Ísafold


Ísafold - 28.06.1919, Qupperneq 2

Ísafold - 28.06.1919, Qupperneq 2
2 T5 AFOL D H.f. Hinar sameinnðu íslcnzku Yerzlanir (Gránufélagið, Tulinius og A. Asgeirssons verzlanir) Skrifstota í Reykjavík í Suðurgðtn 14. Símnefni: »Valurinnc. Pésthólf: 543. Sími: 401. Heildsala: Selur allskonar útl. vörur fyrst um sinn eftir pöntun — — Kaupir ailar ísl. afurðir. Kaupa aliar íslenzkar vörur. Á.B. Nordisk Handel Kapt. N. Unnérus Stockholm. Reykjavik. Selja allar sænskar vörur. að hún nær ehki fyrri hlutanum. Höfundurinn cýtur sín auðsjáanlega ver í því lofti en hinu. Honum mun láta betur að lýsa andlegum ihugamálum mannanna, hinum eilífu hjaðningavlgum hins gamla og nýja, heldur en kapphlaupinu um auðæfi og allri þeirri úthveifu mannssálar- innar, sem þar kemur í Ijés. Vegna þess, að höfundurinn er með efni, jsem er honum íjarskylt, sem á ekki neinn samræman streng i hans eigin brjósti, þá verður lýsingin litdauf, dálítið stykkjótt, og sálarlif persón- anna yfirborð, sem við fljótum ofan i og fáum lítið skygnst til botns í. Og þarna bregður ekki upp, nema i örfáum blaktandi leiftrum, þeim megin-blossum, sem lýstu söguna >Jón á Vatnsenda« : samband manns- sálarinnar við guð, og þrá hennar til að leggja af sér óþörf bönd. í henni var göfug framsókn hinna ínnri krafta mannsins móti ytri hömlum. I þessari sögu, »Hildálf«, i nær því engin slik þróun sér stað. Þar yfirgnæfir þeysandi flugaferð peningaleitarinnar. Og í þeirri leit verður sumt Ijótt og ófagurt. Ekki er þó með þessu verið að gefa í skyn, að ekki sé ýmislegt vel sagt og athugað í þessari bók. Trúarjátning Karls eða lífsskoðun ■{bls. 230—240) er fögur og í sum- um atriðum stórfengleg. En hvernig og hvaðan er honum alt í einu kom- inn si þroski, sem hann sýnir þas ? Hann hefir áður lítið skift sér af þeim vegum, sem liggja að hjaita tilverunnar. Fátt hugsað um þræð- ina i bans eða annara lífi, sem hann gat rakið sig eftir þangað. En þarna i hólnum heima, við hlið konunnar, i kvöldkyrðinni, undir bláum himni, finnnr hann alt i einu einn af feg- urstu draumum manrsandans risa upp i sál sinni. Það er sagt, að þroski sálarlífsins komi stig af stigi. En þarna saknar maður margra stiga í þioska Karls. Þessi samúð hans með lífinu og samræmi við alla lifs- heildina, kemur manni á óvart. Manni skilst, að þar talar höf. fyrir sinn munn, en ekki þeirrar persónu, sem birst hefir i Karli. Þessi sam- tið getur ekki verið risin upp af eðli og breytni hans, eics og hann hefir komið fram og verið skýrður í sögunni. Og það spillir persónu- gildi Karls og sögunni sem heild. Yfir höfuð sýnist höf. hafa verið of óvandvirkur við sjálfan sig á kðfl- um. Það eru setningar í þessan bók, sem illa fara, en sem ekki áttu sér stað í hinni fyrri, og höf. hefði auðsjáanlega átt hægt með að hafa öðruvísi. T. a þetta á bls. 85: »og sérhvers eigið jeg viitist blossa úr augunum*. Þetta er eins og illa þýdd danska, og hefði verið hægt að bæta með örfáum pennadráttum. Þá er þetta á bls. 215: »Það var asahláka í sál hans, og hann gat ekki varist því, að nokkuð brytist út á