Ísafold - 05.08.1920, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.08.1920, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD Ungverjar og Frakkar. Frá Budapest er símað, að fjár- málasamDÍrigar milli Ungverja og Frakka séa á döfinni. Eússar svíkja öll loforð. Frá Kovno er símiað, að íhersveit- ir Litháa séu horfnar frá Yilna og bolshvíkingar svíki öll loforð, sem 'þeir hafi gefið Litháum. Khöfn 30. júlí. Samningar Þjóðverja. Frá Berlín er símað, að ríkis- þingið hafi staðfest Spa-samning- ana- Ófarir Pólverja. Frá Berlín er símað, að norður- her Pólverja sé gersigraður og her bolshvíkinga sé kominn að landa- mærum Þýzkalands. Frakkar og Arabar. Frá Beyruth hefir sú fregn bor- M til ParLsar, að Emir Feycál st flúinn og ný stjóm komin á lagg- imar í Damaskus, er hafi gengið að friðarkostum Fra.kka, m. a. að gjálda þeim 10 miljónir franka og leysa alveg upp herinn. Bela Kun frjáls. Þjóðverjar hafa látið Bela Kun frjálsan ferða sinna, Khöfn 1. ágúst. Frá Pólverjum. Frá París er símað, að bolshe- vikkar geri sitt ítrasta til þess að eyðileggja her Pólverja áður en vopnahléssamningar hef jist. Bretar em ánægðir með hina nýju stjóm í Póllandi. 2000 pólskir hermenn hafa verið kyrsettir í Þýzkalandi, af því þeir fóra yfir landamærin. Bretar og Eússar. Bretastjóm hefir gert sovjet- stjóminni það tilboð, að láta Krass- in-s endinefndina undirbúa friðar- ráðstefnuna. Herskyldan í Þýzkalandi. Frá Berlín er símað, lað Þjóð- verjar hafi nú afnumið herskyldu og upphafið alla herrétti. Verkfall í Noregi. Jámbrautarmenn í Noregi hafa hafið verkfall. Hefir það stöðvað ferðamannastrauminn mjög. Spa-samningarnir. Samningar þeir, sem bandamenn og Þjóðverj^r gerðy í Spa, hafa verið samþyktir í þinginu í París með Tniklum meiri hluta. Urðu tölu- verðar umræður um 200 miljón franka fyrir framgreiðslu til Þjóð- verja fyrir kol. Khöfn, 3. ágúst. írlandsdeilan. Frá London er símað, að sátta- tilraunir milli Englendinga og Ira hafi strandað og að búist sé við nýjum blóðsúthellingum. Búmenar og Bússar. Frá Belgrad er símað, að Rúm- enar hafi krafist þess, að Rússar verði á brott úr Ressarabíu innan þriggja daga. Póllands-styrjöldin. Frá Warsjá er símað, að búist sé við því, að Bolshevikkar taki borgina herskildi þá og þegar. Er verið að víggirða hana og sömuieið- is Lemberg. Khöfn 4. ágúst. Grikkir og Tyrkir. Fra London er símað, að Grikkir hafi nú lagt undir sig alla Þrakíu að Tschataidja-línunni. Spa-samningarnir hafa verið samþýktir í neðri mál- stofu brezka þingsins. Krassin og Kamineff eru komnir til Lundúna. Afbrotamenn náðaðir. Frá Berlín er símað, að þýzkir stjómmálaafbrotamenn hafi verið náðaðir að uundanskildum upp- reisnarmönnum í Bayern og for- sprökkum Kapp-byltingarinnar. Pólska styrjöldin. Frá Warschau er símað, að ákaf- ar orustur séu háðar hjá Brest- Litowsk og Brody. Hershöfðingjar bolshvíkinga hafa neitað að stöðva framsóknina fyr en vopnahléssamn- ingar hafi verið undirritaðir og allir skilmálar Rússa samþyktir. Rvíkir-aimál]. Landlæknir G. Bjömson er nýkom- inn úr eftirlitsferð til Vestmanna- eyja. Var honnm haldið heiðurssam- sæti af eyjarskeggjum. Landlæknir segir afskaplega mikinn fisk kominn á land í Eyjunum og yfirleitt almenn velmegun manna. Grauslund, forstjóri Hjálpræðishers- ins hér á landi er kominn aftur úr för sinni til Danmerknr. Hefir hann hald- ið fyrirlestur hér um ferð sína. Gullfoss kom snemma á langardag, eftir 11 stunda ferð frá Vestmanna- eyjum. Meðal farþega voru: Frú Þóra Möller, frú Valgerður og síra porsteinn Briem, Nielsen framkvæmdastjóri, Jón Gunnarsson samábýrgðarstjóri, kona hans og dóttir, frú Sigríður Pálsson, frú Stefanie