Ísafold - 25.10.1920, Page 1
Simar 499 og joo.
XLVIL árg.
Ritstióri: Vilh á‘muT Fiosen.
Reykjavik, Minudakinn 25 oktöber 1920.
ísafoldarprentsmiðja.
| 44. tölublað.
Jámbrautarmálið.
Tvær leiðir austur áð Þjórsá.
í blöðumim hefir lítið vevið minst
á jámbrautarmálið fyrirfarandi. —
Mun mönnum finnast tímamir ó-
hagstæðir til þess iað ráðast í stór-
virki. En vegna þess að líklegt er
að járnbrautin verði samt eitt af
fyrri stórvirkjunum, sem tekin
verða fyrir þegar um hægist, þá er
rétt að balda því vakandi-
Hér skal sagt frá umræðum um
málið, sem birst hafa í Tímariti
V erkfræðin gaf élagsins.
Álit Jóns ísleifssonar.
í janúar síðastliðnum hélt Jón ís-
leifsson verkfræðingur fyrirlestur
um járnbrautarmálið, þar sem hann
kemur með alveg nýjar tillögur um
tilhögun brautarinnar austur að
Þjórsá.
ari tiltölulega en á Þingvallaleið-
inni. Engan veginn sé þó víst að
svo þurfi að verða, því að leiðin
liggi víða um öldulaust hraun.
í skýrslu Jóns Þorlákssonar er
gert ráð fyrir 16 brúm, er Jón fs-
leifsson álítur að muni nú kosta
minst 1 miljón króna. Á Reykja-
nesbrautinni yrðu ekki aðrar brýr
en yfir Vogsósinn og svo 300 m.
löng brú yfir Ölvesárós- Áætlar
harxn að þessar brýr mundu ekki
kosta meira en 800 þús. kr. Þver-
rennur undir brautina yrðu og
færri á lleykjanesleið.
Loks telur Jón ísleifsson það einn
aðalkost á Reykjanesleiðinni að
meðfram henni er þéttbýlla en um-
hverfis Þingvailaleiðina. Reiknast
honum að á því 15 kílómetra breiða
belti sitt hvoru megin við Þingvalla
brautina, sem ætla megi að hafi
hennar m&st not, búi rúm 800
manns, en á jafn breiðu belti með
Reykjanesleiðinni búj um 2900
manns.
nesfjallgarð, er Reykjavík og nær-
s\eitir fái rafmagn sitt úr. Megi
leiða það á sömu stólpum og raf-
magnið til sveitanna umhverfis og
rafmagnið til reksturs brautarvagn
anna. sjálfra.
Ef rafmagn verði ekki notað,
bendir Jón ísleifsson á að nota
megi, einkum til smáflutninga á
brautinni vagna sem reknir eru
með benzínvél líkt og bílar. Þegar
um mikla þungavöru sé að ræða,
megi nota lestir með gufuvagni, en i
þess á milli þessa mótorvagna til að !
flytja fólk, póst og ^mislegt smá-1
vegis. Á sumum tímum árs, þegar J
flutningar eru litlir, mundu þessir j
vagnar geta fullnægt þörfinni.
Þetta eru aðaldrættimir úr fyr-
irlestri Jóns ísleifssonar.
Næst verður sagt frá andsvörum
Jcns Þorlákssonar.
Til kaups
og ábúðar í næstu faidðgum er ein af allra bestu ábúðarjörðum íÁrnes-
,ýslu. Mjög sanngjamt verð.
Nánari upplýsingar gefur
Hannes Olafsson kaupm.
Grettisgötu nr. 1. Rvik.
henni sé ætlað að liggja, úr því að
hún nái ekki alveg ti'l þeirra- Leið-
in til Reykjavíkur, sem þeir sækja
mest, sé ekki lengri en það, að ef
þeir verði hvort sem er að flytja
á bíl eitthvað af leiðinni, þá borgi
sig tiltölulega i'lla að setja flutning-
inn yfir á jámbraut það sem eftir
er vegarins. Eðlilegast sé, ef unt
væri, að hafa stofnbrautina sem
krókaminsta, og mætti þá frekar
leggja hliðarálmur vestur á Reýkja
nes frá Hafnarfirði, heldur en
'leggja þangað lykkju af laðalbraut-
jiart verði óverulegur. Ef spamað-
urinn við þessa mjókkun yrði mik-
ill á Reykjanesleiðinni, þá komi það
af því, lað undirbygging verði þar
svo miklu meiri og dýrari en á Þing
vaJlaleiðinni.
