Ísafold


Ísafold - 05.08.1920, Qupperneq 1

Ísafold - 05.08.1920, Qupperneq 1
Simar 499 og 500. ISAFOLD Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. XLVII. árg. ísafoldarprentsmiðj*. Reykjavik, fimtudaginn 5. ágúst 1920 32. tölublað. Landmæling íslands. Nú síðan landið tók ' að sér að kosta sjálft landmælingarnar, er eðlilegt að þeim sé veitt meiri at- hygli en áður. Var þó sannarlega líka ástæða til að veita þeim at- hygli á meðan Danir framkvæmdu mælingamar á sinn kostnað, því að þetta er hið mesta nauðsynjaverk fyrir oss. Má hrósa happi að verkið skuli vera komið þó svo langt áleið- is sem það er, þegar þess er gætt, iað vér mundum alls ekki vera byrj- aðixypt því enn, ef vér hefðum sjálfir átt jlm að fjalla. Nú hefir verið mæ'lt alt bygt land til vesturs, frá Homafirði og norð ur í Húnavatnssýslu og uppdrættir gefnir út á 117 blöðum í mælikvarð anum 1 : 50000. Þeir munu vera fá- ir, sem eiga þessa uppdrætti álla og má þó segja að þeir séu ekki dýrir á 1 kr. 25 blaðið, þegar litið er á núgildandi peningaverð. Héðan af verða uppdrættirnir gefnir út í mælikvarðanum 1:100- 000, þannig að nú verður jafnmikið land á einu blaði og áður var á f jór- um, án þess að uppdrátturinn verði þó að neinu leyti ófullkomnari eða óskýrari. Heyrst hefir að sumum þyki óviðkunnanlegt að breyta til um mælikvarðann, en enginn efi er á iþví, að það hefði verið heppilegra ef minni mælikvarðinn hefði verið tekinn strax, því að uppdrátturinn hefði að öllu leyti verið betri í með- förum þannig. Það em að eins mjög íþéttbýl lÖnd sem þurfa að vera gef- in út í mjög stórum mælikvarða, en af strjálbýlinu hér gerir minni mælikvarði Öllum almenningi sama igagn, því að öll nö'fn kom'ast svo vel fyrir. Enda má einlægt gera séruppdætti í stærri kvarða, þar sem sérstaklega þarf á þeim að halda. Enn þá hafa menn alment lítið lært að hafa gagn af uppdráttum herforingjaráðsns nema helst á ferðaiögum. En til þeirra afnota er útgáfan ekki hentug eins og hún er nú. Menn ferðast svo oft það langt, að þeir þúrfa að hafa mörg biöð meðferðis, og til þess eru þau óþjál vegna stærðarinnar, og svo er pappírinn of þykkur til að brjóta hann saman. Þetta verður alt þægilegra með nýju útgáfunni enda væri þá líka heppilegt iað gefa út nokkuð af upplaginu á þunnan sterkan pappír, sem mætti brjóta saman og hafa í ferðalagi, það mundi stuðla mikið að útbreiðslu uppdrátanna. Það er áætlað að það sem eftir er ómælt af bygðum landsins muni verða mælt á 8 sumrum, með sömu aðferð og hingað til hefir verið notuð. — En nú er það kunnugt, að fundin er ný aðferð við land- mælngar, þannig, að taka myndir af landslaginu úr flugvél. Hafa Þjóðverjar notað þessa laðferð síð- ustu áin og telja hana þá nákvæm- ustu, sem hægt sé að nota, auk þess sem hún er auðvitað miargfialt fljót- legri. Má að sögn ljósmynda alt Island úr lofti á fám vikum, ef veð- ur eru hagstæð og við það fást van- ir menn. j Auðvitað kostar það mikið fé í | bili, en menn fullyrða að það sé þó I í heild sinni ódýrara en að nota í gömlu aðferðimar. — Setjum nú svo, að það