Ísafold - 23.11.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.11.1918, Blaðsíða 4
4 I S A F O L D og lotning fyrir henni, sem alstaðar skin í gegnum það, sem Hulda skrifar, hvort sem er bundið mál eða óbundið. Náttúru-ástin er sterk- asti þittur þessara sagna. Sólsetri, sólarupp ás, haustkvöldum og vor- morgncm er þar betur lýst en hinni mannlegu náttúru. Og þar sem við fáum að skygnast inn í sálir persón- anna, þá er það oftast fyrir það, að náttúran hefir opnað okkur veg til þeirra. Og persónurnar eru flestar það, sem þær eru, einmitt vegna þess, að náttúran hækkar þær, lifið í henni og með henni, en ekki bin innri þróun, ekki hið eiginlega ein- staklimseðli. — Og það er auðséð, hve nánu jamlífi Hulda lifir við náttúruna, þegar maður les smásög- ur ! ennar. Náttúrudýrkun hennar er einskonar guðsdýrkun. En hún má ekki byggja sögur sínar þannig, að þær verði að miklu leyti lýsing á þeirri dýrkun, og hún sé hið ber- andi afl hverrar persónu, sem sög- nrnar fjalla um. Ef huldu tækist að fá meiri dypt í sögi rnar sínar, og sérkennilegri blæ } Sr sálir og hjöitn persóna sinna, þá mundi hún skrifa þær fyllri og öflugri. Og það held eg hún fái með tíð og tima, því að sál hennar er marglauguð í lista- brunninum. ReykjaYíknraDDáll. Jarðarfarir margar fara nú fram daglega. VÍ5a erlendis hafa þær ver- ið algerlega bannaðar— vegna veikinda. Það hefir ekki verið gert hér. En ekki verður það nógsamlega br/nt fyrir öll- um að fara varlega, vera ekki að hætta sér út til jarðarfara. nema gall- frískir séu og sízt að bíða úti við hús- kveðjur eða fara f misjöfnu veðri fram í kirkjugarð. Skipafregn: B o t n i a kom hingað í fyrrakvöld. Meðal farþega voru: Knud Zimsen borgarstjóri og frú hans, Loftur Guð- mundason verksmiðjueigandi, jungfrú Sólveig Björnson, Jón Björnsson kaup- maður, Þorvaldur Pálssou læknir, Carl Ólsen stórkaupmaður, Egill Jacobsen kaupmaður, O. Forberg landsímastjóri, Gísli Ólafsson símstjóri o. m. fl. G u 11 f o s s fór vestur um haf á mánudag. Farþegi: Magnús Th. S. Blöndahl framkvæmdarstjóri. Jón Kristjánsson prófessor og kona hans voru grafin í dag. Hófst athöfn- In í Háskólanum. Þar talaði síra Jó- hann Þorkelsson. Frá Háskóla til kirkju, báru lærisveinar Jóns heit. en í kírkju og úr kennarar Háskólaus. Biskupinn, herra Jón, hólt rœðuna í kirkjunni. Prestkosningar. í Öræfum er nýkjörinn prestur síra Eirikur Helgason, sem þar heflr verið sattur, með öllum greiddum atkvæðum. í Grímsnesi var kosið 3. þ. m. Hlaut sira Þorst. Briem í Grundar- þingum 114 atkv., en sfra Helgi P. Hjálmarsson 7. Kosning var ólög- mæt tegna þess að eigi greiddi helmingur kjósenda utkvæði. Látinn landi. I Gula Tidend frá miðjum okt. er þess getið, að látinn sé i Bodö þrltugur íslenzkur sjómaður Guð- mundur Einarsson, ættaður úr Rvík. Banameinið: spanska veikin. Ekki þekkjum vér deili á þessnm manni ÆÐARDUNN ósksst keyptur Tilboð sendist Carl Höepfner lil. Reykjavík. Simneíni: Höepiner. Nú hefi eg fengið aftar birgðir af hinum margþráðu FRAM- skiivindum. Ennfremur skilvindu-hringa. F r a m-sfeilvindur skilja 130 litra á kl.stund, eru vandaðar að efni og smíði, skilja mjög vel, eru einfaldar og því fljót- legt að hreinsa þær. Odýrari en aðrar skilvindur. Yfir 