Ísafold - 13.10.1919, Page 1
Reykjavík, mánudaginn 13. október 1919.
42. tölublað.
XLVI. árg.
Næsíu Olympiuleikar
og Islendingar.
Þingið veitti að lokum 12 þds-
■nnd krónur til þess að íslendÍDgar
gætu sótt Olympiuleikana, sem
haldnir verða næsta sumar í Ant-
werpen.
Það hefir verið bent á það hér i blað-
inu, að rétt væri að veita styrk
þennan, ísleczku iþróttalífi til efl-
ingar og til þess að landinu yrði
haslaður völlur á alþjóðaiþróttamót-
inu fræga. Og þess var getið, að
einmitt mi, er landið væri orðið
sjálfstætt ríki, væri fremur en fyr
nauðsyn á að íslendingar kæmu op-
inberlega fram á mótinu.
Þingið hefir nú sýnt að það vill
gera það sem í þess valdi stendur
til þess að íslendingar sæki mótið.
NÚ eiga iþróttamennirnir eftir að
gera sinn hluta, nefnilega að búa
sig svo undir förina að landinu megi
verða vegur að komu þeirra þar.
Þvi annars er miður farið en heima
setið.
Eigi er oss kunnugt um hvort i-
þróttamenn eru þegar farnir að iðka
íþróttir með sérstöku tilliti til leik-
anna næsta ár. En þeir ættu að
vera farnir til þess. íþróttafélögin
verða að sjá til þess að mikili flokk-
ur manna — margfalt stærri en sá
sem sendur verður — iðki iþróttir
að staðaldri i allan vetur. íþrótta-
mennirnir verða að sýna það, að
þeir hafi vi!ja og áhuga á að kom-
ast langt og þeir verða að sýna, að
þeir geti neitað sér um alt það, sem
á nokkurn hátt gæti dregið úr þreki
þeitra. Sá íþróttamaður sem ekki
getur þetta á ekki skilið að koma
opinberlega fram á íþróttakappleik
hér i Reykjavík, hvað þá i Ant-
werpen.
Iþróttamennina okkar vantar til-
finnanlega hæfan kennara, sem eigi
aðeins sé bær um að segja, hvernig
iðka eigi íþróttir, heldur einnig
hvernig íþróttamaðurinn eigi að lifa
milli þess að hann er við iþrótta-
æfingar. Iþróttir nútimans eru komn-
ar á það stig, að sá sem vill skara
'íram úr verður að taka tillit til svo
margs sem áður Var ekkert hugsað
<um. íþróttafélögin erlendis eru vax-
In upp úr kákinu, þvi þau þafa
sannfærst um að með kákinn fæst
enginn árangur.
Það sem íþróttasamband íslands
þarf að gera er að fá hingað vel
færan iþróttakennara og gefa honum
ótakmarkað vald yfir íþróttamönnun-
am. Þeir sem ekki hlýðnast og ekki
sýna þann áhuga eða hæfileika, sem
nauðsynlega útheimtist til að mað-
urinn verði að gagni, eiga að úti-
lokast frá æfingum. Sambandið á að
skipa dómnefnd hæfra manna sem
að lokum iðkununum segi til um
hvort íþróttamennirnir séu boðlegir
til þess að koma fram fyrir Iandsins
hönd erlendis, og sé kennarinn einn
í nefndinni. Ef það dæmist rétt að
vera, að mennirnir séu ekki boðleg-
ir, þá eiga þeir að sitja heima.
Sérstaklega verður að gefa íslenzku
glímunni gaum. Henni hefir því
miður stórhrakað núna á allra síð-
ustu árum, eins og Íslandsglíman i
vor bar vott um. En til hennar
verður að vanda eigi sizt. Glíman
frá íþróttavellinum 17. júní i vor á
ekkert erindi til Antwerpen.
Hvað vill TíminnP
Á samkomu þeirri, er samvinnu-
flokkurinn svokallaði hóaði saman á
Þingvelli { vor, var samin stefnu-
skrá allmikil i mörgum greinum.
Reynsla sú, sem menn hafa haft
siðan af málgagni flokksins, virðist
færa heim sanninn um að ljúfasta
áhugamál foringjmna hafi gleymst
af stefnuskránni, nfl, það að svívirða
einstaka menn. Beri maður þennan
þátt Timastarfseminnar saman við
aðra, sannfærist maður um að svi-
virðingaboðorðið htfði átt að standa
eins og viðlag við hvern einstakan
lið stefnuskrárinnar.
