Ísafold - 14.06.1919, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.06.1919, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Sveltn-styrjöldm. Hörmniigar-ástandið á Pýskalandi. Það mun tæplega orka ívimælis, að orð það, sem best lætur alþjóð manna í eyrum á vorum tímum, er orðið Jriður. Okkur, sem þvi nær ekkert höfum haft af styrjöld að segja, móts við allar aðrar pjóðir, finst það fela i sér alt það besta, sem til er; en ófriðarþjóðum þeim, sem biiið hafa við sult og bágindi árum saman, virðist pað himnesk opinberun — hið dýrlegasta, sem til er á jarðriki. Ósigurinn þýzki, á ofanverðu ári 1918, kom eins og þruma úr heið- skíru lofti, yfir allan þorra manna, jafnvel þó það væri á allra vitund, að enska hafnbannið hefði hinar ægi legustu afleiðingar í för með sér fyrir þýsku þjóðina. Menn gátu með engu móti tniað þvi, að Þjóðverjar, þessi duglega og harðgera þjóð, yrði svo gersamlega yfirkomin. En nú, þegar allir málavextir eru kunnir, vekur ósigurinn enga undrun, held- ur hitt, að hann skyldi eigi bafa komið löngu, löngu fyr en í haust- byrjun 1918. Yfirstjórn heilbrigðismála hinsþýska rikis hefir nýlega gefið út bók eina, sem heitir >Schadiqun% der deutschen Volkskrajt durch die Jeindliche Bloc- kadet. Er bók þessi þjáninga- og raunasaga þjóðarinnar, rituð með óhrekjanlegum tölum um blóðfórnir þær, sem hungursörvinglun og von- leysi kröfðust sultatárin 4. Bæði hagfræðislegum og heilsufræðisleg* um verkunum hungursins er ná- kvæmlega lýst, og öll atriði þvi við- komacdi grandskoðuð og skýrð með vanalegri þýskri visinda-nákvæmni og samviskusemi. Talið er tölum hversu mikið fé innisveltan hefir kostað þjóðina, og útkoman reiknuð i miljörðum marka. Jafnvel þótt manni blöskri niður- staðan og virðist S5 miljarðar gífur- leg fjárupphæð, verður hún þó hé- gómi einn, þegar vitt er fyrir sér hvað það er, sem metið er til fjár. Hér eru hundruð þúsunda manns, lífa virt — mannslífa, sem farið hafa forgörðum í baráttunni við sult og örbirgð — mannslífa, sem týnst hafa í móðurlífi eða í fæðingunni, vegna svo mikils skorts, að engu hefir orð- ið um þokað. Okkur virðist það ganga guðlasti næst að virða til fjár mannslif þessi og altof svipað ribb- alda eðli og þroskalausri dómgreind forfeðra vorra, sem þrásinnis seldu við ýmsu verði líf og limu ættingja og vina. Og þó er þetta eina úr- ræði hinnar þýsku heilbrigðismála- stjórnar. Vitanlega hefir henni ver- ið það full-ljóst, að mannslífið verð- ur aldrei metið til fjár, og því síður 763 þúsundir manna. En einhvern grundvöll varð að finna, til þess að hægt yrði að fara nærri um tjón það, sem innisveltan hefir bakað þjóðinni. Niðurstaðan var bygð á þessum grundvelli, og þeir einir taldir, sem týnst höfðu af hungri. Eymd og þjáning manna þessara er eigi meðtalin, enda ger-ómögulegt að virða hana tíl fjár. En það er eigi það eitt, að þeir hafi tekið út ósegjanlegar þrautir, sem látist hafa, heldur hafa og þeir, sem enn hjara, svo þröngt i búi, að volæði þeirra og bágindum verður eigi með orð- um lýst. Hvernig halda menn að þýskum heimilisföður sé innanbrjósts Jarðarför mannsins míns