Ísafold - 26.01.1920, Blaðsíða 2
2
í >A r < D
Eins og mörgum mun kunnugt
vera, eru veittar 16 þús. krónur á
Ijárlögum fyrir árin 1920 og 1921
til verzlunarskóla. Þar af fara 7000
krónur til Samvinnusfeólans svo-
nefnda og 9000 kr. til verzlunar-
skólans sem haldið hefir verið hér
uppi um nokkur ár. Allir eru nú
orðið sammála um það, að þeir
nienn, er ætla sér að fást við verzl-
un þurfi sérmentunar í þeim grein-
um, -er þann atvinnuveg varða eink-
um. Og fjárveitingarvaldið viður-
kennir þetta með því að styrkja
skóla þessa með fjárframlögum úr
landssjóði.
1 neðri deild alþingas 1919 kom
fram frumVarp til laga um stofnun
landsverzlunarskóla. — Frumvarp
þetta bar meiri hluti f járveitinga-
nefndar fram, og var Matthías
Ólafsson framsögumaður. Frum-
varpið fann eigi náð fyrir augum
meiri hluta deildarinnar að þessu
sinni. En málið er væntanlega ekki
dautt fyrir því. Málið er sem sé
gott mál, en góð m'ál deyja ekki
þótt þau gangi ekki fram við fyrstu
tilraun.
Eins og áður var sagt, eru skól-
ar þessir nú tveir. Ástæður fyrir því
að hafa þá tvo væri réttmætar ef
sitt hvað væri kent og þyrfti að
kenna í hvorum. En svo er ekki. .
í báðum þessum skólum eru kend
sömu tungumálin: Islenzka, danska
enska og þýzka. Þar skilur því
ekki.
Hver sem við verzlun fæst, þarf
að kunna bókhald, reikning og við-
skiftareikningagerð, þar á meðal á-
lagsreikning. Þessar greinir eru
kendar í báðum skólunum, eins og
vitanlega á að vera í hverjum verzl
unarskóla.
Þá er venja að veita tilsögn í
almennustu atriðum þjóðmegunar-
fræðinnar (Nationaiökonomi) í
verziunarskólum. Og það er líka
gert í þeim skólum, sem 'hér greinir
Ennfremur er sjálfsagt að veita
tilsögn í verzlunarrétti eða verzl-
unarlöggjöf ess lands, er verzlunar-
skólinn starfar í. Það hefir jafnan
verið gert í verzlunarskólanum í
Reykjavík. Ef það er eigi gert í
Samvinnuskólanum, þá er það
vöntun, sem hlyti að verða bætt.
Vélritun og skrift hefir og verið
kend í Verzlunarskólanum, én
hvort þær greinir eru kendar í Sam
vinnuskólanum, er eigi kunnugt.
Það er þó auðsætt, að þær þarf einn
ig að kenna í verzlunarskóla.
Ein grein er kend í Samvinnu-
skólanum, sem telja má sérstaka
í þeim skóla, og kölluð er samvinnu
félagssktpur. Það sýnist heppilegt
að sem flestir, og þá eigi sízt 'þeir,
sem ætla sér að fást við verzlun
og viðskiftastarfsemi, fái kynni af
þessum félagsskap, á hvaða grund-
velli sem samvinnufélög eru reist,
hvemig þau starfa, hvemig félags-
skapurinn hefir reynst o. s. frv.
Nú er það haft eftir einum manni
sem skriðið hefir inn á samvinnu-
félagsskapinn íslenzka og hvorki
er haldinn vitur né sannorður, að
nemendum Verzlunarskólans í
Reykjavík sé innrætt óbeit á sam-
vinnufélagss'kapnum. Þetta er vit-
anlega alskostar órétt. En ef það
væri satt, þá ætti samvinnumenn
að taka þeirri hugmynd fegins
hendi, að stofnaður væri allsherjar
Ií,ndsverzlunarskóli. Þar með ætti
að vera fyrir því séð, að þessi fé-
lagsskapur nyti sannmælis í hví-
vetna. En meðan Verzlunarskólinn
er undir yfirráðum einstakra
manna, er torveldara að hafa gát
á slíku.
Af annari ástíeðu mætti ætla, að
samvinnumenn tæki tveim höndum
sameiningu þessara skóla í einn.
