Ísafold - 09.10.1918, Page 1
Kemur út 1—2
í viku. Verðárg.
5 kr., erlendls 7^/j
kr. eða 2 dollarjborg-
lat fyrir miðjan júlí
erlendis fyrlrfr.am.
Lausasala 10 a. eint
XLV. árg.
ísafoldarprentsmiðja. RitstJÓrl: Úlafur BjÖrnsSDU. Talsimi nr. 47S.
Reykjavk, miövikudaginn 9. október 1918
Uppsögn (skrifl.
bundin við áramót,
er ógild nema kom-
in sé til útgefanda í
fyrir 1. oktbr. og (
só kaupandi skuld- |
laus við blaðið.
51 tölubbð.
M i n n i s 1 i s t i.
AlþýÖotél.bóhftsaín Templaras. 8 kl. 7—0
JKorgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—B
Bæjaxgjaldkerinn Lanfásv. B kl. 10—12 og 1—B
íllandsbanki opinn 10—4.
S.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8 árd.—10 slbd
Alm. fandir fid. og sd. 8x/s sibd.
Landakotskirkja. önösþj. 0 og 8 á helgom
áLandakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsfoankinn 10—3. Bankastj. 10—12
Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1—8
Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2
Laudsféhárbir 10—12 og 4—B.
Landssíminn opinn daglangt (8—0) virka dags
helga daga 10—12 og 4—7.
SListasafnió opib á sunnudögum kl. 12—2.
M!STáttúrugripasafnib opib 1»/*—2>/» á sunnud.
IPósthúsió opib virka d. 0—7, sunnud. 0—1.
Bu-mábyrgb Islands kl. 1—5.
Btjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Tolsimi Heykjavikur Pósth.8 opinn 8—12.
Tifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1
frjö&mlnjaa&fnift opib sd., þrd., fimtd. 1-8.
frjóbskialasafnib opió sunnud., þriðjud. og
fimtudaga kl. 12—2.
Andmælin gegn
frumvarpinu
og
atkvæðagreiðslan 19. október.
Andmætí Loks er þögnin rofin.
hafin. Loks hafa þeir ujtan
þings, sem telja sig andstæðinga
aambandslagafrumvarpsins, er til
varð í júlí í sumar, byrjað að
xæða málið opinberlega. Magnús
Arnbjarnarson sendir út flugrit
gegn frumvarpinu, og sama dag-
inn hefur »Einar Þveræingur*
göngu sína.
Það er gott og nauðsynlegt að
þau atriði í frumvarpinu, sem
ágreiningi geta valdið, séu rök-
rædd, áður en atkvæðagreiðslan
19. þ. m. fer fram. Það hlýtur
að verða málinu til góðs. Ohyggi-
legt og ósæmilegt að flaustra
þessu alvörumáli gegnum þingið,
svo sem gert var. Þvi verra, ef
þjóðin gengi aigerlega sofandi og
áhugalaus að atkvæðakössunum
við þjóðaratkvæðið um frum-
varpið.
. En hví hafa andmæl-
Pognin. , _ ,
endur þagað svo lengi.''
Þeir ásaka stjórnina fyrir að
hraða málinu svo að þjóðin fái
ekki tækifæri til að átta sig á
frumvarpinu, áður en hún gengur
til atkvæða um það. En fara
þeir ekki likt að sjálfir ? Eftir
hálfs þriðja mánaðar þögn hefja
þeir andróður gegn frumvarpinu,
tveim vikum áður en ganga á til
atkvæða um það. Þetta lítur út
eins og þeir vilji ekki lofa þjóð-
inni að átta sig á þvi, hvort and-
mœlin séu á rökum bygð. Koma
ugg við frumvarpið inn hjá þjóð-
inni, fá menn til að hika á ell-
eftu stundu, án þess að tóm gef-
ist til að athuga, hvort ástæða sé
til að hika.
Flestir þeirra, sem gefið hafa
sér tíma til að athuga málið munu
ekki hika. Eu allmargir munu
þeir, sem ekki hafa átt tækifæri
á að athuga frumvarpið til fulls,
og þeim eru andmælin ætluð.
Aðalaðfinslan.