sáluga, Ólafs Björnssonar ritstjóra, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 18. þ. mán. Hefst með húskveðju heima kl. 1 e. h. Borghildur Björnsson. —HBBBMBHJBIlllillil IMHIHIIH11 i IM8M——■MaMHIIl'ffltfiii— Kvennaskólinn í Reykjavík. Stúlkur þær, er ætla að sækja um inntöku í Kvennaskólann næsta vetur, sendi forstöðukonu skólans sem fyrst skriflegar umsóknir sínar. Umsókn frá nýjum námsmeyjum fylgi bóluvottorð ásamt kunnáttu- vottorði frá kennara eða fræðslunefnd. Einnig skal tekið fram I hvern bekk umsækjandi æskir inntökn. Meðgjöf með heimavistarstúlkum er 80 kr. á mánuði, og skulu stúlkur þær, er hafa i hyggju að sækja um heimavist gera þ;\ð hið fyrsta. Ráðning í heimavistir og hússtjórnardeild skólans sé þeim fastmælum bundin, að ekkert ónýti hana, nema veikindi umsækjanda. Skólaárið byrjar i. okt. n. k. og séu allar námsmeyjar þá mættar. Inntökupróí fyrir nýjar námsmeyjar fer fram 2.—4. okt. Inntökuskilyrði eru hin sömu og undanfarin ár. Umsóknarfrestur til 15. ágúst. Hússtjórnardeild skólans byrjar einnig 1. okt. Nánuskeiðin verða tvö eins og að undanförnu; hið fyrra frá 1. okt. til 1. marz, en hið síðara frá 1. marz til 1. júlí n. á. Meðgjöfin með hússtjórnarnámsmeyjum er 75 kr. á mánuði. Skóla- og eldsneytisgjald verður sama og siðsstliðinn vetur: Skólagjaldið er 50 kr. fyrir bekkjarnámsmeyjar og 30 kr. fyrir hússtjórnar- námsmeyjar; eldsneytisgjald er 3 kr. á mánuði fyrir hverja stúlku. Reykjavik 28. maí 1919. Ingibjðrg H. Bjarnason. H.f. Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir (Gránufélagið, Tulinius og A. Asgeirssons verzlanir) Skrifstofa í Reykjavík i Suðurgötu 14. Símnefni: »Valurinn*. Pésthólf: 543. Simi: 401. Heildsala: Selur allskonar útl. vörur fyrst um sinn eftir pöntun.-Kaupir allar fsl. afurðir. MalluÉi Heniliaiaðaifálaga Islaade verður haldinn 24. þessa -mán. kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu (uppi). Dagskrá samkv. félagslögunum. Reykjavik 10. júuí 1919. Inga L Lárusdóttir, p. t. forseti. Hafnarfjarðar Apotek. Heildsöluverslun fyrir kaupmsnn og kaupfólög. Gerpúlver, Sódapulver, Kremortartari, Kardemommer heilar og steyttar, Kanel heill og steyttur, allsk. Dropar, Kvefpillur, Suðuspritt i tunnum á 190 litra, mjög ódýrt. Sören Kampmann. yfir því að vita konu og börn svelta __ yfir þvi, að kenna vanmáttar síns I því að útvega þeim allra brýnustu lífsnauðsynjar ? Og hversu mörg mannslif hefir hungrið fyrirbygt að fengju i heim- inn komið ? Hversu margir hafa látist i sjúkdóminum, sem hungrið er bein orsök i? Hvers virði er hinn glataði vinnukraftur — hið lamaða framkvæmdaþrek ? Spurningum þessum getur sjálf- sagt enginn svarað. Víst er það eitt, að niðurstaðan yrði hræðileg. Og þó hefir heilbrigðismálastjórnin slept öllu þessu. Hún tekur einungis það, sem hægt er að sanna með tölum og tölugildi hefir, en það er óneitan- lega hlægilega litill hluti af öllu því tjóni, sem hungrið er skilgetinn faðir að. Tölurnar, dauðar og kaldar, slá þó svo á tilfinningar manna, að öll- um öðrum skirskotunum er gersam- lega ofaukið. í öndverðum maímánuði 1918 settust vísindamenn úr löndnm