Ísafold - 08.02.1919, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.02.1919, Blaðsíða 2
2 I S AFOLD Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að uppeldissystir mín, frú María Njálsdóttir, andaðist nýlega í Kaupmannahöfn. Halldór Hansen. Nokkrar ísmulnnarvélar sem geta mulið 5—7 tonn á kltíma get eg útvegað nú þegar faá Englandi, með mjög litlum fyrfyvaFa. Vélarnar verða seldar með verksmiðjnverði að viðbættnm flntningskostnaði. Nánapi upplýsingar hjá Sigurjóni Pjeturssyni, Sím 137 — Hafaaretræti 18. er báturinn kom að landi, og þeir eigi séð til að lenda. Mennirnir, sem fórust, voru þess- ir: Halldór Árnason frá Norður- hvammi í Mýrdal, Páll Jónsson frá Kirkjulæk í Fijótshlið (lætur eftir sig konu og 3 börn), Agúst frá Deild í Fljótshlið, Jónas Benediktsson frá Reiðarfirði og Norðmaður nokkur, Harald Normann að nafni. — Hér er besta veður og góðar gæftir og mokafli daglega. Vöruverð á Bretlandi. í byrjun janúar var matvælastjór- inn breski, |. R. Clynes, beðinn að láta í Ijósi skoðun sina á þvi, hvort verðlag á Bretlandi mundi lækka bráðlega. Gaf hann litia von um það og sagði meðal annars: Astandið mun ekki batna verulega fyr en þetta þrent er komið í fram- kvæmd: í fyrsta lagi aukin iðnaðar- framleiðsla; í öðru lagi aukinn arð- ur af iðnaðarfyrirtækjum og í þriðja lagi mjög mikið aokinn innflutning- ur á matvælum frá nýlendunum og Bandarikjunum, Viðvíkjandi sögum þeim, er ganga um hinn mikla gróða framleiðenda, fórust honum orð á þessa leið: Eg játa fúslega að sumar tegundir af matvælum em seldar með mikl- um gróða, en þó er mjög litið um það hér á Bretlandi. En þess verð- ur þó að gæta, að fyrst og fremst ber þó matvælaráðuneytinu að út- vega matvæli. Þjóðina vantaði ýms matvæli, og það var skylda okkar að útvega þau, Ef vér hefðum lækkað verðið að nokkrum mun, mundu framleiðendur hafa hætt og notað fé -sítt og vinnu til annars. (Versl.tíð.) Fyrirlestra r próf. Haraldar Níelssonar. Nú í fjögur kvöld, hefir prófessor Haraldur Níelsson fiutt fyrirlestra >Um langvinn áhrif úr ósýnilegum heimit, fyrir miklum fjölda áheyr- enda, öll skiftin. Hafði hann upp- haflega aðeins ætlað að flytja þá tvisvar, en varð að endurtaka þá fyr- ir áskoranir manna. Sýnir það, með- al annars, að nú ern' aðrir timar en þeir, þegar þetta mál var fyrst að slá rótum í íslenskum jarðvegi. Þá vildu fáir láta nefna sig í.sam- bandi við það. Nú þyrpast menn saman, þegar fræísla er á boðstól- um um það. Og próf. Haraldur hefir nú í þessum fyrirlestrum opn- að nýja útsjón — ef svo mætti segja — útyfir hinn ósýnilega heim. Efni fyrirlestranna er það að sýna fram á hve mjög víðtækum og marg- háttuðum áhrifum vér verðum fyrir úr ósýnilegum heimi. Styðst pró fessorinn þar við afarmerka bók ný- útkomna, eftir ameríska vísinda og sálarrannsóknamanninn, dr. Hyslop, svo og við sina eigin reynslu. En reynsla spiritista er hin sama um allan heim. Einkum sýna þessir fyrirlestrar, hve langt við erum komnir frá kenningu K'ists, hve langt frá ýrnsu því, sem hann trúði, gerði ogkendi Og því eru það engar öfgar, þó sagt sé, að þessir fyrirlestrar flytja okkur feti nær Kristi og kenningu hans. En í því sambandi er gaman að benda á ummæli sumra þeirra, er telja að próf. Haraldur Níelsson geri iítið úr Kristi. Aldrei hafa verið höfð greinilegri endaskifti á skoðunum manna. Síra Haraldur Níelsson ann efalaust ekki neinum eins, eins og höfundi Kristninnar ber efalaust ekki aðra eins lotningu fyrir nokkurri persónu. 