Ísafold - 17.11.1919, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.11.1919, Blaðsíða 3
 bolzhewikka á öllum Norðurlönd- um. Frá Sofíu er símað, að 200 fylgis- menn Radoslavos, fyrverandi for- sætisráðhera Búlgaríu, hafi verið teknir fastir, sakaðir um að eiga sök á ófrðnum. Frá Reval er símað, að Jude- nitseh hafi orðið að yfirgefa Gdow. Khöfn, 10. nóv. F Frá London er símað, að pjóð- verjar hafi ráðist á Libau. Lloyd George hefir stungið upp á því, að fulltrúar Rússa og banda- manna mætist á Prinseyjum til þess '&ð reyna að komast að einhverri niðurstöðu og koma á friði. Sovjet-Rússland liótar að gera bandalag við Þjóðverja, ef banda- menn hafni friðartilboðum þess. Frá New York er símað, að þar bafi komist upp um samsæri meðal Bolshvíkinga. Fjöldi manna tekinn fastur, sem viðriðnir eru samsærið. í Sehlesíu .hefir aukist mjög á síð- kastið og er nú orðið meira en nokkru sinni áður síðan vopnahlé var samið. Erfiðleikar allmiklir eru á brottflutningi kolanna. Khöfn, 11. nóv. Frá Vínarborg er símað, að bandamenn hafi gengið inn á að lána Austurríkismönnum 500 mil- jónir franka til matvöru- og kola- fcaupa. Rúmenar hafa tekið aðaltollskrif- stofuna í Budapest og lagt þar hald á 20 miljónir austurríkskra króna. Frá Kowno berst sú frétt, að Litháar séu fúsir til þess að semja frið við Pólverja. Uppástiuiga Lloyd George, for- sætisráðherra Breta, um að fulltrú- ar bandamanna og Rússa mætist á Frinseyjum, til þess að reyna* að koma á friði milli landanna (svo sem getið er um í öðru skeyti) hefir mætt mikilli mótspyrnu í Bret- iandi og Frakklandi. Blöð Nortli- c.iffs og flest frönsku blaðanna hamast mjög út af þessu og eru til- lögu forsætisráðherrans mjög and- víg. Prinseyjar, eða Kysyl-Adalar (rauðu eyjarnar) eru margar tyrkneskar smá- eyjar í Marmarahafi, við innsigling- una inn í Bosporus. Fjórar stærstu eyj- arnar eru bygðar, hinar aliar eru ó- bygðar. Khöfn, 12. nóv. Frá London kemur sú fregn, að nú séu líkur til þess að kolaverð í Bretlandi muni lækka. Frá Budapest er símað, að Rú- menar muni þverneita að hverfa á burt úr Ungverjalandi fyr en Bolshvíkingar séu gersigraðir. Frá New York er símað, að kola- verkfallinu, sem staðið hefir yfir í Bandaríkjunum undanfarið, sé nú lokið. Frá Berlín er símað, að banda menn hafi krafist þses að Fried rich erkihertogi myndi nýja sam steypustjórn í Austurríki eða fari írá ella. Khöfn, 13. nóv. Frá Berlín er símað, að þegar Hindenburg hafi komið þangað til yfirheyrslunnar, hafi honum verið fagnað afskaplega af borgarbúmn. Mælt er að keisarasinnar muni hafa átt upptökin að því. Frá Reval er símað, að 9. nóv. hafi ráðstefnan verið sett í Dorpal ISA FO LD til að undirbúa friðarsamninga. Ráðstefnu þessa sækja fulltrúar allra Eystrasaltslandanna. Fréttastofa Letta tilkynnir, að Lettar hafi unnið sigur í orustu við þýzku hersveitirnar, og náð á sitt vald úthverfum Rígaborgar. Rembrandt I fyrra mánuði voru 250 ár liðin síðan málarinn heimsfrægi, Rem- brandt van Rijn, andaðist. Nútíð- in lítur upp til meistarans milda, : cn