í verzunarskólanum >er samvinnu-
félagsska'pur ekki sérstök náms-
grein. Nemendur þaðan fá því ef
til vil'l ekki þau kynni af þeirri
stefnu, sem samvinnumenn hljóta
að óska að sem flestir fái. Ef skól-
inn er einn og haidið uppi ein-
göngu af landsfé og undir stjórn
landsins, þá er einsætt, að setja
má upp það, að allir nemendur
hans eigi kost á að fá kynni af þess-
um félagsskap. Það væri því auð-
sær gróði fyrir samvinnufélags-
skapinn að þessu leyti, auk annars,
ef skólunum væri steypt saman í
allsherjar landsverzlunarskóla. Ef
skólinn er einn, þá fengi ekki að-
eins og þeir, sem nú eða síðar sækti
Samvinnuskólann, þekkingu á sam-
vinnufélagsskap, heldur einnig þeir
er sækti Verzlunarskólann nú eða
síðar, svo að allir verzlunarnemar
fengi eða ætti kost á að fá þekkingu
á þeirri grein. Og væntanlega er
það eins með það málefni sem önn-
ur góð mál, að því er gróði að sem
flestir fái rétta hugmynd um það.
Þá eru væntanlega flestir sam-
mála um það, að hægra og ódýr-
ara sé að fá góða kenslukrafta og
kensluáhöld handa einum skóla en
tveimur. Húsaleiga, hitun og lýs-
ing verður líka tiltölulega ódýrari
í einum skóla en tveimur. Og lik-
liga hefir enginn maður með heil-
brigðri skynsemi á móti því, ef
nokkurt fé yrði sparað, enda sé
jafn vel eða betur séð fyrir að öðru
leyti, En ekki er vafi á því, að svo
yrði hér.
Reyndar er ennþá eitt ótalið.
Það ér eitt af inntökuskilyrðunum
í Samvinnuskólann. í þann skóla
geta menn ékki fengíð þintöku,
nema þeir hafi samvinnu-hugarfar.
Er þetta að líkindum eini skólinn,
þar s(;m berum orðum er krafist
ákveðins hugarfars af nemanda.
Annarsstaðar er skilyrðum hagað
þannig, að sá, sem í skólann geng-
ur, skuli hafa óflekkað mannorð,
hafa náð ákveðnu aldursmarki og
þekkingu, sem nánar er til tekið.
Menn hafa ekki þókst getað heimt-
að ákveðið hugarfar framar en
ráða mætti af líkum eftir aldri,
þroska og þekkingu viðkomanda.
Og skólakennarar eru eins og aðr-
ir menn að því leyti sem þeim þyk-
ir sér torvelt að rannsaka hjörtu og
nýru þeirra sem þeir taka innískóla
sína. Það er ókunnugt, hvaða að-
ferð eða mæli forstöðumaður Sam-
vinnuskólans hefir til þess að stað-
reyna það, hversu farið er um sam-
vinnu-hugarfar hvers þeirra, sem
ir.n í þann skóla ganga og um leið
og þeir ganga í hann.
En varla verður unt að gera á-
kveðið hugarfar, fram yfir það sem
ráða má af því, hvernig nýsveinar
fullnægja inntökuskilyrðum, að
inntökuskilyrði í ríkisskóla. Ríkið
vantar tæki til þess að „rannsaka
hjörtun og nýrun“. Og þótt það
kynni að geta fengið þau tæfei hjá
forstöðumanni Samvinnuskólans,
sem hann hefir til þess, þá er eigi
víst, að þau þættu áreiðanleg. Hug-
armælir hans kynni að þykja eitt-
hvað misvísandi.
Þess vegna mundi verða að
sleppa þessu inntökuskilyrði. En
það er varla gerandi ráð íyrir því,
að Samvijmumenn geri svo mikið
úr þessu skilyrði, að þeir standi
þess vegna á móti stofnun lands-
verzlunarskóla.
úCarcíéur éiigurðss.
Samkvæmt símskeyti frá frétta-
ritara vorum í Kaupmannahöfn, er
Haraldur Sigurðsson píanóleikari
frá Kaldaðarnesi alfluttur þangað
og hefir fengið stöðu sem kennari
við hljómlistarskólann þar.
Hraðskreíðesta he skipið.
í Bretlandi hefir nýlega verið
fullsmíðað hið hraðskreyðasta her-
skip, sem til er í heimi. En það er
tundurspillir, sem Tyrian heitir. Á
reynsluförinni skreið hann rúm-
lega 45 enskar mílur á klukkustund.
Tyrrian er smíðaður hjá Yarrow
& Co. í Glasgow og er 29. tundur-
spillirinn, sem þeir hafa smíðað
íyrir brezku stjórnina síðan stríðið
l'ófst. Hann c- 273 feta langur og
ber rúmlega 1000 smálestir. Gufu
vclin í honum er af alveg nýrri » -ð,
sJ.m þeir Yarrow & Co hafa fundið
app. , ,
-------o----—.
