Ísafold - 05.08.1920, Qupperneq 3
Is AFOLl/
3
V
Útgerðarmaðurinn er líkt stadd-
ur. Hann verður að gjalda verka-
mönnum sínum umsamið kaup
löngn áður en hann hefir nokkra
hugmynd um hvað hann fær fyrir
afla sinn. Eru það ónýtir menn í
mannfélaginu, sem með fyrirhyggju
og dirfsku taka menn í þjónustu
sína, greiða þeim það, sem þeim ber
og taka skellinn á sínar herðar þeg-
ar halli 'hefir orðið. Eru það slíkir
menn, sem útrýmast eiga úr þjóð-
arbúskapnum? Fjöldi þeirra, er sjó
stunda, eru ungir, einhlyepir menn,
hafa fyrir engum að sjá, en eru þó
að öllu jöfnu engu betur staddir
en þeir, sem hafa fyrir öðrum að
vinna. Hvað verður af þeirra fé?
Skyldi það ek'ki fara til þess að
kaupa fyrir ýmislegt glys, bíóferð-
ir og bíla, eða með öðrum orðum á
leið út úr landinu, því til Reýkja-
víkur liggur straumurinn, og nú
þegar er orðið of mikið af innflutn-
inni manna hingað, hér er tækifærið
til að fá það, sem hjartað girnist og
hér má koma krónunum út.
Eftir því sem Morgunhlaðið hef-
ir eftir Alþýðublaðinu, að það skori
á verkamenn að vakna og krefjast
launahækkunar, þá má biíast við,
að enn verði farið á stað og hækk-
unar krafist, en verði það ofan á,
þá meiga verkamenn búast við enn
meiri verðhækkun á vörum en er,
og verða að athuga það vel, að sú
hækkun nær einnig til þeirra, sem
ekki geta orðið vinnu aðnjótandi
sakir vanheilsu, eða til ekkjunnar,
sem berst áfram með bamahópinn
sinn, því verðið á nauðoynjum er
hið sama hjá öllum, og hér er
fjöldi úr hóp verkamanna, svo aðr-
ir séu ekki tilnefndir, sem ekki haf'a
10, jafnvel ekki 5 ’krónur á dag.
•Tafnaðarmenskuhugmyndin er
talsvert farin að gera vart við sig
hér, óg sé hfin á nokkrum grund-
velli bygð, þá á vinnuveitandi sömu
kröfu til dyggilegrar vinnu og
vinnuþyggjandinn til umsamins
kaups, og þegar einhleypur maður,
sem aðeins hefir fyrir sínum skrokk
að sjá, vinnur sömu vinnu í sama
hóp og fjölskyldumaðurinn, og fær
sama kaup, þá á hann aðeins að
taka það af kaupi sínu, sem hann
nauðsynlega, þarf að brúka, og gefa
fjölskyldumanninum afganginn,
svo að hann komist af, eða þá að
á hann er lagt svo mikið útsvar,
að hann græði ekki meira en sá,
sem vinnur að því, að koma upp
krökkum sínum og manna þá, og
það útsvar gengi til þess að bæta
hag fjölskyldumanna. Þá er jöfn-
uður.
Þegar blað alþýðumanna skorar
á þá að vakna og krefjast hærra
kaupgjalds, ætti það einnig að
hvetja menn til þess, að vinna þan
verk, sem þeim eru greiddir pen-
ingar fyrir, með áhuga elju og trú-
mensku, því fái verkalýður hér það
orð á sig, að hann vinni illa á
móts við það, sem honum er greitt,
þá getur slíkur orðrómur haft hin-
ar verstu afleiðingar fyrir verka-
menn. Eins og Reykjavíkurbúar
hafa máske heyrt þá hafa Þjóð-
verjar komið hingað til að leita sér
atvinnu, freistaðir af velborgaðri
vmnu hér. Eigi að spenna bogann
°f hátt hér, þá getur enginn bann-
að vinnuveitendum að bjóða hing-
að atvinnulausum útlendingum, og
sagt við þá: Þetta er kanpið, en
fyrir það verðið þið að vinna sem
menn, því við erum orðnir þreyt,t-
ir á því, að því meira sem við
greiðum í vinnulaun, því minna fá-
um við unnið. Til þess að minka.
dýrtíðina eru kaupkröfur á kröfur
ofan ekki vegurinnn. Yegurinn er
sá, að þjóðin læri að spara. Það
verður að athuga hverjir mest líði
við þetta kapphlaup. Æsingar og
ofstopi er nú orðinn þýðingarlaus
og á illa við. — Bankar lána ekki
rekstursfé eins og áður, við bað
tapast vinna. •— Landið kaupir út-
lendar vörur ránverðj en afurðir
þess lækka í verði og \innuveit
endum er gert það örðugt fyrir.
að þeir verða að hætta við ýmis
fvrirtæki, sem að öðrum ’.osti
mundu hafa veitt mörgum vimiu.