samtíðarmenn hans litu hann! smærri augum. Hann dó í örbyrgð j cg vesalclómi, maðurinn sem mestur K up<s ahar isleozkHr vörur. ABJ Kapt Stockhoim lodisk Handel N. Unnérus Reykjavik. Selja allay *æeskar varur. Hendrikje og Titusi tókst þó að íáða fram úr verstu vandræðunum. er talinn málari sem uppi hefir!Pau lei^Su dálítiS hús á Rosen- \ verið, og sem alt af er viðbrugðið.' Sraehb °" settu >ar í augum Hollendinga, sem uppi voru um það leyti sem hann dó, 11669, var hann gamall, útlifaður j listamannsræfill, sem um eitt skeið í æfi sinnar liafði átt óverðskulduðu láni að fagna, en nú var sokkinn ! í sorann og dæmdur gleymskunni, bæði sem maður og listamaður. pessi gamli maður hafði verið af góðu fólki kominn. Foreldrar hans voru malaralrjón, faðir lians, sem hét Harmen Gerritsz, átti nokkrar jarðir við eina af kvíslum Rínar, og því hét Rembrandt fullu nafni: Rembrandt Harmenszoon van Rijn (Rembrandt Hermannsson fráRín). Hann kom ungur til Leyden og af því að gáfa lians kom þá brátt í ljós, var hann settur til lærdóms hjá listmálara einum. En 18 ára gamall hvarf hann aftur heim til sín og fór þá að mála upp á eigin spýtur og þótti mikið að honum kveða. Sjö árum síðar — 1631 — fór hann til Amsterdam og komst þar í hóp betra fólksins. par kvæntist hann þremur árum síðar ríkri stúlku af góðum ættum, er hét Saskía van Uylenhurgli. Var nú hagur hans hinn bezti. í Gyðingahverfinu í Amsterdam fann Rembrandt hverja fjTÍrmyndina annari fegurri, nafn i hans var á allra vörum, pantanirn- j ar streymdu inn til hans svo að hann gat neitað hverju því verk-, efni, sem honum var eigi hugleikið, og tæmt búðir forngripasalanna að þeim gripum, sem dýrastir voru og fegurstir. Hann þótti þá langmest- ur málari sinna samtíðarmanna. Svo dó Saskía. Hún lét eftir sig 41 þúsund florinur, en helmingur þess fjár átti að ganga til sonar þeirra, er Titus hét, ef Rembrandt gifti sig aftur. Eigi leið á löngu þangað til fór að ganga af honum. Tízkan breyttist og viðskiftavinirn- ir hættu að koma til Rembrandts | — en hann var svo mikill gjálífis- ! maður, að útgjöldin minkuðu ekki að sama skapi. , Rembrandt kyntist brátt bónda- stúlku, er Hendrijke hét, og var að ýmsu leyti bezta stúlka. Vildi hann gjarnan giftast henni, en hún tók því fjarri og kvað það leggja bönd a listamannseðli hans. Einnig varð að taka tillit til þess, að við gift- inguna hefði hann mist helming eigna sinna til sonar síns. pau eignuðust dóttur 0g árið 1654 var þeim stefnt fyrir hneyxl- anlega sambúð. Tveim árum síðar (var hann gerður gjaldþrota og varð hann þá að flytja á gistihús með ,vinkonu sinni. Hús hans, dýrgripir allir og málverk var selt á uppboði og fengust að eins fyrir það 5000 florinur. á stofn lista- verzlun, sem meðal annars seldi málverk eftir Rembrandt. Verzlun- in gaf dálítið af sér, svo Rembranclt gat lifað. Honum var alt af að fara fram í listinni. Hann var iðjusamur með afbrigðum, enda liggja eftir hann mörg hundruð málverk og 2—300 svartkrítarteikningar. En tekjurn- ar lirukku að eins fyrir brýnustu útgjöldunum. Titus kvæntist 1668 og skömmu síðar dó hann. Sex mán- uðum fyrir dauða hans fæddi ekkja hans dóttur, sem varð skirð Titia, og hélt Rembrandt lienni undir skírn skömmu áður en^ liann dó. Dauðadag Rembrandts vita menn ekki með vissu, en jarðarför lians fór fram 8. okt. 1669.