Ísafold - 09.10.1918, Síða 4
4
! S A H O I. D
imsstyrjöldin.
Friður I nándP
Marin motorer tegund ð. M. F.
Bezta sænsk tegund. io og 25 hestafla.
Pantanir afgreiddar um hæl. Biðjið um tílboð.
Einkasalar
Kommanditbolaget Milton & Co., Stockholm.
Hér fara á eftir helztu simfregnirnar frá því á helginni,
»
Eigi verður annað af þeim ráðið en að Þjóð'jerjum sé full alvara
œeð friðarumleitanir sinar. Er nú beðið svars frá Wilson forseta með
fainni mestu óþreyju, um veröld alla.
Gerbreytingin sem orðið hefir á þýzku stjórninni, mundi eigi hafa
þótt líkleg til skamms tima, að aðalráðherramir tveir eru: prinz »af
blóðinu* og eidrauður jafnaðarmaður.
Eitthvað meira en lítið geggjað hlýtur ástandið í Búlgariu að vera
orðið, úr því svo slunginn maður og Ferdinand keisari hefir eigi treyst
sér að sitjr, heidur fengið syni sínum Boris ríkisstjórn og keisaratign t
faendur.
Svampar og Sápa,
í stórum birgðum, í heildsölu og smásölu.
Sími 586. Sören Kampmann.
Brenslu-spiritus
fæst í Hafnarfjarðarapoteki í heildsölu og smásölu, heíi til í tunnum
180 lítra.
Berlín, 5. október að kvöldi.
Hinn nýi ríkiskanzlari, Prinz Max von Baden, hélt ræðu í ríkisþinginu
í dag. Gerðu vinstrimenn og miðflokkurinn ágætan róm að henni og
varð kanzlarinn oft að þagna meðan á samsinnishrópunum stóð. Hann
mælti meðal annars á þessa:
„Vegrta hins óviðjafnaníega hraustleika hers vors,
er herlínín vor að vestan órofin enn þá. Getum vér
því vongóðir horft fram i tfmann, en hitt má oss
eigi gleymast, að það er skylda vor, að stríðið standí
eigi einum degi lengur en þört er á og að vorum
dómi er hægt að semja frið, án þess að heiður vor
sé skertur.
Með samþykki allra, sem þar til hafa verið
kvaddir í ríkinu og í samráöi við bandamenn vora
hefi eg því að kvöldi hins 5. október sent forseta
Bandarikjanna ávarp í gegnum svissnesku stjórnina
og beðið hann að gangast fyrlr friðarsamningum og
setja sig í samband við allar ófriðarj>Jóðirnar í því
filefni.
Ávarp þetta hefir annaðhvort komið f dag, eða
kemur f fyrramálið til Washington. I»að er stílað til
íorseta Bandaríkjanna vegna þess, að í þingræðu
sinni 8. janúar 1918 og í seinni ræðnm, sór^taklega
í þeirri er hann héit í New York 27. september, hefir
hann markað grundvöll alheimsfriðar á þann hátt,
að vór getum vel gengið til samninga eftir honum*.
Khöfn 5. okt.
Frá Berlín er símað að Austur-
ríki hafi farið fram á það við Hol-
land, að það kæmi á friðarráðsteÍDu
og hifi Holland þegar snúið sér tii
ófriðarþjóðanna í því efni.
Hið þýzka ráðnaeyti, undir stjórn
Max voa Baden, er enn eigi full-
skipað.
Frá Wien er símað, að ítalir hafi
hafið sókn í Albaníu, milli Osum
og hafs. Austurríkismenn hafa yfir
gefið Firi og Berat.
Stjórnmálaflokkarnir í Austurríki
vilja koma á endurbótum innan rikis-
íns og gera úr því bandaiíki, með
þjóðlegu sjálfstæði.
Símað er að fundinn sé óbrigðul!
grundvöllur undir úrslitafriðarhreyf-
ingu, eftir rækilega yfirvegun. Er
búist við því, að Miðríkin komi flatt
upp á heiminn innan skams.
Erl. simfregnir
Frá fréttaritara ísafoldar.
Khöfn. okt.
Frá Sofía er símað að Ferdinand
konungur hafi lagt niður völd í
hendur ríkiserfingjans, sem þegar hafi
tekið við ríkisstjórn.