Andmæli þau sem
fram hafa komið bein-
ast aðallega að 6. gr. frumvarps-
ins, enda aðaláherzlan lögð á það
hve óhagstæð oss ákvæði þessar-
ar greinar séu. Þessi ákvæði 6. gr.
eru: »Danskir ríkisborgarar njóta
að öllu leyti sama réttar á íslandi
sem islenzkir ríkisborgarar fæddir
þar, og gagnkvæmt*. Og: »Bæði
danskir og íslenzkir yíkisborgarar
hafa að jöfnu, hvar sem þeir eru
búsettir, frjálsa heimild til fiski-
veiða innan landhelgi hvors ríkis«.
Þessi ákvæði eiga að gera frum-
varpið óaðgengilegt fyrir Islend-
inga, eiga að gera að engu það,
sem annars fæst oss til handa
með frumvarpinu.
Hvað hefir Vér höfum með frum-
fengist? varpinu fengið fullnægt
í öllum aðalatriðum öllu því sem
oss þótti vanta í uppkastið 1908
og numda burtu gallana á því.
Vér höfum fengið fullnægt í aðal-
atriðunum öllum kröfum Sjálf-
stæðismanna í frumvarpi þeirra
1909, og jafnvel meira.
Vér kröfðumst þess að íslaud
yrði ótvírætt viðurkent fullvalda
ríki. Það er fengið.
Vér kröfðumst uppsegjanleika
m. a. á hermálum og utanríkis-
málum sem sameiginlegum mál-
um. Það er fengið, að hermálin
og utanríkismálin eru ekJci sam-
eiginleg En utanrikismál vor fara
Danir með í umboði voru, og því
umboði má segja upp.
Hæstiréttur hér i landi er feng-
inn, er vér óskum þess.
Fáninn er fenginn.
Vér höfum fengið viðurkenn-
ingu Dana á þvi, að ísland sé
fullvalda ríki, og viðurkenningu
á einkennum ríkisins sem full-
valda. Um þetta verður eigi deilt;
og erlendir þjóðarréttarfræðÍDgar
hafa einnig látið uppi það álit sitt,
að þetta felist tvímælalaust i
frumvarpinu. Og alt þetta hefir
fengist með minni fyrirhöfn en
ætla hefði mátt.
Gjörbreyting. Þetta felur í sér gjör-
breytingu frá því
sem var. Vér þurfum ekki framar
með ærinni fyrirhöfn að heimta
úr hendi Dana smáþætti af sjálf-
sögðum rétti vorum. Hann er
allur viðurkendur.
Eitt óbreytt. Eitt atriði stendur
bvo að segja óbreytt
frá ástandinu sem var, en hagg-
ar þó eigi á neinn hátt fullveld-
isviðurkenningunni. Og þetta
eina atriði vilja andmælendur
frumvarpsins láta varða svo
miklu, að fullveldisviðurkenningu
íslenzka ríkisins i orði og á borði
sé hafnað.
Hér gœti verið um svo mikils-
vert atriði að ræða, svo mikils-
vert afsal réttinda eða mikils-
verða afturför frá því, sem er,
að rétt væri að hafna frumvarp-
inu þessvegna. En það þyrfti
líka að vera mjög mikilsvert, ef
hafna ætti því, sem fengið er,
þess vegna. Er þvi rétt að at-
huga' nokkuð hve mikið vegur
atriði það, sem hér er um að
ræða.
Eg sagði að ákvæðin um ríkis-
borgararéttinn þau, sem tilfærð
eru að ofan, láta ástandið sem
var haldast svo að segja óbreytt.
Ástandið Það er öllum kunnugt
sem var. ag p)anir hafa haldið
því fram, að ríkisborgararéttur-
inn danski gæfi Dönum öll rétt-
indi hin sömu sem íslendingum
á íslandi og í landhelgi við ís-
land. Þótt vér Islendingar höf-
um á sumum sviðum viljað hamla
því, að þetta yrði í framkvæmd-
inni svo, þá hefir það ekki tek-
ist. í reyndinni hafa Danir tek-
ið sér þenna rétt og vér þolað
hann. Með frumvarpinu göng-
umst vér undir að ástand þetta
megi haldast i 22 ár enn. í
þessu á að felast sú hætta, að
heldur en að ganga að þessu,
beri oss að afsala fullveldisviður-
kenningunni. Til þess að á þetta
verði fallist, verður að liggja fyrir
sönnun eða mjög sterkar líkur
fyrir því, að sjálfstæði voru og
þjóðerni annaðhvort hafi orðið
verulegt mein af ástandinu sem
hefir verið eða því stafi alveg
sérstök hætta af því að ástand
þetta haldist í 22 ár enn.
