Ísafold - 02.11.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.11.1918, Blaðsíða 4
4 ! V* FO I. D mannarómur o. s. frv. Þetta gerir lika Tíminn svo iðulega. En að við höfum keypt síldaitunrmna á kr. 12 50 iýsi eg hérmeð bláber ósannindi Þe ta er þá i priðja sinn út af þess- ari Tíma-grein, sem eg lýsi yfir því opinber!e-a að blaðið fari með hrein og bein ósannindi. Mundu nú ekki flestír álíta að ekki findist blaðinu sjálfu ástæður sínar veigamiklar úr því það þ •-! f að nota svona mikið af ósannindum í ekki lengn grein. — Ætli ritstjórinn hafi anna'rs rlve% (rleymt áttunda boðorðinu? Ekki er annað að sjá. — Þó eg geri það nú i þetta sinn að gefa svo miklar upp lýsingar um kaupverðið að lýsa þessa getgátu Tímans ósann- indi, þá ætla eg ekki framvegis að skifta mér af, hverju hann kann að geta upp á. En eg vil benda hon um á að bezt væri fyrir hann að halda áfram að geta upp á kaup- verðinu og þá þannig að færa sig smámsaman upp og niður og láta leika á 25 aurum í hverju blaði. Þá má heita að vissa ;é fyrir þvi að hann einhverntíma hittí, þó af tilviljun verði, hið rétta verð. Mun það þá ske einu sinni að hann — af tilviljun þó — segi satt. Og ef hann ekki óttast að það verðí of mikil viðbrigði fyrir sig, þá er þarna leið t'.l þess. Þá mun spurt hvers vegna getið þið ekki sagt okk- ur kaupverðið? Frá mínu sjónar- miði liggja margar ástæður tii þess eins og eg að ým:a leyt áður hef bent á. En fyrst er þó það að með- an eg er fjár míus ráðandi, þá varð- ar cngan um hrernig eg fer með miu fé. Eg þarf engum ?ð standa reikningsskap á bví, og þess vegna varðar heldur engan um ‘hvað eg kaupi og sel eða hvort eg hef tap eða ágóða á því. Skattnnefndum ein- nm er eg skyldur að gefa upp tekj- ur mínar, öðrum ekki. Ef eg hef tapað á síldarkaupunum, þá mun eg ekki beiðast hjáipar almennings til þess að standast það tap og eg eg hef grætt á þeim, þá varðar held- ur almenning ekkert um hve mikill gróðinn er né hvernig eg ver þeim gróða. Þessa síid keypti eg ekki í neins manns umboði né fyrir almannafé og af þeim ástæð- uro varðar engan um kaupverðið. Svo er og hitt engu siður, að sú hugsnn, sem liggur bak við hjá Tím- annm þegar hann. fpyr um kaup- verð’ð er svo auðvirðileg og þeir strengir, sem hann reynir að slá á hjá almenningi með þeirri spurningu og öllum getgátum sin- um um gróða okkar, eru þeir allra lægstu og auðvirðilegustu sem finn- ast rr.cðal mannlegra tilfinninga; strengir öfundsýkinnar. Öfnndsýkin ein fær menn til þess að spyrja, ef þeh j*aupa eitthvað, ekki: »Hve mikið græði eg á að kaupa af þér?« Heidar: »Hve mikið græðir pú á að selja mér? »Er það ekki ofmik- ið?« Þessi ófundsýki er svo við- bjóðsleg, háskaleg og blettur á hverj- um heiðvirðum manni að eg mun aldrei svara spurningum, sem hún leggur fyrir mig, né öopa eitt hænu fet fyrir henni. Og þau blöð sem ætla sér að lifa á þvi að ala á siík- um tilfinningum og vekja þær upp og jafnvel láta þingkosningar velta á þeim, þau eru frömuðir spillingar i þjóðfélaginu og brjóta svo bág við alt velsæmi að þjóðarhróp ætti að kveðu þau niður. Af ofnangreindum ástæðum endur- tek eg því það, sem eg sagði í fyrri grein minni, að þó við hefðum feng- ið hverju síldartunnu fyrir tveer krónur tunnuna, þá var ekkert við það að athuga, úr þvi við buðum bændum hana svo ódýrt, að peim var störgróði að kaupi hma og við seidurn hana á frjálsum markaði. Annars mættu menn imynda séi út af þessam síídnofsóknum að sild hefði ekki fyr gengið kai p im og sölum manna í milli hé' á landi og vrð værum þeh fyrst.i og einu, sem fengjumst við slikt. K.mske Tíminn eigi enn eftir að ko na