Þegar vinnuveitendur leggja árar
í bát, þá munu augu vinnuþiggj-
anda opnast og sjá, að þeir voru
ekki eins óþarfir menn og þeim
var kent að þeir væru, nema því
að eins að þeir sem spana verka-
lýð upp byrji sjálfir a einhverju
arðvænlegu fyrirtæki, sem veiti
fjöldanum föt og fæði.
Alþýðublaðið ætti að brýna fvr-
ir verkamönnum að vinna vel, svo
að menn úr öðrum héruðum lands-
ins tækju ekkki frá þeim vinnu á
vetrum. er þeir bjóða sig fram hér
í höfuðstaðnum, eins og kom fyr-
ir síðastliðinn vetur, þegar blöðin
fóru að skifta sér af því, — það
ætti einnig að brýna fyrir mönn-
um hvað í veði er, skyldu kröfur
verða of háar, að vinna hætti, og
ekki eggja stóran hóp manna,
sem alt á undir stöðugri vinnu,
út í neitt, fyr en nákvæmlega er
athugað hve hátt má spenna bog-
ann, svo ekkert bresti í ótíma.
Skrif út í loftið um eins alvarlegt
málefni og hér um ræðir, á þeim
tímum, sem nú eru, er sá ábyrgð-
arhluti, sem vandlega verður að
athuga. Hvernig sem öllu er velt
og umtumað, þá verður þó nið-
urstaðan sú, að við einstaka menn
loða peningar, en við allan fjöld-
ann ekki. — Þegar þeir menn,
sem kunna að græða, verja fé sínu
til ýmsra fyrirtækja, sem tryggir
öðrum atvinnu, þá virðist svo,
sem þeir séu máttarstoðir þjóðfé-
lagsins. Flestir okkar geta unnið
eitthvað, en fæstir okkar eru efni
í framkvæmdamenn og þeir pen-
ingamenn, sem verja aurunum til
ýmsra fyrirtækja, eru af forsjón-
inni settir sem fjárhaldsmenn
fjöldans. Svoleiðis hefir það ver-
ið og þannig verður það. Öfund
bannar þeirn að auðgast, heilbrigð
skynsemi gleðst af því, iað hagur
þeirra. blómgist, svo fleiri verði
vinnu aðnjótandi hjá þeim — og
bezta stoð þjóðfélagsins verður
það, að þessum tveim aðiljum
komi sem bezt saman og skilji
hvor annan.
X. —
—- — - o---
Þriskifting.
(Vett, forstjórinn danski, sem
dvalið hefir hér á landi undanfam
ar vikur, héfir sent oss eftirfar-
andi grein og beðið oss að birta.
Hr. Vett berst fyrir þíískiftingar-
fyrirkomulaginu svonefnda og ©r
einn helzti talsmaður þess á Norð-
urlöndum. Geta menn séð af grein-
inni hvemig fylgismenn þoss
hugsa sér hót ráðna á þjóðfélags-
skipuninni).
Á grundvelliskoðanaihms heims-
kunna spekings, dr. Rudolf Stein-
ers á þjóðfélagsmálum, þeixra, er
hann lýsir í bæklingi sínum „Þjóð-
félag framtíðarinnar“, sem áreið-
anlega kemnr út á íslenZku áður
en langt um líður, befir lalþjóða-
hreyfingin breiðst út á tveimur síð-
ustu árum og fengið byr undir
báða vængi. Á Norðurlöndum hafa
þessar skoðanir á endurreisn þjóð-
félagsskipunarinnar orðið til þess,
að stofnað hefir verið „Þrískifting-
arsamband Norðurlanda“, sem
vinnur fyrir stefnunni í þessum
löndum.
Ekki er það tilgangur þessarar
nýju kenningar að koma á þjóð-
félagsskipun, er gjörólík sé þeirri,
er vér höfum átt að venjast, heldur
að reyna að lækna þann sjúkdóm,
sem nú hnjáir öllum ríkjum Evrópu
meira eða minna, með því, að meta
rétt þá krafta, sem ern undirstaða
allrar þjóðfélagsskipunar, og fara
réttilega með þá.
f þjóðfélögum er það þrenskonar
frumkraftur, sem hefir mest áhrif-
in, alveg eins og hjá einstaklingn-
nm, nfl. sjálfsbjargarhvötin, sem
kemur fram í vinnunni, athafna-
hvötin, sem ætti að verða að raun-
veruleik með því að mentalífið sé
frjálst og óháð, og samvizkan, sem
jafnt hjá þjóðfélaginu sem ein-
staklingnum á að „gefa guði hvað
guðs er (í andlegri menning) og
keisaranum hvað keisarans er (í
verklegri menning)“. Það er hin
pclitíska réttarmeðvitund, sem a að
rækja þetta starf, og má þar ekki
koma neitt flokkatillit til greina.