hvarmana«. í fyrsta lagi er setn ingin dönskuleg, og í öðru lagi er samlíkingin óheppileg. Manni dettur í hug, að hann hafi grátið gruggug- um tárum. Asahláku fylgir að jafn- aði leysing og leysingunni grugg- ugir straumar. Sama má segja um setninguna á bls 227.: »Umhverfið veitti sæluþrungnum orkustraum inn i sálir þeirra*. Þessi »orkustraum- ur« hefir náð ótrúlegri útbreiðslu og gengi síðan Hermann Jónasson kom fyrst með hann i »Dulrúnum«. Síðan er þetta orð notað í öllum mögulegum og ómögulegum sam- böndum. Alt sendir frá sér »orku- strauma* og fær »orkustrauma«. — — En ekki þætti mér undarlegt, þó þessi bdk yrði meira ksin og betri talin en »Jón á Vatnsenda«. Hún er barn sins tima og ber ein- kenni þess. I benni finna menn þyt og þotsta peningamannanna. Og sá þytur lætur nú mörgum yndislega í eyrutr. Og sá þorsti er nú af mörgum talinn heilagur. /. B. Norrænt stúdentamót i sumar. Eins og að undanförnu stofnar hið norræna stúdentasamband til norræns stúdentamóts í sumar, og stendur það frá 28. júlí til 2. ágúst, á Tvildemoen við Voss í Noregi. Fundarstöðvarnar eru hinar feg- urstu og liggja við járnbrautina milli Bergen og Kristjaníu, ekki langt frá Bergen. Kunnir rithöf- undar og vísindámenn frá öllum’ Norðurlöndum tala á mótínu. Af íslendingum talar skáldið Guð- mundur Kamban.— Fyrir stúdenta héðan að heiman, er kynnu vilja sækja mótið, myndi kostnaðarminst að fara beint til Bergen, ef ferðir falla, og svo þaðan til mótsins. En vegna þeirra, er fara kynnu um Höfn, skal eg geta þess, að ferðin þaðan fram og aftur til Voss kostar 100 kr. í þriðja flokks járnbrautar- vagni. Dvalarkostnaður þátttak- enda á mótinu verður 50 kr. Þeir stúdentar héðan frá íslandi, er kvnnu að vilja sækja mótið, snúi sér til undirritaðs (Smiðju- stíg 7), helzt fj-rir 5. júlí. Æski- legt hefði verið að mótið hefði verið boðað liér með lengri fyrirvara, en náuðsynlegar orðsendingar frá stjórn mótsins bárust mér ekki fyr en nú með „Gullfossk ‘. Reykjavík, 26. júní 1919. Kristján Albertsson. Úr Skaftártunga: Heyskaparhorfur litlar sem engar, en sauðhagi sæmilegur og ^kki kveð- ið að vanhöldum á skepaum, er frarn komust í vor. Nýlega eru látin: Helgi Nikuids- son i Svinadal, áður bóndi í Ytri- Asum, fjorgamall og blindur, skýr- le:ksmaður — og Vigdís Björnsdóttir, roskin nokkuð og dygðahjú. ReyklaYíjŒraniiáll. Arne Möller, prestur frá Danmörku, er skrifað hefir oft um ísland vinsam- lega og vel i dönsk blöð og tímarit, er staddur hór í bæ um þessar mundir. Hann ætlar að pródika í dómkirkjunni kl. 5 á morgun. Gullfoss kom hingað á þriðjudaginn var. Meðal farþega voru: Thor Jen- sen útgerðarmaður og frú hans, Sig- urður Briem póstmeistari og frú, Emil JS’ieisen framkvæmdarstjóri, Ragnar Ölafsson konsúll og frú, Þorvarður Þorvarðarson prentsmiðjustjóri, Þorkell Þorkelsson löggildingarstofustjóri 0. fl. Lík Aall Hausens fanst á floti í hafnarmlnninu síðastl. miðvikudag. „Lagarfoss" kom liingað í gær og lagðist fyrir utan hafnargarða. Hafði verið 121/2 sólarhring á leiðinui og feng- ið gott veður. Farþegar voru Kjartan