Ísafold - 01.11.1920, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.11.1920, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD Aðeins ein bending iað lokum. Þeir sem um iðnfræðileg efni rita, hljóta að nota mikið af nýjum orð- um. En þá er nauðsynlegt að hafa ætíð í byrjun útlenda (tekniska) heitið moð. Um órödduð 1, m, n, og fleira t Morgunbl. 24. þ. m. ritar einhver herra H. grein, er heitir: „Framburð- ur á íslenzku' ‘, og mun ritgerð mín um þetta sama efni í Skólablaðinu síðast, vera orsök ritsmíðarinnar. En Undar- legt er að menn skuli við svona rit- smíðar dylja nafu sitt. Margt er vel sagt í greininni og víst er nauðsyn á að halda máli þessu vakanda, en sökum þess að höf. mótmælir orðum mínum um órödduðu lin-hljóðin 1, m, n, er eiga stað þegar þessi hljóð standa hjá lok- hljóðunum k, p, t, þá verð eg að fara nokkrum orðum um þetta efni. pað er alls enginn efi á því, að ó- rödduðu hljóðin í orðum eins og stúlka, stampur, fantur, eru upphaflegri í ís- lenzku en rödduðu hljóðin þar, hjá þeim sem þau nota. pað dugir ekki að halda að fleiri málfræðingar séu á gagnstæðri skoðun, því slíkt er engin sönnun, og svo er nú þess að gæta, að hér geta eigi aðrir málfræðingar um dæmt, en málvitringar germönsku fom- málanna, sem eru kunnugir allri mál- sögunni og eru heima í samanburðar- málvísi. Nú eru einmitt þeir sem fremst ir em í norðrænum málvísindum, allir mín megin í þessu efni, og má af mönn- uni sem Islendingar hafa lesið mest eftir nefna t. d. þá Adolf Noreen og Finn Jómsson, auk margra fleiri, enda sýna rit þeirra þetta. Gagnslaust er einnig að vitna í nýju málin, dönsku, þýzku og ensku, sem hafi rödduð hljóð í þessuni samböndum, því þau eru þarna engin sönnun, með því að þau í flestu standa á nýrra málstigi en ís- lenzkan. Fráleitt getur það heldur talist fram burðar létting að segja t. d. stúhlka f. stúlka og yfirleitt er þessi óhljómkvæði framburður alt annarar tegundar, en harði framburðurinn íhabhði (f. hafði) og gengur í gagnöfuga átt, því það að búa til hart og tvítekið (eða langt) hljóð með mjúku hljóði, er þvert á móti því að hafa mjúkt hljóð með mjúku hljóði og hart með hörðu. par er samræmi, en hitt ósamræmi. Að skifta landinu í þessu efni í norðaust- urland og suðvesturland, er líka rangt, jþví óraddaði framburðurinn 'í þessum hljóðasamböndum nær yfir austur-, suður-, og vesturland ásamt með vest- asta hluta norðurlands, en raddaði framburðurinn að eins yfir hitt af norð urlandi. Lengi má um það deila, hvort hljóm- fegurra sé að hafa þarna rödduð hljóð eða órödduð, því að þar finst sitt hverjum, líkt og deila má um hvort t. d. danska eða íslenzka sé hljómfeg- urri og Iþýðari. pessi hljóð sem hér ræðir um, eru eigi heldur hóti meir ófær í söng, en sk, st, tk o. fl., t. d. i háski, ást, litka (frb. liþka), sem vit- anlega eru óhljómkvæð sambönd og þó hefi eg eigi orðið var við að söngfólk í kirkjunum hérna hafi þau rödduð í söngnum eða sé annars í nokkrum vand ræðum með þau og því síður órödduðu hljóðin í hjálpa, vanta o. s. frv. pað sem söngmenn einkum telja vond hljóð í íslenzku fyrir sönginn, eru beint ddl og ddn í t. d. fall, vænn, og svo þar næst bbl og bbn í abbl og nabbn (f. afl, nafn), og þó