Ísafold - 12.09.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.09.1918, Blaðsíða 3
ISAFOLD fastir í Danmörku, eigi undanþegnir herskyldu og því eftir batði þigild- andi og mígildandi herskyldulögum nndiropnir þeirri skyldu. En eftir 1918 6. gr. 2. mgr. eru Islendingar skýlaust herskyldu undanþegnir, þótt biisettir séu í Danmörku. Eftir 1908 5. gr. 2. mgr. skyldu foi réttir:di islenzkra námsmanna við Kaupœ.iiafnaiháskóla haldast. En samkv. 1918, 13. gr. 2. mgr. falla þau burr, en sjóður stofnaður að cokkru af þeirri innstæðu, er vextir hennar hafa gengið til námestyrks islöDzkr.i stúdenta við Kaupmanna- hafnarhá kóla. Eftir 1908 5. gr. 3. mgr. skykiu Danir og íslendingar vera jafnsetttr um rétt til fiskveiða í landhelgi Is lands og Danmerkur, meðan Danir hefði á hendi fiskveiðagæzlu i íslenzkri landhelgi, eða hið skemsta 37 ár. Samsvarandi ákvæði er í 1918 6. gr. 3. málsgr. með þeim roun, að ákvæðinu má segja upp eftir 25 ár. í 1918 6. gr. 4. og 5. málsgr. eru ákvæði um jafnrétti skipa og um það, að vörur, afrek og uppgötvanir annars landsins skuli eigi sæta óhag- stæðari meðferð í hinu landinu en vörur nokkurs annars lands, m. ö. o.: ívilnunarákvæði, sem eigi eru ótið i millirikjasamningum. 9. Fjárreiður. Eftir 1908, 7. gr. 2. mgr. skyldi Danmörk greiða ís- landi eitt skifti fyrir öll i* 1/^ miljón kr. Eftir 1918, 14. gr. geldur Dan- mörk 2 milj., og skal stofna af þeirri fjárhæð 2 sjóði til styrkingar and- legu sambandi milli landanna og til íslenzkra visindaiðkana, svo og náms- styrks nanda islenzkum námsmönn- um. Helmingurinn, 1 miljón, hvetf- ur undir íslenzk yfirráð, en hinn undir dönsk. Að sjálfsögðu kostar ísland fyrir- svar fyrir sig í Khöfn, og greiðsla Danmerkur til skrifstofu Islands þar fellur tir sögunni, 1918 13. gr. 1. mgr. 10. Um eftirlit hvors lands með löggjöf hins til framkvæmdar samn- ingum og annara mála, er báða að- ilja skifta, eru engin ákvæði í 1908. Hvort uppburður Islandsmála fyrir konungi í ríkisráði Danmerkur skyldi haldast eftir 1908, eða eigi, hefir sumum þótt óvíst en aðrir fullyrða, að hann hefði haldist, sbr. þó aths. við 6. gr. 1908. Eftir 1918, 16. gr. er stofnað til ráðgjajar-nefndar, er geri athugasemdir um lagafrum- vörp, er varða framkvæmd sambinds- laganna beinlínis eða mál, er fara skal með með hliðsjón af ákvæðum þeirra. 11. Oddamaður í gerðardómi um ágreining út af hvort mál væri sam- eiqinleqt eða eiqi, skyldi dómstjóri hæzta- réttar Danmcrkur vera eftir 1908, 8. gr. Eftir 1918 17. gr. skal odda- maður í gerðadómi út af ágreiniugi um skilning á sambandslöquntim vera kjörinn af norsku oq scensku stjórninni til skiftis. 12. Eítir 1908 voru þessi mál því óuppseqjanlega sameiginleg, auk konungssambandsins og ákvæða 2. gr.: a. Konungsmata og borðfé konungs- ættar. b. Utanríkismál. <?. Hermál og d. Jafnrétti þegnanna, Islendinga í Danmörku og gagnkvæmt. Eftir 1918: a. KonuDgsmötu og borðfé kon- ungsættar ákveður hvort ríkið um sig, og er slik ákvörðun hinu óviðkomandi. b. Hermál Danmerkur eru íslandi með öllu óviðkomandi. c. Umboð vort samkv. 