Ísafold


Ísafold - 25.10.1920, Qupperneq 3

Ísafold - 25.10.1920, Qupperneq 3
ÍSAFOLD 3 ur uröum við tveir að gjalda fyrir naet- urgreiðann á þessnm bœ. Ein flaska af sódavatni kostaði í Reykjavík 1 kr. 25 aura, bill kostaði kr. 2,50 fvrir hvern kílómeter. Átta hesta þurftum viö að fá til þess að ge.ta komist ferSa okkar og kostaði hver 12 kr. á dag og hey. Kveðst dr. Kragh bafa farið upp í s\ eit til þess að kynna sér lifnaðar- háttu landsmanna og hugarfar í stjórn- málum. Kemst hann að þeirri niður- slöðu, að það hafi verið Reykvíkingar einir, sem hafi þyrlað upp sjálfstæðis- stefnunni, en bændnr séu Reykvíking- um andvígir í því, sem öðru fleira. Einn bóndi hafi óskað þess, að Danir vildu halda í hemilinn á Reykvíkingum, svo að þeir væðu ekki mjög uppi gegn •öðrum landsbúum. Ef til vill kunna blöðin að hafa vik- ið við orðum dr. Kragh á stöku stað. Kn svo mikið er víst, að rektorinn hefir fvrst og fremst ekki lagt alúð við að „kvnua sér“ háttu og hugarl.. r la.nds- ruanna og því síður farið gætilega með þær litlu glepsur, sem hann náði í. Af vísindamanni verður að heimta, að hann dragi ekki strax ályktanir af því, sem tilviljunin færir honum í hendur, og af' nefndarmanni í sambandsnefnd tveggja ríkja, sem hefir með böndnm að jafna misskilning og stuðla að sam- vinnu og samræmi milli þjóðanna, verð- ur að heimta, að hann þýði ekki það sem hann sér hjá annari þjóðinni á verri veg og henni til vansa. — Hinir nefndarmennirnir hafa jafnan sýnt smekkvísi og prúðmannlega framkomu einnig í smáum efnum, og er það nauð- synlegt til þess að gagnkvæmt traust haldist í því sem meira. er um vert. Öþnrkaplágan, Hvað verður um votheyskenninguna? Hvað gerir Búnaðarfélagið? Eitt versta óiþurkasumarið er ná nm garð gengið- Á suðnr- og vestur hluta. landsins nema heyskemdir að sögn mörgum hundruðum þfisuiida króna. Menn töluðu um að land- bxmaðitrinn væri í hættu á stórum svæðum- En þetta er ekkert eins dæmi. Allir vita að ísleuzkt veðurlag er votviðrasamt og að óþurkar skemma heyin meira og minna á hverju einasta ári. Það vita og all- ir, að óþurkaplágan á einn lang- si.erkasta þáttinn í því að gera land búnaðinn að þv’ áhættuspili, sem hann lengst af hefir verið, og að þessi plága er hinn venjulegi und- anfari ilis ásetnings, heyleysis og horfellis, sem fylgt hefir þjóðmni eins og draugur aftan úr fornöld. Mörg ár eru iiðin síðan menn þóttust hafa fundið ráð gegn ó- þnrkaplágunni. Og ráðið var að hirða votheyshirðingu. Mikið hefir verið ritað um þessa aðferð og alt á einn veg, að hún værj hin lengi þráða lausn. Margar tilraunir hafa verið gerðar, og þær virðast allar benda í sömu átt, að því fari svo fjarri að bér sé um nokkurt örþrifaráð eða óyndisúr- ræði að gera — votheyið sé kjarna- fóður og hirðingin sparj oft mik- inn vinnukraft- Og samt líður ekki eitt sumar án meiri eða minni heyskemda af ó- þurkum, og enginn vetur svo að ekki sé talað um heyleysi og hor- fellishættu einhversstaðar á land- inu. Er nú ekki von að þeir sem leik- menn eru í landbúnaði undrist stór lega og spyrji, hvort engan botn sé að finna í öllum þessum staðhæf- ingum, eða hvemig beri að skilja ]>að, er bændur vilja ekki sinna þeim bjargráðum er bjóðast? Vér hittum að máli merkan bónda ei- staddur var liér núna í vikunni. Fyrir 40 árum var hann á búnað- arskóla í Noregi, sá þar votheys- gerð og varð með hinum fyrstu ef ekki sá fyrsti sem notaði haua hér á landi- Vér spurðum hann um álit ■hans á þessari