300 bæntíur nota nú F r a m-skilvindnr, og helmíngi fleiri þurfa að eignast þær. A Frá og með 20 þ. m. eru forvextir af víxlum og vextir af lánum f báðum bönkuuum ákveðnir 6Ya — sex og hálfur — af huadraði, auk framlengingargjalds. Landsbanki Islands. islandsbartki. Skagfjörð. Hér með tiUynaist vinum og vandamönnum, fjær og nær, að konan min elsknkg, Elín Eiriksdóttir, andaðist þ. 17. þ. m. að heimili okkar, Bergstaðastræti 20. Reykjivik 18. nóv. 1918. fón Hróbjartsson, vélstjóri. Það tilkynnist hér með ættingjum og vinum að konan mln, Magn- hildur Björnsdóttir, ’ézt að heimili okkar, Belgsholti i Borgarfirði, 13. þ. mánaðar. Guðm. S. Thorgrímsson. Uppboðsauglýsing. Fimtudaginn þann 5. desembermánaðar næstkomandi, kl. 12 á hád. verða, við þinghús Garðahrepps að Görðum, seld við opinbert uppboð 2 hross, er verið hafa í óskilum hjá undirrituðum hreppstjóra nefnds hrepps, dökkgrá hryssa ca. 4 vetra, ótamin, með marki sýlt vinstra, og Ijóst mer- tryppi með sama marki, veturgamalt, er geDgur undir hryssunni. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Asi i Garðahreppi, hinn 21. nóvbr. 1918. Oddgeir Þorkelsson. Bezí að augíýsa í Isafoíd. Bftirmæli. Ár 1916, hinn22. desember, andað- ist að Narfikoti á Vatnsleysuströnd, öldungurinn Björn Guðnason, 82 ára gamall. Björn sál. var fæddur í Austurkoti í sama hreppi árið 1834, og ólst hann npp og dvaldi þar framyfir sextugsaldur. Hann var tvikvæntur, var fyrri kona hans Margrét ívarsdóttir, systir hinna nafnkunnu, svonefndu Skjaldakois- bræðra, Guðmundar og Gísla. Með henni eignaðist hann 2 syni, er annar þeirra á Iifi í Vesturheimi en hinn dáinn fyrir fáum árum. Síðari kona hans hét Sigriður Þórðar- dóttir, ættuð frá Brattsholti í Biskups- tungum. Eignuðust þau hjón 4 börn, og eru 2 þeirra á lífi, ásamt dóttur, er hann eignaðist milli kvenna. Or Vatnsleysustrandarhreppi flntti Björn sál. með konu og börnum til Reykja- víkur, og eftir fá ár þaðan til Vestur- heims, einnig með konu og börn um, þá á sjötugsaldri. Voru síðari konu börn hans þá á ómagaaldri; má það heita dæmafár kjatkur af jafn-öldruðum manni, mjög efna- litlum. Þegar til Vesturheims kom iéðst hann i að taka heimilisréttailand, óunnið og óræktað, reisa sér hús og ryðja og rækta land til hveitisáning- ar. Geta má nærri, hvílíkum erfið- leikum það var bundið fyrir jafn- roskinn og lúinn mann, og það því fremur, sem kunni ekkert til þeirra verka. Sagði hann sjálfur svo frá, að fáir mundu geta getið sér til allra þeirra erfiðleika — og hörm- unga. Þegar vestur kom, var hann með tvær hendur tómar, en með dugnaði og hyggindum varð hann þar á fám árum efnaðri en margir þeir, sem þangað komu á bezta aldr:, og dvalið hafa þar um lengri tima. Árið 1915 misti Björn sál. síðari konu sína; fór hugur hans þá að hvatfla heim til ættlandsins; og svo varð heimþráin sterk, að hann seldi þar eignir sínar. Gaf hann börnum sinum nokkurn hluta þeirra, líknarstofnunum talsvert fé, og sjá!f- um sér skiidi hann eftir það sem hann áleit sig mundi þurfa til æfi- loka; síðan kvaddi hann börn sín og fluttist hingað heim um haustið 1916, til þess, eins og hann sjálfur sagði, að fá að deyja hér i ættlandi sínu og átthögum. Björn sál. var velgreindur maðu- og