Ísafold - 22.03.1920, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.03.1920, Blaðsíða 4
Merkúr mánaðarblað verzlunarmauna. Gefið út af Yerzlunnrmannafélaginu „Mérkúr“ í Reykjavík. Kenmr út mánaðarlega, ýmist 8, 12 eða 16 síður eftir ástæðum, og ko>*tar kr. 4,50 árgangurinn, er greiðist fyrirf ’aai. Þar'eð „Merkúr“ er eina verzlunarmannablaðið á landinu og flytur að jafnaði fróðlegar greinar verzlunarlegs efnis og ræðir öll áhugamál verzlunarmannastéttarinnar, er það næg ástæða til þess, að hver einasti verzlunarmaður á landinu kaupi það. Skriflð þpg!j.r í stað og bfðjið nm sýnishorn af blaðinu og verður það sent um hæl ókeypis. Atgreiðsla ,Merkurs‘ Pósthólf 236 Reykjavík A.s. Aarhus Skibsværft Skipasmiðastöð. Vekur athygll á sér til smíða á nýtfzku þilskipttm til flskiveiða. — Fljót afgreiðsla. — Biðjið um tilboð, Símnefni: Skibsværft. Efnahagsreikningur Spítalasjöðsins »Vinaminning* hinn 31, des. 1919. Tekjar 1. Inneign við sparisjóð Árnessýslu 1. jan. 1919 1700 70 2, Gjöld til minningar nm látna ættingja og vini 506 75 3. Aðrar gjafir 2 00 4. Sparisjóðsyextir 1919 97 21 Gjöld 1. Lagt inn i sparisjúð : . . . . 441 45 2. Sparisjóðivextir lagðir við inDÍögin 97 21 3. Anglýning i íiafold 9 80 4. 1000 minningarspjöld 55,00, 100 umslög 2,50 67 50 5. Til jafnaðar móti tekjulið 1 1700 70 Kr. 2306 66 2306 66 Eign f nneign við Sparisjóð Árnessýeln 2239 36 Eyrtrbakka 1. janúar 1920. Gfsli Pétursson. Gísli Skúlason. P. Nielsen. Vér morðingjar. Svo sem áður hefir frést hingað í sírnskeytum var leikrit Guðmundar Kamban „Vér morðingjar“ leikið við ágætan orðstír í Dagmar leikhús inu í Kaupmannahöfn 2. þ. m. Birt- um vér hér á eftir ummæli ritdóm- ara „Berl. Tidende,, og „Politiken“, þeirra Jul. Clausen og Sven Lange um leikinn, en þeir þykja einna vandfýsnastir allra ritdómara í Khöfn og meira mark tekið á orðum þeirra en flestra annara. Jul. Clausen skrifar svo: T þessu leikriti er lífið — aflmikið og grimmúðlegt. Höfundur þess byrlar drykk, svo þrunginn af sálarkvölum, að nærri liggur, að hann stígi manni ti! höfuðs, og hann spennir skrúfu lífs- ins svo ákaflega og hún brestur að lokum. Kamban hefir meðsamningleiks þossa sýnt takmarkalausa hæfileika í því, að vilja að eins koma auga ,á og liOta það, sem endalokin eru undir- komið og að draga saman alla þræði cftir því sem álíður. Hann fyrirlítur öll ytri áhrif og er meistari í efis með- ferð í ytra skilningi. Og sigurinn varð hans, einmitt vegna þess hve stuttorður og kjarnorður leik- nrinn var, og þrátt fyrir mörg atriði sem hlutu — og víst áttu — að hafa ónotaleg áhrif og óneitanlega verkuðu á taugarnar. En hvað ber við í þessum þriggja þátta leik. Ekkert út á við, eða ekki rema það allra nauðsynlegasta, alt Oeinist inn á við, að einu efni: sambúð manns og konu. í rauninni eru ekki i cma þessar tvær persónur á leiksvið- inu í öllum þáttum. Leikritið er sókn og vörn um sekt og örlög, er kemur fram í viðtali, sem alstaðar er lífsins inál, en hvergi nálgast smekkleysi. Og menn hlusta á hvert einasta orð, því alt alt er mannamál. Aðstaðan sjálf: Sam- dráttur og fráhrinding, leyndur gmn- ur, sem skiptist