Ísafold - 24.11.1919, Blaðsíða 3
ISA FO LD
3
gera sér alt far tim að skýra rett
og hlutdrægnislaust frá.
íslenzht Fornbréfasaf n hefi.r eigi
getað komið út þetta ár. Yeldur því,
að nú munu loks vera þrotin að-
föng þau hin miklu, er dr. Jón Þor-
lcelsson þjóðskjalavörður hafði afl-
að þau ár, sem hann l)jó í Kanp-
mannahöfn, iir Árnasafni og öðr-
um söfnuin. Bn enginn kostur liefir
verið að fá lánuð bandrit frá öðr-
nm löndum meðan stríðið stoð.Mun
dr. Jón fara utan á næsta ári til
rannsóknar á skjalasöfnum erlendis
og lieldur fornbréfásafnið þá afram
að koma út.
Þetta ár kemur í stað Pornbréfa-
safnsins upphaf Bréfabókar Gnð-
brands biskups porlákssonar. Birt-
ist þar einnig merkilegt rit og mik-
ilsvert heimildarrit um sögu lands-
ins hálfa öld eða freklega það.
Landfrœö'issac/a Þorvalds próf.
Thoroddsens III. bindi 3. hefti. t
II. bincíi þessa stórmerka rits er
saga landbúnaðarins á tslandi. Br
næstum unclraverð elja þessa manns
og hversu mikið hann getur yfir
komist. Próðleikur í þessu riti hans
sem öðrum,er svo að segja ótæmandi.
Skrifar hann svo ljóst og létt, að
öil alþýða manna getur lesið rit. hans
sér að fullum notum. Prófessor Þ.
Th. hefir notið 200 kr. á fjárlögum
siðan liann slepti kennaraembætti
við lærðaskólann. Mun leitun á fjár-
styrk er betur hafi varið verið en
þessum. par hefir bæði mikið að
vöxtum og mikið að gæðum komið
á móti.
pá kemur íslendingasaga Boga
Th. Melsteds IV. bindi, 3. hefti.
Gengur það rit hægt fram. í þessu
Lefti segir sögu kristninnar fram til
daga Þorláks biskups helga á 12 öld
helztu manna hennar. Höfundurinn
er iðnismaður og kostgæfir að vanda
rit þetta. En ólíklegt er að hann fái
iokið sögu lýðríkistímans, auk held-
ur meira. Bnda er naumast unt að
rita sögu landsins, svo að í lagi sé,
eftir þann tíma. Til þess þyrfti að
rannsaka einstakar greinar hennar
sérstaklega, og gefa út fjölda heim-
ildarrita frá siðaskiftum —og reynd
ar fyrir þau að nokkru — og alt til
vorra tíma.
Loks er V. bindi, 4. hefti af safni
til sögu íslands. Lýkur þar ritgjörð
síra Lárusar sál. Halldórssonar um
bæjanöfn og eyðibýla á Skógar-
strönd. Er það góð ritgjörð í sinni
grein. Þá hefur mikla ritgjörð eftir
Guðbrand Jónsson er nefnist: „Dóm
kirkjan á Hólum í Hjaltadal. Lýs-
ing íslenzkra miðaldarkirkna“. Hef-
ir nokkur hluti rits þessa verið sæmt
verðlaunum úr sjóði Jóns Sigutðs-
sonar. Ritgjörðin, það er sá, sem
þetta hefir ritað, hefir séð af henni,
fcer vitni um mikla þekkingu,
elju og áhuga hjá höf. á þessu
c-fni. Er það vonandi, að honum
veitist færi á því að halda áfvani
rannsóknum sínum um kirkjusögu
landsins. Enginn hérlandsmauua er
i. d. jafn nærri því kominn að rann-
saka kirkjusiði hér á landi í katólsk-
um sið, þar sem hann þekkir kat
ólska kirkju nú af lærdómi, sjón og
íaun. Þótt þess yrði ekki kostur, að
þingið veitti Guðbrandi styrk til
i’ramhalds þessara rannsókna í sum
ar er vonandi að það verði síðar.
Ánnars er geymdur dómur um
kirknaritgjörðina unz hún er öll
komin út.
