Ísafold - 11.10.1920, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.10.1920, Blaðsíða 1
Simar 499 og 500. XLVII. árg. I ISAFOLD Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. Reykjavik, Mánudaginn 11. október 1920. ísafoldarprentsmiðja. 42. tölnblað. Viðskiftaástandtð. Eftirfarandi grein birtist í Versl- iinartíðindnnum, síðasta ihefti. Gef- ur liún skýrt yfirlit yfir það, sem aðrar þjóðir hafa g'ert til þess að bæta viðskiftin og fjárhagsvand- ræðin og mun verða. lesin með at- hygli af fleirum en þeim, sem sjá nefnt tímarit. Greinin er á þessa leið: Þeir eru að vonum margir, sem eru svartsýnir á f járhagshorfur hér í landi. Þótt lítil huggun sé í því, þá eru viðskiftakröggur þær, sem vér erum í, ekki neitt eins dæmi. í öllum löndum hafa fjárhagsörð- ugleikarnir gert vart við sig, og mjög víða er ástandið miklu verra en hér. Orsakirnar til viðskifta- kreppunnar eru, að því er oss snert- ir, að mestu leyti utanaðkomandi, og höfurn vér eigi getað við þær ráðið. Heimsviðskiftin eru svo sam- tvinnuð og margþætt, að ekkert land kemst hjá því að verða fyrir ef tirköstum heimsstyr j aldarinnar. Nú eftir á kunna flestir ýms holi rað, sem gott hefði verið að fylgja a stríðsárunum; en það er því mið- ur of seint. Það er þó eigi í fyrsta skifti, sem heimurinn hefir tekið slíka skaðræðissótt, en að þessu sinni var sóttin þyngri og hagaði sér öðru vísi, en nokkru sinni áður, og stóðu því þjóðfélags læknarnir ráðalitlir. Á stríðsárunum leið hlutlausu löndunum sæmilega og mörgum mjög vel — eða svo virtist þeim sjálfum. Bn nú koma eftirköst styrjaldarinnar og hafa hlutlausu löndin fengið að kenna á þeim í ríkum mæli. Pjárhagsörðugleikam i.' fara sívaxandi og hið óvissa verð lag og gjáldeyrisgengi lamar all- an atvinnurekstur. Alstaðar hefir verið reynt að finna ráð til þess að komast fram úr ógöngunum. Hér hefir verið skipuð viðskiftanefnd, sem hefir afskifti af vöruinnflutn- ingi, og vafalaust hefir gert og mun gera mikið gagn bæði beinlínis og óbeinlíniá. En vöruinnflutningur- inn er að eins önnur hlið málsins, hin hliðin — og sú þýðingarmesta — er íitflutningurinn, en á þeirri; hliðinni höfum vér lítil eða engin tök. f nágrannalöndunum er svipað ástand og hjá oss. í Noregi hefir nýlega verið skipuð innflutnings- nefnd, sem mun starfa á svipuðum grundvelli og viðekiftanefndin hér, og hefir verið gefið út bann við inn flutningi allmargra vörutegunda. 1 Danmörku starfaði fyrri hluta ársins gj'aldeyisráð, sem hafði eft- irlit og íhlutunarrétt um gjaldeyr- isverzlunina, en eftir nokkurra mániaða starfsemi hætti gjaldevris- ráðið störfum, aðallega af þeirri á- stæðu, að það þóttist eigi hafa nógu víðtækt vaMsvið. Nú hefir nýlega verið skipuð nefnd til þess að gera tiflögur um ráðstafanir til að bæta gengi dönsku krónunnar- Hefir nefndin sjálf svo ekift. sér og á ann- ar hlutj nefndarinnar að rannsakaj vöruinn flutninginn sérstaklega, en ' hinn hlutinn gjaldeyrismálið. Hefir enn eígi frézt um tillögur nefndar- innar. Snemma í sumar var í Svíþjóð skipuð nefnd í svipuðum tilgangi. Sú nefnd hefir nýíega lokið störf- um sínúm og birt ítarlegt álit. Gef- 111 nefndin fyrst yfirlit yfir f járhag ástandið eins og það er, og tekur það fram, að aðalatriðið í allri