Ísafold - 04.01.1919, Page 2

Ísafold - 04.01.1919, Page 2
2 IS AFOLD Það varð nukið mál og harðsnúið. Þi vóra eiðar unnir, sem þóttu vera loðnir. En brotsjóar haturs og hefni- girni tóku yfir sjávaíföllin við strönd- ina. Varpbóndinn varð ofan á þeirri sennu eins og lög stóðu til. En haan vildi ekki eiga aftur í þeim vopnaviðskiftum, þó að launvígin héldu á fram, vildi heldur líða skað- ann, en verða þess valdandi, að sam- vizkurnar viltust aftur út í svarta- myrkur. Þarna kom drenglundin i Ijös, sem hélt aftur af vaskleikanum því að einurð skorti hann ekki til þess að leita réttar síns móti marg- num, né heldur skorti hann áræði og e!ju. Vér erum nú að kveðja til fulls fjörgamla manninn, sem var síung- ur á þvi sviði, sem hann hafði helg- að sér. Hann var enn þá, hálfní- ræður, með vakandi áhuga nær og fjær á öllum gagnsmunamálum heim- ilisins, sveitarinnar, sýslunnar og landsirs. Og hugurinn flaug yfir hafið með fullkominni tilfinningu yfir blóðskömm veraldar vorrar suð- ur í álfunni. — Svo mikil æskuein- kenni vóru til síðustu stundar á þessum öldungi, að hann mundi alla atburði, sem gerðust i landinu eins o? ungur væri og fylgdi þjóðþrifa- málunum með sjón og heyrn, óbil- aðri. Þegar hann tók á verki, nú sem fyrri, gekk hann að því svo öt- ull og óskiftur, sem hver stundin in væri gull að dýrmæti. Petta er einkenni þess, sem er »vaskur mað- ur og batnandi*. Hann veit það, rð iiðin stund kemur aldrei aftur. Hann veit það, að jafnan er nóg til að starfa og nauðsynin kallar á þá, sem hafa mannrænu til starfa. Sá maður vill aldrei geyma til morguns Það sem hægt er að gera í dag, af þvf að pá getur tækifærið verið far- ið inn i hóp landeyðanna, sem láta tímann fara forgörðum og sjálfa sig með, og allar framkvæmdir fúna niður. Vér erum nú hér stcdd, til þess að kveðja fágætlega einkennilegan mann í sjón og raun, heilsteyptan i útliti og orðinn eins og höggvinn væri úr bergi, oiðheidinn og hjálp- fúsann við margan mann. Reyndar rak hann sig á það, sem Guðrún Ósvifsdóttir mælti forðum daga: »Eigi muntu gæfu til bera, að gera svo, að öllum liki vel«, þess var að vænta um þann mann, sem sat með rausn um hálírar ald arskeið í þjóðbrautinni. Engum faónda endist oika til þess, að Ieysa hvers manns vandræði, þar sem þús- und menn koma á ári eða þó fleiri. En tvimælalaust greiddi hann götu flestra. Hann %af gistingu alla æfi hverjum manni og veitti húsaskjól, hlýja og hressingu, þeim sem áðu sér til hvildar. 10.000 krónur galt hann til sveitar sinnar, gegn þeirri þurru þökk, sem kemur vanalega úr þeirri átt. En hin fjárfúlgan mun þó hafa verið meiri ef reiknuð væri sem fór i gesti og ganganda. Eul þá liggur Laxamýri i sömu þjóð- brautinni, þó að gestnauðin hafi ef til vill heldur minkað síðan vegabót- in kom. Það er islenzkur siður að þakka betur dánum mönnum en lif- andi velgerðir. Og sá siður helzt enn i dag. Þessvegna fellur nú þakklætið alt að líkbörunum, en ekki neitt i hina áttina. En pað kemur seinna panqað. Nú þakka eg í nafni sveitarinnar og sýslunnar þessum framliðna gestgjafa risnu hans og góðgerðir við háa menn og lága. Og um leið er henni þakkað, sem er farin á undan en bar fram og lét i té og