heyhirðiugu. — Eg hefi notað hana meira en 30 ár, sagðj hann, og gefist. hún ágætlega. — En breiddist hún þá ekki út frá yður? — -Tú, það gerði hún að vísu, en miklu seinna en mig varði. Eg var einmitt að telja saman þá bændur í sveitinni, sem höfðu tekið upp votheysgerð þegar eg hafði notað hana í 30 ár og þeir voru 29, eða ekki nema tæpur einn á ári að með- altali. — Aðferðin hlýtnr þá að vera kostnaðarsöm eða einhverjum stór- um annmörkum bundin. — Nei, öðru nær. Menn geta anð- vitað lagt meiri eða minni kostnað í að gera votheystóttir, og það er náttúrlega betra. En segjum að bóndi eigi nú enga slíka tótt og hann eigi ilt með að snúast í því um heyskapartímann að láta gerá hana, þá getur hann grafið gryfju a þurrum stað og dembt heyinu í hana votu og borið grjótá.Torf þarf ekki einu sinni. Þetta hefj eg marg- oft. gert, stundum k sjálfu engiuu, til þess að sleppa við flutninginn í bili, og hepnast mætavel. Segjum að bóndinn vilji ekki einu sinni hafa fyrir að grafa, gryf juna,þá get ur Iia.mi samt hlaðið votu heyinu í stakk og borið farg ofan á. Auð- vitað skemmist þá ysta. lagið, en ef stafckurinn er ekki alt of lítill, þá verður þessi skemd tiltö'lulega miklu minni en að l'áta heyið grotna niðnr í óþurkum. — En eru þá ekki nein sérstök vandkvæði við notkunina á vetr- um ? — Nei, ekki þarf það að vera. Það verður auðvitað að varast að láta skemd komast að heyinu, það þolir að eins skamman tíma áhrif loftsins. En um þetta eru reglur, sem allir eiga kost á að læra. Grip- irnir eta votheyið með bestu lyst og það er holt einkum með öðru heyi. A Hvanneyri hafa verið gerð- ar tilraunir með að gefa vothey eingöngn og það komið ! ljós, að Þ»ð þarf að fara varlega að því á meðan skepnumar eru að venjast við ]>að, en síðan munu þær flestar þola það tómt og verða gott af. — En hvað er þa til fyrirstöðu að bændur takj upp votheysgerð? —- Það er vauinn, að geta ekki hugsað sér hey hirt öðru vísi en þurt. Mönnum leiðist tilbreytingin, þykir gamla. lagið viðkunnanlegast, vilja ekk eiga neitt á hættu með að- ferð, sem þeir eru óvanir. Siðurinn er að láta heyið liggja í föngum og sátum í þeirri föstu trú, að sumarið endi ekki svo, að ekki megj fá einhverja þurknefnu á það. Enda er það venjulegast svo, og bregst þó. En menn gæta þess ekki hvað margir hestburðir af fóð- urgildi fara til ónýtis og hvað miklu erfiði og fyirhöfn er kastað á glæ. Eins og áður var að vikið, hefir verið skrifað mikið um votheysgerð og kosti hennar, en með svo litlum árangri að furðu sætir. Og þegar svo nærri stappar að laiidbúnaður- inn 4 stórum svæðum landsins fái rothögg fyrir tómt úrræðaleysi á að nota þau bjargráð, er menn þó þykjast þekkja, þá er eðlilegt að raddir rísi upp hvarvetna er kref ja Búnaðarfélag íslands reiknings- skapar um aðgerðir þess í málinu. Félagið fær árlega mikið fé til um- ráða og því sýnist varið til ýmis- konar endurbóta. En er nú víst að byrjað sé á rétt- um enda? Menn varast a'ð reisa sér stór- hýsi á lausum gnmdvelli, menn reyna fyrst af ölu að jafna fyrir og finna trygga undirstöðu. Það er. nú skýrt að íslenzkur landbúnaður hvílir á kviksyndi. Og hversu miklu fé sem varið er til end urbóta á meðan grundvölTurinn er ekki tryggur, þá er því meira og minna kastað á glæ. Á meðan einföldustu stærðirnar í reikníngsdæminu eru skakkar, þá verður aðalútkoman einlægt skökk, hvað miklu stærðfræðisviti sem beitt er. — Á meðan landbúnaður- inn reiknar með öðru tíðarfari en íslenzku, á