Frá Beigru er símað að miðflokks-
þingmaðurinn Gröber, Scheidemann
og Erzberger séu aukaráðherrar i
nýja þýzka ráðuneytinu. Dr. Soif
er utanríkisráðherra.
Frá London er simað að banda-
menn sæki enn fram hjá Lens og
Armentieres og hafi tekið 8000 fanga.
Kaupmannahöfn, 6. okt.
í þingræðu sinni mælti hinn ný1
kanzlari Þjóðverja á þessa leið:
»Vér föllumst á það að stefnu-
skrá Wilsons sé aðgengilegur grund-
völlur að friðarsamningum. Þess
vegna hefi eg, með milligötigu sviss-
nesku stjórnarinnar, símað forseta
Bandiríkjanna á föstudagskvöld og
skorað á hann að beita sér fyrir
fiiði og kveðja allar ófriðarþj >ðir ti
friðarfundar.
Vér erum iúsir til þess
að styðja að því að alþjóða-
bandalag komist á, að
Belgía verði endurreist og
henni greiddar hernaðar-
skaðabætur. Og þeir triðar
samningar, sem þegar hafa
verið gerðir, eiga eigi á
neinn hátt að vera þessu
til fyrirstöða*.
Tyrkir hata einnig boðið
frið.
Sören Kampmann.
VERZL. GORAFOSS,
Laugavegi 5
hefir miklar birgðir af hárgreiðum, t. d.: horngreiður á 1.90, 2.75 og 3.50,
beingreiður á 3.25 og 4.73. Eau de Cinin 3.25, Bairum 3.23 og 6.75,
Burrerod Spiritus á 3.23, Skraut-Hárnálar og Speglar smáir og stórir,
o. fl o. fl.
*
Pantanir sendar út um land gegn eftirkröfu. Sími 436.
„merkúr".
JTl á í g a g tt verzíunarmanna.
Kemur út einu sinni í mánuði. Kostar 3 krónur árgangurinn.
»Merkúr« óskar að fá útsölumenn og fasta kaupendur um land alt.
Verzlunarmennl Styðjið blað yðar með ráðum og dáð.
Utanáskrift blaðsins er: „M ■» kúr“. Box 157. Reykjavik.
Khöfn, 6. okt.
— Friðarskilyrði Wilsons
eru þau, að Pólland verði
gert sjáltstætt ríki, og téi
hin póisku héruð Prúss-
lands. Frakkar tái Elsass-
Lothringen. — Serbia og
Belgía verði endurreistar
og engin viðskiftastyrjöld
að stríðinu loknu.
Khöfn, 6. okt. kl. 16,85.
Wolffs fréttastofa tilkynnir opin-
berlega:
— Þýzka stjórnin skorar á forseta
Bandaríkjanna að beitast fyrir þvi að
koma á friði aftur, og fá allar ófriðar-
þjóðirnar til þess að kjósa fulltrúa
á friðarstefnu.
Þýzka stjórnin felst á friðarskii-
yrði Bandaríkjaforseta.
Til þess að komast hjá
frekari blóðsúthellingum,
fer þýzka stjórnin fram á
það, að þegar í stað sé
sarnið vopnahlé á landi,
sjó og í lofti.
Max prins af Baden
ríkiskanzlari.
Khöfn 6. okt.
»7orvarts« segir frá því, að rúss-
neska Sovjets-stjórnin hafi upphafið
friðarsamninguna við Tyrki og fari
fram á að þjóðverjar upphefji Brest-
Litowsk friðarsamningana.
Khöfn 6. okt.
Þjóðverjar halda enn undan f
Champagne og Flandern.
Frá Le Havre er símað að banda-
menn hafi sótt fram um 14 kíló-
metra á 40 kílómetra svæði og hafi
handtekíð 10.000 menn og tekið
330 fallbyssur herfangi.
Khöfn 7. okt.
Agence Havas-fréttastofan segir að
svar Frakka við friðarbeiðni Þjóð-
verja munu verða ákveðið, en þvi
mun ekki hraðað. Vissulega munu
Frakkar neita að semja vopnahlé
nema þá með þeim skilyrðum, sem
Foch yfirhershöfðingi kann að selja.
Frá Vínaiborg er símað, að Aust-
urríki og Tyrkland hafi einnig sent
vopnahlésbeiðni til Wilsons forseta.
