Ísafold - 02.11.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.11.1918, Blaðsíða 1
!£"iuur iH 1 — 2 í viku. Vntðárg. 5 kr., erlendls 7x/2 kr. eða 2 doilarjborg lab fyrir miðjan júlí arlendis fyrirfram. Lausasala 10 a. eint XLV árg. Reykjavik, laugardaginn 2. nóvember 1918 Upp8Ögn (skrifl. bundin við áramót, er ógild nema kom- ; in 8Ó til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld I laus við blaðið. 55 tólublað. Aukafundur H.f. Eimskipafélags Islands 26. okt. 1918. Ar 1918, laugardaginn 26. oktbr. var haldinn aukafundur í Eimskipa- félagi Islands, samkvæmt auglýsingu útgefinni af stjórn félagsins 26. júní þ. á. Var fundurinn í Iðnaðarmanna- húsinu i Revkjavík og settur kl. 1 e. h. af gjaldkera félagsstjórnarinnar, hr. Eggert Claessen, i forfölium for- manns og varaformauns, samkvæmt umboði félagsstjórnaiinnar. Stakk hann upp á fundaistjcra Eggert Briem yfirdómara, og samþykti fundurinn það með lófataki. Tók hann þá við fundarstjórn og kvaddi til fund- arskrifara Georg Olafssoti ctnd. po’it. Fundarstjóri lagði fram Lö^birting- ablaðið og þau önr.ur blöð, er fund- urinn hafði verið auglýstur í, og lýsti hann fundinn löglega boðaðan með tilliti til framlagðra skjala og samkvæmt 8. gr. félagslaganna. — Lagði fundarstjóri ennfremur fram skýrslu ritara stjórnarinnar um af- hendingu aðgöngumiða- og atkvæða- seðla á að fundi um. Skýrsla þessi var merkt nr. 2 og er svohlj.: Nr. 2 Lsgt fram á aukafundi í Eimskipafélagi íslardi 26. okt. 1918. Georg Ólafsson, fundarskrif. Skýrsla um afhendingu aðgöngumiða og atkvæðaseðla að aukafundi h.f. Eimskipafélags íslands 26. okt. 1918. Aðgðngumiðar að fundinum voru afhentir fyrir þessu hlutafé: 1. Landssjóðs kr. 100,000 2. Vestur íslendinga — 150,275 3. Annara hluthafa — 135,400 :Samt. afh. aðgm. fyrir kr. 385 675 Alt atkvæðisbært hlutafé í félag- inu nemur nú kr. 1,680,600, og eru jþví afhentir aðgöngumiðar alls fyrir 22,9% af atkvæðisbæru hlutafé. Akvæðaseðlnr eru afhentir þannig: Atkv. Fjármálaráðh. fyrir landssj. 4000 Öðrum hluthöfum en lands- sjóði og Vestur-íslendingum 5416 Ben. Sveinss. og Þorði Sveinss. í umb. Aros Eggertss. fyrir Vestur-ísl, með hlutfallsr. samkv. 10. gr. félagslaganna 959 Afhent alls atkvæði 10375 — tiu þúsund þrjú hundruð sjötíu og fimm —. Reykjavík, 25. okt. 1918. Jón Þorláksson. p. t. ritari félagsstjórnar h.f. Eim. ísl. Var þá gengið tii dagskrár fund- arins og tekið fyiir 1. mál. Breyting á 22. gr. laganna við d-lið orðin: ».........en aldrei má............. fyrir hvert ár« falli burt. Fyrir hönd íélagsstjórnarinnar skýrði Eggert Claessen frá breyting- artillögunni, og af hluthöfum tók kaupm. B. H. Bjarnason til máls og mælti með henni. Var því næst leitað atkvæða um tillöguna og hún samþ. með öllum gr.