hafði ómökin ölláhendi í viðbót við annir þessa stóra heim- ilis. Vér kveðjum nú bóndann, sem lagði þjóðinni til hóp af góðum þjóð- félögum. Það hefir sina þýðingu og hana ekki litla. Reyndar gera það margir, sem lítið er getið, að auka þjóðinni krafta. En fáir bera gæfu til þess að eiga i þeim hóp afspring, sem ber út um löndin orðstír okk- ar fámenna og fjarlæga lands, ber orðstír tungunnar og bókment i vorra út um álfuna. Hérna við mýrina er sprottinn þsssháttar kynjakvistur, og er ekki ennþá séð, hve lan^t orðstir hans fer með himins skaut- um. Hér sannast það sem Ragnar víkingur kvað: Móðernis fékk mínum mögum svo hjörtu dugðu. Snjólaug að Laxamýri móðir Jó- hanns skálds Sigurjónssonar var af sama bergi brotin sem Jónas Hall- grimsson. Þegar eg nefni Snjólaugu að Laxamýri, rifjast upp fyrir mér þátt- ur úr æfisögu Sigurjóns, sem hann sagði mér eittsinn — niðurlagið af þeim kafla æfinnar, sem hann réði ekki við löngun sina í áfengi. Hann sagðist hafa verið búinn margsinnis að reyna að temja þá ástriðu, tbæði fyrir bænastað konu sinnar og sjálfs sin áeggjan. Hann mælti: Eg gat það eina viku i sumar, tvær og næst þrjár. S o misti eg taumhaldið*. »Svo bar við eitt sinn að kona mín lagðist á sæng, þegar eg var í einu drykkjarkasti minu. Þá var engin yfirsetukona til, sem völ var á, og mér leist ekki á blikuna. 1 þeim svifum bar að húsum okkar Pétur í Rejkjahlíð, sem var vel heppinn við þau störf, þótt ólærður væri. En hann var þá mikið drukk- inn, Eg bað Pétur að sitja yfir konu minni, því að ekki var um annað að velja. Hann tókst á hend- ur ljósmóðurstarfið, og í sama bili rann af honum öll ölviman. Það gekk alt ágætlega. En meðan á þvi stóð, jafnaði samvizkan um mig þannig, að þá strengdi eg þess heit, að bragða ekki framar víndropa, ef Snjólaug lifði. Það er aldur Lin- eyjar minnar®. Sá maður sem þetta gerir, er »vaskur maður og batnandi*. Hann er drengur góður. Nú stöndum við hér og litum yfir langa æfi. Vér stöndum i þeim sömu dyrum sem húsbóndin* stóð löngum og leit yfir verkafólk sitt, og sá mannstrauminn úr, sem fór um þjóðveginn. Héðan fór hann úr þessum dyrum, keikur og karl- mannlegur, um stuud, til þess að búa á öðrum stað, þegar honum þótti sem æfistarfi sínu væri lok.ð. »En röm er sú taug, sem rekka dregur, föðuitúna til«, sagði forn- skáldið. Hingað kom hann aftur, tií þess að horfa gegn kvöldgeislunnm síð- ustu. Verkin lofa meistarann og sporin sjást lengi, þau sem hann steig. Þú hafðir sama kveðjuorðið, þeg- ar þú tókst undir kveðju míua í fyrsta sinn, þegar eg kom umkomu. laus drengur í Laxamýri. Og enn- þá fyrir fáum dögum mæltir þú á sama hátt: » Vertu sall! Guð fylgi pér* ! £r hægt að óska nokkrum manni þess, sem betra er ? Þetta ávarp gekk jafnt yfir alla, eftir því sem eg hefi heyrt — einlægt ávarp og em- kennilegt. Þess vegna, og svo sökum þess að þú gerðir margt vel, áttu það skilið tvímælalaust, að sagt sé við þig að lokum, það sem bezt verður sagt við lifandi mann og dáirin: » Vertu sall. o% guð fylgi pér«. G u ð m. Friðjónsson. Gestur: Undir Ijúfum lögum Alexander Jóhanness. bjó til prentunar. Reykjav. l'tg. Þorst. Gislason. Ef einhver íslendicgur hefði fram að þessum