Ísafold - 22.03.1920, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.03.1920, Blaðsíða 1
ISAFOLD 'Simar 499 og 500. Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. Isafoldarprentsmiðja. XLVII. árg. Reykjavik, mánudaginn 22. marz 1920 1?. tölublað. Nýja bifreiðin Overland 4, sem er með , Three Point Cantilevet'-fjöðrum er ekki höst eins og aðrir farskjótar. Alt sem lyftist upp, hlýtur að koma niður aft- ’tiT- — en hvers vegna skyldi þá ekki komið í veg fyrir lyfting? Á hinum nýju Overland 4 ganga hjól og f jaðrir upp og niður, eftir því sem ójöfn- ur vegarins eru, en farþegarnir verða varla var- ir við hinn minsta hristing. „Three Point Cantilever*‘ -fjaðrirnar. sem að- <eins eru á Overland 4, eru alveg eins dœmi að því leyti hvað þær gera vagninn þægilegan til aksturs. í stað þess að hristast, skekjast, hnykkjast, steyta og skjálfa — í stað þess að vera liöst, líð- ur Overland 4 létt og þægilega áfram. Það eru ekki nema 100 þml. milli hjólöxla, en 130 þuml. milli fjaðra og þess vegna verður bif- reið þessi jafn stöðug í rásinni og hinar stóru bifreiðar, þar sem langt er milli lijólöxla. Allur úthúnaður Overland 4 er hinn fullkomnasti. Allar upplýsingar vjðvíkjandi þessum ágcetu bifreiðum gefur einkasali vor á íslandi J. tJorsteinsson, Laugavegi 31 & Vatnsstíg 3, Reykjavík. Símnefni: Möbel. Símar: 64, 464 og 864. The JOHN N. WILLYS EXPORT CORPORATION, 165 Broadway, New York, U. S. A. Ootuvörpungarnir. Vér birtum hér skrá yfir botn- vörpuskip þau, sem íslendingar eiga hér og í smíðurn erlendis og væntanleg eru hingað í næsta mán- uði, auk þriggja hrezkra skipa, sem gerð eru út héðan mn vertíðina. Er það, svo sem séð verður, álitlegur skipastóll og má þó vel vera, að eitthvað vanti í skýrsluna, því það er erfiðleikum bundið að fá ná- kvæmar fregnir um fyrirætlanir og framkvæmdir hinna mörgu félaga, sem nýlega hafa verið stofnuð. Skipin eru þessi: Rán, Jón Forseti, Belgaum, Egill Skallagríms^n, Skallagrímur, Snorri Goði, Kveldúlfur ? Aprí’l,x Maí, Þorsteinn Ingólfsson, Ingólfur Arnarson, Vínland, Geir, Austri, Ýmir, Víðir, Draupnir, Elías Stefánsson 2 ensk leiguskip Björn Ólafsson enskt leiguskip, Ethel, Njörður, H.f. Otur 1 skip, H.f. Grótta 2 skip, H.f. Haukur 1 skip, Þorv. Þorvarðarson o. fl. 1 skip, G. Kr. Guðmundsson & Co, 1 skip. Að öllum líkindum verða skipin orðin 30 talsins, ef til vill fleiri, í lok þessa árs. Fyrir fimtán árum áttu íslending ; ar ekkert hotnvörpuskip, og verð- J ur því eigi annað sagt, en að fram- ! farir hafi orðið miklar á þessu ■ sviði. En — em spyrjum vér, er ekki komið nóg í- hráð ? Er það holt að J framfarirnar verði svo bráðar á : þessu eina sviði, þegar ekki fylgj- | ast með þær aðrar framkvæmdir og J þau önnur skilyrði, sem nauðsyn- j leg eru til þess, að útvegurinn geti I hlómgast og borið sig? Sízt af öllu viljum vér vera aftur- í lialdssamir, eða sporna við heil- brigðum framgangi og framþróun atvinnuveganna. En vér erum hálf hræddir við afleiðingarnar e f eitt- hvað skyldi hera út af, t. d. slæmt aflaár, ótíð og þurkleysur, eða treg. ur markaður erlendis á fiskiafurð unum. Það eru geypiupphæðir, sem hér eru í veði, með starfsfé og öllu öðru sjálfsagt milli 25—35 miljónir króna. Og svo er annað. Hvar á að fá nægilegt vinnuafl til þess að verka þær óhemju birgðir af fiski, sem skip þessi flytja á land í góðum afla i rum um vertíðina? Verkafólks- ekla hefir verið hér mikil um vissa tíma árs, svo mikil, að það hefir verið erfitt að útvega verkafólk til þess að verka fiskinn sem barst á 1 land meðan skipin voru aðeins 10— R0YAL gerduft Hið nafnfræga ameríkska f ROYAL BAKING POWDER Hreinleiki og gæ’Si hafa aflað því hinn- ar miklu eftirspurnar um víða veröld. Hver húsmóðir getur óhrædd treyst á það, að þær kökur, kex o. s. frv., sem hún bakar úr því, verða Ijúffengar og heilnæmar og eins góðar og unt er, að þær geti orðið. Það dofnar aldrei vegna þess að það er aðeins selt í dósum Selt í heildverzlun GARÐARS GfSLASONAR ^ og í flestum matvöruverzlunum. 