Ísafold - 17.11.1919, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.11.1919, Blaðsíða 2
2 kvæði séu um þess háttar atvinnu- r^kstur. Sérstaklega ríkir mikil óvissa aS því er snertir réttarstöðu samvinnu- félaganna. Er ein hlið þess máls gerð að umræðuefni í síðasta hefti af Tímariti íslenzkra samvinnufé- laga. Greinin, sem heitir „Skatt- frelsi atvinnufélaga“, er eftir rit- stjóra tímaritsins. Er í henni skýrt nokkuð frá aðstöðu samvinnufélaga til skattamálanna, og niðurstaða höf. er sú, að félögin eigi að vera skattfrjáls. Aftur á móti er eigi með einu orði minst á réttarstöðu þess- ara félaga að öðru leyti, en eins og kunnugt er, leika þau lausum hala, án þess að löggjafarvaldið hafi sett þeim nokkrar sérstakar skorður. Það sem hér liggur fyrir er skatt- skylda samvinnufélaganna og skal því eigi, að þessu sinni, rætt um samvinnufélagsskapinn yfirleitt — eðli slíkra félaga og skipulag. Að eins skal bent á, að skoðanir manna cru mjög skiftar um hvað sé sam- vinnuf élagsskapitr (cooperation). Orðið er svo „rúmgott“ að það má teygja eins og hrátt skinn. Þrátt fyrir alt það, sem um samvinnufé- lagsskapinn hefir verið ritað, hefir engum enn tekist að skilgreina hann á fullnægjandi hátt. Fyrir löggjöf- ina er þó nauðsynlegt að geta á- kveðið einhver skipulagsskilyrði, en' jafnvel ekki um þaú hafa menn orðið sammála. í tímariti því um samvinnufélög, er komið hefir út hér á landi síðan 1907, hafa komið fram sundurleitar skoðanir jafnvel á helztu frumatriðum félagsskapar- ins. Hinir ofsafengustu áhangend- ur samvinnustefnunnar telja að í henni felist sérstök lífskoðun eða öllu heldur sérstök trú. Auðvitað sjá allir aðrir, að hér er að eins um að ræða atvinnurekstur með sér- stöku skipulagi og er þá fyrsta skylda þeirra, sem krefjast sérrétt- inda fyrir félögin, að fá skýrt á- kveðið um skipulagsskilyrðin. Eins og sýnt mun fram á hér á eftir, er það hin mesta fjarstæða að sam- vinnufélögin eigi að vera skatt- frjáls, en samt sem áður er nauð- synlegt, vegna starfsemi félaganna, að ítarleg lagaákvæði séu um skipu- lag þeirra. Hérlendir samvinnumenn sækja allan sinn vísdóm til Danmerkur. Þaðan er runnin kenning sú er tímaritið flytur um skattfrelsi sam- vinnufélaganna. Er þar í landi eins ástatt og hér, að löggjöfin um sam- vinnufélög er mjög ófullkomin. A þessum ófullkomna lagagrundvelli hefir myndast dönsk réttarvénja og þessa réttarvenju vill svo tímarit samvinnufélaganna fá lögfesta hér. Hitt mun höf. þó kunnugt, að í Dan- r.iörku er þessi réttarvenja alment álitin algjörlega röng og miklar lík- ur til að henni verði breytt með lögum. Bæði í Englandi og Þýzka- landi er samvinnufélagálöggjöfin miklu ítarlegri og fulkomnari en í Danmörku. Samkvæmt brezku lög- unum „The Industrial and Provi- dent Soeieties Aet“ frá 1893 er sam- vínnufélögum að eins veitt skatt- frelsi undir sérstökum kringum- stæðum og þýzku sérríkin leggja skatt á öll samvinnufélög. í umræddri grein er ótvírætt gef- ið í skyn, að hér muni hið bráðasta reynt að fá löggjafarvaldið til að skera úr um skattagreiðslu sam- \ innufélaganna. Er þar réttilega tekið fram, að rökrétt og heilbrigð bugsun eigi að ráða, en þá verður líka niðurstaðan önnur en sú er kom ist er að í samvinnutímaritinu. Þeg- ar tekin er fyrir aðstaða samvinnu- félaganna til skattamálanna, er eðli- 1 'gast að greina á milli framleiðslu- félaganna og kaupfélaganna. Að því er framleiðslufélögin (slát urfélög, mjólkurfélög o. fl.) snertir tr málið svo ljóst, aða óþarfi virðist um að deila. Úr því að skattur er lagður á félög yfirleitt er sjálfsagt að skattskylda þau líka. I