Rekstursaflið.
Jón Þorláksson bendir á að ræða
megi um sjálfa jámbrautarlagning
una án þess að gera ráð fyrir hvaða
drifafl verði notað. Brautin sé sú
sama, hvaða afli sem vagnamir
verði knúðir. Rekstursaflið fari auð
Leiðin austur.
Áður höfðu verkfræðingarnir
Jón Þorláksson og Th. Krabbe
rannsakað brautarstæðið til bráða-
birgða og Jón Þorláksson samið
skýrslu til stjórnarráðsins, og lagt
til að brautin yrði lögð til Þing-
valla um Mosfellsdal, síðan niður
að Selfossi fyrir austan Þingvalla-
vatn og Sog og loks austur Flóa
að Þjórsárbrú-
Er þá um leið gert ráð fyrir
tveimur hliðarálmum, aunari frá
Elliðaám tii Hafnarfjarðar og
hinni frá Ölvesá til Eyrarbakka.
Jón ísleifsson stingur upp á ann-
ari leið, eða réttara sagt tveimur,
er hann kallar eystri og vestri
Reykjianesleið. Eystri leiðin liggur
héðan um Elliðaár til Hafnarfjarð-
ar, þaðan beint suður á Krísuvík-
urbjarg vestanvert, þaðan austur
með sjó yfir Vogsós og Ölfusárós
að Eyrarbakka, síðan upp að Ölfus-
árbrú og loks austur að Þjórsár-
brú- Vestri leiðin tekur lykkjuna
lengra til vesturs eða frá Hafnar-
firði og vestur í Voga og liggur þá
vestar yfir Reykjanesið, en mætir
eystri leiðinni við Krísuvíkurbjarg.
Þingvallaleiðin með nefndum
hliðarálmum er samkvæmt áætlun
Jón Þorlákssonar 132 kílómetrar
að lengd. Eystri Reykjanesleið er
samkvæmt áætlun Jóns ísleifsson-
ar 126 km. en sú vestri 146 km.
Við samanburð á Þingvallaleið-
inni og Reykjanesleiðunum leggur
Jón Isleifsson hina vestari til grund
vallar. Þótt hún verði í heild sinni
að eins 14 km. lengri en Þingvalla-
leiðin, álítur hann að það vegist
upp með ýmsum kostum, er hún
hafi fram yfir. Þamnig liggi þessi
leið að eins 75 metra yfir sjó hæst,
eða 185 m. lægra en íhæsti staður-
inn á Þingvallaleiðinni. Reykjanes-
leiðin hljóti af þessari ástæðu að
verða snjóléttari og gæsla og við-
hald ábyggilegra og ódýrara. Aft-
ur viðurkennir Jón ísleifsson að
verið geti að hver kílómeter í und-
irbyggingu brautarinnar kunni á
þessari leið að verða eitthvað dýr-
Breidd brautarinnar.
Jón Þorláksson hafði í tillögum
sínum gert ráð fyrir, að brautar-
breiddin milli teina yrði 1 meter.
J ón Isleifsson leggur til að braut-
in verði að eins höfð 0,75 m. Rök-
styður hann þessa tillögu með sam-
anburði á ástæðum hér og í öðr-
um löndum, þar sem svo mjóar og
mjórri brautir séu notaðar, og
kemst að þeirri niðurstöðu, að 75
sentímetra braut fullnægi algerlega
allri flutningaþörf hér. Lagningar-
kostnaður þessarar mjóu brautar
segir hann að mimi verða um 13%
minui en ef brautin væri 1 meter.
Með þessu lagi þýkir honum ekki
ósennilegt, að gera megi Reykja-
nesbrautina ódýrari en Þingvalla-
brautin yrði með lagi Jóns Þor-
lákssonar.