Reynslan. Ef vér ^ lítum aft‘
ur fyrir oss, þá munu
flestir verða að viðurkenna, að
þótt Danir hafi undanfarið átt
kost á að nota sér hér öll hin
sömu réttindi sem íslendingar,
þá hefir sjálfstæði vor Islendinga
aukist og þjóðernið þróast alt
fram á þenna dag. Reynslan
hefir sýnt, að atvinnurekstur sá,
sem Danir hafa stundað hér,
hefir dregist æ meir og meir úr
höndum þeirra. Fyrir hálfri öld
var verzlunin nær eingöngu í
höndum Dana; nú er hún nær
eingöngu í höndum Islendinga.
Fyrir nokkrum árum voru reglu-
bundnar siglingar að landinu og
frá og við strendur þess ein-
göngu i höndum Dana; nú eru
þær að mestu leyti í höndum
vor íslendinga. Tilraunir Dana
til að stunda hér fiskveiðar hafa
mistekist flestar; fiskveiðarnar
eru í höndum vor íslendinga.
Landbúnaðurinn er í höndum vor
lslendinga. Þetta er reynslan og
verður hún eigi með orðum
hrakin.
Framtidin.
Vér höfum nú flestir
lært, að á reynslunni
megi nokkuð byggja. En, segja
andmælendur frumvarpsins, þetta
verður alt á annan veg hér eftir.
Nú hafa Danir komið auga á
framtiðarmöguleika Islands og
munu þvi á komandi árum nota
sér ríkisborgararétt sinn til að
sölsa undir sig atvinnuvegina,
taka ráðin af oss sjálfum hér i
landinu og stofna þar með sjálf-
stæði voru og þjóðerni í hættu.
Það er að vísu svo, að eftir-
tekt umheimsins hefir á síðustu
árunum vaknað meir en verið
hefir á framtíðarmöguleikum lands
vors. En Dönum hafa þeir alls
eigi verið ókunnugir, þótt trú
þeirra á þá muni nokkru meiri
nú en fyr.
Eg hefi bent á það, að reynsl-
an sýni, að atvinnurekstur sá,
sem Danir hafa áður stundað hér
hafi dregist æ meir úr höndum
þeirra í hendur íslendinga. Þetta
hefir auðvitað sínar orsakir. Og
orsakir þessar hljóta að hafa sitt
gildi einnig þegar spá skal um
það, hvað verða muni á komandi
22 árum.
Orsakirnar eru, að minu áliti,
þessar: Aukin þekking, vaxandi
sjálfstæðistilfinning og vaxandi
þróttur andlega og efnalega hjá
oss íslendingum. Við þetta bæt-
ist svo að vér höfum mun betri
aðstöðu að stunda atvinnuvegi
hér á landi en Danir, bæði vegna
þess að vér unum betur hag vor-
um hér á landi en þeir og vegna
þess að kynslóðin hefir öld fram
af öld æfst í því að bjóða byrg-
inn kaldrifjaðri náttúru vorri og
veðráttu. Þar er leikurinn ójafn
fyrir Dani, sem hafa öld fram af
öld bygt frjósamt akuryrkjuland
og átt við blítt veðráttufar að búa
í samanburði við veðráttufar vort.
Eru nú líkur fyrir því, að full-
veldisviðurkenningin muni draga
úr sjálfstæðistilfinningu vorri?
Eru líkur fyrir því að hún
muni draga úr þrótti vorum and-
lega og efnalega?
Eru líkur fyrir þvi að hún muni
stöðva fýsn vora til aukinnar
þekkingar ?
Mér finst að hljóta verði að svara
öllum spurningunum neitandi. Og
meir en það. Mér finnast likurn-
ar vera fyrír hinu gagnslœða.
Því ólíklegra finst mér það, að
sá töfrasproti snerti Dani, sem
geri þeim aðstöðuna jafngóða oss,
hvað þá heldur betri, að glíma
við náttúruöflin og una hér hag
sínum. Og eg hygg að nokkrar
líkur séu fyrir því, að þær und-
antekningar, sem verða kunna í
því efni, menn sem setjist hér að
og stundi atvinnuvegi sína á sama
hátt sem vér gerum, rauni líka
geta orðið góðir íslendingar, muni
skifta um þjóðerni. Það er venj-
an annarsstaðar.