80,000 manns hafa verið fluttar
burtu úr New Jersey vegna yfirvof-
andi sprengingarhættu.
Uppgjöf Búlgara.
Berlín, 8. okt.
Frá Sofia er símað: Það hefir
vakið mikinn fögnuð í landinu, að
Boris skuli nú orðinn konungur því
að hann er ákaflega vinsæll af alþýðu
og eins meðal hersins.
Konun^ur hefir nú undirskrifað
sitt fyrsta konungsbréf og eru i því
eftirfarandi skilyröi um vopnhlés-
samningana:'
Búlgarar yfirgefa öll þau héruð
sem lutu Serbíu og Grikklandi áður
en ófriðurinn hófst. En þau héruð,
sem bandamenn hafa tekið af Búlg-
urum, svo sem Strumitza, verða
þeim afhent aftur.
Búlgarar afvopna allan her sinn
að undanteknum þremur herdeildnm
og fjórum tvífylkjum riddaraliðs, sem
þeir hafa til landvarnar við austur-
takmörk Dobrudscha. Vopn og
hergögn þess liðs, sem heim er sent
hafa Búlgarar en það verður undir
eftirliti bandamannahersins.
Sá hluti Bútgarska hersins, sem
eiuangraður var vestan við Uskub,
þi cr vopnahlés-samningar voru
undirritaðir 29. september verður
látinn leggja niður vopn og hafa
bandamenn fyrsr um sinn huld 1
þeim.
Liðsforiugjar fá að halda vopnum
sínum.
Þýzkaland, Austurríki og Ung-
verjaland fá fjögra vikna frest til
þess að hverfa með her sinn á burtu
úr Búlgaríu, Innan hins sama tíma
'<erða og ræðismenn og fulltrúar
Miðríkjanna og borgar þessara ríkja
að fara á brott úr landinu.
Utan af landi.
Stórviðri á Siglufirði.
Siglufirði í fyrradag.
Afskaplegt norðvestanrok í gær og
nótt og stórrigning í þrjú dægur.
Vatnið hjá Hrauni i F jótum hækkaði
um eina alin.
Skipin »Gunnvör« og »NjálI«
strönduðu, sömuleiðis sænskt síldar-
flutningaskip og vélbátarnir »Georg*
og »Drangey«.
Talsverðar skemdir urðu á húsuaa
og bryggjum.
Sildaraflinn hér í surnar nemur
40 þús. áfyitum tunnum.
Skilaboð til „Tímans“.
Af því að eg hefi frétt að »Títn-
innc haldi áfram uppteknum hæti"J,
að senda okkur »tóninn« og þó sér-
staklega mér, þá ætla eg að biðja
þig, I jafold mín, að skila til hans,
að eg muni aftur svara honuno,
blessuðum! með fyrstu ferð eftir að
eg hefi lesið lofsöng hans. En af
því ritstjórinn virðist illa að sér í
póstgöngum hér á laadi (eftir þv
sem kon í ljós þegar ég var í
Reykjavík síðast, þá álítur hann að
við getum svarað eins fljótt og
Reykvíkingar), þá bentu honum á
fyrir mig að fá sér pórtáætlun á
pósthúsinu og athuga hana. Svo
getur hann á meðan gert hvort seœ
hann vill, »jórtrað« eða »legið á'
meltunnic. Helzt vildi eg hann
þagnaði ekki strax.
Hólmavík, 23. sept. 1918.
Mavnús Pétursson.
ReykjaYíknrannáll.
Skipafregn:
S (1 e r 1 i n g fór í hringferð f gær,
með hinn mesta sæg af farþegum.
Látin er f gær, hór f bæ, næatelzta
dóttir frú Sigrúnar Bjarnason, Ingi-
björg, á 11. ári. Var hún af fyrra
hjónabandi frú Sigrúnar, dóttir Björns
heit. Ólafssonar augnlæknis, hin
mannvænlegasta stúlka.
Fisksalan tii Eaglands. Bota-
vörpungarnir hafa selt afla sina í
Bretlandi upp 4 síðkastið fyrir stór-
fó, þetta 7000—8000 sterlingspund,
síðast Skallagrímur sinn afla á 7500
sterlingspund.
Sambandssáttmálinn verður til
umræðu f Stúdentafélaginu á íöstu-
dagskvöld.
Má þar búaBt við fjörugum um-
ræðum.