Ísafold - 29.08.1920, Qupperneq 2
ÍSAFOLD
4
til að fara svo langa leið, vegna
anna.
Eg kyntist lionuni fyrst sumarið
1910, og langbezti fundurinn, sem
eg hefi verið á með honum, var
einkafundur, fyrsta sinn er eg sá
hann. Þá hafði hann enga hugmynd
um mig, eins og gefur að skilja, en
kom með ágætar sannanir. Sá fund-
ur er mér ógleymanlegur. En vit-
anlega tekst honum misjafnlega,
eins og öllum miðlum. Menn mega
aldrei gleyma þessu: að þótt áreið-
anlega sé unt að koma skeytum
milli heimanna, þá er það æfinlega
erfitt.
Mr. Peters er félagi í Guðspeki-
félaginu og hefir í sumum löndum
starfað jafnframt meðal Guðspek-
inga (einkum í Finnlandi og í Vín-
tarborg).
Tveir synir hans voru í stríðinu
árum saman. Báðir komu heilir
heim. Hvorugur særðist nokkru
sinni.
Honum lízt vel á ísland og telur
einkum loftið hér frábærilega
hressandi.
Haraldur Níelsson.
Ogiftu stúikurnar.
T.
Það væri máske þörf á því, að
athugað væri, hve margar vinnu-
tærar ógiftar stúlkur vferu á land-
inu, og að hið opinbera grenslað-
ist svo eftir vinnubrögðum þeirra.
Það er á ailra vitorði, að á flest-
um tímum ársins er erfitt að fá
kvenfólk til starfa, í kaupstöðum
og í sveit. Það iýtur svo út, sem
of' fátt kvenfó'lk sé í landinu á móts
við karlmennina.
Áður höfðu sveitabændur nóg
kvenfólk vétur og vor, og sömu-
leiðis kaupstaðabúar. En nú er
þessu á annan veg farið. Nú kvarta
flestir um erfiðleika á því, að fá
stúlkur til vetrarstarfa, að minsta
kosti er þetta svo hér á Suðurlandi.
Hefir stúlkum fækkað á síðustu
10—20 árum? Eða vílja stúikur
síður vera í vetrarvistúm nú en
áður var ? Um vinnukonur er naum
ast að ræða. Þær eru eigi til.
Eg hygg, að stúlkumar, sem vetr
arvistum geti gegnt, séu engu
færri nú en áður. Hitt virðist vera
mörgum orðið ljóst, að mikill hóp-
ur ungra kvenna vil'l eigi vinna
jað neinum mun. Mörg dæmi em
iSonn þessu til sönnunar-
Frú ein í Reykjavík auglýsir eft-
ir þjónustustúlku. Stúlkan kemur
daginn eftir að finna, frána og vill
gera kost á sér með þessum kjör-
um:
1. Að hafa alla eftirmiðdaga fría.
2. Að hafa alla sunnudaga fría.
3. Að þurfa ekki að passa böm.
4. Að þurfa ekki að þvo þvotta.
5. Að fá 100 krónur á mánuði fyrir
störf sín!!. —
Hvaða störf? Frúin spyr hana,
hvort hún geti búið til eða 'lagað
mat handa heimilinu. Það segist
nú stúlkan að vísu aldrej hafa gert
eða lært sérstaklega. En þó býst
hún við því, aS geta lært það fljótt
með lítilli tilsögn.
Hvað vill þessi stúlka. Hún vill
í rauninni fá 100 kr. kaup fyrir
ekkert. Hún vildi ekkert gera af
því, sem hver húsmóðir þarf að fá
stúikur til að starfa. Þetta eina
verk, sem hún vill gera, kann hún
eigi og hefði eigi dugað til, og þó
»ð hún hefði getað leyst það sóma-
samlega af hendi, þá átti hún eigi
meira fyrir það en fæði og hús-
næði.
En fleiri konur en þessi hafia
líkar sögur að segja um ósvífni
þjónustukvenna.
