Ísafold - 07.06.1919, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.06.1919, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD Kvennaskólinn á Blfinduósi byrisr kenslu 15. október næstk. og starfar til 14. maí. Heimavis ir e^u i skólanum, og leggur skólinu til rúm með stopp uðum dýnum og púðum. Námsmeyjar þurfa því að leggja sér til yfir- sængur, kodda og rekkjuvoðir. Skilyrði fyrir inntöku í skólann eru: a. að uirsækjaodinn hafi eugan næmau sjúkdóm. b. að haDn hafi vottorð um góða hegðun. c. að hana sinni með vottorði, að hann hafi staðist fuilnaðarpróf sam- kvæmt fræðslulögunum, ella gangi undir inntökupróf. Nemendur sem setjast vilja í aðra eða þriðja deild, skulu sanna fyrir kennurum skólans að þpir hafi kunnáttn til þess, eða taki próf. í skólanum eru kendar þessar r.ámsgreinar: íslenzka, danska, reikningur, landafræði, saga, náttúrufræði, dráttlist, skrift, söngur, leikfimi, handavinna og hússtjórnarstörf. Þeim sem óska er veitt tilsögn i ensku. Sé stök áhersla er lögð á handavinnu, og búist er við að auka hús stjórnarkensluna frá því er áður var. Fæðisgjald næ>ti skólaár er ákveðið 50 kr. u n máauðinn eða kr. 350.00 alt skólaárið. Skólagjald fyrir hverja námsmey er 50 kr. Helming af fæðis cg skóiagjaldi skal bcúga við komu 1 skólann, en hitt mánaðarlega síðari hluta skólaársins, unz lokið er, Fyrir því sem ekki er greitt strax, skal setja trygga sjálfskuldarábyrgð. Umsóknir um skólann skulu sendtr fyrir lok ágústmánaðar næstk. til formanns skólanefnd irinaar Arna A. Þotkelssonar á Geitaskarði. Reglugerð skólans er prentuð í B.-deild stjórnartíðindanna 1915 bls. 10—15, og geta þeir, srm vilja, kynt sér þar nánar inntökuskilyrði og fyritkomulag skólans. Skólartefndin. é Aðalkennara og aðstoðarkennara vantar við barn. skólann á Bíldudal, kai p samkvæmt gildandi fræðsldög- um, áskiiið að aðalkennari geti kent söng og leikfimi. Umsóknir séu komnar til formanns skólanefndar fyrir 1. ágúst næstkomandi. Bíidudal 28. mal 1919. Skólanefndin. cJlgœtt aé augíýsa í cJsafoló. Levnedsmiddel Produkter for strake Levermg1 Vi offererer Nord- og Sydamerikanske Levnedsmiddel Produkter, Manufakturvarer, Skotöj og Raamaterialer til laveste Markedspriser. Vi er grundigt indarbejdet i disse Brancher og har lang Erfanng. Referencer: Americtn Exchange Nitional Bank, Harriman Na tional Bank, Royal Bank of Canada, alle i New York U. S. A. Vi.önsker förste Klasses respektable og energiske Forbindelser. Telegram Adresse Consaco Sales Co. Iuc Codes: »Gri8enthal«. 53 iay Street A. B. C. 5th. edition NeW-York, U S. A. Vestern Uuion f Bentleys. Jakob Gunnlögsson & Co. / Kaupmannahöfn. Islenzk umboðsverslun stofosett 1894. Vér leyfum oss að tilkynna hittvirtum kaupmönnum og kaupfélög- um að ofannefnd verslun frá 1. janúar 1919 er mynduð sem hlntafélag. Framkvæmdarstjórar ern Lárus Guunlögsson og Lauritz Jensen. Versl- unin starfar á sama hátt og áður og annast innkaup á hverskonar út- lendum vörum og sölu á allskonar ísienzkum vörutegundum fyrir kaup- menn og kaupfélög á í laudi. Virðingarfylst. Jakob Gunnlögsson & Co. Exporfpá Sverige. Gammal inarbetad agenturfirma önskar