á við ódulda afbrýðis- semi, ást og hatnr milli tveggja sálna — já, það á skylt við Strindberg, en þar er ekki ástríða Strindbergs og hug- ur á að skella allri skuldinni á konuna ilér kennir líka gremju í huga höfund- arins, hann hefir samúð með persónun- lítn, en kemur alt af fram sem óvilhall- ur dómari gagnvart þessum manni og tonu, sem myrða hvort annað, hún hann á sálinni en hann hana líkamlega. í insta eðli sínu er þetta leikrit lýs- ing hinnar ófrjóustu og mest tær&ndi ástríðu: af brýðisseminnar. Aiherik- anskur verkfræðingur grunar eiginkonu s:na. Hann finnur, að hún, heimkomin úr nokkurra mánaða leyfi, varnar hon- um ástar sinna. Konan er skemtisjúkt veraldarbarn, sem hefir átt við einfalt líf að búa, og fundist það tómlegt. Hún fellir hug til flugmanns. Maður hennar hýður henni þá að skilja við sig, en vegna síngirni hafnar hún því. Og þeg- ar hann er farinn frá henni og fer huldu höfði, leitar hún hann nppi. — Það er löngunin til þess að sjá sér far- borða, eða máske samvizkubit, sem knýr hana til þess.Og þá er það, að hann gerir sér upp jesúíta-rólyndi og veiðir upp úr henni sannleikann, sem hann óttaðist mest; og þegar hún sér sig brögðnm beitta og reynir að leyna játningu sinni með nýjum svikum, miss ir hann valdið yfir sjálfum sér og slær hana í höfuðið með þungum bréfafergir er hann var með í hendinni. Og of seint feilur hann á kné við lík konu sinnar, sem hann unni mest. Æsandi, sorglegt og þó þannig að maður vill ekki missa eitt einasta orð, tem sagt var í leiknnm. Það sýnir grimmilega mátt ástríðnanna, en er að öllu leyti skáldverk í fylsta mæli. Hversu mikils virði er ekki þetta verk í samanburði við alt sinnuleysið, þvaðr- ið og falsið í leikbúningi? Hér var vissulega ekki leikið falskt. Og það^erðu ekki heldur leikendurn- ir, sem alt var undir komið. Sven Lange skrifar í „Politiken“ : .... Nafnið getur út á við eigi haft öðruvísi áhrif en kvikmyndaauglýs- ing og inn á við, gagnvart leikritinu sjálfu, í hæsta lagi. Og þetta er eiginlega leitt, leikrits- ins vegna. Því að það á miklu betra skilið! Kamban hefir nú vfirgefið íslenzka náttúru, sem hefir komið leikritasmíð iians að góðu haldi, vegna þess hve Jiún er stórskorin og andrúmsloftið eld- gosakent. Hann er kominn inn í stóra nýtískuborg og hefir lýst nútímafólki manni og konu, í ástarbaráttu þeirra. l eikurinn á að fara fram í New York, en höfundurinn hefir svift persónurnar cllum þjóðerniseinkennum — og um leið hefir hann látið þær hafa óljós porsónueinkenni. Deilan er of óper- sónuleg — eri verður fyrir bragðið al- gildari í eðli sinu en ella. Það er grunurinn eilífi,x efinn eilífi og eilíf afbrýðissemi milli hjóna. Hún l'.eldur af honum, lýgur að honum og heldur úfram að Ijúga, þó hún haldi afram að halda £;f honum. Hann elsk- ar hana, en lokkar hana frá einni lýgi ■ S til annarar, til þess að finna hve miklu ofar hann er henni andlega, og vegna kálfvegis óafvitandi löngunar til að jn'na hana og pinta sjálfan sig. Þangað til loksins að einskonar brjálsemi nær yfirtökunum á honum við síðustu lýg- dna, og hann myrðir hana. Baráttan milli þessara tveggja ein- staklinga, sem