En það sem einkennir vora tíma er
einmitt „vond samvizka“. Síðustu
mannsaldra hefir hin dýrslega
sjálfsbjargarfýsn með sívaxandi
kröfum til lífsþæginda aukist stór-
lega á kostnað hinna máttarviðanna
undir þjóðfélagsbyggingunni og
leitt af sér syndaflóð heimsstyrj-
aldarinniar. — Nú verður að byggja
npp ef menning Evrópn á ekki að
fara forgörðnm. — Oft heyrir mað-
ur ýmsa vel hugsandi menn halda
því fram, að allar umbætur verði
að byrja á mönnnnum sjálfum, að
þeir verði að betrast áður en hægt
sé að bæta þjóðfélagsskipunina. En
hefir þetta ekki verið reynt síðan á
Kfists dögum og höfum vér ekki
einmitt é vorum dögum í hræðileg-
asta morðfári sögunnar séð sönnun
fyrir því, að samvizka ríkjanna er
enn þá ógöfugri en einstakra
manna. Jafnvel rnddalegust þjóðir
é lægsta menningarstigi mundi
bjóða við að fara með óvini sína
eins og ríkin hafa gert- Hefir mað-
ur þá ekki lástæðu til iað ætla, að
þjóðfélagsskipunin, jafn sýkt og
hún er, vinni á móti viljia mann-
anna, sem — jafnvel hjá einstakl-
ingum hinna óþroskuðustu þjóð-
flokka — er göfugra eðlis en ríkin
hafa sýnt sig hafa til að bera?
Vér verðum því að yfirgefa 'hina
gömlu ábyrgðarlausu þjóðfélags-
skipun og byggja upp nýtt þjóð-
félag, þar sem hver einstaklingur
finnur til ábyrgðar sinnar sem
borgari í þjóðfélaginu og getur lát-
ið til sín taka, ekki eins og nú í
stjómmálaflokkunum, heldur í vit-
andi samstarfi í öllum þremur und-
irstöðugreinum hins heilbrigða.
þjóðfélags. Þrískiftingarsambandið
vill láta hin skaðlegu afskifti at-
vinnulífsins af andlegu lífi og iög-
gjöfinni hverfa- Það krefst þess,
að andlegt líf þjóðanna sé frjálst
og algjörlega óháð, svo að það geti
jafnt orðið til eflingar þroska þjóð-
félagsins og meðfæddum hæfileik-
um einstakra manna, sem alt of oft
lenda í óhirðu með því fyrirkomu-
lagi sem nú er skóla og fræðslu-
málum- Það krefst þess, að fram-
leiðsla atvinnunnar sé gerð háð
þörfum þjóðfélagsins en ekki for-
réttindum sem fengin eru með afli
peninganna, 'hvort sem þeir eru
eign einstakra manna eða ríkisins,
og það krefst þess, að réttarlíf cg
stjórnmálalífið geti orðið spegill
samvizku þjóðanna og sett ríkinu
lög, óháð öllum flokkahagsmunom,
en eingöngu eftir þvi sem réttast er
talið. Þá mun frelsi og einstaklings-
þroski móta hið andlega líf, bróð-
emi og jafnaðarmenska atvinnn-
lífið, jöfnuður og lýðvald réttar-
lífið og hin mikla hugsjón frá
stjómarbyltingunni fyrri komast í
framkvæmd fyrir tilverknað núlif-
andi manna.
Með hlaðinu „Nye Tanker“, með
bóknm, smáritum, fyrirlestrum og
umræðufundum er unnið kappsam-
lega að því, að auka þekkingu
manna á þessu bætandi þjóðfélags-
skipulaigi áður en það er orðið of
seint. ísland, sem hefir haldið sam-
feldu samhandi við óbrotna gamla
þjóðfélagslífið, og þekkir ekki hina
tærandi stéttabaráttu, sem geisar
nú um Evrópu, hefir betri skilyTÖi
en önnur lönd til að koma á heii-
brigðri kristilegri þjóðfélagsskip-
un, sem hefir örfandi en ekki hindr-
andi áhrif í þá átt að bræðralag
verði miili mannanna. Meðan jörð-
in hefir verið til, hefir þjóðfélag
aldrei verið hygt upp á traustinu
á því igóða í mannssálinni. Væri
ekki tími til kominn að gera tilraun
með þetta, og hefir íáland eigi öll-
um Evrópu-löndum fremur skil-
yrði til að verða. forgönguland í
þessu efni ?