eru öll þau sambönd samsett af rödduðum hljóðum. Hvað snertip framburð Jóns heit- ins Ólafssonar, sem í sannleika var ágætur, þá var hann samt, þrátt fyrir tilgerðina með rödduð 1, m, n, engu á- heyriiegri en inn einnig ágæti fram- burður Benedikts heitins Sveinssonar er haíði þarna órödduð hljóð. Full- kunnugt er að f og g t. d. í haft (af hafður) og lagt (af Iagður) eru órödd- uð, og hefir þó aldrei heyrst að sörg meun né ræðumenn kvarti undan þeim eða telji þau lýti felenzkunnar. V.'tan- lega hefir danskau þau í þessum sam- böndum sem rödduð hljóð, en engum fullvita manni dettur í hug að segja að það sé frumleg fyrirmynd, sem sanni að oss beri að álíta þann framburð sem bæði fornhelgan í íslenzku og rétt- an í nútíma tali hennar. En alveg það sama -sem hér gildir um hljómkvæðu blásendurna, gildir einnig um hljóm- kvæðu linhljóðana, þegar þeir lenda í samskonar stöðu. pátíðar endingin í veiku sögnunum var upphaflega sérstakt sagnorð, er hét dóau (sbr. to do *í ensku). pað er týna í norðrænu en þýddi sama sem að gjöra nú. Kallaða er því = gerða kalla. Pegar nú óraddað hljóð fór næst á undan, varð endingin -þa (síðar -ta) t. d. hleypþa (af hleypa) Iþ. e. með órödduðu upphafshljóði; en færi radd- að hljóð næst á undan varð endingin -ða (síðar -da eða -ða) t. d. gleymða, færða (af gleyma, færa) þ. e. með rödduðu upphafshljóði. I fornu og nýju máli standa nú þátíðirnar t. d. mælti og rænti með t af því að 1 og n vóru órödduð, sem kemur til af því að hljóð- in sem í öndverðu fóru næst á undan þeim (í maþlan, rahnan) höfðu þessi áhrif á þau; en aftur standa t. d. þá- tíðirnar bældi og reyndi með d, af þvi að þar voru 1 og n rödduð. Annars gæti þessi mismunur alis ekki átt sér stað. pegar nú t var orðið fast í mælti og rænti, varðveitti það 1 og n frá því að verða hljómkvæð á ný, þótt þau með tímanum hlyti að verða það í nú- tíðinni. í öllu þessu lögmáli og ýmsu fleira, sem nefna má, er bein sönnun fólgin. Vitanlega er þetta lögmál, nú orðið einungis sem einfalt barnastafróf, / og því er hart að þurfa að færa þeim mönnum heim sanninir-'um þetta, er þykjast kunna íslenzku s*vo vel, að þeir fara að skrifa um málfræðileg efni fyr- ir fólkið. pað er alkunnugt að f er raddað (mjúkt) í ljúfur, en verður óraddað (hart) á undau órödduðu hljóði t. d. í ljúft, og á sama hátt er g raddað í þægur en óraddað í þægt; en algerlega á sama veg er iþvi farið, að 1, n, sem rödduð eru í svalur, vanur, en verða órödduð í svalt vant o. s. frv. Jeg skil ekki í, að nokkrum manni detti í hug að fara að kenna íslendingum að segja ljúf’t, þæg’t, sval’t, van’t með rödd- uðu hljóði við óraddað hljóð. Slíkt vrði málskemd en engin málfegrun, því hver þjóð verður að sætta sig við mál sitt eins og það að eðli sínu er, og svo er um íslendinga, og það jafnt þótt einhverjum misvitrum mönnum finnist þarna döusk og ensk sambönd linhljóða og lokhljóða fegurri en vor samböud á þeim. Annars er þetta hér umrædda samræmislögmál mjög rótgróið og fag- urt í íslenzkunni. pannig verður t. d. raddaða hljóðið ð óraddað, þ. e. fær þ-hljóð á undan óraddaða hljóðinu k, svo sem í blíðka, er verður blíþka í góðum framburði. Að þetta lögmál stefni í tillíkinga áttina er alveg rétt athugað