fyllir alt leikritið og er eina innihald þess, er um eitt skeið r- ikils til of hægfara, því að maður verður ekki var neinnar breytingar á hugarfari hjónanna hvers í annars garð af smáskærunum, sem verða þeirra á milli. í lok 2. þáttar hefir breytingin orðið tiltölulega lítil frá því í byrjun 1. þáttar. Það er sálarfræði, oft glögg- ar sálfræðilegar athuganir en eins og fjarstæðar hugleiöingar á máli höfund- n ins sem stundum er stirt bókmál — en leikritaskáldskapur er það ekki. Hann kemur ekki fyr en í síðasta þætti, og þá með þeirri gjósandi ákefð, sem sérkennir íslendinga. En tilgangur leikritsins? Með hinu þunga heiti hefir höfundurinn sýnilega borið fram ákæru á hendur manninum, sem myrðir þegar hann hefir kvalið '— en hann fær naumast áhorfendurna á citl mál, því lýsing hans á konunni er ófullnægjandi. Maðurinn er glögt skil- inn og honum lýst vel og skýrt svo hann verður eðlilegur — en konan er aftur á móti vefur af lygum, þvaðri og andlegri lítilmensku, langtum lítilmót- lagri og þessvegna langtum óhugþekk- ari áhorfendunum, en höfundurinn hef- ir ætlast til. Ákæra hans til morðingja hennar — sem virðist jafnframt eiga að ná til allra manna, sem líkt er á- statt fyrir — verður þessvegna veik. Stæði þessi glæpamaður fyrir kviðdóm- inum á morgun mundu sakirnar tæp- lega taldar að verðskulda 6 ára betr- unarhúsvist. ** Sven Lange hrósar því næst leik- tndunum, einkum Torkild Roose, er lék manninn og segir að bann hafi aldrei leikið eins vel. Minna hrósar bann leik frú Clöru Pontoppidan (áður Wieth) enda segir hann hlut- verk heimar ekki eins þakklátt. ReyRlayftnraimAlI. NiSurjöfnun aukaútsvara í Reykjavík er nú lokið að þessn sinni. Hefir alls verið jafnaö niður einni miljón og átta hundruð þúsund krórmm. Hefir gjaldabyrði bæjarins aldrei verið jafn nrikil og nú, enda 'nema útsvörin að meðaltali á annað hundrað krónum é hvert mannsbarn í bænum. Báðningarskrifstofu hafa Búnaðar- félag íslands og Fiskifélagið komið upp, er hún nýlega tekin til starfa í húsi Búnaðarfélagsins í Lækjargötu 14. Er mikil þörf á slíkri stofnun og ætti hún að geta greitt fyrir mönnum bæði til lands og sjávar, er vantar fólk, og gefið ýms góð ráð. Er sennílegt að hún verði mikið notuð. Vegna inflúenzunnar hefir allmörg- nm nýjum lögregluþjónum verið bætt við hér í bænum um stundarsakir. Lög- reglan hefir mjög mikið að starfa við sóttvamimar; hún þarf af hafa eftir- lit með fermingu og affemiingn báta og skipa, sem eru í ferðum milli Reykj- í-.víkur og ósýktra héraða, fylgja mönn- nm sem að afstaðinni sóttkví fara héð- an úr bænum og hafa eftirlit innan- bæjar. Póstferðirnar. Póstarnir íluttu í marz ferðinni hvorki krossbandssendingar né bögla út um land. Perð austanpósts er frestað um óákveðinn tíma vegna örðugleika er stafa af samgöngnbann- inu. Inflúenzan er nú að kalla má nm garð gengin í Yestmannaeyjum og reyndist mjög væg til þess síðasta. Afli hefir verið ágætnr í Eýjum síðustu vikurnar. Bæjarskrá Beykjavíkur fyrir árið 1920 er nýkomin út. Era í henni nöfn allra. eldri en 18 ára, er he’milisfastir vom hér í bænum í byrjun síðastlið- ins nóvembermánaðar, í tveimur