venjuleg hlutafélög setja menn fé sitt til þess að fá arð af því. í framleiðslufélög- in leggja menn inn sauðfénað og nautgripi í nákvæmlega sama til- gaugi — í fjárgróðaskyni. Hér er því ekkert er gefur minstu ástæðu til þess að skapa framleiðslufélög- unum sérstöðu. Um þá hliðina er snýr að kaup- félögunum er það að segja, að injög hefir verið reynt að flækja málið, einkum með því að greina milli kaupfélaga, er að eins verzla, við fé- lagsmenn og hinna, er einnig selja öðrum. Er því ástæða til að fara nokkrum orðum um kaupfélagsskap- inn sjálfan. Hverjum þeim sem athugar sögu kaupfélaganna yerður það Ijóst, að félögin hafa tekið miklum umskift- um frá því fyrst er þau voru stofn- uð. Þau voru í upphafi eins konar velgerðarstofnanir meðal efnalítils fólks, og var þeim venjulega stjórn- að ókeypis af mönnum, sem áhuga höfðu fvrir þjóðfélagsumbótum. En nú eru þau orðin hrein atvinnufé- lög, sem reka almenn viðskifti. Þau haga sér eins og venjulegir kaup- menn, hafa opna búð og fastlaunað starfsfólk. Alt er þetta með sama liætti hjá þeim kaupfélögum, sem cngöngu verzla við félagsmenn, og verksvið þessara félaga er í raun og veru ekkert afmarkaðra. Þeir sem til þekkja í Danmörku — samvinnu- landinu mikla — vita að það er engum erfiðleikum bundið að verzla við kaupfélag, sem að eins skiftir við félagsmenn. Inntökugjaldið er venjulegast að eins smái’æði, t. d. 25 aurar, og engin takmörk fyrir því hvenær menn geta orðið félagar. f framkvæmdinni er þannig enginn munur á þeim og öðrum kaupfélög- um. Kaupfélögin og önnur samvinnu- fólög starfa í nákvæmlega sama til- gangi sem önnur atvinnufélög, þ. e. til að græða fé. Og það myndast hjá þeim eignir eins og öðrum félögum. Það er haldið eftir tilteknum hluta af ársarðinum og þannig myndast margvíslegir sjóðir. Auðvitað stend- ur á sama til hvers á að nota þessa sjóði, það má nota þá til hvers er vera skal, t. d. til að styrkja pólitísk blöð. Engum heilvita manni dettur í hug að halda því frarn í alvöru að slíkt fé eigi að vera skattfrjálst. Þá kemur og fyrir að samvinnufé- lögin eignast hús og lóðir. Ekkert af þessu getur skifst meðal félags- rnanna eftir viðskiftamagni. Leysist íélagið upp, renna eignirnar til þeirra sem síðast hafa verið í fé- laginu. Og ennfremur má í sam- vinnufélögum jafnt og hlutafélög- um láta allan ársarðinn „hverfa“ með því að láta liann standa í fé- laginu, svo að ekkert verði til út- borgunar. * Það er einnig augljóst, að sam- kvæmt hlutarins eðli eiga samvinnu- félög að vera skattskyld. Má og í þessu sambandi minnast nánar af- ^töðu þjóðfélagsins til samvinnufé- lagsskaparins. Hlutverk hinnar al- rnennu verzlunar er að útVega þjóð- félaginu góðar og ódýrar neyslu- * FO ! i> vörur, með því að sjá um að vör- urnar séu til taks handa neytendum þegar á þarf að halda. Annar þátt- ur verzlunarinnar er að selja af- urðir landsins bæði utan lands og innan. Fyrir þjóðfélagið skiftir það eitt máli, hver framkvæmir þessi störf ódýrast, að öðru jöfnu. Geti samvinnufélagsskapurinn unnið þetta hlutverk betur en verzlunar- stéttin, þá hverfur verzlunarstétt- in að sjálfsögðu úr sögunni. Sé aft- ur á móti verzlunarstéttin færari um að inna þetta verk af hendi, þá heldur hfin velli. Bæði hin almenna verzlun og samvinnufélagsskapur- inn byggist á frjálsri samkepni, en sé samvinnufélagsskapnum veitt sér- réttindi er eigi lengur um frjálsa samkepni að ræða. Það er því ófrá- víkjanlegt skilyrði að báðir aðilar standi jafnt að vígi — beri sömu byrgðar og þoli sömu takmarkanir Treysti samvinnufélögin sér ekki til þess að þreyta kappskákina án þess að fá mann í forgjöf, hafa þau sjálf dæmt sig ófær til þess að vinna það verk, sem þau ætluðu sér. ----—.