011u meiri lotningar og aðdáunarorð er ekki hægt að gefs neinum en þau, sem síra Haraldur hafði um Krist í þess- um fyrirlestri, að hann hefði haft julla þekkingu á þvi, sem við vær- um nú að reyna að skilja, og þvi hefði hann verið »19 aldir á undan timanum«. Ymsum mótmælum mun verða hreyft við einstökum atriðum þessara fyrirlestra. Þekkingarlausir og efa- gjarnir menn eiga erfitt með að átta sig á ýmsu því einkennilegasta og dnlarfylsta, sem þar kemur fram En það er gott, að dálitlar brekkur sé upp að klifa, jafnt fyrir þessu máli, sem öðru. Örðugleikar og andstæður efla kraftana. Stíflurnar dýpka móðuna — uns þær hrökkva einn góðan veðurdag. Og andstæð- ingar skýra oft og fága óafvitandi sannleiksgull þess máls, sem þeir eru að vinna á móti. J. B. Saltframleiösla í Noregi. í Noregi er verið að stofna öfl- ugt saltvinslufélag, h.f. De norske saltværker. Tilgangur félagsins er að vinna salt úr sjó og reka aðra atvinnu, er stendur í sambandi við það. Hlutaféð er 10 miljónir kr., en heimild til þess að auka það upp i 15 miljónir kr. Það er algjörlega ný aðferð sem félagið ætlar að nota við saltvinsl- una, og vélarnar verða reknar með rafmagni. Samkvæmt útreikningum er áætlað að hvert kilówattár muni gefa um 10 tonn af salti, auk úr- gangs, er einnig verður notaður. — Gert er ráð fyrir að framleiddar verði margar tegundir af salti (fisk- salt, salt til iðnaðar og heimilisnotk- unar). Saltþörf Noregs er nú 300 þús. tonn á ári. Til framleiðslu á þvi saltmagni þarf um 30 þús. kw. á ári, ank þess er með þaif til fram- leiðslu auka-afurðanna. Mun tals- vert verða framleitt af klorkalíum, sem hefir mikla þýðingu fyrir land- búnaðinn, og ennfremur magnesia- salti, glaubersalti, bróm og gipsi. Æthr félagið að byija með salt- gerð i eyju nálægt Bergen, og er áætlað að framleiðslan þat nerm 60 til 70 þúsund tonuum af hrásalr. Ef ekki koma óvæntar hindrar.ir verður byrjað á saltvinslunni i lok þessa árs (1919) og verfiur stofn- kostnaðurinn 8—10 milj. kr. Ráð- gert er að stækka þessa stöð síðar meir þannig, að hún geti framleitt um 200 þús. tonn af salti. Byrjað verður með um 70 verkamönnum. ÖDnur saltgerðarstöð verður bygð við G'omfjörð, og á húo að verða fullgerð 1920. Tvær tilraunaveiksmiðjur hafa starfað að smíði véla þeirra, er nota á við saltgerðina. Hefir þeim tekist að smiða mjög fullkomnar vélar, sem að mestu eru sjálfvirkar (auto- matiskar). Handa verkamönnum við saltvinsl- una verða bygð ágæt ibúðarhús, og verður að öðru leyti séð mjög vel fyrir þeim. Meðal stjórnenda félagsins er fyr- verandi forsætisráðherra M chelsen. (Versi.t ð.). MúenzaQ og Gísli Sveinsson, Eg get að visu verið fáorður um grein Gisla Sveinssonar sýslumanns i ísafold 25. jan., þvi að hún hrek- ur ekkert af þvi sem eg hafði íyr sagt, en fáeinar athugasemdir vil eg þó gera við hana. G. S. hefir heyrt »að einskonar samábyrgð hafi verið mynduð meðal nokkurra lækna hér, sem