registr- um, raðað eftir götum og ncfnum. Út- gáfan er vel vönduð, en slæmt er að slept skuli hafa verið „félagatali og stofnana“ og meiri fróðleik er áður var í bókinni. Botnvörpungar allmargir hafa bæzt við fiskiflotann nýverið. Kveldúlfsfé- lagið hefir fengið ágætt skip, nýtt, Skallagrím, sem mun vera langfulb Iromnasta botnvörpuskip hér við land. Er það búið loftskeytatækjum. Hluta- félagið „Hilmir“ hefir keypt skip í Bretlandi og er það einnig komið hing- nð. pá hafa Vestmannaeyingar einnig kevpt botnvörpung og enn hafa tveir botnvörpungar bæzst við hér. Og marg- ir ern væntanlegir. Inflúenzan er nú orðin mjög útbreidd hér í bænum en svo væg að víða er læknis alls ekki vitjað. Enginn hefir cáið úr veikinni. Fámennir skólar eru cú byrjaðir kenslu aftur, en samkomur eru bannaðar eins og áður. Gullfoss kom hingað frá Ameríku nm œiðja síðustu viku, fullhlaðinn vörum Og með nokkra farþega. Víðskiftansfnd hefir stjórnin skipað nú á laugar- daginn og eru í henni fimm menn, þeir Oddur Hermannsson skrif- stofustjóri, Jes Zimsen konsúll, L. Kaaber bankastjóri, Hannes Tbor- steinsson bankastjóri og Hallgrím- nr Kristinsson fratnkvæmdastjóri. Segir í skipunarauglýsingunni að henni sé ætlað að starfa að ráð- stöfnnum viðvíkjandi vöru- og greiðsluviðskiftum íslands við önnur ríki. Nefndin er í raun og veru ekkert annað en ný innflutn- ’ingsnefnd og er liún skipuð sam- kvæmt beimildarlögum frá síðasta þingi um að takmarka eða banna innflutning á óþörfum varningi. Mun nefndin eiga að skera úr því hvað sé óþarfi og hvað sé það ekki og þá ýmist banna eða leyfa inn- flutning. En enginn má fiytja inn vörur, hverju nafni sem nefnast, nema með leyfi nefndarinnar. Svo sem menn skilja, er það ekki lítið vald, sem þessari nefnd er gefið og fráleitt mun hún geta gert svo öllum líki. ' i Bergenska gufuskipafélagið. Stjúrn og fulltrúar þess hafa ákveðið að skifta síðasta ársarði fé. lagsins þannig: Hluthafar fá 30% eða samanlagt 4 milj. kr., í skipsskaðasjóð voru lagðar 700 þús. kr., í húsbygging- arsjóð 110 þús. kr., í bjálparsjóð 29.375 kr„ í tryggingarssjóð 93 þús. kr., til gjafa 100 þús., til rekst- urskostnaðar þetta ár 149.492 kr. Gjöfin, 100 þús. kr„ áttu að skift- ast milli verzlunarskóla eins í Berg- cn, safns eins þar, sem safnar öllu, er lýtur að siglingum, skólaskips- ins og byggingarsjóðs fyrir borgar- búa. Skólinn fékk 50 þús„ safnið 15 þús., skipið 10 þús. og byggingar- sjóðurinn 25 þús. kr. — ------o—--------- Ný tegund spönsku veikinnar. í Austurríki hefir orðiS vart viS sjúkdóm einn, er mjög líkist spönsku veikinni og margir hafa dáið úr. Sjúk- dómnum er Jýst á þá leið, að honnm svipi til sumra tegunda af heilabólgu. Byrjar hann með kvefi, hósta, svefn- leysi og síðast vöðvakrampa í maga, handleggjum og fótum. Jafnframt fá sjúklingamir ofurlítinn hita, og oftast endar veikin me‘S óráði. Vi‘ð það að kryfja líkin, hefir fundist bólga í heila. Telja læknar þetta vera slæma en áður ólcunna tegund spönsku veikinnar. En réttast er, að leggja ekki mikinn trúnað á þessar fregnir e'Sa gera of mikið úr þeim.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.