Ísafold - 30.11.1918, Page 2
2
IS AFOLD
honuin hafa fundist steinarnir úr
kenninga-veggjunum lenda á sín-
um innra manni og stofna lífi sál-
ar sinnar í voða. Bn út úr þessum
rústum hefir hann komið með sína
andlegu dýrgripi: eilífðarvissuna,
þekkinguna á veruleik annars
heims, vitneskjuna um framhalds-
lífið eftir dauðann og ábyrgðina,
sem fylgir þessu jarðneska lífi, og
óhagganlega sannfæring um, að til-
veran lúti óendanlega vitru og ó-
endanlega ástríku valdi. Það eru
þessir dýrgripir andans, auðvitað
samfara alveg óvenjulegum hæfi-
leikum, sem hafa gert hann að því
stórmenni, sem hann er nú orðinn
í prédikunarstólnum. Menn hlusta
hugfangnir á fegurð og þrótt orða-
lagsins, margbreytileik og auðlegð
hugsananna, öruggleik og hug-
prýði sannleikselskandi sálarinn-
ar og djúpsettan, heitan fögnuðinn
út af því að geta boðað mönnum,
meö verulegum rökum, mikilvægi
tilverunnar og dýrð og gæzku
föður vors á himnurn. Menn finna,
að hann talar eins og sá, sem vald
hefir.
Eg veit ekki, hvort kirkja þessa
lands ber gæfu til þess að færa
sér það fyllilega í nyt, að eiga nú
annan eins mann og Harald Ní-
elsson. Eg veit ekki nema hún geri
tilraunir til þess að hrista hann af
sér. Og eg veit ekki nema hún
kunni að ypta öxlum svo kuldalega
við starfsemi hans, að girt verði
fyrir alla samvinnu hennar við
hann. Eg veit ekki, hvort hennar
óhamingju verður alt að vopni.
Víst er um það, að óhamingja
hennar og niðurlæging er nú svo
mikil, að mönnum getur komið til
hugar, að hún sé dæmd til dauða
og útskúfunar. Og mörgum kemur
það áreiðanlega til hugar. En hitt
veit eg, að nú eru þeir margir
orðnir á þessu landi, sem líta til
síra Haralds sem síns andlega leið-
toga. Sjón er sögu ríkari hér í bæn-
um. En mér er líka nokkuð kunn-
ngt um þær sveitir, sem hann hefir
ferðast um og talað í undanfarin
sumur. Það er meira en lítill fögn-
uður, sem mönnum hefir verið að
því að fá að sjá hann og hlusta
á hann.
Mér finst nærri því eitthvað
táknkent við það, að fimtugsaf-
mæli hans skyldi lenda innan um
mestu sorgar- og hörmungadagana,
sem liðið hafa yfir þennan bæ.
Þessa dagana hefir fólkið streymt
til hans til þess að leita sér hugg-
unar í sínum þunga og sára harmi.
Það er nú hans afmælisfagnaður.
Ser.nilega er sá fögnuður öllum
veizlum betri, þegar vel er að gáð.
EINAE H. KVAEAN.
+
Gestur Einarsson
bóndi á Hæli lézt ór infldenzu-
lnngnabólgu þ. 23. þessa mán.
Þar hefir drepsóttin höggvið svo
stórt skarð, að mikill héraðsbrestur
er að, því Gestur átti fáa sína líka
um stórhug, fjör og framtakssemi.
Innan skamms mun ísafold flytja
minningarorð um Gest eftir Sig. Guð-
mundsson magister.
————
+
Þeir, sem féllu i valinn.
Úti heyri eg næðinga nætnr
nóttin er ísköld og dimm.
Við hlustir mér helfregnin lætur
höfug og grimm.
H. H.
Þessi orð úr einhverju fegursta og tilkomumesta saknaðarljóði á
tungu vora — hefir margur maðurinn mátt taka sér í munn undanfarið
og margur mun og hafa fundið til hins sama og skáldið, er það heldur áfram:
Hvert stynjandi næturhljóð nístir mig gegn
hver næðandi gjóstur og þetta kalda regn.
Eg skil þetta eigi. Eg skil það enn þá eigi.
Hverjum vininum á fætur öðrum fylgjum vér til grafar og »skilj-
um þetta eigic. Æskan og þróttmesta þroskakynslóðin brotnar eins og
reyr fyrir átökum drepsóttar-dauðans.
Teljum vér mannslátin stendur oss ógn af tölunni einni saman.