vitanlega óðu reyk í málinu frá upphafi« og gefur í skyn, að eg hafi verið eitt- hvað með í rfðum um að ekki skyldi veijast veikinni. Já, það er mörgu logið á skemmri leið en héðan og austur í Skaftafellssýslu, enda veður G. S.. hér vitanlega reyk. Minna ráða var ekki leitað í þessu máli, eg átti engan þátt í því og ókunnugt er mér um nokkra slíka samábyrgð, sem hann talar um. Eg veit ekki til að áiits neinna lækna hér hafi verjð leitað um hvort verjast skyldi eða ekki, nema hvað héraðslæknir talaði að sjáifsögðu um það við landlækni. Grein mina skiifaði eg ótilkvaddur af því að mér gramdist að sjá menn, sem lítið skyn bera á það mál, full- yrða að það hafi verið í lófa lagið að verja íandið fyrir sóttinni og skella, allri skuldinni á landlækni fyrir það mikla tjón, sem veikin gerði. Sóttin fluttist i fyrstu til landsias meðan hann var fjarverandi og er það eitt nægilegt til þess að sýna hvíiík fjaistæða það er, að hou- urn einum hafi verið um að kenna. Um það verður ekkeit sigt með fulÍTÍ vissu, hvorí tekist hefði að veija landið eí strangri sóttvörn Jiefði ver- ið beitt frá fyrstu, úr því sú til- ■raun var ekki gerð. Httt er vist að líkindin voru Hti!, svo lítil að mér er ekki kunnuet um að nokkurt land I heiminum hifi reyní að verjast og vantaði þó sist að læknar athug- uðu ekki'þaðmál. Norðmenn treyst- ust ekki einu sinni til að verja norður-Noieg og hefði það þó ekki átt að vera vandasamara en að verja ísland. Landlæknir komst nákvæm- lega að sðmu niðurstöðu og iækna- völdin í öðrum löndum og hvort sem hún er rétt eða röng, þá var hún bygð á gildutn ástæðum, sem erfitt er móti að mæla. Eg held að mér sé óhætt að fullyrða, að þetta hafi verið viðurkent af öllum, er málið var rætt í læknadeild Háskólans, þó ekki vildi hún fella sóttvörnina niður. G. Sv. »trúir því vel að eg leggi mjög út af kostnaðinum* við sótt- vörn. Eg hef ekkert um það fárast svo þetta er út í loftið sagt, en hitt er víst að reikningar sýslumanns um peningagildi mannslífanna o. s. frv. eru á litlu viti bygðir. G H. ErL símfregnir Frá fréttaritara ísafoldar. Úr skeytum frá 3.—6. febr. Frá París er símað, að stórveldin fimm hafi samþykt stofnun þjóða- bandalags. Aðalgrundvöllurinn verð- ur samkvæmt tillögum Bandaríkj- anna, en í mörgum þýðingarmestu atriðunum verður farið eftir tiliögum Breta. Vegna deiiu þeirrar, er komiri var upp milli Czecha og Pólverja hafa fulltrúar stórveldanna skorað á þá að ’bera fram landakröfur sinar fyrir friðarráðstefnunni og bíða úrskurðar hennar. Friðarráðstefnan sendir nefnd á staðinn til þess að kynna sér hvað hvorir hafi til síns máls, og byggir úrskurð sinn á skýrslu henr.ar. Botha hefir verið skipaður formaður nefndarinnar, sem til Pói- iands á að fara. Rúmenar krefjast þess, að fá Buko- wina, Bessarabíu, Dobrudscha og Transylvaniu. Fulltrúar h'utlausra þjóða eiga með sér friðarráðstefnu i Bern um miðjan febrúar. Grikkir krefjast þess að fá Mikla- gatð og öll þau héruð, þar sem griskir menn bú.a. í Þýskalandi eru sífeldar óeirðir Sþartrcus manna. Veitir hersveitum stjórnarinnar þó betur í viðureign- inni. Friðarráðstefnan haliast að þv!, að bannað verði að nota kafbáta í fram- tíðinni. Frá Finnlandi: Bandamenn