið í ljós, af fullri sannfæringu við ýmsa sam- þingmenn sína, að þjóðinni og land- inu væri það hin ýyrsta 0? ýremsta llfsnauðs\n að losna við jafn ger- óhæfa menn, eins og þá atvinn- málaráðherrann og fjármálaherrann úr stjórnarsessi. Vér skulum ekki nefna nöfn að þessu sinni, en verði þessi orð ve- fengd, er hægurinn nær að gera það. En óneitanlega setur mann hljóð- an — óneitanlegá slær óhug á hvern þann, sem heyrt hefir ekki svo fáa af fylgjendum þessarar dagskrár lýsa því, að ekki væri búandi við hina óhæfu stjórnarherra, Sigurðana, — að sjá þá og heyra — ljá sig, ekki af sannfæringu, heldur af flokkshags- muna og klíkubandaástæðum, til þess að ganga í sjálfa sig, hafa endaskifti á sjáifum sér, eins og allmargir úr tvítugu grímuvantraust-samþyktinni hafa gert. Vér spyrjum: Er nokkurt agnar- nórusamband milli vantrausts á þess- um 2 ráðherrum og sambandsmáls- ios? Hvernig ætti vantraustsyfirlýsing til þeirra að spilla eindrægni í mál- inu? Einasta hugsanlega ástæðan væri það, að þeir, ráðherrarnir, létu gremju sína yfir vantraustinu bitna á sam- bandsmálinu og snerust gegn sátt- málanum! Naumast hefir það þó verið hræðsl- an við þetta, sem fyrir dagskrár- mönnum vakti. Eða hvað ? En þá telja þeir þessa ráðherra meiriháttar lítilmenni og ódrengi. Gremjan við stjórnina hefir eigi litil verið í þeim stjórnmálaherbúð- um, sem Isafold á heima í. En ekki hefir það »spilt eindrægni* þeirra manna í sambandsmálinu. Þvert á móti mun hver helzti skerfurinn til lausnar málinu í eindrægni hafa lagður verið af þingmanni úr þeim hóp. Skiljanlegt væri, að ýmsir kynnn þvi illa að steypa Sigurðunum nú, eý þeir (Sigurðarnir) hefðu átt ein- hvern verulegan þátt í lausn sam- bandsmálsins. — En það er siður en svo. Þeir reyndu að vísu að skreyta sig með þeim stolnu fjöðrum, að peir sem stjórnarmeðlimir hefðu •qegnumfœrt* sambandsmátíð. En að þessu var einungis brosað, því að það er alkunnugt, að forsætisráð- herrann einn af ráðherrunum hefir unnið nokkuð verulega að því máli. Þeim er því fánýtt, Sigurðunum, að ætla að reyna að banga í skjóli þess máls. Það þóttu brjóstheilindi í meira lagi af Bjarna frá Vogi, er hann kinnroðalaust fekk sjálfan sig inn á að staðhæfa, að dagskráin rökstudda væri enn harðari fordæming á van- traustsyfirlýsingnnni, en hitt, að fella hana beint. Og trúað gætum vér því, að ekki hefðn allir flokksmenn Bjarna kunnað honum þakkir fyrir þá reifing máls- ins — svo ósamkvæm sannleikan- um var hún. Lætur yfirleitt nokkur heilvita mað- ur, sem nokkuð þekkir til í þinginu, sér detta í hug að dagskrárleiðin hefði verið farin — til að eyða van- trausts-yfirlýsingunni — ef fær hefði verið, annaðhvort sú leiðin, að snúa vantraustsyfirlýsingunni opp í traustsyfirlýsingu, eða þá að fella vantraustsyfirlýsinguna beint? Nei! Hefði vantraustsyfirlýsingin sjálf fengið að koma til atkvæða, voru úrslitÍD fyrir ráðherrana mjög óviss 1 Og traustsyfirlýsingin hefði áreiðanlega verið feld. Taki menn eftir dagskránni! Ekki eitt orð í áttina um traust á ráðherrunum! Það er vítanlegt, að í pví hefði meiri hluti þings ekki fengist til að vera með. En að segja hvorki já eða nei — heldur flýja af hólmi fyrir kjarna málsins, til pess var hægt að ýta nægilega mörgum þingmönnum. Hverja sæmd þingið hefir að þessu í þjóðarinnar augum, látum vér ósagt. En mikil ætti hún eigi að vera, ef siðferðis- og stjórnmálaþroski þjóðarinnar er eins og vér ætlum. Skárra hefði það verið af þing- mönnum að lofa stjórninni að hanga nú, upp á það, að stjómarskrárbreyt- ing hefði verið gerð á þessu þingi og nýjar kosnmgar farið fram svo fljótt sem kostur var á. Þá hefði þjóðinni gefist færi á að taka málið í sinar hendur fljótlega og reka af höndum sér þessa al- óhæfu stjórnendur. Og með þeirri aðferð hefðu og þjóðmni sparast stórfé, með því að spara heilt aukaþing. En til þess arna brast fyrst og fremst stjórnina vilja og síðan þing- ið dug og dáð til að knýja fram það, sem stjórnin vildi vanrækja. Þessi