með það. Nú lít eg aftur yfir greinrr Tím ars og sé þar ekki rtokkra setn- tngu sem ekki er marghtakin annað- hvort með röksemdum eði rekið 'ífan í bliðið sem ósannindi. Skyn- sömum lesendutn gefst kostur á að dæma um það og riði óhlutdrægni dómi þeirra, þá óttast eg haon ekki. En þá skalegað iokum iara nokkr- um orðum utn það, sem eiga að vera ályktunarorð Tímans og eru í enda greinarinnar 14. sept. Þar segir svo, að eg hafi einungis varið okkur sem kaupsýslumenn, en ekki sem þingmenn. Gott er þó að hinn með því játar að vörn hafi verið í máli mínu. Mér er ekki kuunugt um að nokkur þingmaðar geti sem pinfmaður seit eða keypt nokkurn skapaðan hlut eða hsfi umboð til að fara með anirað fé en landsjóðs. Þetta keyptum við ekki fyrir lands- fé og ekki eftir neinu réstöku um- boði og þvi skil eg ekkt vel hvað hann á við þegar hann segir að við höfum gert þetta sem pins;- menn. Ef við hefðum féngið sérstaka ívilun á verðinu, fengið síldina ódýr- ari af pví við vorum pingmenn, þá gat komið ti! mála að einhver mein- ing væri í því sem Timinn er að fle pra með, þegar hann et komirn í það öngþveiti, að hann veit ekki hvernig hann á að snúa sér. En ekki einu sinni Tímanum hefir dott- íð í hng að bera fram r-Þk ósannindi og þá munu ekki aðrir verða til þess. Svo er Timinn að tala um að stunda gróðabrall á þingbekkjunum. Þaö.er talsvert fróðlegt að vita hvað Tim- inn meimar með þessu og.athuga það nánar. Ef á að dæma þetta eftir þvi sem fram er komið gngnvart okkur i þessum árásum, þá mætti álykta þannig að þingmenn mættu aldrei kaupa neitt eða selja tneðan þeir eru í Reykjavík um þingtfm- ann, eða ef til vill aldrei meðan þeir eiu þingmenn, af þeim ástæðum að þeir gcetu grætt á því og að þetr gerðu þið »sem þingmenn«. Et svo er þá býst eg við að margir verði breyskir í augum Ttmans og fáir séu sem ekki þafi unnið sér til óhelgi. Hér ætla eg að nefna nokk- ur smádæmi, sem fyrir geta komið; 1. Eg kaupi hest eða hesta í Reykjavík og fæ af einhverri tilviljun tækifæriskaup. Sel þá svo aftur þegar heim kemur eða fyr, venjulegu verði, en græði á þeim. •• 2. Nú er eg læknir, en roeðan eg sit i Reykjavík á þíngi fæ eg tækifæriskaup á umbúðum eða öðru, sem læknar verða að hafa og selja má ut?n lyfjabúðar, fæ þetta t. d. á uppboði með góðu verði. Sel þetta svo þeg- ar heim kemur með venjulegu verði, eða ef til vill lægra verði, en græði þó mikið meira á því en samskonar vörum sem eg venjuleía hef til sölu. 3. Eg er kaupmaður, en af þvi eg er staddur í Reykjivík um þing- timann, þá næ eg kjarakaup- um á matvöru, smærri eða stærri birgðum. Sel þær svo þegar heim kemur eins og þær vörur eru seldar hjá öðrum kaupmönnum eða kaupfélögum, eða jafnvel talsvert lægra verði, en græði sarot miklu meira á þeim en hinir Ö!1 þessi kjarakaup má segja að eg hafi fengið af því eg var þing- maður. Því eg hefði ekki verið á vett-ang annars. Má halda áfram svona að telja upp ótal dæmi þessu lík, sem geta komið fyrir og koma iðuglega Jyrir. Sumir þingmenn hafa t d. keypt og seit hús með góð- um hagnaði meðan þeir voru á þingi. í Timan: auj;um og eftir hans siða- lærdómi hlýtur þetta a!t að vera ó- sæmilegt. Vera að stunda gróða- brali á þingbekkjunum. En þá held eg nú að vesalings Timinn megi fara að vara sig á því að hans menn verði ekki lika fyrir barðinu á hon- um þegar hann er kominn út i slikir öfgar. Eg hef sett þessi dæm! — svona skýrt fram til þess að heiibrigð skyn- semi óspiitra manna geti skorið úr hvernig á slikt beri að líta, en vil taka það fram til þess að enginn sé í vafi um mina skoðun að eg get ekkert séð athugavert við þetta og ekkert