væri jafn dýrt, þá mundi verkinu samt lokð miklu fyr 0g væri það nægileg ástæða til að taka nýju aðferðina. Öll ástæða er þó til að ætla, að ef Þjóðverjar yrðu fenignir til að framkvæma verkið, nú sem fyrst á meðan pen- ingar þeirra eru lágir, þá yrði það mun ódýrara- Um þetta verður stjómin að iafla sér upplýsinga frá 'fyrstu hendi, svo að vitneskja fáist um nýjasta árangur reynslunnar í þessum efn- endunum, alúðar-þakkir fyrir þá hluttöku, sem þeir með miklum höfðingsskap hafa sýnt í því feikna tjóni, er þessi sýsla varð fyrir við Kötlugosið síðastá, þótt það sé reyndar að öðru leyti óbætanlegt. Hinar úthlutuðu fjárhæðir gátu hjá fæstum, er til greina komu, orðið háar, þar sem um, svo marga var að tefla, en þó hefir orðið að fénu 'góður munur. Vík, 1. júlí 1920. í umboði sýslunefndar Vestur-Skafta- fellssýslu Gísli Sveinsson. um. Samskotin til „þeirra er mest tjón biðu af Kötlugosinu 1918“. í * A aðalfundi félagsins hinn 26. j júní 1919 ákvað stjórn þess síðan , að gefa til Skaftfellinga kr. 6000.00 Var það nokkru hærri upphæð en sú, er Búnaðarfélag íslands hafði mælst til að sláturfélög og kaup- félög legðu til Kötlusamskotanna, og var eðlilega svo til ætlast, að sá hluti hinna áður sendu vara, er ekki yrði greiddur, gengi upp í þessa upphæð. Hmn 20. apríl sl. hafði Sláturfé lagið fengið endurgreiddar upp í andvirði varanna kr. 5256,00, en eftir stóðu þákr. 4404.00. Þar af voru, samkvæmt skýrslu frá út hlutunarmönnum eystra, væntan- legar kr. 2126.98, en kr.2277.02 höfðu algerlega gengið í súginn é leið til lands og á lannan hátt, og þar af leiðandi voru óinnikallanleg- Bókafregn, Andvaka. Tímarit fyrir stjórnmál og bókment- ir. 3. hefti — 1920. Samskotin til „þeirra, er mest tjón biðu af Kötlugosinu 1918“ ‘. Með bréfi dags. 24. febr. s. 1. afhenti Búnaðarfélag Íslands mér samskotafé það, sem því haíði safn- ast, að upphæð aills kr. 30,394,69 og hefir félagið áður birt, hverjir gefend- umir voru (þar var langhæst Eimskipafé- lagíslandsmeð 15,000 kr.). Tilfærðir vextir voru 695,04 Ennfremur haía þess- ir gefið til samskot- anna: Héraðslæknir (riinn- laugur Þorsteinsson, Þingeyri............... íaupm. Þórh.Daníels- son, Hornafirði .. .. — 500,00 Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum............— 1024,00 Sláturfél. Suðurlands, lofaði 6000 kr., en greiddi til samskot- anna 'aðeins...........— 3722,98 Frá N. N. kom .... — 50,00 Tilfærðir vextir .... — 19,05 500,00 Samtals kr. 36905,76 Skýrslum var safnað um tjónið °g ástandið í hverjum hreppi Vest- ur-Skaftafellssýslu, bæði þegar eft ir gosið og eins á síðastliðnum vetri. Með samþykki stjómarráðs- ins og Búnaðarfélagsins tókst sýslunefndin það á hendur að út- hluta hinu safnaða fé til þeirra, er verst höfðu orðið úti. Var það gert á aðalfundi nefndarinnar 10____14. maí þ. á- Þá var úthlutað alls kr. 36000,00 og einna (af oddvita sýslunefndar) kr. 750,00, til samans 'kr. ,36,750,00, afgangur kr. 155,76, er ráðstafast síðar. — Búnaðarfé laigj íslands hefir verið send ná- kvæm skrá yfir alla úthlutunina. Eg. skal hér með