Ísafold - 07.06.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.06.1919, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 | i viku. VerSárg. » 5 kr., erlendis 7^/g i itr. eða 2 dollarjborg- | ist fyrir miSjan júíí | erlendis fyrirfram. j í.susasaia 10 a. eint > XLVI. árg. ísafoldarprentsmiðja Rltstjórl: Ólajur Björussua. Talsimi nr. 455 Reykjavik, langardaginn 7. júni 1919 Uppsögn (skrifl. bundin viS áramót, er ógild nema kom- ! in só tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og ' só kaupandl skuld- laus viS blaSið. 'i 23. töinblað. Kaupmenn og kaupfélAg! Undirritaðir reka umboðsverslnn i Kaupmannahöfn, skrifstofa og sýnishornasafn af margsk. vörnm ekkja Steingríms skálds Tlior- steinssonar, lézt 28. f. m. i +' I ■ Frú Louise Jensson ■ ekkja Björns Jenssonar skólakenn- ara, andaðist hér í bænum aðfara- nótt 2. þ. m. Friðarsamningarnir. 1 dag er mánuður slðan að banda- menn birtu Þjóðverjum friðarskil- mála sina í Versailles. Útdráttur úr þeim friðarskilmálum hefir þegar verið birtur hér í blaðinu, en þó fá menn af honum eigi nema litia hugmynd um það, hvað friðarskil- málarnir voru harðir. Skal hér þó cigi farið út í það að rekja þau atriði öll, sem eigi var getið í út- 4rættinum, en að eins minst á fátt til skýringar. Friðarskilmálarnir eru stóreflis bók, <jg er henni skift i 15 kafla. Er fyrsti kaflinn um bandalag þjóðanna og þrettándi kaflinn er um alþjóða- atvinnubætur á atvinnulöggjöf og at- vinnumálum. Má segja, rð þeir kaflar báðir séu sérstaks eðlis. En í hin- um köflunum öllum eru þau friðar- skilyrði, sem bandamenn setja. Þó -er þetta eigi uppkast að allsherjar- friðarsamningum. Bandamenn völdu jþann kostinn að semja fyrst við Þjóðverja, áður en þeir færi að semja "við AusturrikismenD, Búlgara, Uag- verja og Tyrki. En í þessum friðar- skilmálum skuldbundu þeir Þjóð- Terja til þess, að viðurkenna fyrir fram, þá samninga, er við hinar þjóðirnar væm gerðir, hvernig svo sem þeir væru. Auk þess kröfðust bandamenn þess, að Þjóðverjar feldi úr gildi friðarsaroninga þá, er þeir höfðu gert við Rúmena og Rússa. Og með þessu ætluðu bandamenn að tryggja sér það, að skipa svo lördum í NorðurálfunDÍ, sem þeim sýndist. Með friðarsamningunum voru stofnuð tvö ný ríki, Czeckoslovakía og Pólland. Hið siðarnefnda rík; átti að fá stóra sneið af Þýzkalandi — Efri-Slésíu, Posen og stóran hlrta af Vestur-Prússlandi, nokkurn hluta af Eystra-Prússlandi og Danzig. Auk þess var sneitt af Þýzkalandi að vest- an, hið alþýzka Saarhérað fengið Frökkum tii eignar — en þar eru einhverjar hinar bestn kolanámur Þýzkalands, og alt landið vestan Rinar átti að skilja frá Þýzkalandi í 15 ár, eða þangað til Þjóðverjar f Lrinnésgade 26. Sími 10786. Önnumst innkaup og afgreiðslu á hverskonar útlendum vörum, þar á meðal salti, trjávið og sementi í heilum förmum eða minna, og sölu íslenzkra afurða. Höfum sambönd viö margar stórar fyrsta flokks verksmiöjur og heildsöluhús i ýmsum löndum. Útvegum skip til vöruflatninga. Önnumst vátryggingar. Frumreikningar sendir viðskiftamönnum okkar. Sanngjörn ómakslaun. Greiö og ábyggileg viðskifti. Skrifstofa og sýöishornasafn af ýmsum góðum og hent- ugum vörum í Reykjavik, Bankastræti 11 Sími og pósthólf nr. 465. Símnefni: „Opus“. Viðskiftamenn okkar geta sent pantanir sínar og tilboð um sölu ísl. afurða til hvorrar skrifstofunnar, sem þeim er hentugra. Virðingarfylst. 