Ísafold - 09.10.1918, Qupperneq 3
I S A F O L D
t>ýzkir fjermenn ráðast á brezkan Tank", eitt af fjinurn margumtötuðu tjernaðartœkjum Samtyerja.
Kafli úr biéfi frá Noregi.
Það er oft bæði undarlegt að vera
langt burtu frá fólki sínu og föður-
landi, ekki sízt á þessum alvarlegu
tímum. — En lifið líkist æfintýri.
— Og æfintýrin í gamla daga voru
meira en leikur einn. Æfintýra fólk-
ið þurfti jafnan einhverntíma 1 æfin-
týrinu að taka á öllu því, sem það
átti tii, að bjarga sér, með heilu og
höldnu gegnum þrautir og freist-
ingar.
Eg stend upp við skólastofuglugg-
ann og horfi út á veginn eftir börn-
nnum, sem ganga heim á leið frá
skólanum. Hugurinn reikar víða, en
eins og i leiðslu. Mér er enn sem
eg sjái öll þessi brosandi barna and-
lit fyrir mér, skínandi augun þeirra
upplifga mig, svo eg finn minna til
þreytunnar og höfuðþungans, eftit
dagsverkið. »Að þau eru ekki öll
saman islenzk*, hugsa eg með mér,
þegar eg sé þau siðustu skjótast fyrir
gluggann, og brosa til mín. — í
dag er alt svo líkt sem heima, við
höfum haft landafræðistima um ís-
land, og á töfluna hefi eg teiknað
það upp, með öllum þeim liklegustu
litum sem eg fann í skólakrítinni,
Undirlendið grænt, fjöllin myrkblá,
jöklana hvíta, hraunin grá, sandana
svarta, vötnin Ijósblá, kauptúnin rauð.
Við höfum öli verið heima og ferð-
ast um Island í dag. Eg set mig
niður og hugsa um þnð hver eg
virkilega er. í því kemur hún Guð-
rún þvottakona inn, til að þvo gólfið.
»Nei þetta vil eg ekki þurka út af
töflunni«, segír hún, og í því heyri
eg þytinn af járnbrautarlestinni, eg
er sem vakin af draumi, opna glugg-
ann og horfi út. — Eg er aftur
í Noregi. Járnbrautarrlestin þýtnr
fram hjá, og reykjarmökkurinn legst
sem þykt þokuband upp t loftið svo
langt sem eg sé, langt eftir dalnum
frá vestri til austurs. Beggja vegna
blasa við skógi klæddir ásar. Iðgrænn
frumskógurinn gnæfir við heiðbláan
himininn. Eg læt ekki gluggann
aftur, austanandvarinn hressir mig.
Eg sezt við borðið út við gluggann,
og tek upp skriffærin min, finn
biéfið sem eg var byrjuð á i gær-
kveldi, og held áfram með það
meðan hún Guðrún þvær gólfið, og
sólin skin.
Eítir að eg fór frá Hjaltnesgarð-
yrkjuskóla seint í sumar, tók eg
mér snögga ferð til Kristjaniu. Sú
ferð varð mér að öllu leyti ánægju-
legri en eg hafði búist við. Eg
komst í kynni við frú eina frá
Kristjaniu, sem ferðaðist í sama
vagni og eg. Eg var í íslenzkum
búningi, og hún þekti af því að eg
var islenzk, kom til mín og bauð
mér heim til sín, sagði að það væri
fyrsta sinn sem hún hefði fengið
að tala við íslending, Heima hjá
þeim hjónum mætti eg sérstakri
gestrisni. Miður hennar var verk-
sroiðjustjóri, svo áttu þau búgarð í
grend við bæinn. Þau skiftust á
um að sýna mér alt það markverð-
asta i bænum og við vorum oftrst
á hverjum degi á ferðinni ýmist í
bílnm eða sporvögnum, og einu
sinni fórum við langt út á Kristjaniu- j
fjörðinn á skemtiskipi, sem gengur
þar aftur og fiam í milli, bara með
fólk sem er að skemta sér. Frá
Kristjaniu fór eg svo leiðina til baka
nm Drammen, og var nokkra daga
á stórbæ einum, þar sem dóttir
garðyrkjuskólastjóra Frimanns Hjalt-
nes býr. Þar fekk eg að sjá aust-
lenzkan búskap. Þaðan fór eg svo
beina leið vestur um Voss, og til
Bergen. Hafði sótt um að læra
matreiðslu námskeið við Stein-bún-
aðarskóla, og var þar svo seinni
prrtinn af september. Stein er etn-
hver sá fegursti staður sem eg hefi
séð í Noregi, og þar likiði mér
mjög vel. Skólastj. Ritland og kenn
ari Bleiklið spurðu mig mikið eftir
ýmsum íslendingum sem þar höfðu
gengið i skólann fyr, suma þekti
eg ekki. En mest sputði Bleiklið
um skólastj. Sigurð Sigurðsson á
Hólnm, og kennara Jósep Björnssou.