leyfa mér fyrir hönd héraðsins að flytja Búnaðar- félagi íslands, sem fyrst gekst fyrir samskotum þessum, og öllum gef- Herra ritstjóri. Út .af grein með þessari fyrir- sögn, eftir Gísla Sveinsson sýslu- mann, er birtist í heiðx-uðu blaði yðar, leyfum vér oss að biðja yður að flytja. eftirfaramdi athuga semdir: Meðal gefenda er talið Sl'átur- félag Suðurlands, er lofað hafi 6000 krónum, „en greiddi til sam- sketanna aðeins kr. 3722,98“. Eftir fyrri framkomu sýslumanns ins í þessu máli, hafði Sláturfélag- ið ekki búist við að sjá þakkir frá homum, og því síður að hann þa'kk- aði í umboði sýslunefndar — og þar með allra sýslubúa — Vestur- Skaftafellssýslu, með þeim for- mála, að Sláturfélagið hefði brugð- ist loforði sínu. Væntum vér að það komi fram síðar hve réttmætt um- boð hann hefir haft til þessia, en viljum þó ekki láta dragast að skýra málið nokkru nánar. Strax eftir gosið banst Slátur- félaginu — og samtímis Stjómar- ráðinu — skeyti frá hreppsnefnd- um úr hreppum milli Mýrdals- og Skeiðarár-sands, þar sem þær biðja um hjálp,og lýsa ástandinu þannig, að al-haglaust sé fyrir allan fénað, bændur geti ekki slátrað sökum salt og tunnuleysis, en voði fyrir idyrum vegna fóðurskorts, ef allur fénaður eigi að takast á gjöf svo snemma. Réði landstjómim þá björgunarskipið Geir til að fara áustur með söndum og reyna á ein hvem hátt að koma þar á landþeim vörum, er brýnust nauðsjm var til. Lagði framkvæmdarstjóri félags- ins þá fram 400 nýjar kjöttunnxxr, 12 smálestir af salti og nokkuð af nauðsynlegustu slátmnartækjnm, er nam að upphæð kr. 9660.00, og sendi austur, án mokkurrar trygg- ingar fyrir greiðslu, er fyrir áræði og atorku skipstjórans á Geir tókst að fleyta, að mestu óskemdu, á land gegn um brimgarðinn, og leggjum vér það undir dóm bændanna í Skaftafellssýslu — sem í raun og vera vissu hvað Kötlugosið var — hvort nokkur önnur hjálp hafi orð- ið þeim notadrýgri en þessi. ar. Fórum vér þá þess á leit við sýslumann G. Sv./aö hann tæki við tillagi voru á þann hátt, að vér greiddum 'kr. 4404.00, með kvittun fyrir hinni ógreiddu skuld og kr. 1596.00 í peningum, en á þann hátt neitaði hann algerlega að taka við tillaginu. Tókum vér þá það ráð, að láta það sem víst var af skuldnni standa áfram ógreitt, en greiddum sýslumanni kr. 2277.02, með kvitt- un fyrir þeim vöram, er vér höfð- um engin ski'l fengið fyrir, en kr. 3722.98 í peningum, og búumst vér við, að ialmenrmgur í Skaftafells- sýslu telji þeim rúmum 2 þús. kr., er gengu í súginn við það að þeir fengu saltið og tunnumar, ekkj ver varið en sumu því fé, er til úthlut- unar kom í handbæru fé, nærri hálfu öðru ári eftir gosið. Fyrstu greiðsluila upp í umgetna v öruskuld Skaf tf ellinga f engum vér í júnímánaðarlok 1919 og hinar smátt og smátt fram til 20. apríl sl. Öll skuldin stóð þannig vaxta- laus í rúma 8 mánuði og mikill hluti hexnmr í 1 og hálft ár, og mætti því telja vextna sem umfram greiðlu. Fyrir bændur á eldstöðvunum tókum vér exnnig sláturfjárafurðir til sölu, fyrir rúm 20 þús. krónur, og greiddum andvirði þeirra jafn- óðum