En skygnist maður bak við tölurnar og leiði gætur að hvað mikið fram-
tiðarstarf virtist fólgið í höndum þessa fjölmenna skara, ef alt hefði farið
með feldu, þá verður erfitt að gera npp reikning þess þjóðartjóns, sem
orðið er.
Fátækleg hljóta minningarorðin að verða borin saman við tilefnið
sem fyrir hendi er. En um leið og farið verður hér í blaðinu að minn-
ast nokkurra þeirra er látist hafa, sérstakiega, vill ísafold í sínu nafni og
og sinna lesenda og alþjóðar — mun óhætt að segja — votta öllum
þeim, sem hart eru leiknir nú af hörmungum og dauða — einlæga sam-
hygð. Áfallið sem orðið er, má telja sameiginlegt þjóðarböl, sem
allir finna til og taka þvi — miklu meira en ella — þátt í sorginni, sem
fjölskyldur og einstaklingar hafa fengið að reyna nú — svo langt um
venju fram.
Mætti sá samúðarandi, sem hið sameiginlega skipbrot nú hefir vakið
lifa og verka áfram í þjóðlífi voru. Þd mun lika hlýinda- og heilnæmis-
gróður risa upp eftir á af þjáningaöldu þeirri, sem nú riður yfir.
Tvær systur.
Elín og Herdís Matthiasdætur.
Þegar vér, sem uppi stöndum
heilir á húfi, eftir þessar skelfilegu
skammdegishörmungar, er lagst
hafa eins og nær óbærilegt farg á
höfuðstað vorn hinar síðustu vikur
— lítum yfir hinn fjölmenna val,
sem Inflúenzu-drepsóttin hefir eftir
sig skilið — svellur oss þungur
harmur í brjósti', að hafa mist úr
hópnum í skjótri svipan svo marga
nýta menn og konur óvænt og
löngu, löngu um örlög fram.
En hverjum einstaklingi fer að
sjálfsögðu svo, að hann finnur mis-
jafnlega sárt til, er hann festir hug-
ann við fráföllin. Vanda-bönd og
vináttu- sérstök og samúðarstrengir
skera úr fyrir hverjum einstakling,
hver gangan þyngst reynist suður 1
grafreit.
Svo mun fleirum en mér úr
hinum fjölmenna vinahóp þeirra
systra, Elínar Laxdal og Herdísar
Matthíasdóttur, hafa farið, að af
óvandabundnum hafi þeim þótt hvað
sárast að þurfa að bera þær látnar
til legstaðar.
Þær áttu báðar svo mikið í fari
sínu af því, sem bjart er og hlýtt,
Og því sem heyrir til vori og sumri,
að vér eigum bágt með að sætta
oss við, að til þeirra skuli kallið hafa
komið, er kaupir sig enginn fri,
einmitt nú í svartasta skammdeginu
og undan köldum rifjum ömurlegr-
ar farsóttar.
Endurminningarnar um þessar
systur eru allar sama eðlis: List-
næmi, ljúf viðkynning, söngsins mál
óvenjulegt, glaðlyndi og gæði héld-
ust þar í hendur og breiða faðminn
móti oss, er vér rennum huganum
yfir viðkynningarskeiðið
íburðarmiklir lofkestir skulu þeim
eigi hlaðnir látnum. Það mundi
nvorki að þeirra skapi, né ástvina
þeirra. En sammæli hygg eg allra
þeirra, er af þeim kunnu að segja,
að þar fóru engar miðlungs konur.
Hæfileikarnir voru bæði fjölbreyttir
og alveg sérstakir og þá lund höfðu
þær þegið í vöggugjöf, að vera það
ljúft og eðlilegt að láta aðra njóta
góðs af. Söngkonur voru þær t. d.
meðal hinna fremstu hér á landi,
enda á þvi sviði bezt kunnar út á við.
Frú Elínu var einkarsýnt um í
söng sínum að láta kvæðin, sem
hún fór með njóta sin, svo að með
réttu var orð á gert og einkenni
raddar hennar var svo þægilegur
þýðleiki og látleysi, að ylur lék um
þá, er hlýddu. Frú Herdís hafði
bæði mikla, háa og alveg klukku-
hreina söngrödd, svo unun var
að heyra. Hún lagði stund á
»músík«-nám við söngháskólann í
Kaupmannahöfn um nokkur ár og
kendi hún söng og pianóspil hér í
bæ, eftir að hún settist hér að. Er
eigi nema einn dómur um hve ein-
staklega vel henni hafi látið það
starf og mikið skarð og vandfylt í
því efni er orðið við lát hennar.