bandamanna á ráðstefnu I Paris. Skyldu þeir rannsaka og ákveða hve mikinn mat fullorðinn maður þyrfti á dag að meðaltali. Eftir nákvæma ihugun komust þeir að þeirri niður- stöðu, að maður, sem vegur 140 pd. og vinnur 8 tíma á dag, þarfnast næringar, sem svarar 3300 hitaein- ingum. Skamt þennan töldu þeir að mætti rýra um 10%, án þess það kæmi að sök. Jjfnframt komust þeir að þeirri niðurstöðu, að minsti fituefna- skamtur, sem komið gæti til mála, væri 70 gr. á dag á nef hveit. Það fer fjarri þvl, að þýsku matar- seðlarnir nálgist tölur þessar. Dag- skamtar manna námu 1916 1344 hitieiuingum. Eru þar í trlin þau matvæli, er seld voru eftir seðlum: mjólk, brauð, kjöt, feitmeti og kart- öflur. Önnur matvæli voru svo dýr, að efnamöunum einum var kleift að kaupa þau. Þessir sárlitlu skamtar voru svo enn færðir niður í 1100 hitaeiningar. Samkvæmt þeim var hverjum manni ætialð 30 gr. fitu- efna á dag, en það er tæpur helm- ingur þess, sem líffæri mannsins þarfnast allraminst. Það er alment talið að mjölnæring einstaklingsins sé 320 gr. á dag. Skamturinn þýski var i ófriðarbyrjun 225 gr., en var smátt og smátt færður niður í 160 grömm. Árið 1917 komst hann nið- ur I þetta lágœark, en mjöl það sem menn fengu var í þokkabót stór- skemt. Hefir þýska þjóðin þannig um 2 ár búið við hálfa mjölskamta, þegar þess er gætt, að mjölið hefir veiið skemt, virðist eigi of lágt tal- ið að meta þá til þriðjungs þess, sem talið er manniaum nauðsyn- legt. Ekki er kyn þótt keraldið leki. Kjötskamtarnir hafa þó rýrnað enn meir. Kjötnotkun einstaklingsins var talin 1050 gr. á viku hverri. Þegar i ófriðarbyrjun var hún minkuð um helming. Síðastliðið sumar voru vikuskamtar manna 135 gr. eða c. 13°/0 af þvi sem talið er manninum hæfilegt. Fituskamtarnir höfðu 1917 náð lágmarkinu 25°/0, en voiu þó á um- liðnu ári færðir niður um 5%. Svo nú eru þeir 20% af því, sem þeir voru fyrir styrjöldina. Þessar 1100 hitaeiningar, sem mönnum eru skamtaðar á dag, eru að viturra manna dómi, hæfiiegur skamtur handa 4—5 ára gömlu barni. Enginn fullorðinn fær hald.ð fuiium kröftum eða óiömuðu starfsþreki með viðurværi þessu, nema skamm- an tíma. Menn léttast og missa framkvæmdaþrek, veslast að lokum upp og verða hungrinu að bráð. Megurð þjóðarinnar er svo mikil og almenn, að meðalþyngd manna hefir fæist úr éo kg. niður í 49. 1 sambandi við þessa almeann meg- urð má geta þess, að dauði manna hefir aukist að mikluœ mun. Vitan- lega er héi eingöngu rætt um þjóð- ina heima — ekki herinn. Bera skýrslur þessar með sér að mann- dauði hefir vsxið um 9Vi% 1915» M% 1916, 32% 1917 og 37% 1918. Það var harði veturiun 1916 til 1917 sem einkum jók töluna. Sé því svo farið, að innisveltan hafi valdið aldurtila 763.300 Þjóð- verja, kemur sú spurning i bnga manns, hvaða sjúkdómar hafi eink- um stuðlað að hækkuninni. Því miður eru eigi fyrit hendi skýrslur úr öllum iandshlutum, en samkvæmt ástandinu í bæfum þeim, sem hafa yfir 15.000 íbúa, verður niðurstaðan sú, að þvi er berklaveikina eina snertir, að 75 þúsund manna létust fram yfir það vanalega, og það ein- göngu í 380 bæjnm. Ur sveitun2 laudsins