Ísafold - 29.08.1920, Blaðsíða 4
ISAFOLD
síðast í þessurn mánuði er 200 ára j
dánarafmæli hans. Fremst er ,mynd af i
Yídalín. Þá er næst mjög vönduð rit-
gerð um Vídalín og sérstaklega pí'édik-
anir hans, eftir dr. Jón Helgason,
biskup. pví næst er ýmislegt smávegis
um Vídalín eftir Hannes skjalavörð'
Þorsteinsson og líkræða er flutt var j
yfir honum. Er (þetta alt óprentað áð-
ur og sumt óþeiit þar til nú. Lokis er
kvæði eftir vigslubiskup Valdemar
Briem, er hann nefnir „Síðasta kveðja
Jóns biskups Vídalín, eða Góð heim-
von“. Alls er þessi kaíli um Vídalín
56 bls. — Ritið er 168 bls. og vandað
að öl'lum frágangni, og kostar þó ekki
nema 5 krónur, er kallast má ódýrt
um slíkt rit nú. Ættu menn að kaupa
það sem flestir, því að iþað «r í alla
staði vandað og eiguLegt.
Sumarvistarbörn Oddfellows, sem
verið hafa uppi í Borgarfirði í sumar,
komu á sunnudaginn með Skildi úr
Borgarnesi.
Sjötíu manns eru nú að vinnu viS
rafmagnsstöðina. Ibúðarhúsið inni við
Artún er nærri tilbúið og byrjað að
steypa sjálft stöðvarhúsið.
Tollög o. fL Verzlunarráð íslands
hefir látið safna öllum gildandi toll-
lögum í eina heild og gefið þau út í
eérstakri bók. Hefir, svo sem kunnugt
er, mikill ruglingur komist í þau lög
við hinar ýmsu breytingar, sem gerðar
bafa verið síðustu árin, svo það var
ekki auðvelt að átta sig á biniim sér-
stöku atriðum í fljótu bragði. Enn-
fremur er í bókinni allar gildandi við-
ekiftaráðstafanir hins opinbera, skipa-
gjöld og hafnargjöld og hafnsögugjöld
í Reykjavík. — Bók verzlunarráðB-
ins ættu allir kaupsýslumenn að kaupa.
Hún er þeim í raun og veru ómissandi.
Eimreiðin, 4. hefti 26. árgangs er
nýkomið út. Flytur hún að þessu sinni
sögu eftir Guðm. Kamban: „Þegar
konur fyrirgefa‘', smágreinar um ís-
lenzkt veðráttufar með 5 myndum, eft-
ir Samúel Eggertsson, Gróðrarveður,
stöku eftir H. Blöndal, Bjartar nætur,
kvæði eftir Stefán frá Hvítadal, Krilof
og nokkrar af dæmisögum hans, eftir
Ólaf Ólafsson, Sönglag við „Hreiðrið
mitt“, eftir Jónas Tómasson, Utan úr
heimi, Töfratrú og galdraofsóknir og
Fresco-söguna. Verður heftisins ef til
vill getið nánar síðar.
M.b. Reginn kom frá ísafirði fyrra
sunnd. eftir nær því 3 sólarhringa
ferð þaðan. Fékk hann versta veður á
ieiðinni og varð að liggja alt að sólar-
hring á Breiðuvík norðan Látrabjargs
vegna ofveðurs. Farþegar með skipinu
voru m. a. Jón Oddsson skipstjóri og
frú hans. Eru þau á leið til Englands.
Rotturnar. Verkamaður, sem lengi
hefir unnið niður á uppfyllingfu og í
geymsluhúsunum þar, segir að árangar
,,Ratin“-eitmnarinnar sé mjög góður.
Hefir rottum fækkað svo mjög í húa-
unum, að þær varla sjást þar nú, en
áður voru þær (þar í þúsundatali.
Sölubúðarhús Péturs Gunnarasonar
við Austurstræti er nú nær fullgert.
Flytur Landstjarnan þangað bráðlega.
Veitingasalur Rosenbergs á Nýja
Bíó er nú allur kominn í ágætt lag.
Er þar vistlegt mjög, enda hefir gestar-
gangur verið þar mikill undanfarið.
Veitingar eru þar ágætar og heifur
og kaldur matur fæst þar allan dag-
inn. Bræðumir Eggert og pórarinn
skemta fólkinu.
Hey kemur mikið til bæjarins bæði
taða og úthey.
Flugvélina er nú búið að taka sund-
ur og koma henni vel fyrir undir vet-
urinn. Flugmennirnir fara hóðan bráð-
lega.