Þorvarðsson, sem dvalið hefir 10 ár í Vesturheimi, Steingrímur Arason^ eftir 4 ára dvöl vestra, og Sigurður Magnússon cand. phil. Eru 17 ár síðan liann fór vestur. Steingrímur Arason er ættaður úr Eyjafirði, og hefir hann stundað nám við Columbia háskólann, aðallega lagt stund á upj)eldisfræði. Páll Eggert Ólason cand. jur. liefir fengið tekna doktorsritgerð af Háskóla íslands. Er hún að nokkru um Jón Arason, og er búist við því að Páll verji hana í háust. Verður liann fyrsti íslendingurinn, sem vinnur sér doktors- nafnliót við háskóla vorn. Fulltrúar Vestur-íslendinga á aðal- fundi Eimskipafélagsins, verða þeir Arni Eggertsson og Árni Sveinsson. Flugvöliurinn. Bæjarstjórn hefir á- kveðið að taka nokkurn hluta, 92300 fermetra af túni Eggerts Briem íVatns- mýrinni, laga það svo, að nota megi fyrir lendingarstað handa flugvélum og leigja völlinn síðan flugfélaginu. E. B. á að fá 15 aura fvrir hvern fermeter. Erl. símfregnir Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn, 24. júní. Friðinum fagnað. Klukkan 7 í g'ærkveldi (máuu- dagskvöld) bárust hingað sím- skeyti um að friðarsamningar værm komnir í kring, og' vakti það afar- mikið fjör og fagnaðarlæti, þó að vont væri veður. A svipstundu varð alstaðar krökt af útlendum hermönnum, úr land- her og flota, og héldu þeir fagn- aðarlátunum áfram fram á nótt. „Berliner Tageblatt“ segir, að allir yfirhershöfðingjar og undir- foringjar í Þýzkalandi vilji þegar í stað fá lausn frá embættum. London, 25. júní. Undirskrift friðarsamninganna. - Bretakonungur liefir látið það boð út ganga, að þeirri stundu, sem friðarsamningarnir verði und- irskrifaðir í Versailles, muni verða fagnað með fallbyssuskotum hers og flota. Clemeneeau, Wilson og Lloyd George fóru frá París til Versail- les í gær til þess að sjá um undir- 55 56 57 drögum við fólkið smátt og smátt ofan úr dölunum og niður að sjó. Sveitabygðin þynnist, og framdalir leggjast í auðn. En viðskiftin við útlönd fara vax- andi órfráári. Ef við fáum járnbrautir, þá ræktast landspildurnar með fram þeim; þorpin myndast við helztu járnbrautarstöðvarnar. Alstaðar nálægt braut- inni þéttist bygðin i sveitunum. Innanlands við- akiítin blómgast. Fólkið helzt betur í sveitunum, en erlenda verzlunin vex jafnt og áður þrátt fyrir það. XIII. Leikhúsið. Leiklistin og leikhússmálið standa likt að vígi á íslandi nú, og í Þýzkalandi um miðja 18. öld, áður en Göethe fjekk hertogann af Weimar til þess að stofna leikhúsið i Weimar, sem var styrkt og bygt af ríkisfje. Nú er samskonar leikhús i liverriþýzkri borg, og Þýzkalandskeisari styrkti þrjú leikhús í Berlín, og styrkurinn til þeirra nam alls 2,700,000 kr. á ári — Eg veit að brezka ríkið styrkir ekkert leikhús nú, þó það hafi áður verið svo. Drury Lane leikhúsið, sem arfþegi Globe leikhússins, sem Shake- speare skrifaði öll ódauðlegu leikritin sín fyrir, hefir verið, og kallar sig konunglegt leikhús, en hefir eng- an styrk. Ágætasta mentafólkið í London vill fá gott leikhús með opinbefum styrk, því að annars getur ekki gott leikhús þrifist, og þótt því hafi ekki verið sint, þá