tíma, verið í vr.fa uro, að þjóðin hans væri ljóðhneigðasti þjóðin á Norðurlöndum, þá þyrfti hann ekki annað, en að líta á bóka- markaðinn síðustu vikurnar, til þess að samfærast. Aldtei hafa íslend- ingar fengið að þreifa eins glögt á því og nú, hve óvenju margar ljóða- lindir spretta upp á meðal þeirra, og hve djúp og breið sú móða er, sern allar þessar kvíslar streyma fiá. Og það hefir engin áhrif, þó gaddur ýmiskonar harðæris grúfi yfir. Þessat lindir frjósa aldrei. Drepsóttir, eld- gos, heimsófriður, megna eVki að stöðva framrás þeirra. Þær streyma fram engu að síður, nýjar og nýjar, (Stefán frá Hvítadal: »Söngvar föru mannsins«, og Gestur: »Und r ljúf- nm lögum«, og þær gömlu fá nýtt og aukið uppsprettumagn. (Þor- steinn Erlingss: »Þyrnar«). Þetta framstreymi nýrra Ijóðalinda hefir misjöfn áhrif nú sem fj7r. Sumum finst þeir sjá eiturylgju vella fram, ef bólar á nýrri lind, nýjum straumi. En aðrir hraða sér að farveginum, krjúpa á kné og teyga svaladrykkinn, ef hann er þar að fá. Ein þessara nýju linda, er þessi bók, eftir Gest: »Undir Ijúfum lög- um«. Ymsir halda því fram, að hún sé tær, svali með hreinu, lifandi uppsprettuvatni, og sá mest, er brot- ið hefir henni veg og safnað henni i heild., Dr. Alexander (óharinesson. Én sumir þeir, er bergt hafa á strauminum, telja drykkinn göróttan víða. Og mun það ekki tihæfulaust. Satt er það, sem Dr. Alexander segir í formálanum fyrir bókinni, að margt sé nýtt í henni. Þarna er margt nýstárlegt: efni, hættir, ný ljóðstafasetning, og — nýr leir- burður. Höfundurinn skiftir bókinni i kafla. Skal nú stuttlega drepið á helztu kosti og lesti hvers kafla. Fyrsti bálkurinn er »Sveinka ljóð«, alleinkennilegt efni. Er það brot úr æfi ungs fólks, én harmsaga mikil. Því endirinn á æsku þess og ástum verður hjá því öllu á eina leið: ein fara svo að: Hann lézt út í Lundúnaborg. Hún lagðist, og dó af sorg. Önnur: Hann hrataði í heitan hver. Húu hljóp út — og drexti sér. Og þriðju: í fölskvanum fundust ein — i faðmlögum — þeirra — bein. (Bls. 23), Góð kvæði eru þarna nokkur, svo sem: »Nú hækkar sól«, (bls. 5) og »Höllusöngur«, (bls. 8). Og eitt kvæði er þarna meikilegt, kvæðið »Sorgardans« á bls. 10. Um það hefir einn skarpskygnasti maður á skáldskap og listnæmasti maður þessa bæjar sagt, að það væri »ódauðlegt«. En — sagan er ekki öll sögð. Áfíií Eiríksson Heildsala. Tals. 265. Póath. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. « . .3 as a = <s> ,EP "S 55 3C I Saumavélar 8 Saumavélar með hraðhjóli og 10 ára verksm:ðjuábyrgö Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. T ækifærisgjafir. EgiM Jacobsen Reykjavík. — Sími: 119. Utibú i Hafnarfirði. Simi: 9. Útibú í Vestmannaeyjum. Simi: 2. Landsine fjölbreyttasta Vefnaðarvöruverzlun. Prjónavörur, Saumavélar, isienzk flögg. Regnkápur, Smávörur, Drengjaföt, Telpukjólar, Leikföng. Pantanir afgreiddar gegn eftirkröfu ef óskað er. Öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. VandaBar vörur. Ódýrar vörur Hann bætti því við, að manni kæmi ósjálfrátt til hugar, að Jistin eða feg- urðin í kvæðinu »væri tilvíljun«. Og þá hryuur uú óneitanlega mikið af Ijómanum, sem kvæðið varpar á oöfund þess, ef