Liklega er það vegna þeSs, að
kosningar fara í hönd, sem Tíminn
hefir nú færst i aukana og slettir nú
ákafar en nokkru sinni fyr skít á
þá, sem honum eru fremri. Siðasta
blað er einn samanhangandi skamma-
vefur um ýmsa nýtustu mennina i
hópi sjálfstæðismanna og leggur sér-
staklega rækt við róginn gagnvart
Einari Arnórssyni, Bjarna frá Vogi
og Magnúsi v Péturssyni. Hefir það
víst verið almenn skoðun manna,
að »Tíminn« hefði gengið svo rausn-
arlega fram í skömmunum undan-
farið, að hann hefði náð hámarki
s’nu þar, en þetta er hinn mesti
misskilningur. Blaðið kemst altaf
dýpra og dýpra og sannar sjálft, að
i óvönduðum rithætti eru þvi engin
takmörk sett.
»Sihungruðu bitlingasnikjurnar*,
» Grágásarfals irinn«, » vatnsráns-p if-
inn«, »yfir-hrossakaupmenn« eru
skrautyrðin, sem Tfminn velur mót-
stöðumönnunum. Og efnið er nið
og rógur, einmitt um þá mennina,
sem rækja þingstörfin með mestri
alúð og samvizkusemi.
Það er ofur eðlilegt að Timinn
leggist á móti þessum mönnum.
Því hingað til hefir hann gert sér
far um að fá sem mest af liðlétt-
ingum á þing, mönnum sem ekkert
vit hafa á þeim störfum, sem þeir
eru settir til að rækja, og engan
vilja á að gegna þeim. Sýnishorn-
in eru þegar til I þinginu og fregn-
irnar um flesta nýja frambjóðendur
»Tímans« úti um land staðfesta, að
þetta eigi að verða meginregla fram-
vegis. »Tíminn« heldur hlifiskildi
yfir mörgum andlegum fáráðum,
sem koma eiga i stað mannanna,
sem hann þolir ekki á þingbekkjun-
um — mannanna sem vinna.
Alt stefnir að þvi að reyna að fylla
þingsalinn mönnum, sem fara vel i
vasa sam vinnuhrókannaj mönnum sem
Iáta segja sér hvað þéireigi að gera,
og sem láta möglunarlaust siga sér
út i það sem samvinnufélagið
Hriflu-Jóuas & Co. dæmir rétt að
vera. Þannig er stefna þessa flokks,
sem nú blæs sig mest upp og læt-
ur blað sitt tala eins og það eigi
ait landið! Það er ekki spurt að
mannkostum, heldur að eins þvi,
hvort þingmannsefnið vilji fylgja
»Timanum« gegnum þykt og þunt,
og gsra það scm flokksstjórnin vill
gera láta.
Það er eftirtektarvert að einmitt
nýtustu þingmennirnir verða fyrir
svæsnustu árásum Tímans. Honum
er mestur þyrnir i augum að þessir
menn sitji á þingi og því er það að
hann ætlar að leggja mestu áherslu
á að steypa þeim við kosningarnar í
haust. Þess vegna hefir Tfminn nú
hert róðurinn og sendir róginn i
fjórðungatali með hverri ferð sem
fellur út á land. Verði »Tímanum«
að góðu. En vita skal hann, að
enn þá hefir hann eigi sýkt bygðir
þessa lands svo, að mÖDnum þyki
fúkyrði hans og rógur lostæt vara,
nema máske einstaka fáráðling. Ean
þá eru flestir íslendingar eigi komnir
á það stig að þeir líti myrkraverk
Tímans nema á einn veg: með
óblandinni fyrirlitningu.
Það ætti »Tímanum« að verða
ljóst að með þeim rithætti sem hann
temur sér, mun hann fá því einu
áorkað að sá almannarómur komist
á að hann þyki ö)lu spilla. Og
stjórnmálablað, sem hefir mist svo
gjörsamlega sjónar á takmarki sinu,
að það gleymir öllu öðru en svi-
virðingum og mannskemmingum um
einstaka menn á engan tilverurétt,
og vekur andstygð allra góðra manna.