meðan mönnum helst uppi að lifa í von um það sem ekki getur ræst, þá ma vera að alt geti hangið á horriminni eins og það hefir gert, en framfarir eru óhugs- anlegar. Þegar minst varir kemur sjálfur veruleikinn, sem menn vildu ekki taka með í reikninginn og steypir öllu saman. — Á meðan ó- þurkaplágan liggur á öllu eins og martröð og menn ekkj læra að tryggja sig gegn heyleysi og hor- felli, þá þurfum við ekki Búnaðar- félag. Einstaklingurinn getur eftir sem áður mentað sig í búnaði eftir föngum, en almenningsframtakið stendur óhjákvæmiiega í stað hvort sem er. Það sem nú verður að krefja Búnaðarfélagið um er þetta: Trúir það á votheysgerð sem bjargráð gegn óþurkum og fóður- skemdu’m, eða trúir það ekki á liana ? Ef það trúir ekki á hana, þá stendur það í stórri skuld við lands menn um að afsanna það, sem gum- að hefir verið af þessari úrlausn. En ef það trúir á hana, þá hvílir á því enn þá stærri skylda, að beita sér fyrir það tafarlaust og með oddi og egg, að koma á þessari heynýt- ingu. Það mundi að skaðlausu geta látið alt annað sitja á hakanum rétt á meðan verið væri að koma á svo sjálfsagðri endurbót. Því að ef ímn inn er sigur á landplágu óþurkanna þá er numið nýtt land og nýr gund- völlur fundinn undir framfarir sem annars koma alls ekki. Ákvæðin leggja sérstaka áherslu á stórbændurna, og er með því átt við þá, sem veita fólki atvinnu og þurfa að kaupa vinnukraft. Þessir jnenn eru, segja Bolshvíkingar, verstu fjandmenn byltinganna frá hendi öreigalýðsins. Þess vegna verði að snúa. sér með mikilli alvöru að þessum kumpánum. Eftir sigur öreiganna í borgunum, Mjóti bænd- urnir að rísa upp og þá verði að vinna- Þess vegna verði Bolshvík- ingar að taka til ötuila fram- kvæmda, til þess að sameinast í því að safna kröftnm til þess að „af- voprua.“ bændurna og hefja eyði- leggjandi áhlaup á þá strax og þeir sýni mótstöðu. Þó segir í þessum ráðstöfunum, að það sé ekki tilætlunin að taka jarðirnar af bændrmum. Því að enn séu ekki þau skilyrði fyrir hendi, að hægt sé að reka. þær með sam- eignarlagi. En geri þeir alvöru úr því ax5 standa, á móti býltingunni, þá verðí jörðin tekin af þeim. Því reynslan hafi sýnt, að á Rússlandi sé það nægilegt, ef bændumir fái nægilega ofanígjöf fyrir mótspyrn- nna, þá verði þeir fúsir til þess að uppfvlla ailar kröfur öreiga-alræð- isins. Og þess vegna sé það skylda verkamanna, eignalítilla manna og smábænda, að fýlla flokkinn móti stórbændunum. Án þess að sigra þá gersamlega, verði alræðið aldrei trygt og sigurvænlegt. Þa á ekki að faria betur með þá menn, sem ráða yfir stórum land- flæmum, sem erft hafa svo að segja heil héruð. Landið á allt að taikast af þeim, án nokkurs endurgjálds. Og fram við þá eigi að fcoma misk- unariaust, því ']>eir séu miskunar- lausir gagnvart sveitamönnum. Á þcssum stóru bújörðum á iað koma á sovjet-fyrirkomulaginu. Og ef til vill á að skifta. þessum stóru jarð- eignum npp meðal smábændanna, til þess að vinnia þá til fýlgis við bolshevismann. Þá segir í þessu réttláta og hyggi lega „plani“ Moskvaráðistefnunn- ar, að ekki megi láta það hafa sef- andi áhrif á sig, þótt framleiðslan minki að miklum mun. Og alræðinu verði áldrei náð fyr en búið sé að vinna smábænduma. Þá er minst á það, að geisiverk liggi í því, að ala upp sveitafólk- :6 til stjórnbyltinga. Sérstaklega verði að leggja áherslu á, iað koma j verkfiallshugsjóninni á góðan rek- j spöl, því reynslan sýni að þau géti vakið laf svefni stéttavitundina. Og