Rekstursaflið.
Jón Þorláksson hafði gert ráð
fyrir að eimreiðar yrðu notaðar til
að knýja áfram flutningsvagnana,
af því hann hugsaði sér ekki að
neitt stórt raforkuver væri starf-
andi sem gæti látið ódýran raf-
stnaum til reksturs járnbrautar-
vöguunum. Aftur á móti yrði sér-
stök stöð fyrir jámbrautina alt of
dýr.
Jón Isleifsson gerir nú einmitt
ráð fyrir að stór rafstöð komi við
Sogið og framleiði alt að 80 þús.
hestöflum, er verði notuð til ljósa,
hita og iðnaðar á allri bygð frá
Þjórsá til Reykjavíkur. Búa á því
svæði um 25 þúsund manns eða rúm
ur fjórði hluti landsmanna. Hann
telur upp ýmsa kosti sem rafvagn-
ar hafi fram ýfir eimreiðar: lestin
renni jafnara og reyni minna á
brautina, lendi þar af leiðandi síð-
ur af sporinu og því hættuminni;
rafvagnar einlægt ferðbúmr, fljót-
ari að stöðva sig og fara iaf stað og
því liðugri að nota þar sem stöðvar
eru margar. Þá telur hann það og
Reykjanesbrautinni til gildis, að
með fram henni sé eðlilegra að raf-
síminn liggi vestur fyrir Reykja-
H.
Athuasemdir Jóus Þorlákssonar.
í síðasta hefti Tímarits V. F. í.
(Verkfræðingafélags íslands) gerir
Jón Þorláksson athugasemdir við
tiilögur Jóns ísleifssonar og skai
hér sagt lausiega frá þeim.
Rannsókn nauSsynleg.
Jón Þorláksson virðir það við
Jón ísleifsson, er liann reynir að
vekja járnbrautarmálið af svefni,
en þykir hann byggja tillögur sín-
ar á of lítilli rannsókn.
Honmn farast svo orð um þá op-
inberu rannsókn, sem hingað til
be'fir verið gerð:
1. Til rannsóknar á járnbrautar-
leiðinni, sem er á annað hundrað
kílóm. að iengd, hefir verið varið
úr landssjóði rúm.um 3000 krónum,
og lögð fram auk þess dálítil vinna
í hjáverkum frá tveimur verkfræð-
ingum (Th. K. og J. Þ.), sem 'land-
ið hafði í sinni þjónustu til anniara
verka, og þeirra ærinna móts við
s'tarfskraftana.
2. Með þessu hefir fengist ófull-
komin bráðabirgðarannsókn á einu
brautarstæði, af þeim sem til mála
geta komið, og niðurstaðan orðið
sú, að verk þetta sé miklu minni
tekniskum erfiðleikum bundið en
búiast mætti við eftir hnattstöðu
landsins og jarðmyndun.
3. Fjárveitingarvald landsins hef
ir alt til þessa synjað um f járfram-
lög til framlhalds á rannsóknum
þessum.
Hið eina, sem verkfræðingar að
svo stöddu geta lagt til þessa máls,
er krafa um fullkomna rannsókn á
málinu.
Leiðin.
Jón Þorláksson bendir á að fleiri
leiðir mætti rannsaka en Jón ísleifs
son telur, til dæmis Þingvallaleið-
jna vestan Þingvallavatns og Lága-
skarðsleið. Þá bendir hann á að
vestri Reykjanesleiðin, sem J. ís-
leifsson miðar við, sé miður vel val-
in, hún muni vart fullnægja íbúun-
um yst á Reykjanesinu, eins og
inni.