-atkv. 2. mál. Frumvarp til reglugerðar fyrir eftirlaunasjóð h.f. Eimskipafél. íslands. Samkvæmt tilmælum stjórn- arinnar var samþykt að taka málið út af dagskrá. Þá gerði bankastjóri Benedikt Sveinsson fyrbspurn til stjórnarinnar um hve mikil brögð hefðu verið að því að eigendaskifti bafi orðið að hlutabréfum í félaginu. Fyrirspurn- inni svaraði Eggert Claessen fyrir hönd félagsstjórnarinnar og gaf eftir- farandi skýrslu um eigendaskifti að hlutabréfum austanhafs (annara en Vestur íslendinga) frá stofnun félags- íds til þessa dags: 18 eigendask. f. arftöku kr. 950,00 Atfleifar 17. Erfingjar 18. 42 eigendask. fyrir gjöf kr. 3425.00 Gefendur 36. Þiggjendur 39. 92 eigendask. fyrir kaup kr. 10500,00 Seljendur 87. Kaupendur 81 Að þvi er snerti eigendaskifti að hiutab;éfum Vestur-Isiendinga kvað hann félagsstjórninni ókunnugt um eigeudaskifti meðal Vestur-íslendinga inubytðis, en stjórnin vissi til, að menn hér á landi hefðu keypt hluta- bréf fyrir ca. 27 þús. kr. af Vestur- Islendiagum, en beiðni um samþykki til þeir.a eigendaskifta hefðu eigi enn borist féiagsstjórninni. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið. Egqert Briem. Georg Olajsson. Með skýrslu Eimtkipaíélagsstjórn- arinnar um »eigendaskifti« að hluta- bréfum er aigerlega hnekt dylgjum, sem blaðið Tíminn hefir flutt um, að verið væri að reyna að gera fé Iagið að sjálfseign nokkurra stór- gróðamanna. Lok styrjaldarinnar Þau orð mun nú mega fara að temja tungunni, því síðustu tíðindi hniga ö!t í þá áttina, að skamt muni að bíða vopnahlés, en að því fengnu er talið, að friður fylgi fljótt á eftir. Skal hér greint frá helztu atb rð- unum þessa viku: Wilsons skeytið Svari Wilsons, þar °9 sem hann kveðst muni Þjódverjar. [,era friðarboð Þjóð- verja undir stjórnir Samherja, var vel tekið í Þýzkalandi yfirleitt, og talið vænleg undirstaða friðarsamn- inga. Þingræðið I stjórnarskrárbreytingun- °9 um, sem Þjóðverjar hafa Ludendorff. . • . gert, er þingræðisreglum fram fylgt út í æsar. Kanzlarinri látinn bera ábyrgð gagnvart þinginu á öllum athöfnum keisarans og hann og embættisbræður hans á öllum stjórnarathöfnum, þar á meðal her- málaráðherrann á skipun og frávikn- ing embættismanna hers og flota, hinna æðstu hershöfðingja lika. Þegar svo var komið, stóðst ekki Ludendorff hershöfðingi lengur mát- ið. Vildi hann ekki lúta stjórninni, heldur sagði af sér. En hann hefir nú um langa hríð verið talinn aðal- forkólfur Þjóðverja í hermálum, fremri og snjaliari sjálfum Hinden- burg. Eftirmaður Ludendorffs heitir Hoffmann, og var einn af aðal- mönnum Þjóðverja við friðarsamn- ingana i Brest-Lítovsk. Svar Þjóðverja Síðasta svar Þjóðverja frá 28. okt. var á þessa Wilsons. , . v leio: »Forsetinn veit um hinar gagn- gerðu breytingar, sem oiðnar er og eru að verða á stjórnarskipun Þýzka- lands. Friðarsamningarnir verða gerð- ir af lýðstjórn Þýzkalands, sem hefir hið löglega framkvæmdarvald, satrí- kvæmt stjórnskipuninni. Henni verður herstjórnin líka að lúta«. Ráðstefna Þegar þetta svar barst frá í Paris. Þjóðverjum, fóru þeir Lloyd George forsætisráðherra og Balfour utanríkisráðherra ásamt