7. gr. til meðferðar utanríkismála vorra er afturtækt að 25 árum liðnum. d. Jafuréttisákvæði 6. gr. er upp- segjanlegt að 25 árum liðnum. Hæztarétt er væntanlega líkt um eftir 1908 og 1918. Sjá þó að ofan. Eftir 37 ár gat ísland tekið til sín eftir 1908: a. Peningasláttu. b. Þegnrétt. c. Káupfána. d. Landhelgisgæzlu. Eftir 1918: a. Þegnréttur {>egar aðskilinn. b. Fáni einnig. c. Peningasláttu og d. Laudhelgisgæzlu tekur ísland í sínar hendur, er það vill. Ákvæði 1908 9. gr. um samfélags- slít málanna a—b og ákvæði 1918 y ?? *y,'* Arni Eiríksson Hefldsala. Tals. 265 og 554. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. Saumavélar með hraðhjóli og no ára verksmiðjuábyrgð Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreinlætisvórur, beztar og ódýrastar. WjáffT' Tækifærisgjafir. Reykjavík. Útibú i Hafnarfirði. Simi: 9. Egill Jacobsen Simi: 119. Útibú í Vestmannaeyjum. Sími: 2, Landsins fjölbreyttasta Vefnaðarvöruverzlun. Prjónavörur, Saumavólar, Isienzk flögg. Regnkápur, Smávörur, Drengjaföt, Telpukjólar, Leikföng. Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu ef óskað er. Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. VandaOar vörur. Ódýrar vörur Soðlar, Hnakkar (venjul. trévirkjahpakkar), Járnvirkjahnakkar (rósóttir), Spaða- hnakkar með ensku lagi, Kliftöskur, Hnakktöskur, Handtöskur, Seðiaveski, Peningabuddur, Ianheimtumanna veski, Axlabönd. AUskonar Ólar til- heyrandi söðlasmiði, Byssuólar, Byssu- hulstur, Baktöskur, Beizlisstengur, ístöð, Járnmél, Keyri, Tjöld, Fisk- ábreiður, Vagna-yfirbreiðslur o. m.fl. Aktýgi ýrnsar gerðir og allir sérstakii hlutir til þeirra. Gömul reiðtýgi keypt og seld. Fyrir söðlasmiði: Hnakk-og söðul- virki, Plyds, Dýnustrigi, Hringjur o.fl. Söðlasmíðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. E Krlstjánsson. c7C. cRnáersen & Son Reykjavík. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Sími 32. Stærsta úrval af alls- . konar fataefnum . . og öllu til fata. . 18. gr. um slit samnings þess, er í lagafrv. því felst, sem hér liggur fyrir, eru mismunandi að því leyti, að samþykki Alþingis eða Ríkisþings er nóg eftir 1908, en hér þarf a/8 Alþingis og atkvæðagreiðslu kjósanda, þannig að samningnum verður eigi slitið nema ®/16 eða 56,85°/0 þeirra, sem á kjörskrá verða, greiði atkvæði með þvl.í JSjá III. kafla, aths. við 18. gr. Eftir 37 ár hefði sambandið milli íslands og Danmerkur eftir 1908 og ef uppsagnarákvæðum 9. gr. hefði verið beitt, verið þannig: a. Konungur og konungsætt hin sama. b. Önnur mál óuppsegjanlega sam- eiginleg og undir forræði Dan- merkur samkvæmt 1908, 6. sbr. 7. gr.: 1. Utanríkismál og 2. hermál. 3. Konungsmata og borðfé kon- ungsættar ákveðin af báðum löndum samkv. 6. gr. c. Jafnréttisákvæði þ^gnanna sam- kvæmt 5. gr. 1. og 2. málsgr. Og svo anðvitað, að 4., 6., 7. 1. málsgr. og 8. gr. frv. 1908 hefðu haldið gildi sinu. Eftir frv. 1918 getur sambaudið verið þannig eftir 25 ár: Að konungssambandið eitt standi og að örðu leyti sé ekkert réttarsam- band milli landanna annað en það, sem er að alþjóðalögum milli full- valda og siðaðra ríkja. Island getur, áður en 25 ár eru liðin, hafa ráð- stafað samkv. frv. eftiryild öllum mál- um sinom, nema umboðinu til með- ferðar utanrikismálanna eftir 7. gr, og að því leyti sem það er bundið við jafnréttisákvæði 6. gr. En um- boðið eftir 