Næst athugar Jón Þorláksson
reikning Jóns ísleifssonar á fólks-
fjölda þeim, er búi beggja megin
brautanna. Segir hann villandi að
bera að eins saman íbúatöluna með-
fram þessum tveimur leiðum, í stað
þess að taka líka með bygðirnar til
endanno, sem hafj beggja leiðanna
full not. í stað þess að Jón Isleifs-
son fær með sínum reikningi 800
íbúa meðfram Þingvallaleiðinni á
móti 2900 á Reykjanesleið, fær Jón
Þorláksson með því að reikna adla
þá er hafa gagn af brautunum um
24,900 við Þingvallabraut, en 25,-
600 við Reykjanesbrant. Kveður
hann ekki leggjandi út í mikið
lengri eða dýrari járnbrautarlagn-
ingu fyrir ekki stærri mismun en
þetta sé. Hann bendir á að Reykja-
nesleiðin sé að vísu enn órannsökuð
en að búast megi við miklum erfið-
leikum við brautarlagningu í hraun
unum á þeirri leið. Allsendis óvist
sé líka aÖ órannsökuðu máli, hvort
hægt sé að gera trausta brú yfir
Ölfusárós fyrir skaplegt verð. Enda
hafi Jón ísleifsson áætlað þessa brú
argerð tiltölulega alt of lágt í reikn
ingi sínum.
/
Brautarbreiddin.
Jón Þorláksson er samdóma Jóni
Isleifssyni um það, að 75 em. braut
væri nægileg til þess að afkasta
þeim flutningum, sem hér er um að
gera, ef ganga má út frá því að hún
geti starfað hindrunarlaust árið um
kring. En hann kveðst ásamt Th.
Krabbe hafa stungið upp á 100 cm.
breidd með það fyrir augum, að
brautin yrði nógu sterk til að bera
þung snjóruðningstæki, til þess að
halda brautinni umferðarhæfri að
vetrarlagi. Það dugi ekki að miða
brautarbreidd hins tilvonandi ís-
lenzka brautarkerfis við það sem
nægi á þeim stöðum, þar isem snjó-
léttast sé og erfiðleikar minstir. —
Undirbygging braubarinnar á Þiug
vallaleiðinni verði þess utan ekki
stórkostlegri en svo, að sparnaður-
inn við að mjókka sporið um fjórða
vitað mest eftir því, hvað ódýrast
verði álitið á þeim tíma þegar braut
in verði tékin til notkunar. Yerði
því erfitt að tiaka nokkra afstöðu
um slíkt fyrir fram. Allir séu auð-
vitað sammála um það, að best væri
ef rafstöðvar væri komnar það vel
á laggir hér, að þær gætu lagt afl
til járnbrautanna. En ef því verði
ekki til að dreifa, líst J. Þ. vel á
að nota ýmiskonar mótorvagna á
brautunum, og geti þar á meðal
komið til greina rafmótorvagnar,
sem knúðir séu frá rafgeymi í sjálf-
um -vöngnunum. Við það sparast
hin dýra leiðsla með fram brautinni
Annars erfitt að segja hvort nokk-
uð það sem nú er spáð um reksturs-
afl rætist þegar fyrsta íslenzka
brautin er lögð, alt slíkt er svo hröð
um breytingum undirorpið á þess-
um tímum.
Þetta eru aðaldrættirnir úr grein
Jóns Þorlákssonar. Jafnvel þótt
járnbrautarmálið eigi sér ef til vill
ekki von bráðrar lausnar, þá má
ekki hætta að hugsa um það. Það
verður að halda því eitthvað vak-
andi, svo að ekki kosti mikinn tíma
að fitja upp á því þegar hægist um
og útreiknanlegir tímar fara í hönd
Það var skaði að ekki var ‘lagður
meiri kraftur á að koma járnbraut-
arhugmyndinni í framkvæmd áður
en verðfall peninga skall á. Það var
einmitt í fyrstu röð. Þetta verðfall
bjargaðj hag hafnargerðarinnar 0g
Eimskipafélagsins svo fljótlega úr
vanda, peningar féllu og lánin urðn
léttbær. En nú er einmitt hið öf-
uga að óttast, að hin stóru lán, sem
nú þarf að táka til állra fram-
kvæmd, verði of þung vegnia vænt-
aírdegs hækkandi verðgildis pen-
inga.'
En þess er að gæta, að það er
líka tap að jámbrautin bíði mjög
lengi, ef hún er framfaraspor á ann
að borð, og þarf því að reyna að
sjá möguleika til þess að koma
henni á hið fyrsta að auðið er.