0. FríBgeirsson & Skúlason. hefðu fullnægt öllum friðarskilyrð- uDum. Allir samningar, er Þjóðverjar höfðu gert við önnur ríki, áttu að upphefjast. Allar nýlendur sínar ittu Þjóðverjar að missa, og eigi fá neitt fyrir opinber mannvirki sín þar, og eigi heldur í Elsass-Lothringen. Alla þessa niðurlægingu hefðu Þjóðverjar þó getað borið, án þess að missa vonina um það, að rísa aftur úr rústum. En þá endurreisn hafa bandamenn fyrir hvern mun viljað koma í veg fyrir. Af fregn- um þeim, sem komið hafa af friðar- ráðstefnunni, sést það ljóst, að Cle- menceau, Lloyd George og þeirra menD, hafa rætt alvarlega um það, hvernig hægt væri að koma í veg fyrir það, að Þýzkaland gæti jnáð sér aftur, og þeir hafa leitað í allra bragða til þess að þetta mælti hepn- ast. Þeir hafa valið þá leið, að gera hernaðarstórveldið þýzka að varnar- lausu ríki. Bretar hafa reynt á all- an hátt að tryggja það, að Þjóð- verjar geti aldrei komið sér upp flota né orðið siglingaþjóð. Þess vegna eru nú nær öll herskip þeirra tekin af þeim, öll kaupför þeirra stærri en 1600 smál. og helmingur allra kaupfara frá 100—1600 smál. — alt án endurgjalds. Og til trygg- ingar því að Þjóðverjar geti eigi auk- ið þennan litla skipastól sinn — sem þeim sjálfum er alls ónógur — á næstu árum, þá eru sett þau ákvæði að þeir verði að smíða kaupföi alt að 200.000 smál. á ári í 5 ár fyrir bandamenn. Og Frakkar hafa eigi síður reynt að sjá um það, að heykja Þjóðverja á landi. Þeir eiga að ónýta öll sín vigi að vestan og mega eigi hafa meira en 100.000 manna her, sem er tæplega nógur herafli á friðartím- um, og Þjóðverjar verða að afnema herskyldu. Þeim er að visu boðin sú lélega huggun, að þetta eigi að vera upphaf að allsherjartakmörkun herbúnaðar, samkvæmt frumvarpinu um alþjóðabandalag. En tryggingu hafa þeir enga fyrir þvi, að aðrar þjóðir afnemi herskyldu. Þeir eiga að eins að vera varuarlausir og gætu með þessum herafla hvorki staðist Belgum né Pólverjum snúning, ci þeir skyldu finna upp á þvi að ráð- ast iun i Þýzkaland, hvað þá ef Frakkar vildu gera þeim búsifjar. Og svo bætist það hér við, að Þjóð- verjar eiga ekki að fá upptöku i þjóðabandalagið, sem á að vernda rétt einstaklinga sinna fyrir yfir- troðslum. Síðan eiga Þjóðverjar að greiða hernaðatskaðabætur. Hve miklar þær verða vita menn eigi. En þeir eiga að greiða 20.000.000 marka fyrir 1. mai 1921 — afganginn seinna. Og hann verður að minsta kosti 80.000 000 marka — eða hver veit hvað? Bandamenn áskilja sér rétt til þess að ákveða það nánar siðar. Þegar friðarskilmálar þessir urðu kunnir i Þýskalandi, risu blöðin upp og lýstu yfir því einum rómi, að þeir væru óaðgengilegir. Þeir væru dauðadómur þýsku þjóðarinn- ar. í sama sírenginn tóku ýmsir þeir stjórnmálamenn, sem nú hafa mest völd þar og stjórnin sjálf. Eti í stað þess, að blöðin vildu að friðar- skilyrðunum væri hafnað þá þegar, sá stjórnin, að ekkert gat unnist með því. Eina ráðið var það að reyna að fá friðarskilmálunum breytt. En horfurnar á þvi voru ekki glæsi- legar. Bandamenn höfðu lýst* þvl yfir, að þeir gerði enga tilslökun — með þessum skilmálum einum vildi þeir semja við Þjóðverja. Og gengi Þjóðverjar eigi að þeim óbreyttum, þá var hótað nýju hafnbanni og her- innrás í Þýskaland. Formaður þýsku friðarnefndarinn- ar er Brockdorff-Rantzau greifi. Hann var áður sendiherra Þjóðverja I Kaupmannahöfn, en er nú utan- ríkisráðherra. Honum félst ekki hug- ur þótt illa horfði, en fékk frest til þess að íhuga friðarskilmálana. Sá frestur átti að vera útrunninn 29. mai, en áður en það yrði, höfðu Þjóðverjar komið fram með breyt- ingartillögur sínar. Og þá bregður svo undarlega við, að bandamenn framlengja frestinn til þess að íhuga þær breytingartillögur. Slðan hefir verið hljótt um friðar- fundinn. En vera má að til samkomu- lags dragi. Þó eru litlar líkur til þess, að friðarsamningar muni verða undirskrifaðir í þessum mánuði. Á miðvikudaginn kemur eru liðn- ir 8 mánuðir siðan vopnahlé var samið. Ef til vill verður þá komin fregn um það, hvort bandamenn ætla að taka upp samningaleið í stað sjálfdæmis. ,La libre Belgique1. Fáum hér mun vera kunnugt um hið merkilega frelsismálgagn, sem kom út í Belglu alla þi stund, sem hún lá undir' harðstjórn og yfirráð- um Þjóðverja. Lífsafl þessa blaðs sýnir, ef til vill, betur en ðest annað, hversu Belgir lögðu að sér á þess- um árum, og hve ódrepandi frelsis- viðleitni þeirra var og sjálfstæðis- metnaður. Þvl