end- urreisnarviðieitni verði að vera að stöðva verðhækkunina. Telur hún óhugsandi að komist verði niður á það verðlag, sem var fyrir stríðið, en leggur til að alt kapp verði lagt á að hækka smám saman gildi pen- inganna, það er lækka verðl'agið, þó þannig, að eigi séu gerðar neinar ráðstafanir, er valdi stórfeldri rösk un á viðskiftalífinu. Takmark það, sem stefna beri að, sé, að sænskur gjaldeyrir komist í jafngildi við gull. Nefndin telur ógerlegt að gefa gulbð frjálst nú þegar, þar eð eigi geti komið til mála að svo stöddu að nema úr gildi gullútflutnings- bannið og að gera seðlana innleys- anlega. Það er álit nefndarinnar að eigi sé unt að leysa gullhöftin nema slíkt sé gert samtímis í öllum eða flestum löndum, og sé það þá gert með sérstökum samningi milli land- anna. Til forgöngu í þessu efni sé 73retland — gulllandið mikla — sjálxkjörið. Þá telur nefndin að háir forvext- ir séu áhrifamesta meðalið til þess að kom festu í peningagildið. — Á stríðsárunum höfðu forvextir miklu minni áhrif, en á venjulegum tímum; nú er það óeðlilega ástand, sem þá sfcapaðist, að smá hverfa og forvextirnir farnir aftur að ná tökum á peningamarkaðinum inn- anlands. Gagnvart útlöndum hafa forvextir þó enn eigi neina veru- lega þýðingu, þar sem þeir hafa engan mátt til að draga að landinu erlent fé. Forvaxtahækkun mundi því hafa þau ein áhrif, að hindra myndun nýrra fyrirtækja, að koma í veg fyrir að fyrirtæki þau,sem nú starfa, færi út kvíarnar og að stuðla að því að fyrirliggjandi vöru! birgðir verði seldar sem fyrst. For- vaxtahækkun er þannig tvíeggjað vopn, sem beita verður með mestu ; varkárni. Nefndin leggur þó til að beitt sé forvaxtáhækkun svo frek- lega sem unt er, en þó sé tekið fult til'lit til þess, að íþyngja ekki at- vinnuvegunum um of. Að lokuin tefcur sænska nefndin það fram, að vonlaust sé um nokk- urn árangur, nema gætt sé hinnar mestu sparsemi, bæði af hálfu hins opinbera og almennings. Alt sem ekki sé bráðnauðsynlegt verði að sitja á hakanum og bíða betri tíma. Ótal aðrar nefndir víðsvegar um 'lönd hafa setið á rökstólum og reynt að finna allsherjarmeðalið, er sé „allrk meina bót“- En'gin hefir enn fundið það.Ymsar tillögur hafa þó komið fram um stórfeldar lækn- ingatilraunir, en engin stjóm hefir; viljað taka á sig þá ábyrgð að fram j kvæma þær, þar sem alt er í óvissu j j um árangurinn, en mikið í húfi ef ■ 'illa tekst. Niðui*staðan/hefir því, f að heita má alstaðar, orðið sú, að eigi hafa verið gerðar aðrar ráð- stafanir en þær, sem valda 'lítilli röskun á atvimiulífinu. Lögeggjan bannmanna, í síðasta blaði ,,Tímans“ hefir hr. Helgi Valtýsson kennari skrif- að grein, er hann nefnir „Bannlög- in og kæruleysið“. Eggjar hann þar bannmenn lögeggjan, „að fylkja öflugu liði, og krefjast þess, að lög landsins séu virt og haldin“. Þetta er ekki fyrsta lögeggjan in, sem bannmenn hafa látið gjalla út yfir fylkingar sínar- Og verður ag líkindum ekki sú síðasta. En svo lítiil árangur verður af þessum hrópum þeirra, að fylkingamar riðl ast meir og meir og daglega era þeir sjálfir sjónarvottar að því, að öll vörn þeirra strandar á þessu mikla skeri: ómöguleika sjálfra bannlaganna. Hr. Helgi Valtýsson segir, að hann hafi í „ótal blaðagreinum og tugum fyrirlestra reynt að draga úr