ósæmilegt fundið við það. Eg tel það »bæði hlægilegt og sorg- legt i senn« svo eg noti orð Tím- ans, að nokkurt blað skuli ætla séi að reyna að gera slíkt tortryggilegt í augum þjóðarinnar. Það blað gerir gys að heilbrigðri skynsemi lesend- anna. Nú hef eg látið mina skoðun uppi i þessu efni og ef menn telja þetta rangan hugsunarhátt, þá vita þeir nú hvernig eg er. Eg hef aldrei ætlað mér að dylja mínar fkoðanir og er reiðubúinn til að verja þær. Hvort mönnum iikar þetta betur eða ver það er mér sama. Þetta er mín sannfæring. Álít eg sóma minum fullvel borgið með þvi og vonast þó eftir því að min sómatilfinning verði aitaf og alls staðar álitín á hærra stigi en sómatiifinning ntsjóra Tim- ans, enda verð eg að telja vægast sagt vafasamt að hún sjaist 1 blað- inu. Slðast kiykkir Tíminn svo út með því ; ð htfa í hótunum við mig, ef eg »dirfist* að bjóða mig fram til þings ofur. Ji, brá mérl Annars hefir mér nú aldrei dottið það í hug, að Timinn ekki gerði ajt, sem i hans vaidi stendur til þess að varna því að eg komist á þing. Mtnsta kosti hef eg svo mikið sjálfsálit, að eg mundi blygðast mín fyrir að bjóða mig oftar fram til þings, ef æg vildi að Tíroinn undir núverandt kliku mundi styðja mig. Og það þætti mér undariegt, ef heiðviiðír menn vildu láta skarnlúku Tímans bera sig fram, sem þingmannsefni á rnóti mér, eftir framkomu hans i pessu máii. Satt að segja var eg alveg óráðinn í þvi hvort eg myndi oftar bjóða mig fram ttl þings. Mér finst þ .ð ekki glæsilegt, ef þetta óþolandi klíku ástand á að halda áfram í þmg- mu. Enda eru víst fleiri góðir menn þreyttir á þingsetunni undsr þessu standi; ástandi sem Tíminn hefir mest skap tð og reynir að halda við þjóðinni til tjóus og spiiltngar. En úr því Tíminn þannig hotar roér hörðu, þá held eg að eg gangi ekki af hólmi. Vilegþví hér meðláta hann vita,svo honum komi það ekki á óvart, að svo framarlega sem eg held lífi og heilsu og ætla mér að vera áfram í Strandasýslu, þá skal eg bjóða mig fram, ef eg fæ nógu marga með- mælendur tll bess að framboðið verði löglegt. Nú veit Tíminn á hverju hann á von. Eg læt ekki undan síga. Það er best að það komi i Ijós hvort samvizkuvana blaðasnápar geta með ósannsögli og gífuryrðum rifið aiður á fám vikum það traust og álit, sem eg með 10 ára samvinnu við hé;aðsbúa mína og þingsetu í mörg ár hef áunnið mér. Eg hef orðið nokkuð langorður, en það er af þeirri ástæðu að ótil- neyddur ætla eg ekki framvegis að eyða orðum um þetta síldarmál. Ef eg hefði nægan tíma til að skrifa blaðagremir, þá mundi eg skrifa frem- ur um eitthvað þarflegra. Þarflegra væri t. d. að skrifa rækilega um og flatta ofan af þeirri viðsjárvetðu spill- ingu sem hin reykvikska Tíma-klíka er að veita inn í þjóðlíf vort undir því yfirskyni að hún sé að vinna íyrir samvinnustefnuna, en áreiðan- lega öllum sönnum samvinnumönn um til mikillar gremju og stefnunni sjálfri til stórtjóns. Framvegis fær Tíminn því að halda áfram að sverta mig og sví- virða án þess eg gefi því gaum, nema eitthvað nýtt komi fram frá bohum sem væri svara vert. En minna mætti hann á það að lokum, það Nefari kvað við Aðganes: . . . hælumk minst i máli metumk heldur at val feldan . . . . Hólmavík, 12. okt. 1918. Magnús Pétursson. „Undir ijúfum lögiim“. Það er verulegur aufúsu-gestur, sem hinn ókunni, en þó þjóðkunni Gestur hefir sent öllum ljóð- og lag- elskum mönnum undir titiinum nér að ofan. Dr. Alexander Jóhannesson hefir búið undir prentun það, sem Gestur hefir kveðið »undir ljúfum lögum« og »í hálfum hljóðumt, og hefir orðið úr þvi 10 arká bók, gefin út af Þorsteini Gíslasyni. Með réttu hefir veiið