ódauðleiki þess er að eins tilviljun. Annars er kvæð ið einkennilegt og frumlegt að hugs- uu, og þó enn fegurra og snildar- iegra að formi, setningarnar stuttar, en þungat eins og andvörp. — Þá er »Kata litla í koti«, (b’s. 15) gott. í því kvæði er mikil og góð stemning *). En ekki veit maður hvað hefir kom- ið höfundinum til þess að birta aðra eirs ómynd eins og erindið »í ljúía land« (bls. 17). Enduitekningar geta verið fagrar. En þarna í þessu kvæði, ná þær ekki tiígangi sinum. Aftur á móti er »Hún syngur« (bls. 18) ljómandi fagurt. Þar er endur- tekningin ágæt, og grípur því fast- ari tökum, sem sorgin eykst í kvæð- rau, »uns hjartað springur«, »þú hézt að koma« minnir óþægilega mikið á »Söng Sólveigar« eftir íb- sen. Það kvæði er víða til. Og geta menn sjálfir borið saman. »Vofu- dans« er og gott kvæði. Þá taka við »Vikivakar«. Er fyrsta kvæðið í þeim flokki »Hó!a- manna högg«, kveðið undir alislenzk- um hætti, einföldum og barnslega þýðum, en þó nndarlega máttugum. Fer Gestur víða vel með þennan hátt, en skortir þó mikið á, að fylla hann því Hfi sem t. d. Davið frá Fagraskógi tekst að blásaíhann. En að öllu er þó þetta kvæði svo vel kveði^, að því líkt er sem sjálfur þjóðarandinn yrki þarna. Gottkvæði er einpig »Tistram og Isodd«, (bls. 40). Kveðið undir sama hætti. Er einkar fagur endir þess kvæðis, og snertir hjartarætur manna. Þá er bálkur, er höfundurinn nefn- ir »Hendingar«. Mörg eru þar kvæðin. En fátt, sem maður hefir ekki séð eða heyrt áður. Munuriun i) Þetta orð er að vinna sér land í riki íslenzkrar tungu. Telja sumir hinna smekkvísustu menta manna okkar, tungunni heldur vegsauki en hitt, að þvi að eignast það. að eins sá, að það litur öðruvísi út á pappirnum. Manni dettur stund- um í hug, að mest rækt sé lögð við fjölbreytni háttanna, hugsanagildinu ekki gert eins hátt undir höfði. — Á. meðal þeirra kvæða, er vekja at- hygli manns, er t. d. smákvæðið »Hekla« (bls. 81) það er einhver kaldur kraftur í þessum hendingumr »Hlýddu vikurvendi landið: velti á hreysia glóð beit eisa. Endur bót er elda grandíð: ógnir leysa menn og reisa*. Aftur á móti virðist matini, sem það hefði verið skaðlaust þó vísan sú arna hefði legið kyr hjá föðurn- um: Þó það sé nú ekki lengur orðið hér til siðs, upp eg róla á efstu hóia einn mlns liðs. Kvæðið »Meðan« (bls. 86) er gott^ heilbiitít og holt. Og »ÁIfakóngur- inn« (bls. 88) er yndislegt kvæði, regluleg lyrik. Og í »Haust« (bls» 91) er ástúðleg undiralda. Eins er með vögguljóðið: »Þei, þei og ró ró« (b!s. 93). Man eg að mér þóttt það einhvernveginn draumljúft kvæði fyrst er eg heyrði það, undir lagi Sigfúsar. — En »Norðurljósin« (bls, 95) er fullkomlega í ætt við leir- burð. »Svana söngur hljómit (bls„ 103) veit eg ekki til hvers er prent- að. Það er eitt erindí og getur hver oiðið feitur af, sem vili: Svanasöngur hljómi sölin blessuð ljómar yfir heiðinni bá. Þar, sem hana eg má mina hugljúfu sjá á sumardag. »1 hálfum hljóðum« heitir eirm bálkurinn. Og er það versti hlutinnp þai er fæst af hinum betri kvæðum» í honum er t. d. annað eins ónýtt og þetta: Það er hátt upp í himininn„ að hoppa þar inn:

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.