Ísafold - 23.11.1918, Blaðsíða 3
ISAFOLD
1
Kötlugosið.
Sjönarvottur segir frá.
Eins og kunnugt er, stendnr Hjör
leifshöfði einstakur á Mýrdalssandi.
Hefir hann hlotið margan skellinn í
vatnsflóðum þeim, er Katla hefir
veitt yfir sandinn og svo var það
enn í þessu síðasta eldgosi. Vatns
flóðið beljaði alt t kringum hann,
all-langan tíma, og þar sem eg var
hér allan þann tima, cr vatnsflóðið
rann til sjávar. Hafði enginn jafn-
gott útsýni yfir það og eg. Finn
eg því hvöt hji rrér að skýra frá
hinum helztu atburðum.
Þann 12. okt. fanst hér jarðskjálfta-
kippur kl. 1 eftir hád. Voru si-
feldar hræringar þá stnnd til kl. 2,
en aldrei verulega sn rpar. Linti
svo jarðskjálftanum og kom mér
ekki Katla í hug, en fór til vinnu
minnar, skamt frá bænum og sázt
ekki þaðan norður \il fjalla. Vissi
eg eigi hverju fram fór til kl. 3, en
er eg gekk þá heim aftur, var eld-
gosið byrjað. Þoka huldi Mýrdals-
jökul og afréttar Höfðabrekku og
Kerlingardals, en uppúr þokunni
steig vatnsgufumökkur afarmikill.
Er naumast hægt að Hkja ferlíki því
við nokkuð annað. Þar sem sól
skein á hann var hann mjallhvítur,
en annarstaðar svartur og skugga-
legur. Tók nú að heyrast dunur
og gekk svo nokkra stund. En er
klukkan var tæplega hálf 4, heyrðist
grenjandi straumniður fyrir austan
höfðann, er gaf til kynna, að vatns-
flóð hefði brotist fram á sandinn.
Gekk eg þá i skyndi upp á fjallið
og sá þegar að vatnsflóðið brauzt
framundan skriðjöklinum, á milli
Hafurseyjar og Höfðabrekkuafréttar.
Brunaði það fram hina gömlu sand-
vatnsfarvegi og var breidd þess þegar
frá höfðanum og austur að Blautu-
kvísl. Eftir lítinn tíma náði það til
sjávar og var þegar svo mikið að
hvergi sá á eyri, um alt það svæði
er flóðið rann yfir. Bar það með
sér ógrynni af ishrafli og jökum og
er fram kom á sandinn veittist vatn-
inu erfitt að fleyta stærstu jökunum
og hrúguðust þeir viða saman. En
er þeir veittu straumnum slíka mót-
stöðu, þyrlaðist vatnið all-hátt i loft
upp, og var flóðið mjög úfið að sjá.
Braust flóðið nú vestur fyrir höfð-
ann og náði þar brátt til sjávar.
Einnig hafði það náð framrás í
Múlakvisl, og var það alt jafnsnemma,
er það náði þar til sjávar og hér
austurfrá.
Sifelt heyrðist duna í jöklinum og
nú fóru að sjást bjartar eldingar i
mekkinum, birtust þar með örstuttu
millibili.
Þegar kl. var 5 óx flóðið fyrir
alvöru. Kom þá fram milli Hafurs-
eyjar og Selfjalls, svo mikið íshrúg-
ald, að líkast var sem þar brunuðu
fram snævi þaktar heiðar. Ruddi
flóðið þessum mikla ís austur með
Hafursey og vestur með Selfjalli og
svo fram yfir allan sandinn. Voru
þeir jakar svo stórir að fjöldi þeirra
stóð fastur, er fram kom á sandinn,
þvi þar var dýpi vatnsins minua, er
það náði til, að breiðast út til beggja
hliða.
Frá notðurhorni Hjörleifshöfða og
upp til Hafurseyjar var nú þétt sett
stórum jökum, og í skini kvöld-
sólarinnar var sem glampaði á stafna
og þök húsa, Virtist mér sú sýn
eigi ósvipuð, sem sæi eg í fjarska
stóra þéttbygða borg.
Vestanundir Hjörleifshöfða var
sandurinn mjög lágur, en hærri
Arni Eiríksson
Heildsala.
Tals. 265.
Pósth. 277.
Smásala.
Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar.
Saumavélar með hraðhjól;
og
10 ára verksmiðjuábyrgð
Smávörur er snerta sanmavinnu og hannyrðir.
þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar.
T ækif ærisgjafir.
Reykjavík
Útibú i Hafnarfirði. Sími: 9.
Egill iacobsen
Simi: 119.
Útibú i Vestmannaeyjum. Simi: 2,
Landsins fjölbreyttasta VefnaBarvöruverzlun.
Prjónavörur, Saumavélar, Islenzk flögg.
Regnkápur, Smávörur, Drengjaföt,
Telpukjólar, Leikföng.
Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu ef óskað er.
Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega.
VandaBar vörur. Ódýrar vörur
nokkru vestar og voru þar sandhól-
ar. Bjóst eg nú við að flóðið mycdi
leggjast af afli undir fjallið að vestan
og brjóta burtu brekkurnar, er ganga
þar niður að sandinum, en þetta fór
á annan veg. Með fram fjallinu
safnaðist svo mikið af jökum, að
höfuðstraumurinn náði þar ekki fram-
rás, heldur ruddist frá norðurhorni
höfðans og vestur á sandinn, þar
sem hann var hæstur. Hólarnir er
þar stóðu voru margir metrar að
hæð og stórir ummáls, en á ör-
skammri stund hurfu þeir I hyl-
dýpið og sáust ekki framar.
Brunaði flóðið fram það sem eftir
var af deginum og var svo breitt
að það náði austur fyrir Lambjökul
og vestur fyrir Miðkvisl, og auk
þess var farvegur Múlakvislar bakka-
fullur. Voru hamfarir þess svo
ægilegar, að ekki er hægt að gefa
fulla hugmynd um þær. Af stærð
jakanna má þó nokkuð ráða, hve
dýpi vatnsins hefir verið mikið. Eg
hefi mælt nokkra þeirra og voru
margir 6—10 m. að hæð og 60—80
m. ummáls og þó hafa sézt miklu
stærri jakar upp við Hafursey og
hjá Selfjalli.
Daginn eftir var austanvindur og
þoka á fjöllum. Sást mökkurinn
ekki þann dag. En um nóttina hafði
flóðið þverrað, svo nú sáust að eins
álar hér og hvar. En hrikalegt var
að líta yfir sandinn, alsettan jökum,
milli fjalls og fjöru. A þeim stutta
íma er flóðið hafði runnið, hafði
ströndin færst fram, alveg ótrúlega
mikið. Sjórinn fylst upp. Hversu
sá vegur er langur, er ómögulegt
að ákveða með vissu, en eflaust
skiftir hann mörgum hundruð
föðmum.
Tveir jarðskjálftakippir fundust
þennan dag. Einnig heyrðust miklar
dunur í norðri, en ekki var gott að
segja um hvort þær voru í jöklinum
sjálfum, eða verulegar þrumur
í mekkinum. Kl. 9 um kvöldið
brauzt flóðið fram á ný, en ekki sá
eg þá hvernig það hagaði ferðum.
Þann 14. var hægur norðanvindur
og sást þá illa til flóðsins fyrir öskm
mistri. En gríðarmikill straumniður
neyrðist alt í kringum höfðann.
Gekk eg þá inn með bonum að
vestan, til að sjá hverju þar fram-
yndi. Rann þá ægilega mikill straum-
áll með fram fjallinu. Eg get til
að hann hafi verið 100 faðmar á
breidd, en fyrir handan sá á sand-
eyrar. Bar hann fram hina stæistu
jaka og hefir því verið mjög djúpur.
Vatnsniðurinn var svipaður sjávarnið
þegar stórbrim er fyrir ströndum,
og geisiháar öldur risu í miðju
á'sins, en þar sem freyddi á þeim,
þyrlaðist vatnsúði hátt í loft upp.
Nú var vatnið ekki lengur fult af
jökum og Ishrafli, en að eins flutu
jakar hér og þar á stangli. Eflaust
hefir vatnið þá runnið um mestan
hluta sandsins, þó ekki sæist fyrir
öskunni.
Þann 15. féll lítil aska. Vatns-
flóðið hafði og minkað, en rann
dreift yfir sandinn, svo hér og þar
sáust eyrar. Askan sem féll þessa
daga var mjög smá og spilti ekki
högum.
Þann 16. óx flóðið og minkaði á
víxl og hagaði sér þannig tvo næstu
daga, en varð með minsta móti
laugardagskvöldið þann 19.