Hjaltested, Guðm. Hlíð- dal rafmagnsfræðingur, Magnús Thor- steinsson bankaritari, Sig. Ólafsson rakari, Þorkell Clementz, Soffiía Jó- hannesdóttir frá ísafirði. Og frá Vest- mannaeyjum: Dr. Alexander Jóhann- esson, Gísli J. Johnson konsúll og Arni Sigfússon kaupm. Vett, einn eigenda og forstjóra hinnar miklu og þektu verzlunar í Kaupmannahöfn, „Magasin du Nord“, hefir dvalið hér um hríð ásamt dóttur sinni. Hefir haun m. a. ferðast austur um Ámes- og Raugárvallasýslur og kynst mörgu á því ferðalagi. Trúlofun sína opinberuðu nýlega þau Helgi Tómasson stnd. med. og Kristín Bjarnadóttir stúdent. Silungsveiði í Þingvallavatni hefir verið með minna móti í sumar. Bændur þar eystra segja að veiðin minki árlega og er sennilega um að kenna hinni miklu murtuveiði úr vatninu á haustin. Hjónaband. Fyrra laug^rdag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ásta Ólafsdóttir (heitins Sveinssonar gull- smiðs) og Magnús Erlendsson gullsmið ur. Ennfremur ungfrú Carlotta Alberts dóttir og Jón Bjarni Helgason verzl- unarmaður. bifreiðin fastar ferðir á hverjum laug- ardegi með póst og farþega og ank þess á þriðjndögum þegar nógn margir farþegar gefa sig fram. Eru fargjöld með póstbifreiðunum meira en þriðj- ungi ódýrari en með öðrum. Slátturinn. Á Suðurlandi hafa tún brugðist mjög víða og orðið miklu lak- ari en á horfðist í vor. Nýting á töð- unni mun aftur á móti hafa orðið góð hjá öllum þeim, sem snemma byrjuðu að slá, því þeir munu hafa hirt und- an um síðustu helgi. Enigheden, danskt eimskip, kom hingað í vikunni eftir langa ferð frá Danmörku. Með skipinu kom Jó- hannes bæjarfógeti Jóhannesson úr ferð sinni um Danmörku í tilefni af sameiningu Suður-Jótlauds og Dan- merkur, en Þorsteinn Gíslason ritetj. kom ekki fyr en með íslandi. Skip- stjóri á Enigheden er Kronika, tengda- sonur Kristjáns dómstjóra Jónissonar, og er frú hans með honum. Skipið hafði allmikinn póst meðferðis, porskafli er nú orðinn allgóður á Norðurlandi, einkum Eyjafirði. Fá bát- ar í róðri frá 3—5000 pund og sækja aflann stutt. Síld er enn engin gengin inn á fjörðinn. Bösklega ekið. 1 klufekustund og 40 mínútur var Jónatan ; porsteinsson austan frá Ölfusárbrú og hingað til Reykjavíkur kvöldið sem hús hans brann. Vita menn ekki ti'l, að sú leið hafi verið farin á svo stuttum tíma. Síldarútgerðin á Vestfjörðum kvað vera mun minni nú en síðasta ár. Þó er eitthvað gert út frá öllum veiði- stöðvum þar. Eru það most bátar með reknet, fáir sem gera út með hring- nætur. Veiðin hefir til þessa tíma verið fremnr dauf. En nú kvað vera að lifna | yfir henni. — Skáli sá, er byrjað var að byggja fyrir sunnan Iðnaðarmannahúeið í til- efni af konnngskomunni, hefir nú ver- ið rifinn niður aftur. Mun haun hafa staðið skemst allra þeirra hús&, sem reist hafa verið hér í bænum. Goodtemplarahúsið. Verið er að gera því til góða á ýmsan hátt. Verða ný- ir gluggar settir í allt húsið að sunn- anverðu, en gluggarnir á norðurhlið teknir af. Verður gert að húsinu á ýmsan hátt, frárensli gert frá því sem áður var ekkert, og húsið málað að utan og innan. Var það orðið allniður- nítt, enda hafa þar verið haldin upp- boð mörg og samkomur, sem illa fara með húsakynni. Héraðsmót var haldið á Hvítárbökk- um síðastl. sunnudag og sóttu það á annað þúsund manns, þar á meðal um 100 héðan úr bænum. Hafði Bjarni al- þingismaður Jónsson frá Vogi verið fenginn til þess að halda erindi á mót- inu. Má nokkuð marka hug almenn- ings upp til sveita í fossamálinn af því, að einmitt Bjarni hefir verið fenginn til að flytja erindi á tveimur stærstu mótunum, sem haldin hafa verið í nálægum héruðum í ,sumar. Vörutalnmg. Viðskiftanefndin hefir ákveðið að láta fram fara talningu á nauðsynjavörum hjá heildsölum, kaup- mönnum og kaupfélögum í Reykjavík Uæstk. 