Ísafold - 25.01.1919, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.01.1919, Blaðsíða 4
4 IS AFOLD Vefnaðarvörur í mjög miklu úrvali, t. d. alfamaðir á karlmenn, drengi og unglinga, nærfatnaður allskonar, Peysur margar tegundir, Golftreyjur (kvenm.), Regnfrakkar, Regnkápur, Vetrarfrakkar, Sokkar kvenna og karla, Hattar og Húfur og allskonar Smávörur o. m. m. fi. í veMlun Andrésar | ónssonar, Eyrarbakka Vsrzlnnarskáli íslands. Inntökupróf til neðri deildar skólans verður lialdið 28. og 29. apríl næstkomandi. Inntökuskilyrðin eru: 1. Að þekkja orðflokkana og reglulegar beygingar í íslenzku (samkvæmt Litlu móðurmálsbók Jóns Olafssonar). 2. Að hafa lesið í dönsku einbvcrja lestrarbókina: Jóns Þórarinssonar eða Þorleifs og Bjarna eða Steingríms eða Jóns Ofeigssonar. 3. Að hafa lesið rækilega 50 fyrstu kaflana í Geirsbók eða sem því svarar í öðrn. í öllum málunum er keimtað að nemandi þekki orðflokka, beygingar og kennimyndir (og kyn). 4. Að kunna 4 höfuðgreinar (samlagning, frádrátt, margföldun og deiiing) í heilum tölum og brotum. 5. Gott siðferði. 6. 16 ára aldur (minst). I hvoruga deild fær neinn inntöku, sem hefir næman sjúkdóm. Allar umsóknir um upptöku eiga að vera skriflegar og sendast formanni skólanefndarinnar (hr. Sighvati Bjarnasyni bankastjóra) eða skólastjóra. Reykjavík, 23. janúar 1919. Jón Símrtsert. Jörð til soiu. Jörðin Uiniiiovík i Þverárhreppi í Húnavatnssýslu er til söl^, með öllum húsum og hlunnindum á komandi vori. Lysthafendur leiti nppiýsinga og s?mji um kaup við Gunnar Sig- urðsson málaflatuingsmann í Reykjavik, eða Sigurð Jóhannesson prest á Tjörn á Vsitnsnesi í Húnavatnssýslu. 1 Vsrslun Andréssr Jénssonar EyrErbakka hefir birgðír af: Járnvörum, cmail. vörum, farfavörum, tautullum og tanvindum, sauma- vélum, »Primns€-véIum og oliuvélum) skiivindum. Ennfremur: Hnakka, Veggfóður, Ritföng allskonar, Hreinlætis- vörur, Sápur, Ilmvötn. o. rr. m. fl. Góðar vörur. Lsegsta verð í v e r s 1 u n Tlndr. Jónssonar, Eyrarbakka t > Það tilkynnist hér með vinum og vandamönnum að konan min Valgerður Stefánsdóttir, andiðist að heimili sinu, Lækjarbug í Hraun- hreppi, þaan 22. des. 1918. Guðjón Þórarinsson. um þessa máls, jafn vel þótt —þv miður, eins og frá Dana hálfu — hún ætti engan fulltrúa i sjálfri saminganefndinni. Einmitt er öll þjóðin býst við að fa°na, jullu jrehi brýst fram á sjón- arsviðið »maðurinn með sigðina* og er svo stórvirkur á skömmum tíma, að þjóðin missir nærri kjarkinn. Þari ekki hér að fara um mörgum orð- nm, því þeir munu færri, a. m. k. á Suður- og Vesturlandi, sem eigi á ernn eða annan hátt hafa fundið kuldagust »hins augnalausa*. En teigurinn, sem eftir liggnr eru að mestfe »blóm Hfsinsc, ei græða áttn landið í framtíðinni. Hér, sem áður, hefir þjóðio stað- ist eldrauninina, þrátt fyrir miklar hörmungar, en það er einnig ársíns 1919 að skera úr hver endalokin verða, þvi ^nn þá mun pestin, að víðáttu til, eigi hafa farið yfir nema helming