Það munu menn sjá á bókum þeim
er taldar hafa verið að bókinenta-
félagið hefir gefið út í ár, að það
svarar kostnaði að vera í félaginu.
Rjúpur
Býskotnar kanpa h á 11 v e r ð i
0. cZFriðgeirsson & SRúlason,
Banbastræti 11
0. Friðgeirsson ði Sknlason
\
útvaga eftirtaldar vörur með verksmiðjuverði, eicungis að
viðbættu flotningsj jaldi og váttyggingu:
Mótorb la ttl fólks- og vöruflutninga.
Skipa- og báta-hraolíuinótora.
Benzín- og steinolíumótcra.
Skip- og báta af ýmsum stærðutn. Orgel. Píanó. Gra vimó-
fóna. Allskonar Húigögn (í dagstofur, borðstofar, svefnherbergi
og skrifstofar)
Ofna og Eldavéiar. Raflý»ingartæki (krónur og lampa).
Skilvindur. Landbúnaðaráhðld (ýmiskoDar).
Prjónavéíar. Saumavélar. Skrifvélar.
Alt frá fyrsta flokks verksmiðjnm í Ameríku og á Norðurlöudum.
Verðlistar með myndum og teikningar til sýmis 1
cRanRastrœti 11. Simi 465.
Er árgjald 10 krónur, en bókhlöðu-
verð viðbótanna nú er vitaniega
miklu hærra.
KosÉgarna? í Rvík.
> Alþýðubfaðið* - >Timinn<
Að sumu leyti eru kosningarnar
hér í Reykjavík að þessu sinni mjög
lærdómsríkar.
Hér er fyrst og fremst háð einvígi
milli tveggja stefna eða lífsskoðana.
Oðru megin standa kjósendur þeirra
Olafs Priðrikssonar og Þorvarðs
þorvarðssonar, en hinum megin
standa kjósendur þeirra Jakobs
Möllers, Jóns Magnússonar og
Sveins Björnssonar. peir, sem að
þeim Ólafi og porvarði standa, hafa
sjálf'.sagt sumir nokkra byltingalöng-
un, en eflaust má þó gera ráð fvrir
því, að mikill liluti þeirra muni eigi
hugsa til neinnar bráðrar breyting-
ar á skipun þjóðfélagsins, og marg-
ir sjálfsagt alls engrar. Ilitt er ann-
að mál, að þeir hafa sameiginlega
hagsmuni ineð verkalýðnum yfir
höfuð og stefna því að því að bæta
kjör lians. Þess er þörf að mörgu
leyti og allrahelzthúsnæðihans,eins
og stendur. Félagstrygð veldur og
miklu um hjá ýmsum. Þótt menn sé
óánægðir með þingmannsefni, þá
kjósa þeir eins og meiri hluti félags-
manna hefir ákveðið á lögmætum
íólagsfundi.
Úrslitin hér í höfuðstaðnum sýna
það greinilega, íhve miklum minni
liluta jafnaðarmenn eru. Ólafur
Priðriksson fær 863 atkvæði og
Þorvarður Þorvarðsson 843. Þar á
móti koma atkvæði Sveins Björns-
sonar 2589. Ilefir Sv. Bj. fengið ná-
kvæmlega Ssvar sinnum atkvæða-
tölu Olafs. Jakob Möller og Jón
Magnússon fá 1442 og 1437 atkvæði.
Þeir Ól. Pr. og þ. p. eru liðlega
l'álfdrættingar á við þá.
pað skal þó játað, að líklega hefði
jafnaðarmenn getað fengið nokkru
hærri atkvæðatölu, ef í boði hefði
verið menn, sem sjálfir þeir og all-
ur almenningur hefði borið traust
til. Þorvarður Þorvarðsson fékk
reyndar haustið 1916 tiltölulega
mjög álitlega atkva'ðatölu. En þá
\ar hann með Jörundi Brynjólfs-
syni. Virðist svo sem alþýðumenn
svonefndir liafi þá borið allmiltið
traust til Jörundar og Jörundur
hefir því sízt dregið Þorvarð niður.
