Ísafold - 11.10.1920, Síða 4

Ísafold - 11.10.1920, Síða 4
ÍSAFOLD IV. Nú á seÍTini árum bafa menn fundið merkiiegt samband milli „lágþrystisvæða“ við ísland og „báþrystisvæða“ við Azoreyjar. Vindstefnan norðan til í Atlanzhaf- inu er háð samvinnu milli þessara lágþrysti- og báþrystisvæða. En þetta befir stórmikil áhrif á veðr- áttufarið á meginlandi Evrópu. Þegar t. d. meiri loftþrýstingur er við Azoreyjar en vanalega, en aftur á móti óvenju lítill við ísland, þá biása tíðir, suðlægir vindar inn á meginland álfunnar. Þessir vindar koma af hafi og eru að jafnaði hlýir og milda veðráttufarið. En þegar svo ber við, *að lítill munur er á loftþunganum við ís- land annarsvegar og Azoreyja hins vegar, þá kólnar veðráttan í Ev- rópu. — Mestur er loftþungamun- urinn venjulega milli þessara nefndu staða í janóarmánuði. Þess vegna er sá mánuður hlýrri í allri vestur Evrópu en ella mundi, eftir hnattstöðu hennar að dæma. En út af þessu bregður stimdum og dynja þá yfir álfuna óvenju vetarharð- indi. Og vafalaust hafa fyrri alda illviðraárferðiskaflar, sem að fram- am eru nefndir, af sömu rótum runnir. Það eru loftstraumar yfir Atlanzhafinu, sem skapa loft- þungasambandið sem er milli ís- lands og Azoreyja. En loftstraum- arnir eru háðir hafstraumunum og þeir aftur á móti háðir færslu stað- vindanna og loftjafnvægisbreyt- ingum í kyrra beltinu. — En fyrsta orsökin til lofts- og lagarstrauma er þó eigi fundin. — Þarf vissulega að leita hennar út fyrir jörðina, til hinna tímabundnu hræringa sem eiga sér stað í ljóshvolfi sólarinnar. S. Þ. Slysfarir. 4 menn drukna. Frá Staðarfelli í Hvammsfirði fóru nýlega 3 menn og einn kven- maður óti í eyju þar á firðinum að líta eftir heyi. Á leiðinni hvolfdi bátnum og drukknuðu allir sem í bonum voru. Mennirnir hétu Gestur Magnússon, Magnús Guðfinnsson og Þorleifur Guðmundsson. Um nafn kvenmannsins er ekki getið. Sex manns voru á þessu heimili og er þetta því mikil blóðtaka fyrir það. Nánari fregnir eru enn ekki komn- ar með hverjum hætti þetta hörmu- lega slys hefir borið að. Símfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn 1. okt. Kolaverkfallið yfirvofandi? Frá London er símað, að horf- ur séu nú aftur orðnar ískyggilegri um endalok kolanámudeilunnar og námamenn krefjist kauphækkunar tafarlaust. írsku málin. Grey greifi hefir í „Westminster Gazette“ birt tillögur um sjálf- stjómarfyrirkomulag fyrir írland. Samkvæmt þeim tillögum eiga ut- anríkisnaál og hervamamál að eins að vera sameiginleg og Bretar að annast stjómina meðan írar koma sér saman um, að svo skuii vera, og ‘þó ekki lengur en 2 ár. Tillögur þessar hafa vakið mikla athygli og fá stuðning vir öllum áttum, einn- ig frá hinum gætnari frum. Khöfn, 2. okt. Smeining Þýzkalands og Austur- rikis. Frá Vín er símað, að þingið liafi samþykt að láta fara fram innan 6 mánaða alþjóðaratkvæðagreiðslu um sameining Austurríkis og Þýzka- lands. Kolaverkfallinu f restað. Frá London er símað, að úrslita ákvörðnn um kolaverkfallið hafi \erið frestað til 16 október. Her og floti Þjóðverja. Frá Berlín er símað, að landvarn- arherinn þýzki sje nú orðinn einar í)0 þúsundir manna. Flotaleifarnar hafa stöðvar í Pillan og Swine- rnúnde. Hernaður Wrangels. Frá Konstantinopel er símað, að Wrangel hafi tekið 10 þús. fanga af bolshvíkingum umhverfis Alex- androvsk. Bolshvíkingastefnan og frönsku verkamennirnir. Frá París er símað, að á sam- ba.ndsþingi frönsku verklýðsfélag- anna hafi verið feld tillaga um að ganga í bolshvíkingasambandið (3 internationale) með 1480 atkv. gegn 691. Khöfn, 3. okt. llagur Svía. Frá Stockhólmi er símað, að tekjuafgangur sænska ríkisins síð- asta f járliagsár hafi orðið 387 milj. króna. Verðlag á nauðsynjavörum hefir hækkað þar í landi ub 183% síðan 1914. Branting verður væntanlega á- fram við stjórn, einkum vegna utan- rikismálanna (Álandseyjamálsins). Frá Danmörku. Búist er við því að bannaður verði innflutningur á óþarfa-varn- ingi. Arður