Launalög
embættismanna
9 -
Áður hefir verið drepið á það
hér í blaðinu, hvers virði krónan
mundi nú vera, miðað við verðgildi
hennar árið 1914 í júlímánuði. Og
má telja, að krónan sé nú sízt meira
virði en 27—28 aurar voru þá. Með
öðrum orðum: Það var jafngott að
eiga 27—28 aura þá sem 100 aura
nú.
Alþingi 1919 samþykti lög um
laun embættismanna. Taldist ekki
geta hjá því komist að sinna kröf-
um þeirra um launabætur vegna
dýrtíðarixuiar. Nú eru lög þessi
tekin að verka, og er þá fróðlegt
að sjá, hvemig þau verða í fram-
kvæmdinni.
Enginn embættismaður, að und-
anteknum ráðherrum (er hafa
10 þúsund krónur), hæstaréttar-
dómurum (er geta fengið laun og
dýrtíðaruppbót samtals 10,500 kr.)
og bankastjórum Landsbankans
(sem geta fengið 11,000 fer. árs-
laun), má samkvæmt launalögun-
um fá meiri laun og dýrtíðarupp-
bót samanlagt en 9500 krónur, eða
sem næst jafngildi 2800 króna fyr-
ir stríðið (1914).
Allir þeir, sem þá voru skást
launaðir, eru nú dæmdir til að taka
þessa upphæð, jafngild 2800 kr.
1914, í laun. Meðan lög þessi standa
óbreytt, er engin breytingarvon á
þessu.
Hér skal sett yfirlit yfir þá em-
bættismenn, sem 9500 hámarkið
kemur niður á. Era fyrst talin þau
laun, sem föst standa án tillits til
dýrtíðar. Síðan þau laun að við-
bættri dýrtíðaruppbót. Því næst
föst laun og dýrtíðaruppbót, er þeir
mundi fá, ef 9500 kr. hámarkið
gilti ekki. Og loks mismunur milli
þess, er þeir fá nú og þess, er þeir
niundu fá, ef 9500 kr. hámarkið
væri eklci. Er það sú upphæð er spar
ast fyrir 9500 kr. hámarkið.
Hæsta dýrtíðaruppbót 1920 er:
3000X1,80=5400 kr.
Kristján Jónsson dómstj.........
Halldór Daníelsson hæstaréttard. .
Eggert Briem hæstaréttard.......
Lárus Bjarnason hæstréttard.....
Páll Einarsson hæstréttard......
Guðm. Sveinbjörnss. skrifststj. ..
Magnús Guðmundss. skrifststj. ..
Odd.nr Hermannss. skrifststj....
Þorst. Þorsteinss. hagstofustj..
Jóh. Jóhanness. bæjarfógeti.....
Jón Hermannsson lögreglustj.....
Guðm. Björnsson sýslumaður ....
Páll V. Bjarnason sýslum........
Bjarni Þ. Johnson sýslum........
Magnús Torfason sýslum..........
Halldór Kr. Júlíusson sýslum....
Júlíus Hafstem sýslum...........
Steingr. Jónsson sýslum.........
Ari Arnalds sýslum..............
Sigurjón Markússon sýslum.......
Björgvin Vigfússon sýslum.......
Karl Einarsson sýslum...........
Guðm. Eggerz sýslum.............
Magnús Jónsson sýslum...........
Guðm. Björnson landlæknir.......
Olafur Thorlaeius héraðsl.......
Ingólfur Gíslason héraðsl.......
Jón Þorvaldsson héraðsl.........
Þorbjörn Þórðarson héraðsl......
Magnús Sæbjörnsson héraðsl......
Oddur Jónsson héraðsl...........
Sig. Magnússon spítalal.........
Þórður Sveinsson spítalal.......
Sæm. Bjarnhéðinsson spítalal....
Geir Zoega verkfræðingur .......
Th. Krabbe verkfr...............
Guðjón Samúelsson verkfr........
Jón Helgason biskup.............
Einar Amórsson prófessor .......
Olafur Lárusson prófessor ......
Guðm. Magnússon prófessor.......
Haraldur Níelsson prófessor ____
Sig. P. Sivertsen prófessor ....
Sig. Nordal prófessor...........
Ágiist H. Bjarnason prófessor ....
Jón J. Aðils prófessor .........