Eg kalla þetta ósvífni, að vilja
fá hátt kaup en vilja 'lítið vinna
fyrir því.
Það kvað vera orðin venja í Rvk,
að stúlkur vinni í húsum að eins
fyrri hluta dags, 'en hafi síðari
hlutann frían og svo sunnudaga,
að meira eða minna leyti. Þá verð-
ur konan sjálf að passa bömin og
matreiða* hvort sem hún er fær
um það eða ekki, heilsunnar vegna
eða þess, hve störfin eru mikil.
Hvað gera svo stúlkurnar á eftir-
miðdögunum.Leitið að þeim í skrall
sölunum og þar munuð þér hitta
þær. Leitið að þeim í bíóunum, og
þar eru þær kommar. Á götunum
sjáið þið þær flissandi út undir
eyru með slæpingum og kvenna-
veiðurum, sem eru af sama sauða-
húsi og þær, hafa sömu lífsskoð-
lanir og þær og eru á svipaðri sið-
gæðis og menningarbraut og þær.
Og þetta fólk kallast hið Unga
ísland. Það á að byggja þetta land
þegar hinir eldri falla í valir.n. —
Það á að verða, eiginkonur og oigin
rnenn, mæður og feður næstu kyn-
slóðar, hinnar íslenzku þjóðar. —
Mér finst þetta. ekki glæsileg ti'l-
bugsun.
En máske þetta unga fólk lagist
þegar út í stríðið er komið, þegar
di! dæmis þessar stúlkur, sem nú
vilj.a ekkert nýtilegt aðhafast,
verða mæður og eiga að sjá um
mörg börn og hei-mili. Þá fyrst vita
þær hvað sumar konurnar eiga nú
við að stríða, hverjar þeirra eru
ábyggjnrnar mestar.
II.
Þá má minna á þann allstóra
kvenna hóp, sem ekkert vinnur í
kaúpstöðunum. Fyjtst má nefna
heimasætur efnaðra manna og em-
bættismanna- Þær eru flestar «igi
látnar vinna neitt sem vinna get-
ur taílist. Það heitir svo, að þær
séu að mtentast. En það er eigi
gott eða affarasælt uppeldi á stúlk-
um, að láta þær ekki venjast við
öll algeng störf, þótt. foreldrarnir
eigi þurfi þess efnanna vegna- —
Þær þurfa að venjast við vinnu,
sjálfra þeirra vegna, engu síður en
að læra úlend mál, eða spila á piano
Það er álveg sama hvort litið er á
þeta frá heilbrigðislegu eða ment-
unarlegu sjónarmiði. Oll ungmenui
þurfa að læra að vinna, og læra að
bera virðingu fyrir hverju iheiðar-
legu starfi.
Þegar þessar heldri manua dæt-
ur giftast, eiga þær að stjórna
heimiili og þjónustustúlkum. Þá er
gott að þær viti hvað vinuan er,
og kunni þau störf sem þær þurfa
að 'láta aðra vinna. Og svo getur
þetta ávalt við borið, að konumar
sjálfar, jafnvel ríkar frúr, fái eng-
ar stúl'kur til inuanhússtarfa. Gott
er þá fyrir þær að geta tekið til
hendiuni.
Svo var ástandið ilt í horgunum
á Englandi síðastíiðið ár, að stúlk-
ur voru ófáanlegar í vistir. Þær
voru ýmist við önnur störf, sem
þær höfðu tekið að sér á stríðsár-
unum, eða þær voru svo gikkslegar
og kröfuharðar, að húsmæður gátu
eigi tekið þær. Konumar, ríkar sem
fátækar, æðri sem lægri, voru eiu-
yrkjar í húsunum, urðu hjálpar-
laust að sjá um böm sín, matartil-
búning og húshald að öðra leyti.