Eftir námskeiðið á Steini ætlaði eg
svo heim, en þá gengu engin skip
önnur en »Islands Falk«, sem þá
var og óvíst um, á hvaða tíma kom
við i Bergen. Svo eg varð að sleppa
allri von um að koraast i bráð
Hringi eg þá upp skólaumsjónar-
mann Vesturlandsins og spurði
mig fyrir um kenslustörf og hann
sngði að eg skyldi þá strax fá stöðu
við barnaskóla, þar sem landsmál væri
brúkað, og hittist þá svo á að þessi
staða hér í Voss var laus. Hér
hefi eg svo gegnt kenslustörfum
síðan 8. okt. í haust. (I þeirri deild
sem eg hef eru yfir 40 börn, eru
öll á svipuðum aldri. Laun kennara
eru 30 kr. um viku, og dýrtiðar-
uppbót fyrir hverja 3 mán). Bygð
þessi heitir Þykkabygð, og er dal
verpi í austur frá þorpinu. —
Vossavangen, sem telur hér um bil
jafnm.irga íbúa og Akureyri. Voss
lýðháskóli er í grend við Vossa
vangen, og þangað hefi eg stundum
komið í vetur, og heimsótt kærar
stöðvar síðan í fyrravetur. Þar voru
nú fleirt nemendur en í fyrra, um
200. Nú er Eiðsvallalýðháskóli lagð-
ur niður, og á að setja þar á stofn
lærðaskóla í staðinn. A Vossvangen
eru tveir lærðir skólar eða »Gymnasi«.
Við »landsgymnasiet« er hann Helgi
Valtýsson kennari i söng og leik-
fimi, og næsta ár hefir hann gamal-
norsku við sama skóía. Hann hffir
góð laun um 3000 kr. og þau hafa
það gott. En aitaf langar þau heim
til Islands aftur. Helgi hefir verið
beðinn að halda marga fyrirlestra i
vetur, bæði við lýðháskólann og
annars staðar. Nýlega fljtti hann
fyrirlestur um fánamálið á íslandi
eftir beiðni skólastjóra Lars Eskelands.
Heimili Helga V. er isierzkt, kona
hans, sem er frá Sunnmöri og börn
in tala ísleDzku, eins og þau væru
heima, svo það er sönn ánægja
að geta þó komið við og við á
eitt islenzkt heimili. Eg kem þar
svo oft sem eg hefi tima til. —
Þá er nú oftast vaninn að taka upp
»íslenzkt söngva safn« og syngja
sig heim. Hjartans þökk skulið þið
hafi sem söfnuðuð þeim söngvum.
Og þið tónskáldin íslenzku sem
syngið oss heim, inn að íslaods
hjartarótum, inn til þess bezta og
hreinasta sem hrærist í islenzkri sál.