þótt Þjóðverjar legðu sig alla fram til þess að fá ráðið niðurlögum þessa blaðs, þá kom það fyrir ekki. Þrautseigja óg dirfska Belgja var þeim altaf yfirsterkari í þessu efni. Nafn blaðsins: »La libre Belgiquet þýðir »Hin frjálsa Belgiat. Og blað- ið verðskuldaði það nafn að fullu. Þegar vopnahlé var samið, hætti blaðið að koma út. Og nú fyrir skömmu hafa menn fengið að vita hvernig því varð Ufs auðið mitt í njósnarsveitutrt Þjóðverja. Meðan það kom út, höfðu sjálfir Belgir ekki — að undanteknum 2—3 mönnum — njósn af hvernig farið var að setja, prenta og koma blaðinu til allra kaupenda, þrátt fyrir sporhunda Þjóð- verja. Það var heldur ekki neinn gamanleikur. Það krafðist erfiðis, áhættu og dirfsku. Fjöldi manna var handtekinn, sem grunur féll á að vera i simvinnu við blaðið. En það hafði engin áhrif. Það kom út engu að siður. Nú er það orðið alkunnugt, að blaðið hafði bækistöð sina í Briissel. Eugen von Doren var ritstjóri þess og skrifaði I það, auk nokkurra ann- ara belgiskra blaðamanna. Fyrst bjó von Doren sjálfur um blaðið ásamt konu sinni. Og sjálfur bar hann það til stórþingsmanna og annara þeirra, er einhver áhrif höfðu. Jesuita-munkar og fleiri munkaregl- ur fengu fjölda eintaka. Og til frek- ari varúðar á þessum ferðum sínum, fekk von Doren sér holan göngu- staf og bar blaðið í honum, sem prentað var á silkipappír. Eftir 3 fyrstu tölublöðin þorði prentsmiðjueigandinn ekki að leggja sig í þá hættu lengur, sem fylgdi prentuninni. En von Doren fekk nýjan. En með þeim skilyrðum, að jafnskjótt og búið væri að prenta blaðið, tæki von Doren við þvi út á götu. En brátt sá hann, að slíkt var hið mesta hættuspil. En heldur en að hætta við útgáfuna, tók hann að setja og prenta sjálfur. í ónot- uðu húsi setti hann niður setjara- vélar og vann þar með tveimur ólærðum prenturum. Og altaf fjölgaði kaupendunum. Þá varð útgefandinn að koma blað- inu til þeirra. Hugrakkur, belgiskur ættjarðarvinur tókst það á hendur. Það var hættulegt verk. Enda var hann skotinn litlu síðar. Áður hafði hann farið á hjóli og komið út 4— jooo blöðum. En þi bönnuðu Þjóð- verjar að nota reiðhjól I Belgíu. Þá neytti hann fótanna. Og eitt sinn hafði hann gengið tvo sólarhringa í einu. Með hverjum deginum varð út- gefandinn að fara varlegar. Og svo kom, að von Doren varð að setja og prenta einn. Hann fekk sér hand- pressu. Með henni vann hann í úti- húsi einu með þessum tveim prent- urum. En fyrir kom að þeir gátn látið sjálfa Þjóðverjana hjáipa sér. T. d. fengu þeir hjálp af þýzkum hermanni til þess að bera burtu kassa, sem f voru 4000 blöð. En Þjóðverjar hömuðust í ofsókn sinni og leit þvi meir sem þeir vissn að kaupendum fjölgaði. Þeir buðu 100.000 mðrk hverjum þeim, sem gæti vlsað þeim á bækistöð blaðsins. En varasemi og aðgætni von Doren jókst að sama skapi. Svo þegar hann fekk sér nýja prentvél, sem gekk fyrir vélarafli, lét hann múra vélina svo vel inn, að til hennar heyrðist ekki hósti né stuna. Eitt sinn kom í einu blaðinu mjmd af þýska landstjóranum, von Bissing, þar sem hann situr og er að lesa »La libre Belgique*. Þeir hæddu Þjóðverja upp i opið geðið á þeim. Að siðustu uppgötvuðu þeir hvar blaðið hafði aðsetur sitt. Von Doren varð að yfirgefa bústað sinn. Hann dvaldist hjá ýmsum frændum sínum og vinum i Brussel. Og aldrei náðu Þjóðverjar i hann. Og blaðið hélt áfram að koma út eftir sem áður. Þó menn væru handteknir hrönn- uro saman, sem grunur féll á að störfuðu að blaðinu, komu nýir i þeirra skarð. Kaupmenn, lögmenn, bankastjórar, prestar og prentarar unnu að því og báru það uppi. — Þrátt fyrir þrotlausa leit og ofsókn Þjóðverja tókst þeim aldrei að þagga niður þessa frelsisrödd Belgja. Heimspekisprófi luku þessir í Há- skólanum 2. júm: Kristinn Ólafsson, 1. á.gætis eink. Stefán J. Stefánsson, 1. eink. Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, 1. eink.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.