ásökunum bannf jenda (um bann lögin) við ertlenda blaðamenn og hlutdræg skrif þeirra í ísl. og er- lend blöð“, „og farið eins langt og eg hefi séð mér £ært — og’ talsvmt lengrao, því miður. Þarna kemur ein af höfuðsynd- uni bannmanna. Sjálfur meðmæl- andi bannlaganna, þykist þurfa að fegra ástandið, og draga úr van- mætti bannlaganna. Hann játar að mikið sé að. En hikar ekki við að sýnast, hikar ekki við að gefa er- lendri þjóð „í ótal blaðagreinum og tugum fyirlestra“ ósanna mjmd af því ástandi, sem bannlögin hafa leitt yfir þessa þjóð. Það skiftir engu í þessu máli, þó þarna hafi átt að koma til greina sonarleg rækt til ættjarðarinnar og góðgjarn vilji til þess að „breiða yfir opinbera bresti“ þjóðar vorr- ar.Helgi Valtýsson verður að minn- ast þess, að það er því hættulegr.í að sýnast en vere ekki úti í löndum en hér heima. Og þótt miki'lsvert sé og ræktarlegt, að taka málstað lands og þjóðar erlendis, þá er þó hitt miklu meira um vert, að segja sannleikí/nn, hversu sem hann kann að vera, og hvern veg sem hann gengur á bug við persónulegar skoðanir manna og stefnu. Þetta er ekki sagt Helga Valtýs- syni til óhróðurs. Allir vita að hann hefir verið sísterfandi í Noregi til þess að taka málstað vor íslendinga og breiða út þekkingu á landi voru og þjóð. En þetta er tekið sem dæmi um samvizkusemi! bann- manna. Þetta er glegsti votturinn um ógagnsemi bannlaganna, að sjálfir formælendur og fýlgjendur þeirra taka að breiða svikablæju yfir áhrif þeirra. j Hr. Helgi Valtýsson vill „krefja : einstaklinginn til ábyrgðar á orðum Ihans og gerðum“. * Leturbreyting mín. I Hann tiifærir'eitt dæmi: Maður sem gengur með flösku í vasanum úr Lagarfossi síðast þegar hann var að f ara til Canda. Setjum svo að þessi maður hefði verið tekinn og dreginn fyrir lög og dóm. Mundi öll önnur vínnautn og smyglun hafa beðið mikinn hnekki við það! Síður en svo! Þótt lögreglan tækj daglega mann hér á götunum fyrir vínnautn, þá kæm- ist hún ekki að heldur fyrir stærstu lögbrotin — getur það ekki- Menn- irnir eru hugvitssamir þegar um fullnægingu ýmissa nautna er að ræða- Slyngasta lögregla heimsins stendur þeim ekki þar á sporði, þó að hún væri nær því alvitur og ai- máttug, mundi mega fara í kring- um hana. Og þar er stungið á kýl- inu. Hér dugar ekkert eftirlit. — Hvernig sem farið er að, hvað mik- ið sem lögreglan leggur sig í fram- króka að komast fyrir alt sem gert er í þessu landi, tekst henni ekki að vita um nema takmarkaðan hluta þess. Þetta er ekki sagt vínnautn til hróss. Þetta er sagt bannlögunum til óvirðingar. Þa.u eru þrautreynd hér á landi og víðar um heim. Og alstaðar er sama sagan: gagnsleysi, aukinn drykk.juskapur, óvirðing fyrir öllum lögum. Því ein syndin býður anmari heim. Hr. Helgi Valtýsson gefur það ’loforð, að hann muni í næsta fcafla „skýra frá starfi og stefnuleið Svía í bannmáli sínu“. Vildi hann þá ekki líka skýra frá því, sem rætt er og ritað á móti bannmálinu í Svíþjóð og hver sönn- unargögn þeir menn hafa. í hönd- um, sem þykjast hafa rétt til þess að bannfæra, bannið þar í 'landi — siðferðislegan og persónulegan rétt Hér er mikið í húfi, Helgi Val- týsson: sannleikuriim. J. Bókarfregn J ónas Guðlaugsson: Sólrún og biðlar herniar. G. G. Haga- Hn