vantar allar heimiidir. Þó er )að víst, að margt manna hefir einn- ig látst þar úr sjúkdúmi þessum. ín að berklaveikinni hefir aukist s\a ásmegin, er auðvitað i fullu sam-- bandi og samræmi við viðurværj jjóðírinnar. Hollur og nógur mat- ur er skæðasti óvinur hennar; hung— ur og öibirgð eru á hinn bóginn einkar góður akur fyrir sýkina, og étta henni svo starfið, að hún drep- ur á næsta skömmum tíma. Bágindi og þrautir fjögurra ófriðarára hafa Jannig að fullu eyðilagt og stór- spilt margra kynslóða baráttn viS* sjúkdóm þennan. Margir aðrir sjúkdómar hafa og: vaðið uppi. Veikindin leggjast þyngrs á og eru almennari ea ella. Einkum eru það meitingarsjúkdómar ýmsirr sem mjög oft koma fyrir; sérstak- ega hefir garnabólga verið mjög tið. Skortur á slpu og öðrum hrein- ætisvörum hefir og verið þess vald- andi að óþrifnaður hefir mjög færst i aukana. Kýlapest og húðsjúkdóm- ar allskonar hafa séð sér leik á borði og geisað eins og logi yfir akur. Fiamangreindir sjúkdómar og lam- andi hungur eru þess valdandi, að þjóðin fær eigi afkastað svo mikillr vinnu sem fyr. Reynt hefir verið að reikna saman hve miklu þaðc nemur. Grundvöilur sár sern bygt hefir verið á er það, hve almenn- ingur hefir lést að meðaltali. Nú er það fullsannað, að léttist maðtir nœ 40% er sá hinn sami dauðanum ofurseldur. Léttist hann um 20%> er talið að hann láti helming af vinnuþreki þvi, sem hanu hefir á að skipa. Sé þ tta lagt til grund- vallar, og rýrnun manna skift niður á 4J/a ár og þar af leiðandi tjóni, verðor meðaltalið á vinnurýrnuninni 53%- Væri tjón þetta talið tölum rrundi upphæð sú nema frekum 30 miljörð- nm marka. Nú er hér einvörðungn talin likamieg vinna, og þá einkum; stritvinna. Andleg starfsemi verður' eigi metin á sama mæli. Því það' e auðvitið mál, að hafahannið hefir eigi einasta haft skaðleg áhrif i likamlegan vöxt og viðgang manna^. heldur einnig á sálariegan þroska og andiega hæfileika. Til sönnunar þessu er þess getið, að mjög margir hafi fallið í eins konar kæruieysis- mók, og enn aðrir sökt sér niður f' skaðlegar nautnir líðandi stundar. Ee> það er eigi einasta að sveltan hafi- brennimeikt þá sem lífa. Hún hefir teigt og mun um margra ára skeið' enn, teygja kiærnar inn á land hinna ófæddu. Hún veldur því, að þús-- undir barna hafa látist í móðurlíft- og sömuleiðis að fæðingum hefir fækkað að miklum mun. Sumpart veldur því aukin ófrjósemi kvennar og snmpart hræðslan við að gets eigi fætt börnin. Þó verður þessi hlið málsins eigi talin með tölum^ þvi meginorsökin til fæðingafækkun- arinnar er auðvitað styrjöldin. Miljónir rnanna hafa látist, veriði helsærðar eða skildar frá konnm mánuðum og árum saman. Styrj- aldarárin 4 hefir fæðst 4 miljónunt minna af börnum en ella hefði verið. 25% þessarar upphæðar telur þýzka stjórnin að rita megi á reikn- ing sveltuanar, og virðist eigi off hátt farið — 25% eða eina miljóns ófæddra þýzkra barua. Einmitt þetta hefir komið mjög hart niður á þjóðinni, því viðkom'- an og fólksfjölgunin var sá kostur- inn — það vopnið, sem hóf han»- ofar öðrum mentaþjóðum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.