7. gr. getur það tekið aftur eftir 25 ár, og einnig numið brott jafnréttisákvæðið að sama tíma liðnum. Frv. 1908 töldu margir mikla framför, ef miðað er við ástand það, sem nú ríkir og samband landanna hefir hvilt á um hríð í verki og framkvæmd, þó að löglaust hafi verið að dómi flestra hérlendra manna. Og þó hverjum manni sýnilegt, að frv. 1918 er annars eðlis, gleggra, og fer alla leið til fullveldis landinu til handa, bæði í orði og i verki, eins og fullsannað ungis »Skrá yfir prentaðar íslenzkar bækur og handrit i Stiftisbókasafn- inu í Reykjavik* og sömuleiðis »Skýrsla um bækur þær, sem gefn- ar hafa verið Stiftisbókasafninu á ís- landi í minningu Þjóðhátiðar íslands 1874«; báðar prentaðar hér i Reykja vik árið 1874. Enn fremur ritaði hann örlítinn bækling, sem eg áður hefi neínt: »Um Stiftisbókasaftiið« (Rv. 1862), var það skýrsla um hag safnsins og fleira því viðvíkjandi og hvöt til íslendinga um að styrkja það. Eftir Jón Árnason verður Hall- grimur Melsteð bókavörður þ. 23. d. sept. 1887; hann hafði áður um nokkur ár aðstoðað Jón A rnason á safninu, fyrst kauplanst, siðan fyrir nokkra þóknun. I þau 19 ár sem hann var landsbókavörður, bætt- ust safninu fjöldi bóka og handrita, svo að bindatala safnsins í bókum, sem 1880 var talin 20 þúsund, var um aldamótin siðustu orðin um 50 til 60 þús. bindi, auk þess sem handritasafn þess hafði aukist drjúg- um. Frá 1887 til 1895 var yfir kennari Pálmi Pálsson aðstoðarmað- ur við safnið og síðan eg frá des- emberbyrjun 1895, þar til er Hall- grímur andaðist 8. d. septembermán. 1906. Báðir vorum við samtimis forngripaverðir við Forngripasafn Is- lands, sem nú nefnist Þjóðminjasafn. Fyrir hvorn tveggja starfan saman- lagðan höfðum við 1100 til 1200 krón- ur í laun á ári. Eg minnist þessara smánarkjara, ekki vegna óvirðingar þeirrar, sem sýnd hefir verið manni og embættismanni þjóðfélagsins hér á landi með sultarlaunum, heldur einungis tii að benda á, hvað hér er í húfi, hinn gífurlega háska, sem af þessu getur stafað, og vex með hverju árinu sem líður. Eg átti þvi láni að fagna að verða eftirmaður yfirkennarans við bæði söfnin og verð hreinskilnislega að játa, að vart mun geta prýðilegri viðskilnað en hans við alt, sem hann hafði þar um fjallað. Hans haga hönd, reglu semi, nákvæmni og elja gerðu hann að ágætis safnverði, en hann kaus að lokum konunglegt embætti, þótt rýrt sé, með eftirlaunum, heldur en I að hírast við sultarlaun þessi og með tryggingarlausa ellidaga í vænd um. Þessi saga endurtekur sig bæði við sötnin og aðrar opinberar stöður og mun gera því örar, sem tímar líða fram. Þannig hef eg í lands- bókavarðarstöðu minni orðið á bak að sjá tveim samverkamönnum min- um, þeim docent Jóni Aðils og próf. Guðmundi^ Finubogasyni, og enn er á ný einn horfinn eftir statta dvöl hér á safninu, alþingismaður Benedikt Sveinsson, til annars arð- vænlegra starfa. Þetta er því hörmu- legra sem tíð mannaskifti munu óviða koma sér ver en á bókasöfn- um. En alvarlegust er þó sú hugsun, að laukiétt og óumflýjanleg afleið- ing af þessu ástandi, ef helst, verður sú, að á endanum fást ekki aðrir en lélegustu og liðléttustu menn þjóðfélagsins i embættisstöður lands- ins og opinberar sýslanir, því að