5. ágúst. Verða eyðublöð send hiutaðeigendum í þessu skyui. Póstbifreið gengur nú að Garðsauka á hverjum fimtudegi og flytur hún far- þega auk póstsins. Til Þingvalla fer Söng sunnan frá Englandi heyrðu loftskeytamennirnir á Melastöðinni nýlega. Mikil gerast verkin mannanna! F. H. KREBS I medlem af Dansk Ingeniörforening KONSULTERENDE INGENIÖRFIRMA for Projektering og Udbygning af: KRAFTSTATIONER, Vandkraít, Damp, Diesel, Sugegas osv. ELEKTRISKE KRAFTOVERFÖRINGS- 0G FORDELINGSANLÆG ELEKTRISK Varme, Lys, Drivkraft m. v. 0RGANISATI0N AF ELEKTRICiTETSFORSYNING KÖBENHAVN V., Alhambravej 17. Tlgr. Adr. Elektrokrebs Kaupmanoaráð Islands í Danmörku hefir skrifstofu í Cort Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. Skrifstofan gefur félagsmönnum og öðrum íslenzkutmkaupmönnum fúslega ókeypis upplýsingar um almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlun lýtur. Skibsleilighet Kutter »Princess« kl. 3/3 G, 1, i, Veritas. 150 Dw. ton, vil antagelig bli udlosset Sauderkrog Island 30 August. Befragtere telegraferer til Bolstad Egersund, Norge. Matsöluhús Rosenbergs veitinga- manns í Nýja Bíó var opnað um fyrri belgi. Eru hin fegurstu salakynni í húsinu, einn stór veitingasalur og tveir minni niðri en þrjár stofur uppi. — Húsgögn öll 0g borðbúnaður er nýtt og einkar vandað í alla staði. Hljóm- leika hafa þeir Þórarinn og Eggert Guðmundssynir. Er allur frágangur hinn smekklegasti í búsinu. Kuldatíð var svo mikil á Norður- landi síðari hluta síðustu viku, að í Laxárdal í Skagafirði snjóaði alt of- an að bæ einn daginn. Grasspretta kvað þó vera allgóð, en óþurkasamt nm nokkurt skeið fyrirfarandi. Aðalumboðsm.: Sig. Slgurz & Co. Síldin. Engin síld kvað enn hafa veiðst á veiðistöðvunnm Vestanlands. Er veðráttufari kent um að nokkru Svo eru enn ekki öll skip lögð út á veiðar, þau, sem eiga að ganga þaðan. En síldin er sögð mikil úti fyrir Vest- fjörðum. Mannslát. Nýlátin er hér í bænum frú Andrea Andrésdóttir, kona Hann- esar Jónssonar kaupm. Frú Marie Kathrine Jónsson, ekkja Sigurðar fangavarðar andaðist á snnnu dagskvöldið. Hún var ættuð úr Suður- jótlandi, merk kona, sem eignaðist hér marga vini í bænum, er sakna munu heunar. Maðnr druknar. Síðast þegar Ster- ling kom hingað, hafði skipið með- ferðis líkið af dönskum sjómanni, sem fallið liafði fyrir borð af dönsku segl- skipi skamt fyrir utan Gróttu. Var bátur settur út frá seglskipinu, en maðurinn andaðist skömmu eftir að hann hafði náðst. Sterling tók bátinn og líkið með hingað og um kvöldið kom seglskipið inn. i --- ' Lík Pálma Pálssonar yfirkennara kom hingað með Gullfossi í siðustu ferð. Fór jarðarförin fram í dag að viðstöddu fjölmpnni. Glitofnar ábreiður eða sððulklæði vil eg kanpa. Vilh« Finsen, ritstjóri Þakklæti. Mitt innilegt hjartans þakklæti sendi eg hérmeð öllum þeim, sem á einn 0g annan hátt bafa veitt mér bjálp og auðsýnt mér hluttekningu og gert mínar erfiðu kringumstæð- ur léttbærari frá því er minn ást- kæri eiginmaður andaðist. Bg get ekki talið hér npp nöfn allra minna velgerðamanna, enda þótt það væri vel við eigandi, en get þó ekki gengið fram hjá að nefna bér Guðmund Jónsson á Ánastöðum, því að honum ber mér isérstaklega að þakka fyrijr hans margsýndu drengilegu b.jálp, en einkum þó á síðastliðnum vetri, er hann gekkst fyrir fjársöfnun handa mér og gaf mér sjálfur, er mér lá mikið á peningum. Honum, og öllum þeim, er veitt hafa mér hjalp, óska eg af hjarta allra heilla og hamingju. Skálanesi í júlí 1920. Rósa Steinsdóttir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.