Ísafold - 14.06.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.06.1919, Blaðsíða 1
Xemur út 1—2 í viku, Verðárg. 5 kr., erlendls 7!/s *>. eHa2dollarjborg- Sst t’yrir miðjan júlí erlendis fyrirfram, Gaasasala 10 a. eint fsafoldárpicnii’rniðja. Ábyrgðarmaðnr þessa tölublaðs: Sveinn Björnsson Uppsögn (skrifl. bundin vlð áramót er ógild nema kom in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og 8Ó kaupandi skuld- laus við blaðið. Talsími nr. 455 1 v I árg. Reykjavik, laugardaginn 14. júni i9T9 24. tölublaV cand. polit. janúar 1884 ~ 10. júni 1919. Vel er að fauskar fúnir klofni, felli þeir ei hinn nýja skóg — en hér féll grein af góðum stofni, grisjaði dauði meira en nóg. Sig. Sigurðsson. Eg skal strax taka það fram, að í þessum línum má enginn búast við heildarlýsingu á Ólafi Björnssyni. Eg hafði ekki af honum persónuleg kynni nema í nokkra mánuði. Alla drættina í mynd hans verða þeir því að draga, sem betur og lengur þektu hann. Munu afskifti hans af lífi þessa hæjar og opinberurn þjóðar- málum rakin síðar hér í blaðinu. En eg þykist hafa nokkurn rétt til að koma fram með lýs- ingu á einni hlið hans, því eg hygg að hún hafi verið skýrust allra persónueinkenna hans. Og eg bið engrar afsökunar, þó sú kynning, er eg hafði af honum, væri ekki lengri. Það þarf ekki mörg ár til þess að finna, að sólin er hlý, gimsteinninn fagur, ljósið bjart. Eitt orð eða handtak, eitt bros eða augnaglampi þessa manns, getur verið manni betri lykill að eðli hans og einkennum en margra ára litlaus og áhrifalaus umgengni annars. Eg skal að eins geta helstu æfiatriða Ólafs Björnssonar. Hann var fæddur hér í Reykja- vík 14. júní 1884. Foreldrar hans voru Björn Jónsson, þá ritstjóri og alþingismaður, síðar ráðherra, og Elísabet Guðný Sveinsdóttir pró- fasts. — Ólafur ólst ifpp hér. Fór í Menta- skólann 1896 og útskrifaðist þaðan 1902. Sigldi hann samsumars til háskólans í Kaupmanna- höfn og las hagfræði (Statsökonomi). Tók Próf sumarið 1909, og giftist í Khöfn Borg- hildi dóttur Péturs J. Thorsteinssons út- gerðarmanns. En fluttist þá þegar hingað og keypti blaðiö „ísafold" og prentsmiðjuna af föður sínum og hefir veitt því forstöðu síð- un. Nú um nokkurra ára skeið hafði hann kent sér vanheilsu. Sigldi hann því í vetur í febrúar til Hafnar sér til lækninga. Kom þaðan aftur 9. þ. m., heilbrigður að því er honum fanst. En lézt skyndilega kveldið eftir, kl. 11 y2, rúmra 35 ára að aldri. * * * Eg kom hingað til bæjarins í haust, ókunnur og atvinnulaus. Eg hafði við fáa talað, er fund- um okkar Ólafs Björnssonar bar saman. Eg haföi áður sent honum nokkur kvæði til birt- ingar í „ísafold‘ ‘. Hann kannaðist því við mig. En hið fyrsta, er eg tók eftir, er eg var kom- inn inn í skrifstofu hans, var h 1 ý j a n, sem streymdi út frá manninum. Handtak hans var þétt og fast eins og eg tæki í hönd bróður míns. Orðin, sem hann talaði til mín, full af einhver- jum innileik. Bros hans þurkaði út allan ókunn- ugleik og óframfærni. Mér fanst eg standa imdir háum himni og sólin skína á mig. Og þegar eg var sestur í stólinn vinstra megin við skrifborð hans, þá datt mér í hug: „Hér er oss gott að vera.“ Samtalið var á víð og dreif. Hann komst skjótt að atvinnuleysi mínu. Eg hygg helst, að hann hefði spymt fram þarna á augnablik- inu nýrri atvinnugrein handa mér, hefði það verið kleift mannlegum mætti. Svo mikill var fúsleikinn að liðsinna, svo mikil samúðin með öðrum. Og eg sannfærðist um það síðar, að þetta var engin nýlunda, engin undantekning með mig. Maðurinn hafði yndi af því að hjálpa öðrum. Honum var nautn að greiða götu ann- ara. Hann mun aldrei hafa verið auðugur mað- ur. En hann fór með fé sitt með konungs-örlæti. Eg sá hann að kalla mátti daglega frá því í desember og