Það er víð.a pottur tjrotinn á
þessum tímum. Vinnuleysið og
kaupgjaldskröfur úr hófi fram
er alda, sem nú fer yfir flest lönd.
Næst er að minnast á þær stúlk-
ur, sem safnast hingað ti! Revkja-
víkur á haustin úr öllum áttum.
Þær þykjast vera á mentunarvegi.
En það eru þær fæstar, því eg tala
hér eigi um nemendur, sem stunda
nám við fasta skóla. Sumar eru
eitthvað að læra ti’l handanna, aðr-
ar að æfa sig í nýmóðins dönsum
o. s. frv. En sumar læra ekkert, en
fá sér leigt herbergi og kaupa sér
fæðj að meira eða minna leyti og
hafa fæði hjá sér.
Þetta eru stúlkur, sem hafa verið
í síldarvinnu, eða hjá bændum í
kaupavinnu. Þær fara hingað suð-
Ur með afraksturmn af sumarvinn-
unni til þess að éta. ihann út í
Reykjavík.
En þeir eru til, sem eigi skilja
í því, hvemig súmarkaupið endist
Stúlkunum allan veturinu, eigi
sparsamari en þær flestar era
venjulegra eða hagsýnni. Það kvað
líka koma í Ijós, að hjá mörgum
þessara kvenna harðnar í búi þeg-
ar fram á vetur kemur. Þá fara
þær að bjóða sig í „formiðdrtgs-
vistir“, jafnvel fyrir fæði, ef slík-
ar vistir era eigi strax fáunl'egar.
En þær eru Tíkia marga(r sem
þrauka allan veturinn og fram á
vor. Komia ekki upp í sveitirnar
aftur eða útkjálkakaupsaðina fyr
en í maí eða júní. t
Þær hafa í 8—9 mánuði lifiað á
3—4 mánaða sumarkaupi og eru
sællegar og vel upp stroknar. Það
mætti ætla, að þetta væru ríkra
manna dætur. Sagt, er að sumar
þessara stúlkna haf i laúkatekjur hér
í Reykjavík, eínkum á kvöldin. —
Allir hafa heyrt tailað um „hvíta
mansalið", sem lögreglan oig lög-
fræðingamir glímdu við, eu gátu
hvergi hönd fest á og gáfust upp
við. Það er nú máske ekki til leng-
ur. En það er aunað ti! í Reykjia-
víkurbæ, sem iMu er betra og líkr-
ar tegundar. Það eru saurlifnað-
arholumiar, sem opnaðar eru þeg-
ar degi hallar.
Þetta er á allra vitorði, og þó er
ekkert eða lítið gert til þess að af-
nema þær. Þær eru bænum og land-
inu til vanvirðu og heilsutjóns.
III.
Vinnuþörfin er mikil og húsnæð-
iseklan tilfinnanleg. Hér er nýtt
verkefni handa bæjiarsjtjóminni.
Hún þarf að gæta. þess, að þeim,
körlum og konum, sé eiigi Meypt
ínn í bæinn á hiaustin, sem ekki
'eru til annars en óþrifnaðiar og í
vegi fyrir fátækum fjö'lskyldu-
’mönnnm, sem þurfa hér að vera
fog era bæjarins.
Stúlkurnar, sem flýja sveitirniar
.svo hundraðum skiftir á haustin,
hafa ffestar mikið gagnlegt erindi
hingað suður. Væri það stór vel-
tgerningur af bæjarsitjórninni igagn-
vart sveitunum, að banda hendinni
á móti flestum þeiÝra, og ennfrem-
ur til þess, að rýmra yrði í bænum
fyrir.þörfu mermina og aðna bæjar-
búa, sem nú verða að búa í of litl-
um og óhollum herbefgjum.