Niður- Niðurstaðan verður þá
staðan. a5 ajjar ijkm-na,.
eru fyrir því, að hinar sömu or-
sakir, sem hafa dregið atvinnu-
vegi þá, er voru í höndum Dana
í hendur íslendinga og varðveitt
atvinnureksturinn hér í landi í
vorum höndum, muni halda áfram
að hafa sitt gildi. Spárnar um
yfirtök Dana hér i atvinnurekstri
vegna ákvæða 6. gr. frumvarps-
ins séu því spádómar, sem harla
ótrúlegt 8é að jrætist, styðjast
hvorki við reynsluna undanfarið
né við líkur um framtíðina.
Héb að framan er
Gert ráð fyrir ^ fyrjr þvi að
þvi versta. ° J r ’
Danir taki upp þá
stefnu að reyna að sölsa undir
sig atvinnuvegina hér á landi og
yfirbuga þjóðerni vort — eins og
andmælendurnir vilja staðhæfa að
verði. Og með þeirri forsendu
verður niðurstaðan sú, sem lýst
er. En eg hygg að andmælend-
urnir gefi sjálfum sér þar full-
mikið. Eg efa stórlega að óskir
eða vilji Dana gangi í þessa átt
eða muni ganga. Styðst eg þar
m. a. við það, að fullveldisviður-
kenning sú, er Danir nú vilja
veita oss, er sprottin af breyttum
hugsunarhætti Dana. Sumpan
undir áhrifum tíðarandans í heim-
inum og sumpart gegnum sjálf-
stæðisbaráttu vora hafa Danir
lært að virða þjóðerni vort og
sjálfstæði. Þessvegna vilja þeír
nú viðurkenna oss fullvalda riki.
Reynsla undanfarina tíma er held-
ur ekki hvetjandi fyrir þá. Og
loks má geta þess, að hinar Norð-
urlandaþjóðirnar og jafnvel ýms-
ar aðrar mentaþjóðir heims virða
svo þjóðerni vort, að vér stæðum
varla óstuddir í baráttunni gegn
slíkum tilraunum, ef gerðar væru.
t. . _ Kórvillan hjá frum-
A hverju veltur? J
varpsandstæðingum
er sú staðhæfing þeirra, að af þvi
að Danir séu 30 sinnum fleiri en
vér og af þvi að þeir séu marg-
falt auðugri en vér, þá hljóti þeir
að ná yfirtökunum yfir atvinnu-
vegum og þjóðerni voru, ef þeir
hafi hér í landin sömu réttindi
sem hér heimilisfastir islenzkir
ríkisborgarar.
Danir hafa undanfarna áratugi
eða jafnvel undanfarnar aldii
verið 30 sinnum fleiri en vér og
margfalt auðugri. Þeir hafa á
sama tima i rauninni haft hér
þann rétt, sem vér nú játum þeim
ura 22 ár. Þeir hafa áður notað
sér þennan rétt í talsverðum
mælikvarða, oggjarna víljað halda
í þá réttarnotkun. En samt hefir
niðurstaðan orðið sú, sem að fram-
an er lýst — atvinnuvegir þeír,
sem Danir hafa stundað hér, hafa
dregist æ meir úr höndum þeirra
í höndur íslendinga. Fólksmergð-
in og meiri auðæfin út af fyrir
sig geta því ekki rökstutt spá-
dóma frumvarpsandstæðinga um
framtíðina. Og hvað verður, velt-
ur heWur ekki á þessu.
Að minni skoðun veltur alt á
því, að vér höldum áfram á þeirri
braut sem vér nú erum. Með sara-
einuðum kröftum höfum vér á
seinni árum ýmist tekið í vorar
höndur þær atvinnugreinar, sem
áður voru í erlendum höndum,
eða með því að auka þekkingu
vora með reynslu annara þjóða
og eigin reynslu, komist jafnlangt
öðrum þjóðum i samskonár at-
vinnurekstri eða jafnvel framar.
Og að þessu erum vér enn. Ef
vér höldum áfram þessa braut og
sjáum þjóðinni fyrir góðri ment-
un, þá munum vór jafnan stand-
ast samkepni annara þjóða manna
hér á landi, m. a. vegna betri
aðstöðu vor Islendinga, svo sem
að framan er lýst. Og eru nokk-
urar ástæður til að ætla að vér
hverfum af þessari braut? Þvert
á móti. Framkvæmdir vorar i
þessu efni hafa áreiðanlega styrkt
oss mikið til að ná þvi, sem nú
er fengið. Það er oss ærin hvöí^
L