þar til hann sigldi í febrúar. Alt af jafn kátan og ástúðlegan, alt af jafn ljúfan við hvern sem var, æöri sem lægri. Það skein alt af af manninum þessi meðfæddi hæfi- leiki: að vinna mennina, hitta instu og bestu strengina í brjósti þeirra. Það hefir verið sagt um einn Forngrikkja, að mennirnir hefðu orðið betri í návist hans. Hið sama finst mér megi segja um Ólaf Björnsson. Menn gleymdu hildar- leik lífsins, baráttunni, úlfúðinni, þegar hann horfði á mann og brosti sínu hlýja brosi. Þá var ekki glæsimenskan minni. Mér hafði verið sagt, að sá íslendingur, er minti mann á Björnstjerne Björnson, væri Ólafur ritstjóri. Eg sannfærðist um þetta við fyrstu sýn. And- litsfallið var svipað, en ekki eins skarpleitt. Hann var þéttva.xinn og mjúkur í hreyfingum, bar höfuðið hátt og djarfmannlega, eins og þessi ástsæli guð Norðmanna. — Svo sigldi hann í febrúar, sér til lækninga. Og mér fanst bærinn verða auðari og grárri eftir. Illa lýstan bæ munar um að missa eitt ljós sitt. Og svo kom hann aftur 9. þ. m„ heilhrigður — að honum fanst — glaður og reifur. Dvaldi meðal ættingja einn sólarhring, gaf þeim af auðlegð ástúðar sinnar og ljúfmensku sömu gullkomin og áður. Reikaði glæsimannlegur og tíginn um þessar þektu slóðir æsku og full- orðins-ára. Andaði að sér sumarlofti ættlands síns í unaði og gleði. Og svo — og svo laust eldingu dauðans niður á einu augnabliki. Qg þessi karlmannlegi ástmögur allra, sem þektu hann, lá látinn á svipstund. — Þyngri harmur hygg eg, að hafi ekki verið kveðinn að eftir- lifandi ættmennum góðra drengja, en þeim, sem hér eiga hlut að máli. * * * Eg heyrði menn stundum tala um það, að Ólafur Björnsson ritstjóri væri ekki eins af- kastamikill og hann gæti verið. Hann væri ekki annar eins starfsjötunn og faðir hans. Þeir, sem kunnugastir voru og best þektu til, munu hafa ástæður fyrir því á reiðum hönd- um. Ólafur Björnsson var sífelt umkringdur af kunnugum og ókunnugum, háum og lágum. Við mennirnir erum svo gerðir, að við sækj- um meira í hlýjuna en kuldann, meira í ljósið en myrkrið, meira í gleðina og ástúðina en dapurleikann og hjartakuldann. En alt var þetta að finna hjá Ólafi, í kringum hann var alt af hlýtt. Hann var ljósið, sem dró að sér blómin. Hann huldi aldrei himin sinn með nein- um kuldaskýjum. — Því varð tíminn honum ódrjúgur. Og annað líka: Hann var alstaðar boðinn, alstaðar velkominn. Allir vildu sitja í sólskin- inu, sem hann stráði út frá persónu sinni. - En brot af sannleik mun þó hafa falist í þessum dómi ókunnugra manna. Hann mun hafa haft meira yndi af að njóta þess skapaða, en skapa sjálfur, meiri gleði af lifandi sam- neyti við fólkið í kringum hann, en þurrum og dauðum skrifstofustörfum. Hann var svo fegurðamæmur, að hann kunni best við sig í fossfalli hinnar líðandi stundar, því þar yfir er lithrigða-ljóminn mestur og fjölbreyttast- ur. Þar slá flest mannshjörtu. Og Ólafur Bjömsson var hjartnanna maður. — En hann vann meira en margur hélt. Hann var við ótal margt riðinn. Og eins er að gæta í þessu sambandi. Maðurinn er.enn komungur. Hann er svo að segja nýbyrjaður á æfistarfi sínu. Kraftamir eru ekki þroskaðir til fulls. Persónufyllingin ekki sprungin út. Nafnkend- ustu afkastamennimir og starfströllin hafa ekki allir verið búnir að áorka miklu á 35 ára aldri. Enginn veit, hvenær við berum blóm okkar mesta þroska og bestu starfa. Og eitt er víst: Með dauða Ólafs Björnssonar ritstjóra, hafa margar góðar vonir farið í gröfina, marg- ir draumar hliknað og margt fyrirhugað verk feykst út í veður og vind. Með honum hefir þessi fámenna þjóð mist einn sinn ágætasta dreng og þessi hær þann mann, sem flestum öðrum fremur gerði hann bjartan og hlýjan. Jón Björnsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.