Haldi blaðið áfram uppteknum
hætti og bæti þumlungi eða þuml-
ungum við hæð slna og mikilleik
á sviði sorpritunarinnar með hverju
blaði sem út kemur fram að kosn-
ingum, þá sannar það að eins, að
blaðið hefir vondan málstað, sem
ekki verður varinn og vill þvi sem
minst um málefni tala. Þvi eigi er
ætlandi, að innræti guðsmannsins
fyrverandi sé þannig háttað að hann
mundi taka því ástfóstri við niðrit-
unarstarfið, sem blaðið ber vott um,
ef hann hefði eitthvað þarft að segja.
Þá mundi Tíminn áreiðaDlega tala
meira um málefni en minna um
menn.
I---- J O - ! 'LJ
Bókmentir.
Einar H. Kvaran: Sögur
Rannveigar. I. Rvik I919.
Útg. Þorst. Gislason.
Svo segir i goðafræði vorri, að
Iðunn varðveiti i eski sínu epli þau,
»er goðin skulu á bíta, þá er þau
eldast, og verða þá allir ungir*.
Svo virðist, sem E. H. Kvaran
hafi komist í kærlcika mikía við Ið-
unni. Eða minsta kosti fengið góð-
an skerf af eplum hennar. Hann er
orðinn maður aldraður að áratölu,
svo vænta mætti, að frjósemi hans
sem skálds og rithöfundar færi að
láta á sjá. En hann afkastar nú eins
miklu eins og maður á eldmóðs-
aldrinum. Ellin hefir enn ekki unn-
ið neinn bug á andlegum starfs
mælti hans. Hann sendir út hverja
bókina á fætur annari. Og það, sem
mestu skiftir, er að þessar bækur eru
ekki samdar af neinum stirðnuðum
hug eða köldum ellihrumleik. Hann
er enn ein þessi »vorsál«, sem hann
minnist á i einni sðgunni.
Svo er um þessa bók, sem höf.
hefir nú látið frá sér fara. Hún er,
það sem af henni er, heit af æsku-
eldi, björt af æfintýraljóma ungra
sálna og hlý af sólskini margra fag-
urra hugsana.
Þó er þessi bók Kvarans nokkuð
á aðra lund en hinar siðustu bækur
hans. Hann er þarna á dálitið öðr-
um leiðum, en t. d. í »Sálin vakn-
ar« og »Sambýlið«. í þeim er und-
irstaðan það mál, sem veitt hefir
Kvaran svo mikinn andlegan mátt
siðustu árin og gefið hefir honum
byr undir báða vængi hans á skáld-
skaparfluginu. En þarna í þessum
»Sögum Rannveigar* gætir þess
ekki. Það er nærri þvi, að manni
detti i hug, að skáldið hafi gengið
með efnið i þessar sögur um fjölda
mörg ár, hafi verið búið að móta
alla mola, leggja alla þræði, og hafi
ekkert átt eftir nema að bræða mol-
ana saman og flétta þræðina i vef-
inn.
Það er þvi sennilega þessvegna,
að manni finst maður sakna úr
þessari bók stærstu persónanna, sem
Kvaran hefir skapað i hinum und-
anfarandi bókum sfnum. Þarna er
engin persóna, sem dregur mann
inn i sálarllf sitt eins og sumar í
»Sálin vaknar« og »Sambýlið«. —
Þarna er engin fórnandi Sigurlaug,
enginn tviskiftur ritstjóri, enginn
harðlyndur, óvæginn og einiundaður
Jósafat og engin frosts- og funa-sál
eins og Grima. Maður saknar manna
með þennan mikla innri mátt, með
þessa eilífu ólgu og umbreytingu
sálarlifsins, með þessar örlagariku
spurningar og svör um tilveruna,
sem Kvaran hefir látið svo vel að
lýsa^ og sem sumar munu reynast
ódauðlegar i islenzkum bókmentum.