komma i tðrbiadelse med stðrre handelshus fðr export till Sverige av islandska produkter, bl. a. ull, siíf ocf) fisk. Svar tiil „N. M. 1919“ S. Gumaelius Annonsbyrá, Malmð. Dansk Herrekonfektionsfabrik Peter Koch Ny Östergade 12 Köbenhavn. Telegramadr.: Readymade. Altid stort Lager af solide Herreklæder til billigste Priser. Kun en grps 3alg. Forlang Oíferte. Lagerbesög anbefales. Erí. símfregnir Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn', 31. maí ’19. Fyrsta íslenzka ríkisráðið var haldið í gær í Fredensborgarhöll. Báðir íslenzku ráðherrarnir voru viðstaddir 0g lögðu þeir 33 laga- frumvörp fram á ríkisráðsfundin- um. Um kvöldið hafði konungur boð inni fyrir ráðherrana, meðlimi lög- jafnaðarnefndarinnar 0 g ýmsa aðra. Eftifarandi frétt fékk Viðskifta- félagið í gær frá Central News og hefir leyft oss að birta: Þjóðverjar hafa fengið frest á að gefa svör við friðarskilmálun- nm. London, í gær. Atlanzhafsflugið. .... Búist er við flugbátnum til Plymouth um kl. 3 síðdegis. (Hér er sennilega átt við flugvélina N. U. 4, sem átti eftir að fljúga frá Lissobon til Plymouth.) Samningarnir. Ágrip af samningunum við Aust- urríki verður lagt fyrir fulltrúa smáríkjanna í dag, og á morgun á að ræða það. Því hefir verið frest- að til mánudags, að leggja skil- málana fyrir umboðsmenn Austur- ríkismanna. Fiume. Parísarblaðið „Temps“ segir, að jWilson hafi gengið að uppástungu í „Fiume-málinu“, sem Orlando hafi einnig fallist**h. Samkvæmt þessari uppástungu verður borgin Fiume, ásamt .... útjaðraborginni Sushak, óháð ríki undir umsjón al- þjóðasambandsins, að því er „Times“ segir. Herskipatjón Þjóðverja. Þjóðverjar hafa gefið út skýrslu nm .... skipatjón sitt í ófriðnum. Telja þeir sig hafa mist 199 {1) kaf- báta, eitt línuskip og eitt orustu- skip. Minningardagur verður haldinn hátíðlegur um alt Bretland í dag og verður þá flagg Bandaríkjanna sett á grafir allra ameríkskra hermanna og hjúkrun- arkvenna, sem látist hafa í stríð- inu. Ástandið í Rússlandi. Churchill talaði um ófriðinn í Eússlandi í neðri málstofunni í gær. Kvað hann nú leyfilegt að vona, að mótherjar bolzhewikka ynnu sigur og taldi réttmætt að banda- menn hjálpuðu til. Á norður-víg- stöðvum Rússlands" hefði aðstaðan batnað mjög, og mikils mætti vænta af því, að Arkangelsk-herinn sameinaðist norðurher Koltshaks hershöfðingja. London, 3. júní. Friðarsamningamir við Austurríki. í dag á að leggja friðarskilmála bandamanna fyrir fulltrúa Austur- ríkis í Saint German. Friðarskilmál- arnir eru þó enn eigi fullgerðir, en þau skilyrðin, sem bandamenn hafa ákveðið,.verða lögð fram. Her Þjóðverja í Austurvegi. Bandamenn hafa sent Þjóðverj- um nýtt ávarp viðvíkjandi her þeirra í Eystrasaltslöndum. í á- varpinu er þess krafist, að þótt her- inn hafist við í Eystrasaltslöndun- um, þá verði hann fluttur inn á á- kveðið svæði og að von der Göltz hershöfðingi fái að vera um kyrt með vissum skilyrðum. Ný uppreist í Berlín? Samkvæmt yfirlýsingu, er kom fram á opinberum fundi verka- mannaráðsins í Berlín, hefir herinn undirbúið gagnbyltingu, er fram á að fara í dag. Enda þótt varlega sé leggjandi trúnaður á yfirlýsing