hjá hr. H., en það er enginn ókostur á þessu lögmáli, heldur þvert á móti kostur á marga lund, enda eru tillíkingarnar engin óprýði talin, t. d. makki f. manki, brátt f. bráðt, hóll f. hólr o. s, frv. pær, og alt þetta lögmál, mun og mjög hindra ina skaðlegu hljóð- linun, sem danska og sænska hafa víða orðið fyrir. Aftur er engin hætta á I því, að stúlka verði stúkka eða piltur verði pittur, þótt 1 sé þarna óraddað, svo sem höf. virðist halda, því hér kemur svo margt fleira til sögunnar, sem of langt yrði að fara nú út í. En einmitt þetta lögmál gerir skiljanlegt hvernig tillíkiugarnar gátu til orðið t. d fríðka hlaut fyrst að verðn fríþka til þess seinast að verða fríkka o. s. frv. Lengra þarf eg líklega eigi að fara út í þetta mál í þessari ritgerð, en því er fyllilega óhætt að trúa, ,að það fasta lögmál ræður í óbjagaðri íslenzku, „að láta raddað hljóð vera með rödduðu hljóði, en óraddað hljóð með órödduðu hljóði' ‘. Til þess að f á þetta framgengt, fer íslenzkan þann veg, að láta rödduðu hljóðin verða órödduð er þau standa með órödduðu hljóði. Danskan gengur öfuga leið við þetta, með því að hafa gert órödduð hljóð að rödduðum, er þau standa við raddað hljóð. Niðurstaðan verður þá líka gagnstæð, því tungutak hennar er lint en íslenzkunnar er hart og getur þó hvort um sig haft í sér fólgna mikla fegurð. Sem dæmi upp á þetta má nefna vatn, sem orðið er vann (ritað vand) úr vaðn (úr vadn =vatn), eða banki ( bakki) sem orðið er ban'ge (ritað banke) úr ban‘ke (úr bahnke = bakki). Pessi leiðarskifting er eitt af því, sem því veldur, að til- líkingarnar urðu aldrei almennar í austnorðrænu (= sænsku og dönsku), en gerðust aftur svo feiknar algengar í vestnorðrænu (norsku og íslenzku). Stefnumunurinn þarna er afargamall. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Hvað lesa menn? Oft heyrir maður talað um, að þessi eða Mnn sé bókhneigður. — Þeir grípa hverja tómstund sína til þess að lesa. — En hvað lesa svo þessir bókhneigðu menn? — Það er sitthvað að hafa gaman af bók- lestri eða kunna að velja sér góðar bækur. Mikill meiri hluti manna 'les einkum sögur, ekki þær sögur, sem heyra til sagnvísindanna, heldur þær, sem kalla má lygasögur. Allur hinn svonefndi skáldskapur eða óð- ur er einskonar lygi, spunnið úr ímyndunarafli mannsins. — Það er heillaspuni, oft í listabúningi. Góður skáldskapur hefir gildi, einkum frá listarinnar sjónarmiði, og er eg ekkert að amast við hon- um, fremur en þjóðtrú og þjóðsögn- um, sem er ein tegund skáldskap- ar, eða máske öllu heldur isagt ein tegund lyginmar. Það kemur mörgum vel saman um það, að mikill meiri hluti af öllum skáldskap eða öllum skáld- ritum hafi nauðalítið bókmentalegt gildi- — Það er eigi alt guli sem glóir. Á bókamarkaðinn í útlöndum lcoma árlega skáldrit í þúsunda tailj hjá stórþjóðunum. Og fæst af því er eftir þekta rithöfunda. Það eru óþektir „aktaskrifar“, sem unga mestu út af „reyfurum‘% glæpa- og leynilögreglusögum. Þetta er lesið bezt af lýðnum. Allmikið hefir verið snúið á ís- lenzku af þessari tegund bóka og þesskonar bæknr seljast hér vel, eins og annarstaðar. — Sá er galli á alt of mörgum mönnum, einkum kvenfólki, að þeir sækja mest eftir æsandi og óheilnæmum