hafa þó þrír leikhússtjórar, sem bezt hafa valið leikritiD, verið gjörðir að aðalsmönnum. Allir voru þeir leibarar jafnframt. Á Norðurlöndum, í Höfn, í Kristjaníu og Stokk- hólrni eiu þjóðleikhúsin, eða konunglegu leikhúsin, eins og þau hafa verið köliuð, styrkt með stórfje árlega. Öll þeðsi leikhús hafa þess utan verið bygð fyrir fje ríkisins. Kú er ísland orðið fullvalda ríki, og nú er röðin komin að því, með að styrkja leik- listina og byggja leikhúsið. Það verðui' að verða þeirra manna verk, sem nú eiga að stofna rikið, að veita ársstyrk til þess að leikhúsið geti starfað, ogaðákveðaað láta byggja hér leikhús, sem sé að sinu leyti ekki óveglegra eu Landsbókhlaðan er að sínu leytí, og sem fulinægi kröfum t mans að útbúnaði, og sé til frambúðar að stærðinni til. Ársstyrkurinn úr ríkissjóði þyrfti að vei’a 50 000 kr. á ári. Það eru árslaun eins skipstjóra á botn- vörpung. Það sem inn fengist fyrir sætasölu, getur ekki orðið, með því húsnæði sem nú er, meira en 20—24,000 kr., vegna þess hve erfitt er að komast að húsinu, sem leikið er i, og vegna þess hvað það rúmar, og hvað illur útbúnaður dregur úr aðsókn- inni. Kostnaðurinn við ljós og hita, húsaleiga og auglýsingar kosta nú 150 kr. fyrir hvert leikkvöld. Fyrir 80 leikkvöld á árinu eru það 12,000 kr., svo bent sé á einn liðinn í kostnaðinum. Með styrknum úr ríkissjóðnum mætti ráða leikstjóra, eða leikhús- stjóra, sem helzt ætti að vera leikari um leið, og líklega 2 meðráðamenn með honum, og borga 10 manns svo, að það fólk gæti gefið sig að því að' leika. Eg hugsa mér, að sijórnin skipi þann mann og meði'áðamennina, en leikendurir séu ráðnir af honum og þeim með staðfestingu, eða samþvkki stjórn- arinnar. Af þeim, sem nú leika, mætti ráða fasta 4, 5 eða 6, ef þeir leikendur gæfu kost A sór. Lítt kunna, eða því nær óþekta leikendur yrði að eins að ráða til eins árs í senn, til þess að halda þeim,„. sem bezt reyndust. Það ætti að verða hagur fyrir leikhúsið, að sem flestir fengju að reýna að leika hlutverk (debutere). Fastir leikendur yrðu innan skamms 10, en fyrir utan þá þyrfti leikhúsið að ráða yfir 5—7 aukaleikendum, sem ávalt þarf á að halda í mannfrekum leikritum, og sem annars gætu gengið fram í skörðin, ef einhver aðalleikandinn hehist úr lestinni. Svo þarf enn hljóðfæraflokk, sem ekki mun mega vera fáliðaðri en 5 manns, og 8 til 10 menn til að skifta tjöldum á leiksviðinu. Það er ekki liyggja mín, að alt þetta fólk verði ráðið þegar, eða samdægurs og styrkurinn væri fenginn, en þegar búið er að koma upp leikhúsi, öjálfsagt búast við þvi, að tekjurnar, sem koma inn fyrir aðgöngumiða,. verði rueiri en að frawan er gjört ráð fyrir, og þá verður alt þetta fólk að koma. Jafnframt má hugsa- sér að leikkvöldin þá komist upp í 100 kvöld á ári. Um borgunina til fastra leikenda hefi eg áætlað að hún jafnaði sig upp með 4000 kr. Það eru ekki laun, þvi liðlegur iðnaðarmaður fæst ekki fyrir það^ ef hann á að hætta iðn sinni fyrir það- En þafV verða máske laun síðar. Leikhússtjóra verður að>

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.