-------- I þá daga kostuðu ósvikin Rem- brandts-málverk 6 florinur livert. pað var ekki fyr en 200 árum síð- ar, að þessi snillingur náði viður- kemiingu á ný og nú kostar hvert málverk hans nokkur hundriið þús- und krónur. ReykjaYftnrannálI. Samsærií Búdapest ÍYiýkomnum dönskum blöðum er sagt frá því, að komist hafi upp um samsæri í Budapest í þeim til- gangi að gera Karl fyrv. keisara Austurríkis, að lconungi í Ung- verjalandi. Svo sem kunnugt er, hafa Rú- menar haft mikið lið í Budapest í þeim tilgangi að koma þar á reglu og hindra allar óspektir. Það varð þó að lokum að samkomulagi milli bandamanna og Rúmena, að þeir skildu halcla á burt úr borginni með liðið. En þegar senda átti liðið á burt, urðu Rúmenar varir við samsærið qg neituðu því að hverfa á burt. Hefir risið út úr því ágreiningur mikill milli Rúmena og banda- manna, sem lauk þó mcð því^að Rúmenar hafa orðið að láta und- an, svo sem sést á skeyti í blaðinu í clag. Það fylgir þessari sögu um fyrir- ætlanir Ungverja, að Karl fyrver- andi keisari hafi látið Friedricli erkiliertoga í té 100 miljónir króna til þess að vinna að þelteu. En það má telja víst, að ekkert verði úr framkvæmdum með kon- ungdóm Karls í Ungverjalandi. J. L. Jensea-Bjerg kaupmaður og eigandi Vöruhússins brá sér til Eng- lands í vikunni sem leið með Skalla- grími. Búmannsklukkan. Ivlukkunni seinkað um eina sund á laugardags- kvöldið. Skozkir knattspyrnumenn, stúdentar frá háskólanum t Glasgow, koma ef til vill hingað í heimsókn að sumri kom- anda til þess að keppa við knattspyrnu menn hér. Hæstiréttur. Hann á að fá húsnæði í hegningarhúsinu uppi. Er nú verið að breyta húsinu öllu. Bæjarþingstof- ai verður flutt þaðan. Brynjólfur Tobíasson hefir verið skipaður 3 kennari við gagnfræðaskól- ann á Akureyri í stað Þorkels þorkels- sonar. ísland fer frá Kaupmannahöfn 21. þessa mán. Kemur við í Leith. Gullfoss fer einnig tirn líkt leyti frá Höfn. Seðlaskrifstofa bæjarstjórnar sem verið hefir í hegftingarhúsinu, er nú lögð niður, en þau störf, er hún hafði seinast, sameinuð störfum bæjargjald- kera. Hitt og þetta Einkennilegt sjálfsmorð. Brezkur var maður, sem nýlega skar sig á háls, skildi eftir bréf, þar sem liann seg ir að ástæðan sé sú, „að hann liafði haft of lítið að vinna á vígvellin um‘ ‘.. Keisari alheimsins. Geðveikur maður reyndi um daginn að ná tali af Clemenceau, forsætisráðherra Frakka. A nafnspjaldi, sem hann rétti dyraverðinum, stóð undir nafninu: „keisari alheimsins1 ‘. Það var fyrst farið með manninn á lög- reglustöðina og þar kvaðst liann heita Rossier og vera garðyrkju maður, „þegar hann ekki væri önn- um kafinn við að stjórna heimin- um‘ ‘. Tuttugu ára gamall sjóbirtingur Sagt hefir verið frá því í blöðum, að nýlega sé dauður á Skotlandi