Kristinn Sveinsson húsgagnasmiður
hefir nú opnað verzlun í hinu nýja
húsi Jónatans Þorsteinssonar við
Vatnsstíg. En svo sem kunnugt er, var
verzlun Kristins áður í hiúsinu sem
brann.
Frk. Ólafía Jóhannsdóttir, sem um
allmörg ár hefir dvalið í Noregi, er
nú nýkomin hingað, og hefir hún talað
opinberlega bæði hér og í Hafnarfirði.
Var gerður ágætur rómur að máli
hennar.
Þingmenn iþrjá eiga Reykvíkingar að
kjósa í vetur fyrir næsta þing. Tvo
þeirra samkv. lögum frá síðasta þingi,
og einn í stað Sveins Bjömssonar, sem
hefir sagt af sér þingmensku. Alveg
mun óráðið hverjir verða í boði og und-
irbúningur enginn hafinn.
Grettissundið. pað átti að fara fram
fyrra sunnudag, en fórst fyrir
vegna þess að sárfáir eða engir þátt-
takendur höfðu gefið sig fram. Hvað
veldur? Fyrir nokkrum árum var áhug-
inn á sundíþróttinni mjög almennur
hér, sundskáli reistur suður við Skerja-
f jörð og daglega fór stór hópur ungra
karla og kvenna þangað og synti. Nú
heyrist enginn minnast á sund, nema
lítilsháttar í sambandi við kensluna í
Laugunum. Munu þó tæplega finnast
rök fyrir iþví, að íslendingum sé ónauð-
synlegra að læra sund og iðka það nú,
en þá varf En það vill brenna við hvað
íþróttaiðkanir snertir, eins og svo
margt annað í þessu landi, að menn
byrja með miklum móði, en áður en
varir hjaðnar áhuginn. Betur væri, að
þetta væri ekki nema stundar áhuga-
leysi, að því er sundinu viðvíkur, því
það er oss flestum íþróttum fremur
gagnlegt að kunna.
Holtavegurinn, milli pjórsár og
Ytri-Rangár er nú að kalla ófær vöru-
flutningabifreiðum, og illfær fólks-
bifreiðum. Eru skemdimar á veginum
svo miklar, að tugi þúsunda króna mun
þurfa við til þess að koma honum í
skaplegt ástand aftur. Telja bifreiðar-
stjórar sig eyða nálega eins miklu
benzíni yfir Holtin, sem er um 20
kílómetra vegur, eins og héðan úr bæn-
um austur að Þjórsá, sem er 70 km.,
og þar að auki skemmir vegurinn bif-
reiðarnar.
Bjarni Sæmundsson adjúnkt hefir
starfað að fiskirannsóknum við Aust-
urland í sumar og er nýlega kominn
heim ’aftur.
Rafstöð í Borgarfirði. Steingrímur
Jónsson rafvirkjafræðingur fór fyrir
nokkru upp að Andakílsá og athugaði
þar skilyrði fyrir rafstöð til ljósa- og
aflframleiðslu handa nærliggjandi bæj-
um. Er foasinn talinn hentugur til
virkjunar. Verða gerðar áætlanir um
stöð á þessum etað, og kemur þá fyrst
fram, hvort tiltækilegt verður uð
leggja út í fyrirtækið. En óskandi væri,
að það reyndist Meift, því nauðsyn
ber til, að einhversstaðar verðv hsegt
að fá reynslu í því, hvort raforkan get-
ur numið burt þá erfiðleika, sem orðnir
eru á íslenzkum sveitabúskap á síðustu
árum.
-------o-------
Frú Björg Blöndal, kona Sigfúsar
bókavarðar, hefir dvalið hér í 3umar,
en er nú á förum til útlanda. Hefir
hún hlotið styrk úr sjóði Hannesar
Árnasonar fyrir næstu þrjú ár og er
fyrsta konan, sem styrk fær úr þeim
sjóði. Síðasti styrkþegi var prófessor
Sigurður Nordal, en á undan honum
próflessorarnir Á. H. Bjarnaison og
Guðm. Finnbogason.
Hólmsárbrúna, sem fór af í hlaup-
inu sem varð í sambandi við Kötlu-
gosið síðasta, er nú verið að byggja
aftur. Verður hún á sama stað og
gamla brúin var, en brúarstæðið hafði
skemst að mun við hlaupið og verður
því nýja brúin mun lengri en hin. Gert
er ráð fyrir, að brú þessi verði fullger
í haust. Geir Zoega vegamálastjóri er
staddur þar eystra nú, og hefir eftir-
lit með smíðinu.