Guðm. Finnbogason prófessor ____
Pálmi Pálsson adjunkt ..........
Þorl. H. Bjaraason adjunkt......
Bjarni Sæmundsson adjunkt ....
Jóh. Sigfússon adjunkt..........
Sig Thoroddsen adjunkt............
Jón Þórarinss. fræðslumálastj. .....
Jón Jacobsson landsbókav........
Jón Þorkelsson þjóðskjalav........
Matth. Þórðarson foramenjav.....
O Forberg símastjóri............
P. Smith símaverkfr.............
Sigurður Briem póstmeistari ....
Rúmar 70000 krónur eru þá spar-
aðar með þessu óviðunanlega mis-
rétti og ranglæti. Getur ríkið verið
þekt að því að brjóta allar réttar
og alment viðurkendar meginregl-
ur fyrir.svo lága fjárhæð? Því að
fjárhæð þessa verður að telja lága,
þegar útgjöld ríkisins eru öll orðin
um 8 miljónir á ári, eins og nú er
orðið. Þessar 70 þúsund krónur
munar nú ekki meira um en 15—20
þúsund krónur á ári fyrir styrjöld-
ina miklu. Eigi er senniiegt, að al-
þingi láti sig það henda, að laga
þetta ekki þegar í vetur.
Það sem haft er af einstökum
embættismönnum vegna 9500 kr.
hámarksins nemur þetta ár frá 179
krónum og upp í 4900 kr. Því bet-
ur sem staðan á að vera launuð
eftir lögunum, því meir er haft af
þeim, sem henni gegnir, af dýrtíðar
uppbót þeirri, sem harm ætti að fá.
Aðgætandi er það, að dýrtíðar-
uppbót er aldrei talin af hærri upp‘-
hæð en % launanna og aldrei af
F ’M
laun
Föst -þ dýrt. ættu mis-
líiin upphót að h p ii 'nr.
10000 10500 15400 4900
8000 10500 13400 2900
8000 10500 13400 2900
8000 10500 13400 2900
8000 9500 13400 2900
5300 9500 10800 1300
5000 9500 10400 900
5000 9500 10400 900
5600 9500 11000 1500
6000 9500 11400 1900
5000 9500 10400 900
5200 9500 10600 1100
5200 9500 10600 1100
4500 9500 9900 400
5600 9500 11000 1500
5200 9500 10600 1100
4600 9500 10000 500
5200 9500 10600 1100
4900 9500 10300 800
4500 9500 9900 400
5200 9500 10600 1100
5200 9500 10600 1100
5200 9500 10600 1100
5200 9500 10600 1100
7000 9500 12400 2900
4500 9500 9900 400
4500 9500 9900 400
4500 9500 9900 400
4500 9500 9900 400
4500 9500 9900 400
4500 9500 9900 400
5000 9500 10400 900
5000 9500 10400 900
5000 9500 10400 900
5600 9500 1100 1500
6000 9500 11400 1900
5000 9500 10400 900
6000 9500 11400 1900
6000 9500 11400 1900
4500 9500 9900 400
5500 9500 10900 1400
5500 9500 10900 1400
4500 9500 9900 400
4500 9500 9900 400
5500 9500 10900 1400
5500 9500 10900 1400
4500 9500 9900 400
5000 9500 10400 900
5000 9500 10400 900'
5000 9500 10400 900
4600 9500 10000 500;
4600 9500 10000 500
5000 9500 10400 900
5500 9500 10900 1400'
5500 9500 10900 1400
5500 9500 10900 1400
6500 9500 11900 2400
4400 9500 9679 170
6000 9500 11400 1900
Alls kr. 73179
hærri upphæð en 3000 krónum...
Þeir, sem hafa yfir 4500 krónur í
árslaun, fá því aldrei dýrtíðarapp-
bót af fullum % hlutum launa sinna
Maður með 6000 kr. launum fær
aðeins uppbót af helmingnum, mað-
ur með 7000 kr. launum aðeins af
þrem sjöundu hlutum launanna o.
s frv. En hann fær ekki, eins og
taflan sýnir, nema brot af dýrtíð-
aruppbót af þessum 3000 kr., sem
dýrtíðaruppbót er talin af.
Aðeins 60 af starfsmönnum
landsins verða fyrir þessu ranglæti.
Landsstarfsmenn þeir, er launa-
lögin taka til, skifta hundruðum.
Þar af prestar yfir 100, héraðslækn
ai milli 40 og 50, símamenn og póst-
menn sjálfsagt yfir 100. Mun ekki
#