Síðustu símfregnir.
Frá fréttaritara ísafoldar.
Khöfn 24. júlí.
Pólski ófriðurinn.
Prá Warschau er símað, að Pól-
verjar hafi nú beiðst vopnahlés af
bolshvíkingum.
Frá Berlín er símað, að Þjóð-
verjar hafi lýist yfir hlutleysi sínu
í ófriði Rússa og Pólverja.
Krassin tefst!
Fara samningar bandamanna og
Rússa út um þúfur?
Krassin, umboðsmaður bolshvík-
inga, er kominn til Stokkhólms á
leið til Englands til þess að halda
éfram samningum við Breta og
bandamenn. En lengra fer hann
ekkj að svo stöddu, því Bretar hafa
bannað honum landgöngu í Eng-
landi vegna fnamferðis holshvík-
inga í Póllandi.
Bela Kun.
Símað er frá Berlín, að bæði
Rússar o^ Ungverjar kref jist þess,
hvorir um sig, að Þjóðverjar fram-
selji sér byltingaforingjann Bela
Kun. Málið er enn óútkljáð.
Khöfn 25. júlí.
Hlutleysi Þýzkalands.
Frá London er símað, að Þjóð-
verjar vilji ekki leyfa bandamönn-
um að fara með her yfir Þýzkaland
til Póllands.
... .... '*t M
Olíusamningar.
Frakkar og Bretar hafa gert
með sér samningfa um steinolíu,
er taka til allra landa.
Undirróður bolshvíkinga í Litháen.
Frá Kovno er símað, að Litháen
sé sett undir herlög sökum undir-
róðnrs bolshvíkinga þar í landi.
Herför Grikkja.
Frá Aþenuborg er símað, að her
Grikkja haldi áfram sókninni í
Þrakíu.
Khöfn 26. júlí.
Pólski ófriðurinn.
Frá London er símað, að banda-
menn hafi hafnað tilhoði Ungverja
um að veita Pólverjum lið gegn
bolshvíkingum.
Bolshvíkingar hafa. fallist á til-
lögur Lundúnaháðstefnunnar um
friðarsamninga við Pólverja, þó
með því skilyrði, að Wrangel hers-
iiöfðingi gangi þeim á vald með sinn
her.
írska deilan.
Það er opinberlega tilkynt, að
Lloyd George sé fús að semja við
íra um ýms atriði, þó komi fúll-
fcominn skilnaður írlands frá
Bretlandi ekki til mála.
Ástralskur sendiherra í
Washington.
Ástralía hefir ákveðið að skipa
sérstakan sendiherra í Washington.
Grikkir taka Adrianopel.
Frá Aþenuborg er símað, að her
Grikkja hafi tekið borgina Adria
nopel herskildi.
Ófriðurinn miUi Frakka og Araba.
Frá París er símað, að franskar
hersveitir í Sýrlandi hafi unnið
sigur í viðureign við Araba.
Khöfn 28. júlí.
Frakkar taka Damaskus.
Frá París er símað, að Frakkar
hafi tekið Damaskus herskildi.
Friðarsamningarnir við Rússa.
Frá London er símað, að svo vel
horfi um friðarsamningana við
bolshvíkinga, að Krassin hafi veri8
leyft að halda áfram ferð sinni til
Lundúna.
En frá Berlín er símað, að bolsh-
víkingar setji það skilyrði fyrir
friðarsamningunum, að fé með öllu
óhindrað að hafa verzlunarviðskiftí
við Þýzkaland og samgöngur þang-
að um Pólland.
Khöfn 28. júlí.
Bandamenn og Rússar.
Frá London er símað, að þeir
Millerand og Llpyd George hafi
setið á ráðstefnu í gær í Lundún-
um. Urðu þeir sammála í öllum
atriðum, og ákváðu að setja bolsh-
víkingum ýms skilyrði fyrir friðar-
samningum, þar á meðal að þeir
verði að semja frið við öll landa-
mæraríkin í einu, en ef þeir ætli a8
eins að semja við Pólland, verði
©kkert úr neinni friðarráðstefnu.
Frá París er símað, að vopna-
hléssiamningar Pólverja og Rússa
eigi að byrja í Baranowitsch þ. 30.
þ. m.
Japanskeisari
Frá París er síxnað, að keisarinn
í Japan liggi fyrir dauðanum-