trún- aðarmanni Wilsons á Bretlandi, House hershöfðingja, á ráðstefnu til Parisarborgar, og hefir enn eigi frézt hvað þar hefir gerst. Austurriki Svo gersigrað telurAust- beiðist urrjkí sig, að það hefir sérfriðar. c _ , , .x gefast aiveg upp og beiðst sérfriðar með svofedu skeyti til Wilsons: »Sem svar við sktýti því, er for- setinn sendi stjórn Austurríkis 18. okt. og viðvikjandi ákvörðun forsetans að snúa sér sérstaklega til austur- rískn stjórnarinnar am skilmála fyrir vopnahlé og friði, þá leyfir austur- ríska stjórnin sér virðingarfylst að lýsa yfir þvi, að eius og hvað fyrri yfiriýsingar forsetans snertir, þá get- ur hún fallist á skoðanir forsetans, eins og þær koma fram í síðasta skeyti hans, um rétt þjóðflokkanna innan Austurríkis, sérstaklega Czeko- Siovaka og Jugo-Slava. Þar sem Austurríki—Ungverjaiand gengur að öllum þeim skilyrðum, sem forset- inn setur fyrir umleitunum um vopnahlé og frið, þá er ekkert fram- ar því til fyrirstöðu, að áliti austur- rísku stjórnarinnar, að samningar geti byrjað þega^ í stað. Austur- riska stjórnin lýsir því yfir, að hún er þannig reiðubúin til þess að hefja samninga um frið milli Austurríkis —Uugverjalands og bandamann:>, og um vopnhlé þegar i stað, án þess að bíða eftir' árangri friðarum- leitana hinna þjóðanna. Austurríska stjórnin biður Wilson forseta vinsamlegast að gera þegar ráðstafanir þessu viðvíkjandi«. Keisararnir Austurríkiskeisari er far- valtir. inn frá Wien og seztur að i Búdapest, og búinn að gera Ungverjann Andrassy greifa að utan- ríkisráðherra. Þýzk blöð og austurrísk halda því óhikað fram, að Vilhjálmur keisari geri bezt i að segja af sér. Fyrir ári mundi það hafa þótt fyrirsögn, að blöðin þyrðn að vera svo berorð. Þjöðar-atkvæðið. Nú eru fréttir komnar úr öllum kjördæmum landsins nema Vestur- Skaftafellssýslu (austan Mýrdals). Frá því síðasta blað kom út hefir frézt úr þessum kjördæmum: Jd: Nei: Snæfellsnessýsla . . . 616 20 Suður Þingeyjarsýsla . 504 57 Norður- Þingeyj arsýsla I7S 26 Barðastrandarsýala . . 373 3i Norður ísafjarðasýsla . 316 103 Norður Múlasýsla . . . OO 2 Alis 2369 239 Áður greidd atkv. . 9969 750 Samtals 12338 989 Þátt takan hefir verið minni, í þeim kjördæmum, sem frézt hefir úr upp á siðkastið. Sennilega verða já-in hálft þrett- ánda þúsund og nei-in nndir tíu hundruð. Verður ekki annað sagt en að greinlega skeri úr um vi ja þjóðar- innar með atkvæðagreiðslunni. Svo báglega, sem hr. Magnúsi Torfasyni tókst i sinu kjöidæmi að fá kjósendur til fylgis v ð sinn mál- stað hefir þó hr. Benedikt Sveins- son fengið hálfu hraklegri útreið í sinu kjördæmi, þar sem að ein i2°/0 af greiddum atkvæðum eru móti sáítmálanum. Fossanefndin. Á þinginu í sumar var, eins og lesendur vora rekur minni til, ail- mikið rætt um fossanefndarfarganið, hve mislagðar hendur stjórninni hefðu verið um skipun hennar o. s. frv. Einkum var það einn nefndar- manna, sem enginn lét sér detta i hug að nokkurn tíma hefði