landsins. Ver'slun og framkvæmdir hafa æðlilega — vegna styrjaldarinnar verið i þungum hlekkjum. Samningar, er gerðir voru við Breta 1917, gengu úr gildi þá um áramótio, en einhverra hluta vegna drógst að endurnýja þá fram eftir öllum vetri. Bjuggust kaupsýsiu- menn við að ef til nýrra saminga kærni á annað borð, mundu þeir bygðir á Hkum grundveili og hin fyni árin, og með tilliti til hilfop- ins markaðar á fiski, komst vara þes:i á vetrarvertíð í tiltölulega hátt verð. Samningar við Breta, eða réttara sagt Bandsmenn —voru íyrst fullgerðir í rnaí, og voru að mö ga leyii frábrugðnir fyrri samningum. höft þau og hvaðir er flutu af samn- ingi þessnm nrðu til þess að alment verðfall varð á öllum afurðum, mið að við kostanð framleiðslunnar, og er enn éútreiknað óbeint fjárhags legt tap þjóðarinnar i heild sinni, og beint tap þeirra kaupsýslumanna er keypt höfðu afurði með tilliti ti hálfopins markaðar. Samgöngur allar voru hinar örðngustu og mestu áhættu undirorpnar, en flutningar til landsins nægðn þó oftast þörfinni. Landið sjálft, undír forystu lands verslunarinnar, tók að sér einka- sölu á flestum nauðsynjum en eigin skip landssjóðs og svo skip Einr- skip féiagsins fluttu að mestu vör- urn.it til l.'mdsins að undmskildum kolum og saltt, er mest var flutc á leiguskipum. Athaínir verslunarstéttarinnar, með tilliti til inn og útflutnings voru mjög takmarkaðar, en ínn á við létu kaupsýslumenn þó eigi hugfallast, og béldu uppi — með öifáum undan- teki.ingum — fyrri atvionuvegum til'lands og sjáfar, þjóðinni til ómetan- legs gagns. En bvort eítirtekjan á sutrum sviðum hefir verið að Svttna skapt sýuá ársreikningarnir fy ir un> liðiö ár. Þing og stjóin hefði þö eflai st gétað gert meira til hvatn- ings í þessum eífurm en rann varð á, en sð undansk idu síldveiðamál- inn voru aðgérðirnár engar. Ú'flutniugs- og iunflutningsnefndir voru skípaðar, er störfuðú hver fyrir sig ð því er nafr.ið' bendir til. Yririeitt hehr þjúðin þetta ár ver- ið í hlekkjum, að kalla má en það er eftirtímans eða sögunnar að dæma um hvernig stjórn, þing og nefnd- irnar báðar hafa skilist við hlutverk sín. Verslunarannállinn 1919 gerir það tæpast. Hvað sem um er mistök undan- farinna óf.iðarára, sertl óumflýjan- lega hlutu að verða hér sem annars staðar, þá má þó alþjóð' vera það gleðiefni hið mesta, að óhætt mun að fullyrða að verslun landsins á þessum árum hefir tekið þeim ham- skiftam, að hún má nú heita nær al innlend, en það eina er eflaust þess virði er mistökin hafa kostað landsmenn yfirleitt. Þau gömlu — mjög svo óþörfu bönd, sern að visu voru farin að fúna fyrir ófriðinn, eru nú að fullu í sundur, og verða a'drei knýtt aftur með sömu knútum og áður. En þar fyrir getum við eflaust, á öðrum grundvelli, haft gagn hver af öðrnm í viðskiftum. En samfara hinni miklu réttarbót ættu einkunnarorð htnnar ungu upp- vaxandi verslunarstéttar að verða: »frjáls verslun í frjálsu landi«. Um fjárhagsástandið að