ráðsmeuska er i rauninni óskiljanleg út frá öðru sjónarmiði en dauðahaldssjónarmiði í völdin hjá stjórninni — þessu, að lafa sem lengst, þótt i trássi sé við vilja þjóð- ar — og þingsins í raun réttri. Það er ærin ábyrgð, sem dag- skrár-menn þÍDgsins hafa á sig tekið með því að fara eins kringum heitan graut og þeir hafa gert, er þeir með þorleysi sínu og klíku-hagsmuna-póli- tik, hafa gert Sigurðunum kleift að hanga, hafa sett þá á vetur. Þótt betur fari en áhorfist er það ekki dagskrár mönnunum að þakka, heldur, hinu að gifta landsins reyn- ist heilladrjúg og snýr því á betra veg, sem þeir hafa illa til sáð með skammsýni sinni og óheilindum. Aldarafmæli Landsbókasafnsins Ræða landsbókavarðar. (Niðurl.) Þá vil eg leyfa mér að fara nokkrum orðum um stjórnarnefnd og bókaverði Stiftisbókasafnsins og Landsbókasafnsins. Eins og eg áður drap á, atvik- aðist það svo, að stiftamtmaður Peder Fieldsted Hoppe, sem í móðurætt var af íslenzku bergi brotinn og virðist hafa borið hlýj- an hug til móðurfrænda sinna, ís- lendinga, tók að sér bókavarðar- stöðuna við safnið árið 1826, rað- aði bókum þess og samdi skrá yfir það, þá er eg áður nefndi og prent- uð var á kostnað Bókmentafélags- ins i Kaupmannaböfn árið 1828. Einnig fékk hann þá Steingrím biskup Jónsson, Jón Thorsteinsen landlækni og C. W. Ebbesen kaup- mann í Reykjavík til að mynda forstöðunefnd eða stjórnarnefnd fyr- ir safnið. Við brottför hans héð- en af landi, á:ið 1829, tók svo aftirmaður hans Lorens Angel Ur nefndaráltti meiri hluta fullveldisnefnda Alþingis um 8ambandsmáliB. SamanburOur á frumvarpinu 1908 og lögum 1918. í umræðum um málið í neði deild hefir verið farið út í samanburð á frv. þvi, sem hér liggur fyrir, og frv. milliríkjanefndarinnar 1908 og frv. alþingis 1909. Af þvi að kent hefir af hendi andmælanda fiv. í Nd. misskilnings eða hlutdrægni í dómi hans á kostum og löstum frv. þessa og hinna frv., skulum vér leyfa oss að gera hér stuttan saman- burð. Skulu þá fyrst athnguð frv. frá 1908 (kallað hér: 1908) og frv. það, sem nú er lagt fyrir þingið (kallað 1918). A. í 1908 er ýullveldi landsins hvergi nefnt né viðurkenning þess veitt. Fyrirsögn frv. heitir: »Upp- kast að lögum um ríkisréttarsamband Danmerkur og íslands (á dönsku: »det statsretlige Forhold mellem Dan- mark og Island«). >Ríkisrittarsam- band« milli tveggja landa táknar það að annað hlýtur að vera hinu æðra eða þau bæði lúta vilja þriðja aðilja; með öðrum orðum: Að annað land- ið getur skipað hinu og skuldbundið það án vilja þess. Annað mál er það, að orkað hefir tvimælis, hvort þetta heiti á sambandi þvl, er til var stofnað með 1908, var rétt, af því að 1908 var til orðið fyrir samn- ingayerð tveggja aðilja. En það, að þetta heiti var haft, hlaut að veikja og vekja efa um réttmæti þeirrar Krieger stiftamtmaður við bóka- varðarstörfunnm; eftir hann Karl Emil Bardenfleeth og loks Torkil Abraham Hoppe. Fjórjr fyrstu bókaverðir safnsins um 22 ár voru þannig einnig stiftamtmenn lands- ins (1825 1847). Auðvitað var það engin virðingarstaða fyrir þá, heldur gustukaverk við fátæka stofnun, sem engu hafði úr að spila, og flestir munu þeir hafa látið skrifstofuþjóna sína vinna mikinn hluta verksins, en sæti höfðu þeir i forstöðunefndinni með lúskupi og skrifuðu undir gerðir hennar. En árið 1847 verður Mat- hias Hans Rosenörn stiftamtmað- ur hér og þá er það ári siðar 16. dag nóvembermán. 1848, að stiftis- yfirvöldin, hann og Helgi biskup Thordersen, rita förstöðunefndinni bréf, kveðast aldrei hafa tekið sæti í þeirri nefnd, og telja það þrátt fyrir áhuga sinn á safninu, mið- ur samrýmilegt (»mindre forene- ligt«) við stöðu sina og skyldur við safnið samkvæmt stofnunarskrá þess 1;. nóv. 1826, sem feli þeim [yfirjumsjón safnsins og skipa þeir því þá Dr. (síðar biskup) Pétur Pétursson og skólakennara (s ðar yfirkennara) Halldór Kr. Friðriks- son í sinn stað i nefndina. en hana máttu aldrei sitja færri en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.