A öðru listasviði hefði frú Elín
Laxdal og getað staðið i fremstu
fylkingu, ef hún hefði gert það að
starfi sinu, því leiklistargáfur hennar
voru ótvíræðar. Þess sáust glögg
merki við þau einstöku tækifæri, er
hún lét sjá sig á leiksviði.
Svo glæsilegar sem þessar hliðar
á þeim systrum, sem út á við snúa,
voru, þá eru það þó ekki þær, sem
verða minnisstæðastar oss sem
kyntust þeim það náið, að lífþeirra blas-
ir við þeim frá innilegu samúðarleiti.
Nei, v i ð nemum staðar og hugsum
til þeirra með hinum hlýjustu og
ánægjulegustu endurminningum fyrir
sakir þess, sem þær voru sjáljar. —
Við finnum til skarðsins, sem orðið
er inn á við. Við vitum bezt hver
harmur er kveðinn að mönnum
Dauðinn rífu'r.
Yfir haustgráan, hnípinn bæinn
himininn steypir fossum.
Svíður i enni, vanga og vör
af vindsins isnöpru kossum.
Geng eg um auðar götur.
— Grúfir þögn yfir rönnum.
Dauðinn heldur í húsunum vörð
yfir helsjúkum konum og mönnum.
Dauðinn er daglegur gestur —
dapur og kaldur að vanda.
Nætur og daga er herfangið hans
á heimleið til Grafarstranda.
— Geng eg um auðar götur. —
Hvað ghttir á þaina niðri?
Dauðann, — dauðann með sína sigð
sveiflandi á götunni miðri 1
Hann er að merkja húsin.
— Héðan á síðar að bera
náklæðum reifaðan svanna eða svein. —
Svona er kongur að veral
Dauðinn drottnar í bænum.
— Döpur er jörð og himin.
Kalt ertu, lif, þessa Hðandi stund
með löðrandi harmabriminl
13. nóv.
Jón Björns8on.
Egill Jacobsen
Reykjavík. — Sími: 119.
Útibú i Hafnarfirði. Simi: 9. Útibú i Vestmannaeyjum. Simi: 2.
Land8ins fjölbreyttasta VefnaBarvöruverzlun.
Prjónavörur, Saumavélar, Islenzk flögg.
Regnkápur, Smávörur, Drengjaföt,
Telpukjólar, Leikföng.
Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu ef óskað er.
Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega.
VandaBar vörur. Ódýrar vörur
Arni Eiríksson
Heildsala
Tals. 265.
Pósth. 277.
Smásala.
Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög flölbreyttar.
Saumavélar með hraðhjóli
og
10 ára verksmiðjuábyrgð
Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir.
þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar.
©y Tækifærisgjafir. “fHI
þeirra. Við skiljum viðbrigðin á
heimilum þeirra. Við tökum undir
ekki sem innantóm orð, heldur af
einlægum huga, það sem oft er
sungið við jarðarfarir: »Margs er að
minnast, margs er hér að sakna*.
Mætti eg reyna að binda saman í
einn lítinn, látlausan sveig, það sem
eg hygg vinahópinn allan munu taka
undir, um leið og hann sendir mönn
um þeirra, föður þeirra, skáldjöfrin-
um aldna og öðrum ástvinum hjart-
anlega samúðarkveðju — þá yrði það
eitthvað á þessa leið:
Góða geymum við minningu Elin-
ar og Herdísar, þvi það sem þær
voru og gerðu, er fyrir hugskots-
sjónum okkar eins og fagurt, vel
sungið, ljúft og þýtt lag.
Erú Elín Laxdal var fædd 7. des.
1883, í Odda, en frú Herdís 1886.
Foreldrar þeirra eru, eins og kunn-
ugt er: síra Matthías og kona hans
Guðrún Eunólfsdóttir.
Frú Elín giftist Jóni Laxdal stór-
kaupmanni 26. okt. 1912, og lifir ein
dóttir þeirra, Guðrún, og einn fóstur-
sonur, Björn að nafni.
Frú Herdís giftiat Vigfúsi Einars-
syni eand. jur., 1914. Systurnar dótt
með 6 daga millibili. Elín þ. 13. nóv.
og Herdís þ. 19. nóv.
6. B.