sjálfsagt sé að brennimerkja þá jafnaðarmenn sem svikara og lið- hlaupa, sem skerist úr leik í verk- föllum af 'þeim ástæðum, að minkuð framleiðsla sé hætta fyrir lífsnauð- synjar. Alræði öreiganna eigi að taka fram yfir alt annað. Bolsvlkingar og bændnrnir. Meðal ráðstafana þeirra er Bols- víkingar gerðu á síðustu ráðstefnu sinni í Moskva, er ein um hvernig þeir eigi að koma ár sinni fyrir borð við bændurma, verkamenn þeirra og ja.rðeigendur aðra. Eru ráðstafan- Þ þessar einkum samdar með til- liti til bænda og meiri háttar jarð- eigenda í Mið-Evrópu og Englandi- En það sem lagt er til grundvallar, getur alstaðiar átt við. Flestum bændum allra landa og sjálfsagt fleirum, hefir þótt þessar ráðstafanir Bolshvíkinga furðu gegna. En senni’legast þurfa hvorki þeir eða aðrir að bera hitann í haldinu fyrir því, að þeir komi þessum á- formum sínum í framkvæmd, því svo er nú komið málum Bolshvík- inga, að ekki lítur glæsilega út fyr- ir iþeim. Enda hlaut sú stefna, sem jafn gersnauð er að öllu viti og mannúð og réttlæti, að falla fyr eða síðar. Og nú mun mega segja að dagar hennar séu taidir. Simfregnir. Fri fréttaritara Isafoldar. Khöfn 15. okt- Kolaverkfallíð hafið Allur kolaútflutningur bannaður. Frá London er símað, að lancb- fulltrúar námamanna hafi sam- þykt, að verkfallsfresturinn skyldi enda sjálfkrafa þ. 16. október, með því að allsherjar-atkvæðagreiðslan um sáttaboð námaeigenda féll þamn ig, að með því voru greidd 181,428 atkv. en 635,098 á móti. Brezka stjórnin hefir ákveðið, að gera engar frekari tilraunir til þess að koma í veg fyrir verkfallið, en af fremsta megni verðnr reynt að bæta úr afleiðingunnm. Eimskipafélaginu hér hefir horist skeyti frá umboðsmanni sínnm í Eng- landi um það, að algert útflutnings- bann sé komið á kol í Englandi. Eb menn vita ekki enn með vissu, hvort þetta gildir um kol til skipa (bunkers- kol), sem þurfa að komast heim eða til annara hafna. Ennfremur hefir komið einkaskeyti til kaupsýslumanns hér nm það, að allar eimskipaferðir værn stöðv aðar frá Englandi. írska deilan. Neðri málstofa brezka þingsins kemur saman á þriðjudag, og byrja þá þegar umræður um heima- stjóm íriands. Blöðin í Berlín eru nú farin að koma út aftur. Óháðu jafnaðarmennirnir þýzku halda þessa dagana ráð- stefnu í Halle, um afstöðuna gagn- vart bolshvíkingum. Frakkar og Bretar. Franska blaðið „Matin“ ræðst ákaft á Lloyd George fyrir stjóm- málastefnu hans. Bitinn af apa. Frá Aþenu er símað, að dáiætis- api Alexanders konungs hafi bitið konunginn, en konungur hafi sýkst mjög alvarlega af bitinu- Khöfn 16. okt. Kolaverkfallið og viðhúnaður Breta. Frá London er símað, að breska stjórnin hiafi skipað þjóðhjálpar- nefnd, til að annast um framkvæmd nauðsynlegust.u daglegra starfia. — Oll matvæli eru skömtuð, dregið úr gas- og rafmagnsframleiðslu, jám- brautarferðum fækkað, útflutning- ur á koluim algerlega blannaður. Stjórain hefir lagt undir sig allar kolabirgðir einstákra miainna. Búist er við, að kolaverkfallið hefjist um land alt á mánudag, og óttast menn mjög, að jámbrautar- menn og aðrir flutningamenn hefji samúðarverkfall. Talið er víst, að sterlingspund falli í verði þegar verkfallið er haf- ið. Bylting í Ítalíu. Frá Róm er símað, að nokkrir jafnaðarmenn hafi náð ráðhúsi borgarinnar á sitt vald og reynt að draga rauða fánann þar á stöng. i Byltingmenn eiga í blóðugum bar- dögum við lögregluliðið og borgara

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.