um það feng- ist hve fátæklegt væri um góða texta undir fðgrum lögum — á íslenzkri tungu. Góðskáld vor hafa ekki skipað sjálfum lögunum, sem þau hafa undir ort eða þýtt undir, nægi- lega háan sess í huga sínum. í því efni hefir Gestur í raun réttri gezrt b autryðjandi. Fyrir honum er að- alatriðið að fella sr.man texta og lag, svo að úr verði harmoaisk heild. Og þegar hann fær til meðferðar er- lend lög og texta — til þess að snúa á íslenzku -- verður viðfangsefnið fyrir honum fyrst og fremst að >pýða lagið«, eins og hann sjálfur hefir sagt — hér í blaðinu — i sambandi við eina beztu af svofeldum þýðing um sínum »Svaninn« undir hinu gullfailega lagi Jarnefelts. Sönglifi íslenzku er stórgróði að þessu ljóðasafni Gests og islenzkt söngfólk má ekki láta farast fyrir að afla sér ‘bókarinnar og syngja is- lenzku textana hans Gests við upp- ábaldslögin sín. Þær ættu að reyna stúlknrnar út um land alt, sem leika á guitarinn sinn »Fjorton ár« eða Spinn, Spinn, hvort þeim þykir ekki eins gott að syngjá »þýðingarnar« hans Gests, eða bergmálið eins og hann kallar það sjálfur. Fyrsta vísan í »Fjorton ár« er svona: Fjórtán ára það förlast mér ei var eg fjörug og glaðlynd yngismey Ekki bað mín einn einasti einn og eg var heldur ekki að hugsa um neinn. La, la, la, la . . . . Og í Spinn, Spinn er hún svona: Hún var svo væn og rjóð Seðlar, Hnakkar (venjul. trévirkjahnakkar), Járnvirkjahnakkar (rósóttir), Spaða- hnakkar með eusku lagi, Kliftöskur, Hnakktöskur, Handtöskur, Se"iaveski, Peningabuddur, Innheimtumanna- veski, Axlabönd. Allskonar Ólar til- heyrandi söðlasmíði, Byssuólar, Byssu- hulstur, Baktöskur, Beizlisstengur, ístöð, Járnmél, Keyri, Tjöld, Fisk- ábreiður, Vagna-yfirbreiðslur o. m. fl. Aktýgi ýmsar gerðir og allir sérstakir hlutir til þeirra. Gömul reiðtýgi keypt og seid. Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðal- virki, Plyds, Dýnustrigi, Hringjur o.fl. Söðlasmiðabúðin Laugavegi 18B. Simi 646. £ Krlstjánsson. Travarer. Forbindelse söges med Köbere af Planker, Brædder, Tömmer, Lister, Snedkerier etc. Aktiebolaget Backlund & Röuqyist, Göteborg, Sveríge. Gerið svo vel að koma inn í söðlasmíðabúðina á Laugavegi 18 B og skoða ódýrustu reiðbeizhn, sern nú eru fáanleg. Söðlasm búðin Laugavegi 18 B, Simi 646. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðslunni, þegar þeir eru á ferð í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega. Afgreiðslan opin á hverjum virkum deRÍ kl. 9 á morgnana til kl. 6 á kvöldin. sat við rokkinn raunamóð Tímans þráður tognar fljótt tárin runnu dag og nótt. hr þetta nefnt af handahófi en í bókinni getur söngfólk fengið ágætis texta undir m. a. þessi lög: Juanita, hið kunna spánverska lag, enska lag- ið Daisy Bell, sænska danslagið Álskvárda flicka (»Grafardals fögr- um« oft sungið undir þvi). Af einsöngslögum má nefna Griegs iögin tvö »To brune Öjne« og »Soiveigs sang«, Kjerúlfslagið »Hytt- en er lukket«, sænska þjóðlagið: »Aa, Oia, 01a«, sænska þjóðlagið »Pehr svinaherde«. Einn Glunta hefir Gest- ur og þýtt (nr. IX. Framát march) og væri gaman að fá fleiri Glunta frá hans hendi. Enn eru ótaldir kórsöngvar sem Gestur hefir frum- ort eða þýtt fyrir söngfél. 17. júní. Þýðingin á Ólafi Tryggvasyni (Brede Sejl), sem hann hefir tileinkað félag- inu, er með hreinu snildarbragði feld undir lag Reissigers. Hér skal staðar numið. Tilætl- unin var ekki önnur en sú að benda söngelskum mönnum á þessi söng- Ijóð. En öðrum, sem vitið hafa meira í því efni, skal eftir látið, að dæma þetta ljóðasafn Gests frá braglistar sjónarmiði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.