og þær seldust, án eyris frá- dráttar fyrir ómak vort, og þann hialla — nærri 3000 krónur — er varð á söluverði nokkurs hluta af- urðanna, sökum þess hve skemdar þær voru er þær komu á markað- inn; hefir Sláturfélagið enn fremur greitt hlutaðeigendum í beinum peningum úr sínxtm sjóði, þannig, að þeir hafa fengið fullvirði. Væntum vér að það sem að fram- an er sagt, nægi tii þess, að sýna öllum hlutvönduxn mönnum, hve saimgjam sýslumaðurinn er, þegar hann sér ástæðu til að þakka Slát- urfélaginu með áðurgreindum for- máia. Reykjavík, 29. júlí 1920. Sláturfélag Suðurlonds- Andvaka Bjarna frá Vogi hefir enga fasta ferðaáætlun, eins og önnur tímarit. Hún kemur út við og við gerir ekki boð á undan sér. En vel má henni fagna eigi að síður, jafnvel betur en flestum öðr- um tímaritum. sem út eru gefin hér. Því aldrei flytur hún rusl, en ávalt eitthvað, sem hverjum manni er gott að lesa og hugsa um. Efni ritsins að þessu sinni er þetta: Kveðja, gullfallegt kvæði eftir ritstjórann, eflaust með því allra bezta, sem hann hefir kveð- ið- Þá kemur erindi, sem dr. Alex- ander Jóhannesson flutti á skemt- un Verzlunarskólans í vetur sem leið og nefnist Lærdómsár og gönguár. Lýsir hann þar gönguár- unum með því að segja frá ferða-- minningum frá Þýzkalandi, og er skemtilega sagt frá og skipxxlega. Þá er löng drápa eftir Bjarna er Nýár heitir, staka og kvæði eftir síra Jón heit. Bjarnason, kvæði eftir Kipling, þýtt af síra Friðrik Friðrikssyni, löng saga eftir Auer- bach, einkarfalleg, og hefir Bjami fra Vogi þýtt hana, og ennfremur sönglag eftir Áma Thorsteinsson við fyrsta kvæðið í ritinu. Alt er þetta einkar vel valið og skemti- legt aflestrar. Þá koma tvær ritgerðir stjóm- málalegs efnis, báðar eftir ritstjór- ann. Heitir önnur: ,„Stjórninni sett fyrir“ og er ræða, er Bjarni hélt á þingi, þegar nýja stjórnin tók við völdum í vetur. Er þar stefnu- skrá flokks hans. Minnist haxm þar fyrst og fremst á verndun sjálf- stæðisins og í því sambandi á með- ferð utananríkismálanna og legg- ur áherslu a, að vér höfum þau sjalfir með höndum, að svo miklu leyti sem samkvæmt sé sáttmálan- um- — Af innanríkismálum minn- ist hann fyrst á fyrirkomxdag skólamála allra í landinu, og vill hann láta gerbreyta því. Kosninga- lögum vill hann láta breyta þaan- ig, að öllum sé kostur ger á því að kjósa, þeim sem réttinn hafa, en það telur hann anmörkum bund- ið, eins og nú standa sakir, því víðast sé svo ástatt á heimilum, að allir geti eigi sótt kjörfund sama daginn. Vill hann því láta kjörfundi standa lengur en nú ger- ist. — Þá minnist 'hann á, að vel verði að gæta þess, að atvinnuveg- ir landsmanna vaxi ekki hvor öðr- um yfir höfuð, heldur geri stjórnin sitt til, að jafnvægi haldist á milli þeirra. — Víkur hann og í ræðunni að fjármálum, vatnamálum og bankamálum. ,,Gakk þú hægt um gleðiimar dyr,“ heitir hin ritgerðin. Hún fjallar xim vatnamálin. Er öllum svo kunn stefna Bjama í þeim, að ekki þarf að lýsa henni. En eflaust hafa allir gott af að lesa þessa rit-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.