nokkurt erindi átt í þá nefnd. Enda kom ðllum saman um, að einu verðleik- arnir, sem litið hefði verið á, með venjulegri óhlutdrægni stjórnarinnar, hefðu verið, að maðurinn var bróðir jjármálaráðherrans. Eigi að síður var fjármálaráðherr- an það brjóstheill i þingsalnum í sumar, að fullyrða, að það mundi sannast á sinum tima, að bróðir sinn hefði unnið og mundi vinna mikið og þarft verk í nefndinni. Staðfesting(i) á þeim orðum fjár- málaiáðherrans er nú komin, því að nýlega hefir Einari Arnórssýni pró- fessor verið bætt við í nefndina, að ósk hennar. Meiri vanti austsyfirlýsing á hr. G. E. var lítt hugsanleg. Honum hefir, eins og vita mátti, ekki verið treyst til að vinna veikið sem lög- fræðingnr í nefndinni. En mundi þá hinn eiginleikinn, sem hafður hefir verið til að bera i bætifláka fyrir skipun hans í nefndina, »sýslu- menska* hans i Arnessýslu, gera setu hans i nefndinni verjandi? Hvað skyldu Arnesingar segja um það? Einlyndi og marglyndi. ——OOO ' * "■ Það heiti hefir Sigurður Nordál prófessor valið erindum þeim, sem hann ætlar að flytja i vetur fyrir almenning, sem styrkþegi Hann- esar Arnasonar sjóðsins. Erindin flytur hann á hverju mánudagskvöldi kl. 9 siðdegis í Bárubúð. Þar sem flest önnur biöð hafa þegar flutt greinargerð prófessorsins fyrir efni fyrirlestranna, þykir oss óþarfi að endurtaka það. En óhætt er að íullyrða, að erindin verða dýr- mæt svalalynd þróunarþyrstum sál- um. Fyrsta erindi prófessorsins á mánu- daginn var, sóttu svo margir, sem húsrúm frekast leyfði, og er það sammæli viðstaddra, að þar hafi farið saman hugðnæmt efni og falleg fram- setning, svo hvortteggja átti ein- dregna samúð áheyrenda. Látnir landar erlendis Influenzan i Khöfn. hefir reynst mannskæð einnig í hóp landa vorra. Síminn hefir flutt fregnir um að þessir 3 íslendingar værn dinir dr Influenzn. Halldór Gunnlðgsson stórkaupm, sonur Jakobs Gunnlaugssonar, Þór- hallur Espoiin stúdent og Karl Magn- ússon bókbindari, sonur Magnúsar Gunnarssonar, en mágnr Bjarns frá Vogi. # Hæstaréttardómur er nú fallinn í máli þvi, sem vín- salarnir höiðuðu á móti landstjórn- inni út af þvf, að þeir voru sviftir vínsöluleyfi, er bannlögin gengu i gildi. Dómurinn sýknaði stjórnina og synjaði kröfum vinsaianna og voru þeir dæmdir í 500 króna máls- kostnað. ReykjaYÍkpraDDáll. Spánskaveikin fer óðnm vaxandi hér í höfuðstaðnum, en hefír enn sem komið er ekki reynat mann- akæð. Sbipverjarnir af Nirði eru nú fleatir komnir hingað á botnvörpung- nm þeim aem komið hafa frá Bret- landi afðoatu dagana. þýzbi kafbáturlnn abaut um 50 sbotum á Njörð, áður eu hann fékk komið honum f kaf. Tvo sólarhringa höfðuat akipverjar við í bátunum. Geir, björgunarakipið, kom á fímtu- dag að austan og hafði komið tunn- unum ölium f land í Skaftár-ósum. Bréfapjald með mynd af Geyair og Gullfoaa og 2 fslenzkum flöggum hefír Helgi Árnaaon f Safnahúsinu nýlega gefíð útt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.