af hlutabréfum þjóðbank- ans fyrir síðasta ár er ákveðinn 10%. Khöfn 4. október. Þýzki flotinn. Frá London er símað að í gær hafi verið lokið við að afhenda bandamönnum þýzka flotann. Öll skipin liggja nú í Forth-firðinum. Hernaður Pólverja. Frá Varsjá er símað, að her Pól- verja reki flótta Bolshvíkinga og sé kominn yfir Serwitz-*ána og hafi tekið Novgorod herskildi. Hefir her Bolshvíkinga hörfað undan um 100 —150 kílómetra. Pólverjar hafa tekið 42 þúsund fanga og 160 fall- byssur að herfangi. Samningar Rússa og Norðmanna. Norska blaðið Aftenposten skýr- ir frá því, að samningum norsku stjórnarinnar við Litvinov hafi ver- ið slitið, og stjórnin ekki viljað ganga að tillögum hans um við- skiftasamband. Stjómarfyrirkomulag Austurríkis. Frá Vín er símað, að stjórnskip- unanlög Austurríkis hafí verið sam- þykt- Ríkið verður sambandsríki. með þjóðkjörnu þingi og sambands- þingi kosnu af sérþingum sambands ríkjanna. Bæði þingin kjósa forset- ann í sameiningu. Forsetakosningin í Bandaríkjunum. Frá New York er símað, að Wil- son forseti hafi lýst því yfir, að hann muni fá Harding stjórnina í liendur þegar í stað, ef Harding verður kosinn forseti. Khöfn 5. október. írsku málin. Fra London er símað, að De Valera („forseti írska lýðveldis- ins“) vilji^ekki ganga að tillögum Greys um sjálfstjórn Irlands- < Hungursneyðin í Kína. Talið er að 1000 Kínverjar hrynji niður úr hungri á hverjum degi. t Hernaður Wrangels. Frá Konstantinopel er símað, að Wrangel hers'höfðingi hafi tekið 8000 fanga af Bolshvíkingum. Frá fjármálaráðstefnunni í Bryssel er símað, að samþykt hafi verið því nær í einu hljóði í verzl- unarmálanefnd ráðstefnunnar, að verzlunarviðskifti þjóðanna skuli með öllu óheft. I Danska þingið var sett í dag með mikilli viðhöfn og þingmönnum Suður-Júta veittar glæsilegar viðtökur af ful’ltrúum þmgs og stjómar. Khöfn 7. okt. Bolshvíkingar lofa bót og betrun. Símað er frá London, að Lenin- stjórnin í Moskva lofi að hætta baráttu fyrir Bolsíhvíkingastefn- unni í breska a’lríkinu, jafnskjótt sem viðskiftasamningar verði írad irritaðir milli Bretlands og Rúss- lands. Asr/uith og írlandsmál. Times segir, að Asquith vilji veita Irlandi fullkomna nýlendu- sjálfstjóm. Frá Wrangel hershöfðingja. Stjórn Wrangels er farin að láta fiytja korn úr landi, sam'kvæmt símfregn frá París. Frá Konstan- tinopel er símað, að Wrangel hafi tekið tii fanga 10 þúsundir manna í námuhéraðinu Donnetz Yuzovska. Burðargjald póstflutnings hækkar. Alþjóðaþing um póstmál, sem haldið hefir verið í Madrid, hefir samþykt að ha*kka burðargjald póstflutnings um 100%. Tekjuafgangur Danmerkur. Árið sem leið varð tekjuafgang- ur danska ríkisins 61 milj. króna. Tekjuhalli konunglega leikhússins varð lx/2 milj. króna. Litvinoff er farinn frá Kristjaníu (til Rnss- lands). Vopna&lésskilmálar milli Pólverja og Rússa ha'fa verið undirskrifaðir. Vopnaviðskiftum verður hætt á laugardag (þ. er í dag). Rvikiir-aPÐáll. Kvæðabók er von á í vetur eftir Þorst. Gíslason ritstjóra. Kvað aú bók verða um 20 arkir að stærð. Kaupmannaráð Islands í Danmörku hefir skrifstofu í Cort Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. Skrifstofan gefur félagsmönnum og öðrum ísleDzkum kaupmönnum fúslega ókeypis upplýsingar um almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlun lýtur. “r Levevej Til at agitere blandt private med vort prisbillige stærke Skole- og Arbejds-Fodtöj söges distriktsvis en dygtig og flittig Agent. Store Salgsmuligheder i hvert eneste Hjem. God Provision. Dansk Patent Fodtöjsfabrik A.S. Kvistgaard St. Þurkar voru um helgina síðustu og munu menn hafa reynt að nota þá til þess að bjarga einkverju af heyjum sínum. I gær byrjaði aftur sama vot- viðrið. Sumstaðar þar sem engjar eru bla.utar, kvað vera mjög erfitt að bjarga heyinu, því að alt er þar á floti. Bændur hér sunnanlands kvað víða vera m.jög illa staddir, vegna þess að heyskapurinn hefir brugðist svo hrap- arlega. Svo