Og þó að nöfnin ykkar séu ekki
kunn úti í heimi, eins og listamann-
anna miklu, þá er frægðarljómi yfir
þeim i minum hug. Þið látið is-
íenzka náttúru, islenzkt fólkslyndi,
hjattalag hljóma i tónunum ykkar,
nokkuð frá sjálfra ykkar tilfinningum,
svo við þekkjum okkur þar sjálf,
þegar við syngjum lögin ykkar.
Hér á Voss eru öflug kennarafé-
lög. Barnakennarar hafa sitt eigið
félag útaf fyrir sig, þá fundi hefi eg
sótt í vetur. Á fundunum er vana-
lega haldinn einn fyrirlestur áhrær-
andt starhð, og svo eru ræðuhöld á
eftir, stundum upplestur og söngur.
Svo hafa þeir kensluæfingar til
skiítis, halda æfingatímana í Voss
barnaskóla og á eftir er svo haldinn
fundur og þá bornar fram aðfinslur
eða dómar um kensluæfingar þeirfa
kennara, sem i það skifti höfðu þessi
æfingapióf. Svona próf hafa verið
haldin Jrisvar í vetur og er ekki
svo lítið af þeim að læra. Síðast
hafði einn kennarana landafræðistíma
með börnum úr 3. bekk batnaskól-
ans. Hann tók Island; eg var hreint
hissa að heyra hve heima hann var
i öllu og hve vel hann skýrði frá
bæði náttúru, landslagi og lifnaðar-
háttum. Kennararqir sátu hreint
undrandi. Því alment er ekki þekk
ingin á ídandi svo nákvæm. í
norskri landafræði eru bara nokkrar
línur um ísland og það er oft alt
og sumt sem börn alment vita um
það. Kennarar eiga ekki þægilegt
með að ná sér i bækur sem fræða
þá um landið i nútíð, þeir verða þá
að tína það saman hér og þar. Voss
má telja nokkurskonar miðstöð vest-
lenzkrar menningar, bygðin Jiggur
svo vel fyrir samgöngum. Út frá
Voss lýðháskóla hefir þekking á ís-
landi mest breiðst út nú á siðastu
árum, bæði eru þar íslendingar nærri
því hvert ár, svo er skólastj. sér-
stakur íslandsvinur. Hann ráðgerir
að taka sér ferð til íslands þegar
striðið er úti. Meðan á striðinu
stendur verða margar fyrirxtlanir
teptar, og sums staðar verður hver
að sitja þar sem hann er kominn.
Eg hugsa oft um það að nú meðan
öll lönd titra af ótta, þá sé hvergi
nokkurs staðar í viðri veröld svo
gott og friðsalt að búa, sem á ís-
landi. Og eg skil ekki i því að
nokkur íslendingur finni ekki til
þess með þakklæti. — En þó eru
helstu frömuðir hinnar islenzku þjóðar
svo blindir að þeir einmitt á þessum
timum ekki minna en fyr, standa i
politisku iifrildi. En þannig missir
þjóðin virðingu annara út á við.
Mér finst það sárt þegar þvi er
kastað að oss íslendingum hér úti,
að við komum okkar aldrei saman
um neitt. Eg hefi óskað að það
sannaðist ekki um oss í framtíðinni
og að hver og einn einstsklingur
ynni að þvi. Eg óttast ekki is eða
óár, að það eyðileggi framtið lands-
ins en eg óttast vantrú og sundrung,
það sama sem fyr varð frelsi voru
að fjörtjóni.
Sólin er sigin bak við fjallsbrún-
ina í vestrinu. Kvöldgolan leikur I
furutoppunum og kvöldskuggarnir
leggjast þunglega yfir dalinn. Guð-
rún hefir þvegið skólastofuna, en
ekki þurkað af töflunni, ísland er
þar enn þá. Eg legg saman blöðin,
íoka glugganum og geng heimleiðis.
I norðaustri sé eg eina glitrandi
stjörnu, það er vonarstjarnan yfir
Islandi.
Voss 27. marz 1918.
Rannvtiq H. Llndal.
i