þýddi. Bókaverzl. Arinbj. Sveinbjarnarsonar. Reykja- vík. Sjaldan hefir nokkurt ungt skáld verið auðugra af sjálfstrausti en Jónas Guðlaugsson. Hann var ekki að efa hæfileika sína og meðfædda skáldköllun. Ekkert. hik og engin varfærni dró úr því, sem til var. I hverju kvæði, sem Jónas orti um sjálfian sig og sín mál, var þessi óbifanlega sigurvissa um mátt hans til að yrkja eins og sá sem vald hafði. Hann átti auðsjáanlega örð- ugt með að skilja þá menn, sem alt af finst þeir vera minni en þeir í raun og veru eru. Þetta hafði sína\ kosti ig galla fyrir Jónas. Kostirni ko au fram í þ ?í, að hann þ 0 r 5 i að segja alt, sem hon- um fanst hann þ u r f a að segja. Sjálfstraustið veitti hon; n réttinn til þess. Gallamir sýndu sig aftur á móti í því, að hann varð stundum helsti fasmikill og gja.rnt til að miða alt við sjálfan sig. Og stundum mátti líta svo á sumar skoðanir hans, að hann teldi sig vera andlegt hjálp- ræði íslenzku þjóðarinnar. „Frá honum og fyrir hann og tii hans voru allir Mutir.“ Sjálfstraustið varð Jónasi hættu- legt hér heima. Þar sem allir þekkj- ast og þreyfa hver á öðram, þola menn ekki, að einn gefi sjálfum sér rátt til þess að koma fram „af guðs náð‘ ‘ • Hann var hæddur og misskil- inn. Menn drógu dár að þessum unga manni, sem var svona fullviss um sjálfan sig, hiklaus að yrkja, reiðubúinn til að sæma sjálfan sig heiðursmerki andlegrar tigniar. Þetta sjálfstraust væri ekki svo merkilegt í sjálfu sér, ef það hefði komið fram alstaðar í því, sem Jón- as skrifaði- En svo er ekki. Það kom ekki víðar við en í 1 j ó ð u m hans. Þær sögur, sem til eru eftir Jónas, eru svo gersneyddar þessu sérkenni að ætla mætti að þær væra eftir annan höfund. Þetta bendir á, að ljóð sín hafi hann sungið út úr sál sinni, skrifað þau með blóði sínu. En í sögumar hafi hann e'kki lagt sinn raunvera- lega innri rnann. Ljóðin eru hann sjálfur. Sögurnar athuganir hans og endurminningar. Ljóðin spretta upp inni fyrir. Söguefnin koma ut- an að. „Sólrún og biðliar hennar“ er fremur lítilsverð saga, hvað mann- lýsingar og listgildi snertir. Sögu- efnið er hversdagslegt og meðferð þess víðast fremur grunnfær og yfirborðsleg. En höfundurinn dreg- ur í henni upp ýmsar myndir úr þjóðlífi voru,sem útlendingum mun vafalaust hafa verið starsýnt á. — Siðum og háttum manna ýmsum er haldið þarna framarlega. Sagan er ekki einskisverð sem þjóðlýsing, E11 hún er fremur fátæk af því, sem skáldsögu er nauðsynlegt. Þó er ekfci þar theð sagt, að ekki sé ýmislegt laglegt í bókinni. Nátt- úrulýsingar margar eru sannar og lifandi. Samtöl manua minna víða á lífið. Og sumir atburðir era dregn ir svo örugt og vel, að þeir sjást og finnast um leið og lesið er. En þýðingin á bókinni er slæm. Þýðandanum er sýnilega mislaigðar hendur. Sumstaðar er málið gott. En alt í einu er komin sú hrakleg- asta íslenzkia, sem orðið getur, ekki beinlínis röng, en svo óeðlileg og ólistfeng, að meðal málsmekk er nóg boðið. íslenzk tunga er honum auðsjáanlega ekki nógu eftirlát og auðsveip til þess, að honum tákist að steypa alt í hennar móti. Eða þetta er hirðuleysissynd, sem er enn verra. Dæmi hirði eg ekki að taka. Þau eru á fyrstu og síðustu síðu og flestúm þar á milli. J. B.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.