er sagt, að margir muni verða að hætta búskap vegna heyskorts Heyrst hefir að Hvolhreppurinn eystra sésérstaklega illa staddur, en nákvæm- ar fregnir höfum við ekki fengið það- an. Júlíus Havsteen hefir nú veirið veitt Þingeyjarsýsla. „Vér morðingjar1 ‘ Kambans fá góða dóma hér í leikhúsinu. Þykir ágætlega leikið í flestum hlutverkunum. Harry er nýlega kominn hingað eft- ir nokkra lykkju á leið sinni. Lagði hann út frá Vesturlandi með fiskfarm til Ítalíu. En er hann var kominn nokk uð áleiðis, kom leki að skipinu, svo að hann varð að snúa aftur. Verður að losa úr honum allan fiskinn. Bryggja sú, er Hauksfélagið hefir verið að láta byggja, má nú heita full- gerð. Eru skip fa.rin að leggjast að henni. Austurvöllur. Varla mun ntfkkur af hinum smekkvísari borgurum bæjar- ins ganga svo fram hjá Austurvelli, að hann ekki undrist það tiltæki, að baajarstjórnin skuli vera að teðja völl- inn um þennan tíma og það með þykkri nautamykju, sem á að liggja ' 7 mán- uði áður en völlurinn getur farið að grærika. Væntanlega á völlurinn að auka fegurð bæjarins, en það gerir hann sannarlega ekki, ef hann á að ligg.ja meiri hluta árs undir skarni. Nýr læknir. Guðm.Thoroddsen lækn- ir er einn meðal farþega á Gullfossi. Ætlar hann að setjast að hér í bæn- um, að sögn. Og bætist bænum þar góð- ur læknir. Og er það mikill ávinning- ur. Silfurbrúðkaup áttu nýlega þau heið urshjón síra B.jörn B.jörnsson í Lauf- ási og frú hans Ingibjörg Magnúsdótt- ir, systir þeirra Jóns forsætisráðherra og Sigurðar yfirlæknis. Eru þau hjón framúrskarandi vel liðin af sóknarbörn um hans og færðu þau þeim að gjöf, bonum gullúr en henni silfur-kaffi- borðbúnað. Steinolíuverðið hefir nýlega verið hækkað um 9 kr. á’ tunnu. Eru það birgðirnar, *sem komu í september, sem hækkaðar hafa verið í verði, Vegna þess hve gengi dollarsins hefir Ihækkað. Síðasta hækkunin er ná- kvæmlega hækkun dollarsins frá því sendingin næst áður kom hingað. Aug. Flygenring kaupm. fór sem erindreki allmargra síldarútgerðar- m’anna áleiðis til Svíþjóðar nýlega til þess að rannsaka síldina, sem í Sví- þjóð liggur, og reyna að koma á sam- komulagi milli seljenda og kaupenda. Jarðarför Pálínu Björnsdóttur Jör- undssonar frá Hrísey á Eyjafirði fór fram s.l. þriðjud. frá dómk. Var hún flutt hingað suður á spítala fyrir skömmu. En lézt eftir fáa daga. Hú.n dó úr tæringu eftir ianga legu. Pálína heit. var efnisstúlka, rúmlega 22 ára að aldri. Dáinn er á Landakotsspítala Björn Jónsson frá Akureyri, prentsmiðjueig- andi og fyrrum ritstjóri Norðra. Kom hann hingað á spítalann með Gullfossi isíðast. Björn var góðum gáfum gæddur og hafði mikinn áhuga á landsmálum öllum. Nú upp á síðkastið, áður en heilsufaiá hans hnignaði, hafði hann á hendi ýms störf fyrir Fiskifélag fs- lands norður þar og beitti sér mjög fyrir þvi að koma á samvinnu meðal sjómannastéttarinnar. Hann var hnig- inn að aldri og hafði verið heitsuveill nu um nokkurt skeið. Guðm. Eggerz sýslumaður Árnes- inga hefir sótt um lausn frá embætti vegna heilsubilunar. Hann og frú hans og dóttir fóru til Danmerkur með ís- landi og ætla að dvelja þar fram eftir vetri. Háskólinn var setur 6. okt. kl. 1- e. h. Voru viðstaddir kennarar og nem- endur, þeir sem komnir voru til bæjar- ins og nokkrir gestir. Guðmundur Finn bogason rektor háskólans hélt ræðu og ávarpaði hina nýju studenta. Skrásett- ir voru alls 15 nemendur, 5 í lækna- deild, 5 í lagadeild, 2 í guðfræðideild, og 3 í heimspekisdeild- Allir stúdentar eru ekki ennþá komnir til bæjarins og kann að vera að fleiri verði skrásettir síðar. Botnía fer væntanlega frá Kaupm.- höfn áleiðis hingað 15. þ. m. Sterling fer héðan í hringferð vestur og norður um land í dag kl. 2. Hús Eimskipafélagsins var fullreist nýlega og fánum prýtt. Verður það hið myndarlegasta hús og hefði þó orðið fallegra, ef það hefði verið reist 1 fullri lengd, eins og fyrst var til ætlast.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.