En þarna i þessari bók eru þó
sum allra helztu rithöfundareinkenni
Kvarans: Þessi dæmaiausa leikni
með hugsanir og mál, þessi framúr-
skarandi irjúkleiki stilsins, þessi
dansandi léttleiki frásagnarinnar, sem
aldrei hnýtur um nokkurt orð eða
lýsingu. Þar sést best, hve höf. er
enn ungur og óslitinn, frár og fót-
viss að stlga vikivaka skáldskapar-
ins, með öllum hans óteljandi breyt-
ingum. Þar er glöggasta og ótvi-
ræðasta æskumerkið. —
Vitanlega er ekki hægt að kveða
upp neinn fullnaðardóm yfir þessari
bók, meðan enn er ekki séð fyrir
endann á henni. Þetta er I. flokkur
sagna, upphaf þeirra lina, sem eng-
inn veit, nema höf., hvað laDgt
verða dregnar eða hvernig og hveit
verða dregnar. En sjálfstæð heild
þó, sem staðið getur ein og óstudd.
Rannveig er ekki komin lengra með
frásögn sína, en þar sem hún »siglir
fagnandi út i land æfintýranna* með
Valda sinum nýgift. En hún skiftir
þeirri frásögn I sögur: »G!anninn«,
»Laugin« og »Haustsálir og vor-
sálir«.
Ekki verður á milli séð, hver
þessara sagna er bezt, Þær eru hver
annari skemtilegri og betur ritaðar.
í miðsögunni, »Laugin«, hefir höf.
auðsjáanlega lagt mesta rækt við sál-
arlíf persónanna. Þar er það á mestu
róti, tilfinningarnar heitastar og lynd-
iseinkunnir skýrastar. I þeirri sögu
einni bjarmar upp af sðmu grund-
vallarhugsunum, sem hafa mótað
sumar fyrri sögur skáldsins: sam-
band mannssálarinnar við guð og
sigur þess bezta í manninum. Þessi
»laug« er fyrirgefningarlaugin, sem
deýjandi maður gengur i og laugar
af sér margra ára hatur og hefndar-
ofsa.
Vafasamt er, hvort náttúruást höf.
hefir nokkurntíma komið greinilegar
og fegur i ljós en í þessari bók,
i seinustu sögunni, »HaustsáIir og
vorsálir*. Það er vist eina regluleg*
/náttúrulýsingin i bókinni og er ofur
stutt. En hún er full af lifi og lit-
um, söngvum og sól (bls. 105-106).
Og Reykjavíkur-fegurðin fær enn
einn lofsönginn frá höf. og hann
ekki óveglegastan. Engum rithöfundi
okkar hefir tekist að láta okkor
finna eins vel þá fegurð, sem stund-
um er sjáanleg hér, eins og Kvaran.
Eg get ekki stilt mig um að sýna,
hvernig hann lætur Rannveigu Iýsa
henni á bls. 167: »Eitt kvöld var
eg stödd uppi við Skólavörðu, og þi
streymdi fegurð Reykjavíkur alt i
einu inn i sál mina, eins og ein-
hver ný opinberun. Þá fyrst sá eg
dýrlegan fjallahringinn, spegilslétt,
fagurblátt, glampandi hafið og óum-
ræðilegt litaskraut sólarlagsins. Mér
fanst alt hafa verið smávax.ð og til-
komulitið, sem eg hafði áður séð.
Mér fanst hugur minn þenjast út
eins og einhver töfrahöll og geta
rúmað aiheiminn. Mér fanst sál mia
liða burt út i ókunnar, dularfullar
veraldir. . . . Það hefði verið gaman
að horfa mikið á þetta útsýni, sökkv*
sál sinni dag eftir'dag i allan þenn-
an bláma — láta hana teygjast i
hverju kvöldi lengra og lengra út I
marglitar töfraeyjar loftsins. . . .«l
Mér finst, að fegurðin umhverfis
Reykjavik muni ekki eiga völ á feg-
urn víðurkenningu en þessari. Og
það er ekki nein hverful stundar-
athugun, sem felst í þessari lýsingo.
Það er margra ára aðdáun fegurðar-
næmrar sálar. —
Þó maður sakni úr þessari bók
ýmislegs þess stærsta og bezta, sem
einkent hefir síðustn bækur þtssa
höf., þá er yfir henni allur sá blær,
sem einkennir verk snillinganna. Og
mismunurinn er fcðlilegur. Tién
bera ekki altaf jafn þunga og safa-
mikla ávexti. Skáldmeiður Kvarans
hefir nú þetta skifti borið þá minni
og fleiri. En þeir eru engu að siður
girnilegir og gómsætir. Meiðunnn
sá á rætur sínar i svo lifsfrjófum
jarðvegi, að hann ber aldrei feyskna
ávexti i neinni uppskeru.
J. B.
------------------------