En nú er Þorvarður svo óheppinn
að hafa í fylgd við sig mann, sem
uð líkindum hefir dregið hann nið
ur. Þorvarður hafði komið mjög
sæmilega fram á öllum fundum, sem
hér voru haldnir í kosningabarátt
nnni. En Ólafur hafði þar fátt eða
ekkert gert annað en skamma keppi-
nauta sína, einkum Jakob Möller.
Lögrétta, sem eigi verður talin hafa
borið oflof á Jakob í kosningabar-
áttunni, lætur svo ummælt, að Ól-
ufur liafi farið framar en Jakob
um persónulegar árásir á keppi-
nauta sína á fundunum sem haldn-
ir voru.
Svo er það almannarómur, að
Ólafur hafi skrifað af sér eigi fá
atkvæði með greinum sínum í Al-
þýnblaðinu. par gat ekkert annað
að líta en illmæli um keppinautana
og einn þriðja mann,sem hafðileyft
sér að aegja í-hógværum orðum kost
i c.g lö.t á þeim þingmannaefnum
I jafnaðarmanna. Alþýðublaðið var
svo skömmótt og fantaskapurinn svo
magnaður að margir héldu, að vel-
æruverðugur Tryggvi guðsmaður
þórhallsson eða „skólastjórinn“ frá
Hriflu hefði skrifað ýmislegt sem í
því stóð. Reykvíkingar eru yfirleitt
eigi fremur hrifnir af illmælum en
aðrir íslendingar. Menn verða
þreyttir á þeim, til lengdar að
minsta kosti. Hefir hr. Ól. Pr. nú
fengið að kenna á því. Og vafalaust
verður liann stiltari næst, þegar
hann býður sig fram og gætir betur
inunns síns og penna.
Að einu levti öðru valda úrslit
]'Cssara kosninga mörgum nokkurrar
furðu. Það er hið mikla fylgi Jakobs
Möllers. Hann býður sig fram einn
sins liðs og á mcjti ekki lakari manni
en herra Jóni Magnússyni forsætis-
ráðherra. Morgunblaðið hefir áður
látið það álit á mönnum þessum i
ljósi, að þeir væru báðir gáfaðir
menn og hinir þingluefustn menn.
En hr. Jón Magnússon er eldri og
reyndari maður, og mátti, ef á það
var litið, gera ráð fyrir því, að
hann' mundi hafa meira fylgi hér
en hr. Jakob Möller. Og það hefði
forsætisráðherra líka haft, ef hann
liefði ekki í stjórnartíð sinni verið
í slíkum kærleikum við „Tímaklík-
una“ sem raun hefir á orðið. Blað
þetta mega menn livorki heyra né
sjá í þessum bæ. Ef það segir ein-
hverjum hér eitthvað til lofs, þá
þykir það blettur á manninum. Tím-
inn hefir oft lofað Jón Magnússon
og hann hefir fátt viljað láta á móti
því blaði. Sem dæmi þess, hvert álit
menn hafa hér í bæ á „Tímanum“
má nefna það að hr. Jón porláks-
son verkfræðingur, einn traustasti
og áhrifamesti stuðningmaður for-
sætisráðherra, lýsir því yfir í heyr-
anda hljóði, að „það blað“ (c. Tím-
ann) lesi hann aldrei, og' kendi fullr-
ar fvrirlitn ingar á blaðinu í orðum
1 ans, sem von var.
Það skal sagt „TímanunT ‘ til lofs
að liann hafði vit á að þegja um
kosningar í Reykjavík. Ilefir eflaust
rent grun í það, að meðmæli Tr. Þ.
og Jónasar frá Hriflu með hverjum
sem vera skyldi, hlutu að verða hon-
um til ógagns, en andmæli og illmæli
úr þeirri átt til hins mesta gagns.
En þrátt fyrir þessa gætni sína
hefir „Tíminn“ fengið því áorkað,
að forsætisráðherra féll við kosn-
ingarnai'. Mun guðsmaður „Tím-
ans“ nú lýsa því vígi á hendur sér
bráðum, því að hann heldur sig nú
orðinn mikinh vígamann.