—------- Milliþisganefnd 0— Svo sem kunnugt er ákvað al- þingi í sumar að skipa skyldi milliþinganefnd til þess að rann- saka berklaveiki hér á landi og koma fram með tillögur til varn- ar lienni. Yar það hyggileg ráðstöf- un mjög, því „hvíti dauðinn“ gríp- ur mjög um sig hér á landi og kvað vera að magnast upp á síð- kastið. Shjórnin hefir nií. skipað menn í nefnd þessa og urðu fyrir valinu þeir hinir ágætu læknar, Guðm. prófessor Magnúsison, Sigujrður spítalalæknir Magriússon á Vífils- stöðum og Magnús. Pétnrsson hér- aðsilæknir á Húlmavík. Líklega mun nefndin byrja að starfa mjög bráðlega. --------o-------- Járnbrautarslysið við Yigerslev. Laugardagskveldið 1. þ. m. um kl. 9 vildi það til að barn datt út úr Járnbrautarlestinni frá Kalund- borg og var hún þá stödd hjá Viger- slev. Var lestin jafnskjótt stöðvuð og síðan látin renna til baka þang- að sem barnið liafði dottið út, Lest þessi var orðin á eftir áætlun og enginn mundi eftir, að auka-hrað- lestin frá Korsör var á næstu grös- um. / Menn gættu þessa ekki fyr en það var orðið af seint. Þegar lestin var að komast á hreyfingu aftur, kom Korsör-liraðlestin á fleygiferð á aftasta vagninn, sem molnaði i spón. En þar með var ekki alt bú- ið. Eimvagn Korsör-lestarinnar og 5—6 næstu vagnarnir í lestinni þeyttust út af sporinu við árekstur- inn og lágu mölbrotnir fyrir utan brautina. Og út úr rústunum valt fólkið, sumt dautt, sumt nær dauða. Samstundis var kallað á hjálp innan frá Kaupmannahöfn og er það stuttur vegur. Var nú farið að hreyfa við rústunujn, ná fólkinu, sem lá þar inni, og flytja það á næstu spítala. Á slysastöðvunum liggur eimvagninn eins og afvelta skepna og snúa hjólin upp, skamt frá er stór hrúga, og ægir þar sam- an hjólum, vagnþökum, bekkjabrot um, hurðum og ýmsu úr vögnunum, öllu brotnu og brömluðu í einum hrærigraut. Og innan úr þessari Ijótu hrúgu berast' angistarvein deyjandi fólks: „Gefið mér að drekka! — Vatn, vatn. — Eg er að deyja. — Æ, hjálpið þið mér“. Og út úr hrúgunni sést á tvo fæt- ur manns, sem ásamt mörgum öðr- um liefir beðið bana inni í þessum hörmulegu rústum. Á víð og dreif á grundinni í kring liggja lík dauðra manna, sem bii- ið er að ná út úr rústunum. Og raenn eru önnum kafnir við að grafa dauða og lifandi upp iir rúst- unum og bera þá burt. Og bifreið- arnar koma hópum saman og aka særðum og dánum á sjúkrahtisin. Frásögn éins farþegans. Blaðamaður einn við „Politiken“, sem var farþegi í Korsörlestinni, segir svo frá slysinu: :: „Klukkuna vantar nokkrar mín- útur í 9. Við áttum að koma á brautarstöðina í Khöfn eftir 4 mín- útur og lestin var troðfull af fólki. Okkur liafði seinkað um stundar- fjórðung og aðallestin frá Korsör var rétt á eftir okkur og þess vegna varð að flýta sér. Eg heyri stun- urnar og gauraganginn í vélinni og það hvín í hjólunum þegar þau snertu samskeytin á járnbrautartein unum. Við fljúguin áfram. Alt í einu hriktir í öllu. Ferða- koffort og fólk hendist til á klefa- gólfinu og í sarna bili heyrist voða- legur gnýr. Árekstur? Eg hleyp samstundis út í myrkrið. Nú er alt kyrt og eg sé að eins eimvagn fram- undan mér. Ljósið speglast í braut- arteinunum. Er þetta að eins snögg lestar- stöðvun? En einmitt í þessu heyri eg fyrstu neyðarópin og þau auk- ast og margfaldast. Eg hleyp áfram meðfram lestinni. Alt í einu birtist ný sýn. Eg sé gafl úr vagni, bekk áfastan við hann og nokkur spítna- brot. Alt annað er horfið. Eg heyri einhverstaðar úti í myrkrinu eim- vagninn suðandi og másandi. Þar