þessa,’á hún þó við að styðjast hin- ar sífeldu árásir, sem íhaldsblöðin hafa verið að gera á stjórnina. Ófriðurinn við Bolzhewikka. Á laugardaginn sló í bardaga milli herskipa Bolzhewikka og hluta úr brezkri flotadeild í Finska- flóa. Ætluðu óvinirnir víst að halda til Eistlands, en er þeir hittu hrezku skipin, lögðu þeir á flótta, og stóð orustan að eins 50 mínútur. Bolzhewikkar hafa enn gert gagnárásir á vígstöðvunum suð- .vestiu' af Petrograd, en þær hafa engan árangur borið. Sunnar og vestar sækja Eistur enn fram. Bolzhewikkar viðurkenna það, að þeir hafi hörfað á hurt frá Riga- flóa. London, 5. júní. Frá Bolzhewikkum. Ákafar orustur eru nú háðar hjá Gotchia, suðvestur af Petrograd, og er þar sókn af hendi Bolzhe- wikka. í Líflandi hafa Eistur unnið sigur á Bolzhewikkum og handtek- ið 1600 menn. Petrograd umkringd. Símskeyti frá Wien til Agence Havas segir að Lenin hafi sent Bolzhewikkastjórninni í Ungverja- landi ávarp og skýrt henni frá því, að Petrograd væri nmkringd á alla vegu og viðbúið að hún falli þá og þegar. Lenin hætir því við, að þótt borgin falli, þá hafi það engin áhrif á viðgang bolzhewismans í Rúss- landi. mætti þau ungri, hárri stúlku, sem heilsaði ungfrúnni. — Hver er þetta? Bpurði skrif- stofustjórinn. — Hún er frænka Mós, og heitir Kristín, Er hún ekki snotur? — Hún er of stór, finst mér? — Alfreð segir, að hún bó dýrindis kvenmaður að ýmsu ieyti. Hann fullyrðir, að hann þekki hana þarna vestan að. Bústaður ríkisráðs Bennechens var Bkreyttur miklum húsbúnaði. Maður fann strax, að heimilið átti að sýnast mikilfenglegt. Vængjahurðirn- ar stóðu opnar gegnum runu af stof- um, sem enduðu í einkaherbergi frii- arinnar, Bem alt var þakið þykkum teppum og með tjaldi fyrir dyrum. Hún tók skrifstofu8tjóranum með opuum örmum. það var heimsókn, sem þeim þótti mikið í varið. Og Hilda sá, að hún hafði verið hin gæfusamasta að fá hann með sér. Frúin var í Ijósgráum morgunkjól með litla blundu-húfu. Hún var enn hin fallegasta kona, með skyn- samleg, köld augu, þótt hún væri 5ö ára. ± æsku hafði hún verið nafntoguð — 66 — fyrir fegurð. Og húu hafi enn mikla samúð með fallegum manneskjum. í samkvæmislifinu var hún fjörug eu ekki andrík, tíguleg en ekki reigins- Ieg. Bros hennar var yndislegt, en hefði verið það enn meir, ef það hefði ekki mint á bros allra þeirra, sem fylgir þeim eins og ættar mót, sem hafa sex fremstu teunur sínar í fastri umgerð. í stofunni þarna var einnig yngsti sonur heimilisins, Alfred, sem var nýkominn til bæjar- ins og Bömuleiðis Hjörtur viuur hans. Hann gerði sig svo Iftinn sem hou- um var mögulegt í einu horuinu, svo skrifstofustjórinn skyldi ekki sjá haun þarna mitt f vinnutíma stjórnar- ráðsins. Delphin kinkaði þvf kollí til hans mjög vinalega. — Nú skuluð þér, herra skrifstofu- Stjóri, segja álit yðar á málinu, sagði frúin. Alfred er svo óhamingjusamur, veslingurinn, vegna þess, að pabbi hans vill ekki taka hann í stjórnar- ráðið. Alfred fullyrðir, að það só bæði réttlátt og evrópiskt, eins og hann kemst að orði — að pabbl Ieggi honum lið. En þér vitið sjálfir — 67 —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.