árinu loknu hefi eg engin gögn til að dæma eftir. Eflaust veltur þar á miklu hvernig landið losnar við miklar kola og saltbirgðir, nú er verðlækkun hlýtur að verða, sérstaklega á þessum þungavörum, og síðast en en ekki síst: landsjóðsútgerðina svo kölluðu Fjármagn það sem stendur fast i þessu þrencn hlýtu»' að vera þungt á metunum hjá smáþjóð, sem á venjulegum tíma ekki hafði nema örfáar miljónir til allra sinna þarfa. En við verðnm að vænta þess besta, og þótt ballinn yrði nokkrar miljónir, sem áður hefði verið talið ~em gjaidþrot, þá verðum við að treysta svo á þolmagn þjóðarinnar i heild sinni — litlu, seigu íslensku þjóðarinnar, sem staðist hefir á einu iri framantaldar niu eldraunir, að hún telji upphæð þessa ekki nema ’næfilegt enduigjald lærdómsog þroska þess, er hún hefir orðið að tiieinka sér á ekki lengri tíma. Ef vona má að komið sé yfir »örðugasta hjallannc nú, er þjóðin þess arna áreið.mlega megnug. Þingeyri 2. janúar 1919. Ólafur Troppé. Varnír gsgr, mflúensu. Ný auglýsing frá landstjórninni. Að fengnum t'llögum iæknadeildar háskólans og með ráði landlæknis er hér með samkvæmt iögum nr. 24, 16. nóvember 1907, um varnir gegn útbreiðslu næmra sjpkdóma, 2. gr., settar eftirfar. ndi reglar til ’varnar gegn útbreiðslu kvefpestarinnar: x. Samgöngmm milli sýktra og ósýktra lardsrluta skal hagað þannig: Engir mannflutningar em leyfðir úr sýktum svæðum fram yfir þrð sem tianðsya krefur, og á þann hátt að þeim einum skal gefið fararleyfi, sem hafa verið einanoraðir í vikutíma á brottfararst’ð og hvorki hafa sýkst grnnsamlepa á þeim tíma né haft tnök við sýkta eða grnnaða, 2. Varningur og aðrir dauðir munir sknlu raldir lausir við sóttnæmi 24 klukkustundum eftir að sjúkir eða- grunaðir hafi haft hönd á þeim. Heimili, sem sýkst hafa, skulu talin sóttbættulaus, þegar 7 dagar eru liðnir frá því að síðasti sjúklingur varð' hitalaus, eða 12 dögum eftir að hann sýktist, og þá án þess :.ð sótthreins- un hafi farið fram. Heimilt skal þó héraðslæknuua að lengja einangr- nnartímann, ef þeir eru í váfa um framangreind tímamörk. 3. Héraðslæknar skulu svo fljótt sem því verður komið við senda öllum sveitarstjórnum í ósýktum sveitum glöggar sóttvarnarreglur og afnframt leita álits þeirra um hvort >að sé a mennings vilji að verja sveitina, þó veikin flyttist í héraðið, síðan gerir béraoslæknir þær ráðstaf- anir, sem hanr telur nauðsynlegar, til þess að verja þau bygðarlög, sem þess óska, sbr. x. og 2. gr. 4. Oll skip, sem leita hafnar á Norður- og Austuflatidi, Stranda, Barðastrar.dar-, Dala-, Snæfellsness- og Skaftafellssýslu, og koma annað- hvo>-t frá útlöndum eða frá sýktum héruðum innanlands, skulu talin grunuð skip, er ekki teljist sótthættu- laus fyr en liðnir eru 7 dagar frá því þau létn síðast úr höfn eða höfðu siðast mök við önnur skip, enda hafi enginn sýskt á skipinu á brottfararstað þess eða á leiðinni, svo að grunsamlegt þyki. 5. Læknar í hinum sýktu héruð- um, sem fara