Að morgni þess 12. fór bóndinn
hér, Hallgrímur Bjarnason, til Víkur,
og var þar staddur er flóðið brunaði
fram. Gat hann því ekki komist
heim. En þann 20. lagði hann
austur á sandinn, við þriðja mann.
Léttu þeir ekki fyr en þeir náðu
hingað. Var vatnið þá með minsta
móti, en mátti þó ekki meira vera
svo að vætt væri. Rann það þá
dreyft yfir alt svæðið frá Hjörieifs
höfða og út fyrir Miðhvísl, en dá-
lítill spölur var þar fyrir vestan, er
flóðið rann aldrei yfir. Með Hall
giími voru þeir Ólafar Jakobsson í
Fagradal og Guðmundur Bjarnason
i Kerlingardal. Var þessi för þeirra
raunar allmikil glæfra- og hreysti-
ferð. Þennan dag sá eg fyrst greini
lega hvar mökkurinn kom upp úr
jöklinum, og virtist sem hann kæmi
úr tveim gýgum,
Næsta dag var vatnið mjög lítið
Þann 22. var mckkurÍDn mjög mik-
ill og svartur. Lagði hann austur
yfir jökulinn, og var þá mjög dimt
yfir honum og Skartártungunni. En
er leið að hádeci, breyttist vind-
staðan og lagðt mökkinn til suðurs.
Byrgði hann fyrir só!, og varð þá
svo dimt, að ekki var vinnubjart.
Fylgdu mekkinum bjartar eldingar
og báværar þiumur. Féll aska ákaft
úr honum, og var hún rú ekki sem
smágeit dust, beldur sem sandur.
En ekki sást í loft fyr en seinast
um kvöldið.
Þann 23. var mökkurinn mjög
mikill. En vatnið fór s felt þverr-
andi á sandinum.
Þann 24. var norðtn vindur.
,agði mökkino þi árla morguos
fram yfir Austur Mýtdalinn og byrgði
alt loftið. GerSi pá svo mikið viyrk-
ur að ekki sá viaður hönd slna pó
horin vœri að andlitinu. Voru þá
bæði þrumur og eldingar, einnig sll-
mikill hrævarddur. Aska féll þi
mikil. En um hádegi birti til og
féll hér engin aska eftir það. —
Öskufallið tók af alla haga fyrir
íross, og víðast hvar var fé tekið á
gjöf. Þann 25. og 26. var mökk-
urinn enn mikill.
Þann 27. mátti kalla að sandur-
inn væri þurr orðitin.
Þann 28. kom enn flóð úr jökl-
inum. Byrjaði það að renna kl. 2
e. h. og fór all viða um sandinn,
en ekki fylgdi þu nein jakaferð, og
averraði það að mettu er leið að
tvöldi.
Einn jarðskjálfcakippur fanst þennan
dag. Mökkurinn var þá mjög mikill.
Er kvöída tók, síus: jafnan bjartar
eldingar i honum allan timann sem
eldurinn var uppi. En að eins einu-
sinni sá eg eldbjarma yfir jöklinum.
Vatnsflóð kom ekki framar, en
mökkurinn sást sifelt til 3. nóvbr.,
en þá var hann svo litill, að aðeins
sáust litlir gufuhnoðrar stíga upp
frá jöklinum. Þann 4. var mökkur-
inn hotfinn með öllu, og munu þá
allir hafa glaðst, er Katla hafði dreg-
ið niður sin ægilegu segl, sem hún
ógnaði Skaftfellingum með i fullar
3 vikur.
Um þann hluta flóðsins, sem
braust fram, á milli Álftaversins og
Meðallandsins, hefi eg ekkert að
segja. Væntanlega birtir einhver
kunnugur lýsingu af þeim hrikaleik,
sem þar var háður.
Að siðustu þyrfti að taka alt sam-
an i eina heild, er skeð hefir í þessu
eldgosi. En vegna þess að slíkt
mun ekki komast i framkvæmd á
skömmum tima, þótti mér rétt að
birta þetta ágrip, þótt ófullkomið sé.
Hjörbifshöfða, 5. nóv. 1918.
1 Kjartan L. Markússon.
Sambandslögin
samþykt.
SambandslöQin voru sam-
þtfhf i fóíksþinginu með
100 atkvœðum gegn 20.
Skiptjón
varð nýlega skamt frá Grímsey
Var það dönsk skonnorta »Valkyrjan
Skipshöfninni 7 mönnum varð bjarg
að úr Grímsey og fluttir til Akur
eyrar. Skipið var á útleið frá Siglu
firði.