En eigi er ólíklegt, að svo fari um
forsætisráðherra sem aðra, er þeir
Tryggvi prestur Þórliallsson þykj-
ast hafa vegið, að liann haldi áfram
að lifa og viniii fult gagn á þingi
eða á öðrum sviðum þjóðlífsins.
„Vígin“ hans síra Trvggva reyn-
ast nokkuð áþekk „vígum“ rnanii-
rolu einnar, Bergs rindils, sem í
Laurentiussögu segir. Stóð hann
fast á því, ®áð hann hefði vegið
mann, en því var auðvitað eigi
truað. Þóttist Bergur þá haía
arepið tvo menn, en Jörundur Hóla-
biskup sagði þá:
„þegi þú ok Ijúg engri heimsku
á þik, því at þat vita menn áðr, at
þú ert engi ofrhugi, ok eigi reyndr
í orrostum eða bardögum, heldr
kyggjum ver þik hverjum manni
blauðara, ef karlmensku þarf at
þreyta.“
Og „þótti hann (þ. e. Bergur
BrunatryggiO hjá
Nederiandena
Félag þetta, sem er eitt af heims-
ins stærstu og ábyggilegustu brnna-
bátafélögum, hefir starfað hér s landi
i fjölda mörg ár og reynst hér sem
annarstaðar hið ábyggilegasta i alla
staði.
Aðalnmboðsmaðnr: ,
Halldór Eiríksson,
Lanfásvegi 20 — Reykjavik.
Sirri 175.
1 haueit var n é dregið
'amb, sem eg kannatt ekki við að
sé min eign, en er þó með mina
marki: Bitar 2 aftan bæði eycu. —
Noti nokkur þetra mark annar en
eg, þá skora eg á hann að láta mig
vita það sem allra fyrst.
Málfriður Bjcnasdóttir,
Insta-Vogi á Akranesi
íindill) síðan heimskari maðr en
áðr“.
Skyldi ekki fara eitthvað líkt fyr-
ir velæruverðugum herra pastor
emeritus Tryggva Þórhallssyni og
Bergi rindli ?
Ausfurrfksk bfi'R-
Forsætisráðherra hefir 18. þ. m.
sent stjórnarráðinu hér svolátandi
skeyti:
„Austurríkskur prófessor, Bong,
befir komið til mín af hendi ríkis-
stjórnar og sveitarstjórnar í Wien
ineð beiðni um að íslendingar, eins
og aðrar hlutlausar þjóðir, tækju
hörn frá Wien, alt að 100, til þess
að forða þeim frá hungurdauða.
Islandskontoi'.
Jón Magnússon.“
Það er auðvitaður hlutur, að liér
muni menn verða vel við þessum
tilmælum. Ber fyrst og fremst til
þess mannúðarskyldv. 1 öðru lagi
er það sjálfsagt, er ísland er orðið
sjálfstætt ríki, að það láti sem bezt
af sér leiða í alþjóðaviðskiftum. f
þriðja lagi eru þýzkutalandi þjóðir
— en hér á hið þýzka Austurríki
hlut að máli — mikils góðs af ís-
lendingum maklegar. Fáir útlend-
ingar hafa betur en þýzkumælandi
fræðimenn og vísindamenn haldið á
lofti bókmentafrægð íslendinga,
fornri og nýrri. Og megum vér
muna þeim það.
Hér er farið fram á það, að vér
tökum alt að 100 börnum frá Wien
til að forða þeim frá hungurdauða.
Þetta eru vafalaust flest eða alt
föður- og móðurleysingjar, sem
cngan eiga að, eða þá svo umkomu-
laust fólk, að það getur ekki séð
þeim farborða. t Wien er hungurs-
neyð mikil og hefir verið lengi, og
því er þessi beiðni fram komin. Það
þarf eigi að efa, að aðrar hlutlaus-
ar þjóðir muni verða vel og skjót-
lega við sams konar beiðni. Og það
mun ekki heldur þurfa að efa, að
Islendingum verði ljúft að taka við
hörnum þessum.
Vafalaust þarf að setja einhverja
nefnd — fámenn má hún vera —
til þess að koma börnum þessum
fvrir á góðum heimilum. En þetta