Eg þarf eigi að benda á ráð til
þess að fnamkvæma þetta, því það
ætti að vera auðvelt, ef hugur
fylgdi máli. Það er eigi nóg að
setja reglur, og líta svo eigi eftir
að þeim sé fyl'gt. En þetta er því
miðui- lalgengt hér á landi, og því
fer margt sem nýtilegt er út um
þúfur.
f fyrrahaust voru margar fjöl-
skyldúr bæjarins húsnæðislauisar,
og sömuleiðs einhleypir meun. Á
sama tínm sópuðust burt úr sveit-
unum hér sunnanlands kvenfólk,
svo hundruðum skifti ti'l Reykja-
víkur. En sveitakonumar sátu ein-
ar eftir með bömin og heimilis-
störfin, hjálparlaasar.
Ef bæjarsitjórnin ekkert vill eða
getur í þessu efni, þá er það lands-
stjómin sem taka þarf í taumana.
Hér er um alvarlegt mál að ræða.
Fólkinu kasað samau í kaupstaðar-
húsunum að vetrinum, en í ná-
grannasveitunum eru húsin og bæ-
irnir hálf mannlausir.
S. Þ.
Eadalok þýzka hersins
Merkur fundur í þýzka
ríkisþinginu.
Eitt atriðið i friðarsamningum
Þjóðverja og bandamanna er það,
að þýzki herinn skyldi lagður nið-
ur og herskylda afnumin. Fram-
væmd þessa hefir dregist og nú
loks hafa Þjóðverjar fyrir hótanir
bandamanna á ráðstefnunni í Spa,
gert ráðstafanir til þess, að upp-
fylla þessj ákvæði.
Fundur ríksþingsins þýzka föstu-
daginn 30. júlí mun ávalt verða tal-
inn merknr í sögunni. Því á þeim
fundi var þýzka hemum, sem um
langt skeið hafði verið mesti sómi
og átrúnaðargoð þjóðarinnar, fylgt
til grafar. En fjarri fór því, að
þessi athöfn færi fram með friði
og spekt, heldur urðu á þingfundi
þessum hinar megnustn róstur og
óspektir, og áttu óháðir jafnaðar-
menn mestan þáttinn í þeim, og
„nationalistar“ voru litlu betri.
Framvörpin þessu málj viðvíkj-
andi voru tvö, anuað um afnám
herskyldunnar og hitt um afnám
herréttarfars. Hóf máls um fyrra
frumvarpið von Gallwits hersböfð-
ingi, sem lengi stýrði iiði á aust-
urvígstöðvunum. Hefir hann nú
lagt niður hershöfðingjatitilinu en
kallar sig nú „dr. jur.“. Var ræða
hans eins og viðkvæm líkræða.
Mintist hann hundrað ár,a frægð-
arsögu hersins prússneska og þýð-
ingar þeirrar, sem hann hefði haft
fyrir veldi ríkisins og menningn,
að því er honum fórust orð.
Oháðir jafnaðarmenn gátu ekki
hlustað á þessa ræðu þegjandi.
Tóku þeir orðum hins gamla hers-
höfðingja með ópum og hæðnis-
*hlátri. Þýzk-„nationalistar“ svör-
uðu laftur með ópum og að lokum
voru hvorirtveggja komnir upp að
ræðustólnum og gerðu hávaða sem
mestan þeir gátu- Fuku þar mörg
óþvegn orð og þingtmenn æstukt
mjög-
Næsti ræðumaður var óháði jafn-
aðarmaðurmn dr. Rosenfeld, og
kvað við annan tón hjá honum en
hinum ræðumanninum. Kvað hann
þýzka herinn hafa leitt hina mestu
ógæfu yfir landið og hefði hann
átt að vera úr sögunni fyrir löngu.
Nú voru það „nationalistar“ sem
stýrðu óspektunum, og að lokum
gengu þeir í einum hóp út úr þing-
salnum og fylgdu þeim nökkrir úr
borgaraflokknum.
Eftir að þeir voru famir, varð
rólegra í þingsalnum, og var nú
farið að ræða málið með stillingu.