sjóbirtingur, sem hafi verið búinn að lifa í vatnsþró í tuttugu ár. — Fiskurinn veiddist í ánni Evan, sem er lítið vatnsfall og rennur í Annau- ána nálægt Moffat. Ekki vissu menn hvað hann var þá gamall, en hann hefir að sjálfsögðu hlotið að vera ungur. Sá sem veiddi *fiskinn slepti honum í brunn eða vatnsþró, sem er rétt hjá Beatlock, meðfram Coli- BrunatrygglB hjá Nederlandene Fé ag þetia, seo' er eítt af heims- n tærstu ot ibyegilegustu bruna- b natelogum. hetí stariað hér a landi t fioitia t ótg át oh reynst hér sem • nnarstaðar hið byggilegasti í alia staði. Aðalunboðsniaðör: Halldór Eiríksson, Laufásvegi 20 — Reykjavík. Slrri 175. Nye interessante Böger Ingeniör Kirchhof: Ilaandbog i Autogen Sveisning, rigt ill., indb. 4,00. Bramsen: Mennesker af vor Tid, Moderne Roman, 1,50. A. Bratt: Hvis Verden var mæt? Fremtidsroman, 1,50. Brummer- sted: Eksporteret, Foi’tælling fra Grönland, 1,50. O. Eggers: De der hjemme. Evropa inider Verdens- krigen, 1,50. En fri Kvindes Dag- bog, 1,50. Larisch: Mine Erind- ringer fra Kaiserhoffet (Kaiser- Wilhelm II), 1,50. Brockdorff: Den sidste Zarinde, Alexander Fedor- owna, 4,50. Jolate Marés: Legen med Rvindehjerter, 3,50. Do. Be- gær, 3,50. Sandberg: Manden med Monoklen, Kriminalroman, 1,50. Arthur Schnitzler: Fru Beate og hendes Sön, 1,50. Viebig: Krigens Dötre, Tyskland som det er, 2,00. Mason: Napoleon d. I. som Ægte- fælle og Elsker. 1,50. Requadt: Krigsflyverens Oplevelser, 1,00. Aubert: Breve fra Kongo, eleg. iudb. 2,00. 160 Bibelske Billeder for Hjemmet, 2,00. Bondesen: Jor- den’ rundt, rigt ill., 2,00. Conan, Doyle: Sir Nagel, rigt ill. historisk Roman, 2,50. Dumas: Greven af Monte Christo, ill. og indb., 4,50. Th. Ewald: Fru Dannemand, 1.—2. eleg. indb. i 2 Bind, kun 2,00. Med Flyvefisken gennem 5 Verdens- dele, 858 Sider, rigt ilL, eleg. indb, i 2 Bind, 2,00. I.( L. Heibergi: Skuespil, 1.—2., kun 3,00. Do: Vaudeviller,l—3, kun 3,00. Bugge: Pattedyr, 355 store Sider med mange Bileder, indb. ‘kun 2,75. Tusen og en Nats berömte Eventyr, 282 Sider, kun 0,75. Mark Twain: Muntre Fortællinger i 5 Dele, 750 Sider, kun 2,50. Marie Sophie 'Schwartz: Et Offer, 350 Sider, eleg. indb., 2,00. Do: De Forsvarslöse eleg. indb., 2,00. Do: Gertruds Ung- domsdröm, eleg. indb., 2,00. Do: Bertha’s Optegneiser, 1,50. Do: Skildringer af Familielivet z,00.Do: Arbeidets Barn 2,50.ElisabethWern er: Lykkens Blomst, eleg. indb., 1,25. Do: Lövspring, eleg. indb., 1,25. Do: Jane Forest, eleg. indb., 1,25. Do: Danira, eleg. indb. 1,25. Zola : Som man saar — eleg. indb., 0,75. Oehlenshlagers Tragedier. Komplet Udgave, kun 2,00. Bögeriie er nye og smukke, sen- des mocl Efterkrav. Palsbek Boghandel Pilestræde 45, Kjöbenhavn K. donia járnbrautinni. Járnbrautar- þjónunnm þótti gama,n að fiskinum og létu sér hugarhaldið um hann, færðu honum fæðu þegar tími og tækifæri leyfði, og þurftu menn þá ekki annað en rétta fram lófann; kom þá birtingurinn og át fæðu sína vir honum, svo var hann orðinn spakur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.