14. Hvað mun þá verða nú, þegar tala þeirra er tvöfölduð ? En það er vitanlegt, að mestan arð hefir út- gerðin fengið af saltfiskinumog það mundi rýra tekjurnar að miklum mun, ef skipin þyrftu að afla í ís og sigla með aflann til Bretlands all- an ársins hring. Vitaskuld fá skipin mun ódýrari kol þar, en það nægir ekki. Það mun vera svo, að með því verði sern nú er á skipunum og kaupi skipv. og öðru útgerðinni tiL heyrandi, þá er það með öllu óhugs- andi, að útgerðin geti svarað kostn- aði með því að láta skipin veiða í ís og sigla til Bretlands. Enda er markaður í Bretlandi mjög stopull og a'lt útlit til þess, að verð á nýjum fiski þar muni falla eftir þvi sem Bretar sjálfir koma fleiri skipum út á fiskveiðar. En þeir eru ekki enn húnir að ná sér í því efni eftir ófriðinn. Margur mun nú segja, að þá sé ekki annað en selja fiskinn hlaut- an, hálfverkaðan. Hefir það að vísu verið gert alloft, en það er neyðar- úrræði, því markaður á þeirri vöru er mjög stopull. Oss finst innflutningur botnvörp. unga, eins og hann hefir magnast upp á síðkastið, mjög svo varhuga- verður, og málið þess vert, að það sé grandgæfilega íhugað. Hér hefir nýlega verið skipuð nefnd manna til þess að hafa eftir- lit með innflutningi á glingri og ýmsum óþarfa varningi. Væri ekki miklu fremur ástæða til að skipa nefnd til þess að íhuga botnvörp- ungamálið, ef ske kynni að hún gæti komið í veg fyrir að ýmsir menn, sem lítið skyn bera á útgerð, hrúgi hingað dýrum botnvörpn- skipum og ef til vill stofni bænum og landinu öllji í fjárhagslegan voða. y Dýrtíðin. Hagstofan hefir nýlega sent út 1. blað firnta árgangs af „Hagtíð- indum“. Meðal annars froðleiks í þessu blaði má nefna skýrslu um vöruverð í Reykjavík um síðastlið- in áramót með hliðsjón af fyrri ár- um. Einstaka xjörutegund hafði lækk- að á síðasta ári, en þó ekki nema lít- ið eitt. Þar á meðal má nefna sápu, sóda, sa'lt og kol. En meira kveður þó að hækkuninni, og kemur hún á þær nauðsynjar, sem mjög eru not- aðar. Síðan 1. jan. 1919 heíir sykur hækkað um 52%, kjöt um 74%, fisk- ur um 49%, steinolía um 12% og kálmeti um 11%. Má af þessu sjá, að enn stefnir í öfuga átt og dýr- tíðin fer versnandi. Skýrslurnar ná til 62 vörutegunda. Hafa þær hækk- að í verði að meðaltali, sem hér seg- ir: Síðan 1. okt. 1919 um 4%, síðan 1. jan. 1919 um 13% og um 286% síðan ófriðurinn hófst. Af þessum 62 tegundum eru 56 tegundir mat- vörur og hafa þær út af fyrir sig hækkað að meðaltali um 5% á síð- asta ársfjórðungi, 17% á síðasta ári og um 271% síðan ófriðurinn hófst. Síðan um nýár hefir ástandio enn versnað, flestallar vörur hækkað vegna dollargengisins. Eftirtektarvert er, að það eru að- allega íslenzku afurðirinar, sem hafa hækkað í verði á síðastliðnu ári. Saltað kindakjöt hefir t. d. nærrf því tvöfaldast í veiði síðan um nýár í fyrra og er það ótrúlegt eins og kjötsölumálinu er komið. Þá hefir og nýr fiskur hæhkað um 60—70% á sama tíma og iúða um nærri því 200%. Aftur á móti hefir smjör heldur fallið í verði og er það eflaust fyrir áhrif margarine- framleiðslunnar innlendu. liækkun-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.