sér í eld og virðist sem sé að kvikna í timburflekunum sem næstir liggja, frá eldstæðinu. Á að steikja fólkið lifandi? — Nei þarna kemur ein- liver og nú streymir vatn ofan í kolaglóðina. Nú koma fleiri og fleiri. Úti á grundinni sjást menn hlaupa til og frá með ljósker í höndumun og brunaliðsmennirnir eru farnir að draga fólkið út úr rústunum. Þárna fara þeir með höfuðlaust lík, þarna hangir fótur á bjálkabrgti. Og al- staðar eru kvalaveinin. Nóttin er þrungin af hræðilegum þjáningum, af þrotlausum skelfingum. — Annar farþegi segir svo frá, að vagninn sem hann sat í hafi kastast á hliðina og rétt sig við aftur á ein- hvern óskiljanlegan hátt. I þeim vagninum varð ekkert manntjón en að eins lítilsháttar meiðsli. Alla nóttina var verið að grafa í rústunum. og alt af voru að finnast fleiri og fleiri, dauðir og lifandi Ifinn maður fanst eftir 6 klukku- tíma. Sjúkrahúsin sem næst voru fyltust af særðum mönnum. Alls er talið, að farist hafi 42, en nálægt helmingi fleiri særst. Ein og sjá má af þessari frásögn, hefir slysið ekki orðið af því, að brautarvörður hafi gefið skakt merki, eins og sagt var í skeyti því er hingað barst um slysið, heldur af þeirri tilviljun að barnið datt út úr lestinni. Foreldrar barns þessa voru með lestinni ásamt öðrumböm- um sínum og voru þau að flytja bú- ferlum. • Slys þeta er eitt hið allra sorg- legasta sem orðið liefir nokkurn tíma á jáijnbrautunum í Danmörku, og stærra en þau tvö sem mönnum eru í fersku minni: slysin við Geu- tofte og Bamminge. Gentofte-slysið varð 11. júlí 1897 ú sunnudagskveldi. Atvikaðist það á þann hátt, að lest hélt kyrru fyr- ir á stöðinni, en önnur, sem elcki átti að stöðvast í Gentofte, kom á ileygiferð frá Helsingör. Voru ljós- merkin á stöðinni í lagi og sýndu að lest var á teinunum, en lestarstjór- inn á lestinni frá Helsingör skeytti þeim ekki og rendi á lestina sem fyr- ir var. Fórust þar 33 menn en um 80 særðust. Sextán árum síðar, 26. júlí 1913 varð slys við Bramminge á leið milli Kolding og Esbjerg, og bar það við um hábjartan dag. Þar olli ekki á- rekstur slysinu, heldur rann leslin af sporinu og var því kent um, að lestin hefði ekið of hart. Þá fórust 15 manns, þar á meðal Sabroe fólks- þingsmaður. Erl. símfregnir Frá fróttaritara ísafoldar. Khöfn, 8. nóv. Frá London er símað, að Bols- víkingum verði vel ágengt á víg- stöðvunum. Denikiu og Judenitsh hafa horfið frá að taka Petrograd og Moskva. Malone liefir lagt fram í neðri málstofunni uppkast að friðar- samningum milli rússneskra Bolshe- vika og Bandamanna. Samkvæmt því eiga öll rússnesku ríkin, sem risið hafa upp á síðustu árum, að haldast við lýði. Viðskiftabannið á að nemast úr gildi. Eistlendingár hafa byrjað sókn hjá Pskoff til þess að hjálpa Jude- nitsh.' Frá Berlín er símað, að Ilaase, foringi óliáðra jafnaðarmanna, sé látinn. Austurrikis-stjórnin hefir nú skilað bandamönnum friðarsamn- ingnum undirskrifuðum. Samkvæmt ósk baiMamannahafa þeir gert þær breytingar á stjórn- arfarinu, sem krafist var af banda- mönnum. Frá London er símað, að fastar loftferðir þaðan til Parísiar verði hafnar á mánudag (í gær). S'ímskeyti frá Arkangelsk segir að uppljóst «é orðið um leynisamn- ing, sem Japanar hafi gert við mótstöðumenn Bolsevikka í Rúss- landi. Mikill fjöldi ji'panskrahermanna er kominn til Síberíu. Frá Washington er símað, að 1,500,000 — hálf önnur miljón — verkamanna hafi nú lagt niður vinnu í Bandaríkjunum. Kliöfn 9,‘nóv. Frá Helsingfors er símað að upp- víst hafi orðið um fjölment njósn- arfélag sem starfar gegn stefnu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.