Það sem flestum fanst leiðinlegast
við þennan atburð var það, að af-
nam hersins skyldi fara fram eftir
valdboði bandamanna en efcki fyrir
frumkvæði þjóðarinnar sjálfrar.
Einn ræðumaður stakk upp 4 því,
að koma á almennri þegnskyldu-
vinnu í stað herskyldunnar, en sú
tillaga náði ekki fylgi, og var sú
mótbára helzt á móti því, að band.ai-
menn mundu tortryggja Þjóðverja
ef þetta væri gert. En þegar banda-
menn og Þjóðverjar væru farnir að
vinna saman tortryg.gnislaust, væri
sjálfsagt að gera þetta.
Við atkvæðagreiðsluna var af-
nám herskyldunnar samþykt með
öllum atkvæðum gegn þeirra
manna, sem gengið höfðu út af
fundinum. Frumvarpið um afnám
herréttarfarsins var líka samþykt,
en þar voru tveir jafnaðarmanua-
flokkarnir á móti, vegna þess að
þeir álitu frumvarpið ekki ganga
nógu langt. Það náði sem sé ekki
til þess hluta þýzka flotans, sem
ennþá er starfandi-
Á sama fundi kom ennfremur
fyrir frumvarp um „socialisering"
þýzku námanna. Framvarp þetta
var felt og greiddu því ekki &t-
kvæði aðrir en jafnaðarmanna-
flokkarnir tveir. En hætt þykir við
að málið sé ekki útkljáð enn og að
verkamenn muni gera verkfall.
Bókafregn.
Sálmasöngsbók með fjórumrödd-
um eftir Sigfús Einarsson, er ný-
komin út. Var hún prentuð í Leip-
zig í fyrra haust, á meðan Sigfús
dvaldist þar.
Lögin eru mestmegnis þau sömu
eins og voru í sálmasöngsbókinni
síðustu, er kend var við Jónas heit.
Ilelgason og Sigfús bjó undir
prentun. Fáeinum úreltum lögnm
hefir verið slept og nokkrum nýj-
um bætt við í staðinn. Gömlu radd-
setningunum hefir verið haldið
mestmegnis, þar sem ekki voru í
þeiín villur eða gallair, og hefir
höf. þar hagað sér réttilega, því að
ef það sem hefir hlotið hefð, er í
sjálfu sér gott o,g gilt, þá eýkar
það að eins rugling í kirkjusöngs-
mentinni, að vera að koma með ný
afbrigði eftir persónulegum geð-
þótta. Þegar Jónas heitinn safnaði
iþeim lögum, sem nú eru mest not-
nð, þá fylgdu þeim flestum góðar
raddsetningar eftir menn eins og
Berggreen o. fþ — Sú hreyting sem
einna mest ber á er sú, að mörg
lÖgin ihaía verið lækkuð, og segist
höf. thafa igert það í samræmi við
þá reynslu, að söfnuðum veitist erf-
itt að syngja þá í hærri tóntegund.
En það er nú farið að tíðkast meira
aftur, að söfnuðirair ta'kj þátt í
söngnum, eins og siður er erlendis.
Ýmsar endurbætur hafa verið gerð-
ar í rithætti laganna, t.d. sett merki
við hendinigaskil, þar sem ekki eru
þagnir o. £1.
Sem vænfca má er nótnaprentun-
in í bezta lagi, enda framkvæmd
í þektustu nótnastungu á Þýzka-
'landi, á sama stað og „Söngva-
safnið“ er prentað. En sem vænta
má á þessum tímum, er pappár og
baud ekki eins gott, og er þó betri
frágangur á þessu en mörgu sem
nú sést koma frá Þýzkalandi. —
Úfcgefandi bókarinnar er Guðm.
Gamalíelsson. Segir hann að ástæð-
an til þess, að hó'kin komi ekki &
xníarkaðinn fyr ien þetta, þótt á
henni standi ártal fyrra árs, sé m.
a. sú, að upplagið hafi verið svo