Dr. Jón Helgason biskup er nýkom-
inn heim úr vísitazíuferð um Snæ-
fellsnes. Vísiteraði hann í 14 kirkjum
í Snæfellsprófastsdæmi og prédikaði í
8 eða 9 þeirra. Með honum var í ferð-
inni Lunding, danskur stúdent, sem
verið hefir gestur hans í vetur. Voru
þeir 16 daga að heiman, eða litlu fleiri
en kirkjurnar voru, og má það heita
greið ferð. Votviðrasamt hefir verið
þar vestra undanfarið og heyskapur
ekki gengið vel.
Ágúst H. Bjarnason prófessor kom
heim með „Vínlandi“ síðast úr utan-
för sinm. Hefir hann dvalið lengist af
í Englandi og Sviss en 10 daga var
hann í Frakklandi. Prófessorinn lætur
hið bezta yfir ferð sinni.
Ríkissjóðslánið fengið. Ríkissjóðs-
lán það, sem leitað var í vetur, er nú
innborgað og lofað að fullu. Ríkis-
iskuldabréfin með tilheyrandi vaxta-
miðum afhenda bankamir gegn því,
að bráðabirgðaskírteinunum sé skilað
aftur.
Jón Jacobson yfirbókavörður og frú
hans eru nú stödd í Kristjaníu og var
silfurbrúðkaup þeirra fyrir nokkrum
dögum. Hafa þau hjón sent ísa-
fold eftirfarandi skeyti, sem vér
hérmeð dátum fara til allra hlutaðeig-
enda: „Hjartans þakkir fyrir allar
heillaóskirnar á silfurbrúðkaupsdegi
okkar. Kristín og Jón Jacobson.
Reglur íþróttasambands íslands um
knattspyrnumót eru nýlöga komnar út
í annari útgáfu. Er þessi útgáfa nokk-
uð breytt frá því sem hin fyrri var.
Eru reglur þessar gagnlegar öllum
knattspyrnumönnum og þeim öðrum,
er áhuga hafa á knattspyrnu. Ritling-
urinn fæst í Bókaverzlun Sigf úsar Ey-
mundssonar.
Dánarfregn. f síðastl. viku andaðist
hér í bænum ekkjan Helga Sigurðar-
dóttir frá Árbæ í Holtum. Misti hún
mann sinn, merkisbóndann Helga Sig-
urðsson, fyrir nærri þrjátíu árum og
brá þá búi. Var heimili þeirra hjóna
annálað fyrir rausn og myndarskap.
Helga heitin fluttist á Eyrarbakka eft-
ir lát manns síns og dvaldi þar allmörg
ár, en þaðan fór hún hingað til bæj-
arins og var búsett hér á annan tug
ára. ðnnur dóttir hennar, Sigríður
Helgadóttir frá Reynifelli, lézt í fyrra-
vor, en hin er Ingibjörg hjúkrunar-
kona, sem mörgum er að góðu kunn hér
í bænum. Var hún ellistoð móður sinn-
ar, sem legið hafði rúmföst í marga
mánuði. Helga heitin var merkiskona
hin mesta og vinsæl af öllum þeim, er
hana þektu.
Skipstrand. Um fyrri helgi rak
danska seglskipið Hebe á land í Kefla-
F, H. KREBS I
medlem af Dansk Ingeniöjforening I
KONSULTEREN DE INGENIÖRFIRMA
for Projektering og Udbygning af:
KRAFTSTATIONER, Vandkraft, Damp, Diesel, Sagegas osv.
ELEKTRISKE KRAFTOVERFÖRINGS- 0G FORDELINGSANLÆG
ELEKTRiSK Varme, Lys, Drivkraft m. v.
0RGAN1SATI0N AF ELEKTRIC1TETSF0RSYNÍNG
KÖBENHÁVN V., Alhambravej 17. Tlgr. Adr. Elektrokrebs
víkurhöfn og brotnaði mjög. Kom það
þangað fyrir nokkru, fermt salti til
Matth'íasar pórðarsonar, og var nær
helmingur farmsins kominn á land.
Ofsarok skall á og er skipverjar sáu
að skipið var farið að reka, fóru þeir
á skipsbátnum í land, en litlu síðar var
skipið komið upp í kletta.
Sveinn Björnsson sendiherra hefir
keypt sér íbúðarhús (Villa) í Charlott-
enlund við Kanpmannahöfn.
Flugið, Svo fór að lokum, að benzín
það, sem tii var hér handa flugvélinni,
var ekki notað alt. Eru eftir fyrningar
dálitlar til næsta árs, svo sem til
klukkustundar flugs. Vélin er nú kom-
in ,,í smátt“ og sézt ekki framar á
lofti þetta árið. Er í ráði að Frank
Fredricksson ferðist eitthvað nm Borg-
arfjörð og víðar til þess að athuga
lendingarstaði, áður en hann fer vest-
ur um haf aftnr.