þeir, sem rnestur tápur og þróttur er í ungra manna, munu skjótt læra að leita þangað í lífinu, sem loðn- ara er til lifsbeitarinnar. Þá skal eg í örfáum orðum skýra frá helztu framfarasporum sem safn- ið hefir stigið á síðustu áratugum. Eg nefndi skrár þær, sem Jón Arnason samdi og út voru gefnar þjóðhátíðarárið 1874. Stjórnarnefnd safnsins hvarf síðar aftur að því ráði að fara að láta prenta bókaskrár fyrir safnið, en nú urðu skrár þess árlegar ritaukaskrár (accessionskata- Jogar) yfir alt prentmál, jafnt erlent sem íslenzkt. Ná þær frá árinu 1887 til þessa dags, að kalla má, þvi eg hef nú þvi nær fullbúið til prentunar handrit fyrir árin 1916 og 1917; fann hentugra að taka bæði árin i einu til að geta rýrt að nokkru hinn mikla pappírskostnað og prentunar. En nú hygg eg ráð- legast að hætta að semja og prenta skrár þessar, því að rétt um síðustu aldamót var byrjað á að semja spjald- skrá yfir allar bækur safnsins, ís- lenzkar og útlendar. Til þess verks var ráðinn Jón rithöfundur Ólafsson, og hafði hann það með höndum um nokkur ár, en síðar tók við þeim starfa cand. jur. Páll E. Óía- son, og hefir hann nú lokið honum og árleg viðbót verður jafnóðum spjaldskráð hér eftir svo að það má heita tvíverknaður að halda gömlu skránni áfram, einkum þar sem hún ekki nær yfir nema brot úr æfi safnsins. Þá skal eg stuttlega minnast á handritasafn Landsbókasafnsins. Stofn- inn undir því er hið merka handrita- safn Steingríms biskups Jónssonar, sem konungur gaf því 1845. Arið 1880 jókst það stórum, er þvi bæt- ist handritasafn Jóns Sigurðssonar, yfir 1000 bindi; þá var annar stór viðbætir, sem þvi hlotnaðist 1901, er þingið veitti 22 þúsandir króna til kaupa á handritasafni Bókmenta- félagsins, enn fremur má nefna hið fjölskrúðuga handritasafn þjóðskjala- varðar, Jóns Þorkelssonar, handrita- saín Flateyjar-framfarastofnunarinnar o. fl. Nú er handritasafnið orðið yfir 7000 bindi og það er gleðilegt að geta tilkynt, að nú er byrjað að prenta hina margþráðu skrá yfir safn- ið, lykilinn að þessum fjársjóði fyrir sögu og bókmentir lands vors. Kann eg fyrir safnsins hönd stjórn og þingi hinar beztu þakkir fyrir fjár- veitinguna til þessa verks og vona því geti orðið haldið áfram af alefli framvegis. Um hið mesta happ, sem þetta safn hefir hlotið I minni landsbóka- varðaitíð, þessa fögru og þörfu bygg- ingu, skal eg ekkert segja í þetta sinn með því að eg hef við sýningu Landsbókasafnshússins árið 1909 gert grein fyrir henni og þakkað bæði þingi og þjóð fyrir hana og þáverandi ráðherra Hannesi Hafstein, sem mestan og beztan þáttinn átti i því að hún varð til. En þegár eg nú lít yfir liðna æfi þessarrr stofn- unar, þá hvarflar hugurinn til þeirra manna, bæði látinna og lifanda, is- lenzkra og útlendra, sem hafa unnið kauplaust fyrir þetta safn af ást til þjóðar vorrar, íslenzkra fræða og islenzkrar tungu og gefið því gjafir. Hér skulu nefnd nokkur nöfn úr stjórnarnefndum safnsins og af yfir- umsjónarmönnum þess: Jón Thor- stensen landlæknir, Steingrímur biskup Jónsson, Þórðnr háfirdómari Jónassen, Ólafur dómkirkjuprestur Pálsson, Helgi biskup Thordarsen, þeir bræðurnir Pétur biskup og Jón \

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.