hafa nú opinberlega viðurkent sjálfstæði Finnlands. y Frá Noregi: Ráðuneyti Gunnars Knudsen hefir sagt af sér. Búist við að samsteypustjórn verði mynduð. Frá Daumörku: Danska stjórnin er að undirbúa 120 miljóna lántöku fyrir ríkissjóð. Féð verður lagt fram af skipaeigendum og bönkum. Bandaríkin hafa sett á stofn mið- stöð matvælaúthlutunar í Kaupm.h, . Bifreiða akstur hefir veiið leyfður aftur. Ymsar stofnanir og nefndir, sem stofnaðar voru vegna hernaðar- ins, hafa verið lagðar niður. Lífið er yfirleitt að komast þar í sitt fyrrs horf. ——— itn as Gísli læknir Pétnrsson á Eyrarbakka. Rödd að noröan. Þá er nú aðstaða Gísla læknis £ Eyraibakka orðin að blaðamáli. Gunnlaugur læknir Claesen ritaði um þetta vandræði opinberlega, .vel og vitnrlega, eins og hans var von og vísa. En þá sprakk blaðran þeirra,- sem á móti hafa staðið Gísla iækni. Og þá varð víst mörgum ósjálfrátt að grípa um nefið. Gunnlaugur læknir segir það, sem við vissum, sem reynt höfum Gísla læknir, og það hið sama, sem Jónas- sen landlæknir sagði um hann: að hann væri og sé vel met nn og skildurækinn læknir. Hann reynd- ist okkur á þann hátt alla tíð. Hann var kurteis maður í fram- komu. Osérhlifinn svo mjög, að eigi hikaði hann við að fara fót- gangandi út í ófærð og óveður, þeg- ar svo stóðu sakir veðráitunnar. Hanu var heppinn lyfjalæknir. þótti viðbrigðagóður» við lnngna- bólgu, einkum seinustu árin. Blóð- eitrun og brunasár hafði bann til meðferðar, hvorttveggja stórkostiega geigvæniegt, og bjargaði þeim sjúk- lingum. Brjóst með krabbameini tók hann af konu seinasta sumarið sem hann var hér —.og þó tveim konum — og hepnaðist ágætlega. Þetta er til dæmis um handlægni. hans, áræði og kunnátm. Um það er mér kunnugt, að hann fekk sí og æ nýjar og dýrar bækur um læknisfræðileg efni, bækur, sem fluttu myndir af meinnm og liffær- um sjúklinga. Hann sagði mér það, að bækurnar gerðust fljótt i^eltar, af þvi að framfarir læknisfræðinnar væru svo hraðfara, að þær bækur, sem þóttu góðar og fullkomnar i fyrra. væru gengnar úr gildi eftir fá ár. Það sem Gísla iækni var helst fundið til ámælis hér, var það, að liann þótti seirin ril að leggja fæð- ingartengur á börn. En um það gat al- þýða alis ekki hift vit til úrskurðar á við haon. Hann þótti og vera he dur dýrseldar, En ekki mun hann hafa farið fram út þvi, sem lög leyfa í þeim efnum. Og stundum gaf hann vesalingutn læknishjálp. Og oft reiknaði hanu ekki viðtal, sem hann mátii þó gera. Þetta nefni eg til þess að draga ekkért utidan, og verðar þá ekki sagt' tneð sannt, að eg sé honum vilholiur. Við Gisli iæknir vórunr heldut ekki meiri vinir en svo, að við höf- um aiis ekki skrifast á, síðan ; ann fór héðan. Seinni árin sem hann var hér á Húsavík, i cágrenni við mig, fækkaði heldur um með okkur út af landstnálaskoðunum. Og þó að okkur bæii aldrei á milli út af því, hefir víst báðum fundist það sama: þ. e. a. s. hinn hafa fallið í verði. En eg vitjaði hans óhikað, ef þörf heimilis míns krafði, eftir sem áður. Eg drep á þetta til þess að sjá megi í höndum sér, að eg tek ekki svari hans fyrir vináttu- sakir, eða óskum viðkvæmrar vin- á:tu tilfinningar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.