Daníel Oddsson símritari er orðinn
stöðvarstjóri í Vestmannaeyjum.
Rottueitrnnin. Vér hittum Gísla
Guðmundsson gerlafræðing að máli fyr-
ir nokkru og spurðum hann nm árangur
rottueitrunarinnar. Kvað hann nn eiga
að eitra með allri strandlengjunni utan
úr Örfirisey og alla leið að Langamesi.
Pað hefði verið gert fyrir nokkru, en
nauðsyn á að endurtaka eitrunina. —
Hefði þegar orðið mikill árangur af
fyrstu eitruninni og fjöldi dauðra
rotta fundist hér vestur með sjó og á
uppfyllingunni
Ráðgert væri að maður frá Ratin-
félaginu kæmi hingað í haust og ætti
hann að sjá um að eitrað væri í öllum
húsum bæjarins. Mundi bænum þá
verða skift í hverfi og eitrið lagt út
nm allan bæ á nokkrum dögum. Hefði
slík aðferð verið höfð t. d. í Randers og
nær alveg útrýmt rotu þar. Rotta hef-
ir gert og gerir hér enn afskaplega mik
ið tjón, svo það er mjög þarflegt að
útrýma henni. Líklega mun það kosta
rúm 25 þúsund kr., en það er latið í
samanburði við tjónið, sem rottan gerir
á hverju ári hér í bæ.
Danskur prestur, Skat Hoffmeyer,
er væntanlegur hingað ásamt frú sinni
í októþer. Ætla þau að dvelja hér í 6
vikna tíma, og mun hann prédika hér
og halda fyrirlestra.
Tundurduflahættan. Varðskipið
„Beskytteren“ skýrði frá á Siglufirði
í síðustu viku, að til Bakkaf jarðar hafi
komið inn fœreysk skúta, sem segist
hafa séð nokknr tundurdufl við Langa-
nes fyrra suunudag. Þetta bend-
ir til þess, að tundurdufl séu ennþá
á reki á þessu svæði og eru sjómenn
við Austnrland ámintir nm að fara
framvegis gætilega og tilkynna strax,
ef þeir sjá einhver tundnrdufl.
Eígendaskifti eru nú oTðin aið lög-
fræðisskrifstofn Sveins Björnssonar.
Reka hæstaréttarmálaflntningamenn-
Aðalumboðsm.: Slg. Slgurz & Co.
irnir Guðm. Ólafisson og Pétur Magn-
úiaaon hana framv'egiö.
Um Kína hélt dr. Kennet J. Sen,
hinn kínverski vísindamaður, er dvalið
hefir hér í sumar, fyrirlestur
síðastiiðinn föstudag í Iðnaðarmanna-
húsinu. Fyrirlesarinn er maður stór-
mentaður og gáfaður, einn þeirra sona
hinnar fornfrægu þjóðar Austurálf-
unnar, sem dvalið hafa langvist.um í
Evrópu til þess að kynnast vestrænu
menningunni. Er þeim gestum flestum
við brugðið fyrir námfýsi og gáfur,
og (þykja bera af skólabræðrum sínum,
Evrópusonunum. Dr. Sen hefir stundað
nám í Bretlandi í 8 ár og einkum lagt
stund á fagurfræði og heimspeki. —
Fyrirlesturimi er fluttur samkvæmt
beiðni nokurra manna hér í bænum, og
ákvað fyrirlesarinn að ágóðinn skuli
renna til Landsbókasafnsins.
Þjófnaðarmál þau, sem nú er verið
að rann^aka, verða stöðugt yfirgrips-
meiri. Fjölgaði þeim stöðugt síðustu
viku, sem einhvern hátt voru við málið
riðnir. Var svo komið, að „steinninn“
var orðinn of lítill fyrir alla þá, sem
nauðsyn virtist að setja í gæsluvarð-
hald.
Nú síðustn daga hafa farið fram
fjölda margar rannsóknir. Hafa þær
leitt í ljós, meðal annars, mann einn,
sem játað hefir á sig að hafa keypt
ýmislegt af vörum sem piltarnir höfðu
hnuplað. Sá rannsóknardómari þó ekki
nauðsynlegt að setja manninn í varð-
hald að svo stöddu. Maður þessi er
Norðmaður og hefir dvalið hér í bæ
um hrið. Er enn ekki grafið fyrir ræt-
nr málsins eða allir teknir, sem full-
víst er um, að einhverja hlutdeild eigi
í því.