bókhneigður; ör var hann i lund en þó gætinn vel, og kom sér allsstaðar vel. Um nokkur ár var hann hreppsnefndaroddviti i Vatnsleysustrandarhreppi og leysti þann starfa vel af hendi. — Yms mótlæti reyndi hann sem flestir aðr- ir. Hann var lengi mjög efnalitill, og átti við þröngan efnahag að búa. Tvö börn sín misti hann vofeiglega, og báðam eiginkonum sínum varð hann að fylgja til grafar. Andstreym- ið og sorgina bar hann með kristi- levri undirgefni án möglunar. Erfið- leikana sigraði hann með kjarki og karimensku, og efnahag sinn bætti hann svo með hagsýni og fram- úrskarandi dugnaði á gamalsaldri, að hann varð vel efnaður. Þá hinstu innilegu ósk slna, að fá að komast heim til átthaganna og deyja þar, fékk hann uppfylta; hann andaðist nálægt 3 mánnðum eftir heimkom- una. A hinum framliðna rættist bók- staflega, að drottinn gefur börnum sínum þrek og blessar þau. Blessuð sé minning hans. Vinur hins látna. Seðlar, Hnakkar (venjul. trévirkjahnakkar), JárnvirkjahDakkar (rósóttir), Spaða- hnakkar með en.'.ku lagi, Kliftöskur, Hnakktöskur, Handtöskur, Se*laveski, Peningabuddur, Innheimtumanna- vesld, Axlabönd. Allskonar Ólar til- heyrandi söðlasmíði, Byssuólar, Byssu- hulstur, Baktöskur, Beizlisstengur, ístöð, Járnmél, Keyri, Tjöld, Fisk- ábreiður, Vagna-yfirbreiðslur o. m.fl. Aktýgi ýmsar gerðir og allir sérstakir hlutir til þeirra. Gömul reiðtýgi keypt og seld. Fvrir söðlasmiði: Hnakk-og söðul- virki, Plyds, Dýnustrigi, Hringjur o.fl. SöBlasmíðabúQin Laugavegi 18 B. Simi 646. £ Kdstjánason. Travarer. Forbintíelse söges med Köbere af Planker, Brædder, Tömmer, Lister, Snedkerier etc. ARtiebolaget BacklöDd & Rönqvist, Göteborg, Sverige. Gerið svo vel að koma inn í söðlasmiðabúðina á Laugavegi 18 B og skoða ódýrustu reiðbeizlin, sem nú eru fáanleg. SöðlasmíðabúBin Laugavegi 18 B. Simi 646. Þakkarávarp Innilegt hjartans þakklæti vottnm við þeim hr. Snæbirni Arnljótssyni kaupmanni í Reykjavik og frú hans fyrir staka hjálpsemi, göfuglyndi og alúð, er þan sýndu Jóni sál. Sig- urðssyni frá Bægistöðum í Þistilfirði, í sumar sem leið, er hann lá bana- leguna á Landakotsspitala. Þórshöfn 22. október 1918. Ekkja og börn hins látna. Salóme Jónasdöttir. Helqa Jónsdóttir. María Jónsdóttir. Guðrún S. Jónsdóttir. Jóhann Jónsson. Fiskafli til ágústloka. Verzlunarráðið hefir reynt að afla sér upplýsinga um fiskafla það sem af er árinu. Sneri ráðið sér i þvi skyni til eins manns i hverri sýslu og óskaði eftir að fá skýrslur um fiskaflann til ágústloka. Urðu menn ágætlega við tilmælum ráðsins og um 10. sept. höfðu borist skýrslur að heita má úr öllum sýslum og kaupstöðum laodsins, og kom það í ljós, að fiskafli frá ársbyrjun til ágúst- loka hafði numið um 16000 tonn, talið í þurrum saltfiski. (Verzl.tíð.) Mannalát. Látinn er hér f bænum í gær- morgun Sveinn Sveinsson trésmiður, rúmlega sjötugur að aldri. Er þar sæmdarmanni á bak að sjá og verð- ur hans nánar minst hér í blaðinu síðar. Þ. 9. þ. mán. lézt í Hafnarfirði Sigfús Berqmann kaupmaður eftir margra ára þunga vanheilsu. Nýlega er og dáinn Odd^eir kaupm. Ottesen, á Ytra-Hólmi, faðir Péturs alþm., úr heilablóðfalli. Beggja þessara merkismanna verður nánar getið sið- ar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.