þurfa út í sýkt eða grunuð skip, skulu er þeir koma á land, einangra sig, svo sótthætta geti ekki af þeim stafað, í alt að sjö daga og skal hlutaðeigandi hér aðslæknir gera næsta héraðslækni aðvair, er skal skylt að þjóna fyrir hinn á meðan þarf. 6. Héraðslæknar í þeim héruðum, þar sem kvefpestin gengur, skulu i viku hverri sima til landlæknis aðal- triðin um göngu sóttarinnar. Bæjarstjórn Akureyrar. A Akureyri stendur nú hin harð- asta kosningahrið um bæjarstjórnar- sætin Tveir listar eru fram komnir. Eru efstir á öðrum listanum þeir Otto Tulinius og Ragnar Olafsson kaupmenn, en á hinum Erlingur Friðjónsson frá Sandi og Böðvar B arkan lögmaður. Að' síðari list- aoum er sagt að standi verkamenn og Tíma-klíkan. Laust prestakall. Helgsprestakall er auglýst laust frá næstu fardögum. Umsóknarfrest- ur t:l 20. mars. Vísir og Timinn hafa átt all trtjög i höggi hvor við anuan upp á síðkastið, m. a. út af kolamáikm í sambandi við Landsverslunina. Rit- stjóri Vísis hefir óskað þess að fá eitinig að svara Tímanum hér i blaðinu, vegna þess að blað hans nær eigi til manria út um land yfir- lettt. Mun það svar birtast í næstn ítafo’d. ReykjaYíknraEfíáll Hvita mansalið. þ>að við- uratyggilega athæfi hefir gert vart við sig í höfuðstaðnum upp á síð- kastið og standa nú yfir réttarrann- sóknir í því. Tekst vonandi að taka svo fyrir kverkar á því, að eigi nái að dafca. Skipafregn: Lagarfoss kom hingað í gær- kvöldi frá Ameríku. B 01 n i a er væntanleg hingað á morgun eða svo. Söngskemtun heldur Bene- dikt Arnason stúdent á morgun. Er hann hinn mesti raddmaður og eiga bæjarbúar því kost á sjaldfenginni skemtun. Sighv. Bjarnason backa- stjóri verður Bextugur í dag og held- ur hann afmæli sítt í Kuupmanna- höfn. f>ar fer algerlega nselfmadec maður sem Sighvatur er og er hann gott dæmi þéss hve mikils má sín atorka og trúmenska í störfum Ur um- komulitla, fátæka Reykjavíkurdrengn- um er orðinn einn af áhrifamestu borg- urum höfuðstaðarins og ráðamönn- um Iandsins. Jarðarför Björn M. Ólsen fór fram fimtudag að viðstöddu mesta fjölmeuni. Að ósk hins látna var ecgin ræða haldin. En latneski sálm- urinn »Jam maesta quiesce querela« var sunginn í kirkjunni. Kennarar Mentaskólans báru kistuna úrheima- húsum í kirkju. Bókmentafólagsstjórn ÍQD í kirkju og Háskólakeunarar út. Seðlaútgáfuréttur. Sam- kvæmt þingsályktunartillögu frá fjár- hagsnefnd alþingis 1917 um það að stjórnin leiti samuinga við íslands- banka um að hanu láti af hendi seðlaúcgáfurétt sinn allan, gegu ákveðnu gjaldi, eða þá að hann láti af hendi rétt sinn til að hindra seðta- útgáfu fram yfir 2'/2 miljón auk soðla Landsbankans — hefir stjórnin nú skipað þá Magnús Guðmundsson skrifstofustjóra, |>orst. f>orsteingson hagstofustjóra og Pétur Ólafsson kon- súl f nefnd til þess að rannsaka þetta mál og láta uppi álit sitt um það. Á nefndin að koma með tillögursín- ar fyrir lok marzmánaðai.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.