Isafeld
kom ekki út 9. og 16. þ. mán
vegna influenzu-drepsóttarinnar. A'
starfsfólk prentsmiðjunnar veikt og
ritstj. sömuleiðis.
BókafregD.
1.
Hulda: Tvar söqur. Bókv.
Arinbj. Sveinbjarnarsonar.
Það hefir verið sagt um Huldu,
að henni léti betur að yrkja sögur
en ljóð, og því spáð fyrir henni, að
íún mundi slá strengina ttl öHugri
og dýpri hljóma, ef hún temdi sér
söguritun.
Ekki skulu leiddar hér neinar get-
ur að þvi, hvort sá spádómur rætist.
flún er enn of lítið búin að skrifa
óbundnu máli til þess, að hægt
sé að segja um, hvort hún á sér
>ar nokkuð dýpri rætur en í Ijóð-
unum. Og margt bendir til þess,
að Ijóðin muni verða henni lista-
drýgst, muni verða sannastur spegill
af gál hennar og hugsutium, þó hún
cunni að geta skrifað sléttar og lag-
egar sögur.
Þessar tvær síðustu sögur hennar:
Þegar mamma deyr ung« og »Att-
ragar« benda i þá átt. Fyrri sagan,
um dauða móðurinnar, sorg eigin-
mannsins og barnsins og fullorðins-
ár þess, er einkar þýð og góð, fer
sál manns eins og hvíslacdi kliður
alýrra vinda, sem ekkert skilur eftir.
Persónurnar eru engar markaðar svo
skýrum dráttum og ljósuœ, að þær
geti brent sig inn í sál þess, er les.
:n manni þykir vænt um þær eins
og hlýjan andvara, sem leikur um
tinnar rnanns, eða fallegt blóm, sem
maður sér úti í haganum, en veit
að muni deyja innan skamms. Efnið
er hugðnæmt en tilþrifalítið. Og
nokkurra mistaka kennir, þar sem
er lýsing á lyndiseinkunn Ólafar,
sem dregin er svo, að hún muni
geta haft örlagaþrungin áhrif á líf
Pórarins og Guðnýjar. En það verð-
ur þó ekkert annað en dálítill gust-
ur í öllu blíðviðri sögunnar. í fyrir-
sögn sögunnar: »Þegar mamma deyr
ung«, er svo mikil alvara, að maður
sér i anda misþyrmt barnssál eða
sálutr, svo þær verði lífinn glatað
gull. En þótt mamma dsyi þarna
ung, þá sést ekki að það hafi nein
úrslita- eða skaðvænleg áhrif áfram-
tíð barnsins, Guðnýjar. Hún heldur
sinni meðfæddu göfgi og hreina
eðli, svo móðurdauðinn er því ekk-
ert hamlandi haft á þioska hennar
og gidi fyrir lífið.
Síðari sagan, »Átthagar«, er betri.
Þar nær skldkonan betri töknm á
efninu, og heildarmyndin verður
skýrari og fastari. Þó virðist hún
dálítið æfintýraleg síðast, þar sem
Þorgerður Skúladóttir er orðin lang-
amma, og allir atburðir sögunnar
eru komnir í þá röð, sem þeir gátn
betri verið I. Þar gengur það alt
»eins og í sögu«. En einkar er
hún þýð og Ijúf, eins og hin fyrri.
Þó veit maður ekki, hvers vegna
Hulda hefir skrifað þessar sögur.
Maður finnur ekki bylgjandi hjart-
slátt neinna sérstakra skoðana eða
kenninga, hvorki til þess að rífa nið-
né byggja upp. Hvergi verður
maður var við, að innri þörf hafi
knúð hana til þess að skrifa um
eitthvað nýtt, sérstakt eða óvanalegt.
Ekkert því likt ber sögurnar uppi.
Þær eru eins og hlýir og mjúkir
tónar berist manni úr fjarska: mað-
ur heyrir þá, en finnur ekki né skil-
ur hvaða tilfinningar hafa vakið þá,
hvort þeir eru sprottnir af sorg eða
gleði, hvort þeir eiga að sýna ást
eða hatur. Hið sama er um sög-
urnar. Þær eru fallegar myndir,
en vanta alla dýpt, alt, sem lifir og
hrærist bak við myndina.
En eitt hafa þær i ríkum mæli.
Það er hin mikla ást á náttúrunni