sögum. — Margar sögur eru beinlínis óholiar mönnum, aif því þær flytja óheil- brigðar lífsskoðanir og glæða í manninum dýrseðli hans. Eins og það er nauðsyalegt að mexm neyti heilnæmrar fæðu fyrir viðhald og þrifnað líbamans, svo er það og eigi síður þörf á því, að borin sé umhyggja fyrir sálinni. Hún þarf einnig heilnæmt fóður, eða andlega næringu. Mér er sagt, að ekkert blað þríf- ist. nema það flytji áltaf sögur neð- anmáls, sem menn svo kalla. Allur almenningur, einkum kvenfólk og unglingar, les þær, og sjaldan ann- að í blöðum. Fræðibækur les eigi 'þessi stóri hópur lesandi mlanna. Þeir eru tiltölulega fæstir, sem lesa þær. Þetta ber öllum þeim saman um, bæði hér á landi og í öðrum löndum, sem bezt tök hafa á því, að kynna sér það, hvaða bækur fólkið les mest. Það eru bókaverðir bókasafna og lestrarfélaga, sem hafa athugað þetta mann bezt. — Það er því fengin sæmilega góð reynsla fyrir því, hvaða rit álmenn- ingur les mest í öllum mentalönd- um. Og það kom nýlega fram á fjölmennum norrænum rithöfundia- fundi sú kenning eða staðhæfing, að gagnslítið væri að gefa út góðar bækur, því þær gengju sízt út. Þær lesa fæstir og þær skilja fæstir. Það er sorglegt að þurfa að kannast við þetta, sem sannreynd eða sannleika. — Reyfarasögur eru skemtilegri en „Faust“ og „Pétur Gautur“, eða svo finst æði mörg- um. — I beztu bókunum eru mörg gullkomin í þeim umbúðum, að al- menningur hefir eigi þeirra not, getur eigi og nennir ei'gi að brjóta gulivægustu setningarnar til mergjar. — Yfirleitt eru beztu skáldritin eigi svo 'létt eða skemti- leg aflestrar sem flestir reyfara- rómanar, isem fjöldanum er ætlað. Því neita eg ekki, að eitthvað nýti- iegt sé í flestnm sögum. Sumir finna guilkorn í öllum sögum eða skáldritum, þó aðrir finni iþar ekk- ert. Jafnve’l Matthías fann mörg gullkorn í leirburði Símonar, að vitni Bóiu-Hjálmárs, sbr. „Guðs- pjallasnakkur I Gufuvík syðra gull- kornin tínir úr Símonar drít. Eg hefi um mörg á haft tækifæri til þess að kynna mér áhugia ung- menna fyrir þjóðlegum fræðum. Og Áriai og oilífiiii. Prédikanir eftir Harald Níelsson, prófessor í guð- fræði. Reykjavík 1920. Með hálfum huga. Eg skal þegar taka það fram, að eg get þessarar bókar með hálfum huga.Ekki vegna þess, að hún sé svo torskilin eða sérstökum erfiðleikum sé bundið að benda á megin- uppsprettur þeirra hugsana, sem hún er ríkust af. Heldur af hinu, að eg lít svo á, að leikmanni sé of- vaxið að finna til fulls og benda á, hvílíkt gildi er fólgið í henni fyrir trúarlíf vort. Því að sjálfsögðu ætti prestlærðum mönnum að skiljast betur,hveágætar prédikanir eruhér á ferðinni.Og sattaðsegja er eg hálf forviða á því, að enn skuli ekkert hafa heyrst frá prestastétt þessa bæjar um bókina. Henni stæði þó óneitanlega næst að mæla með henni, teldi hún hana einhvers verða, og vara við henni, ef henni fyndist hún hættuleg- Þögnin er undjarleg, hvernig sem á hana er litið. reynsla mín er sú, að flest urig- menni lesi lítið t. d. í íslendinga- sógunum. Þeim þykir íslendinga- sögumar ólæsilegri en útlent og innlent sögumsl. — Að eins örfá ungmenni til sveita., hvað þá í kaup- stöðum, vita nokkuð úr Islendinga- sögunum, að 2—3 sögum frátöid- um. Það sem ungáiennin vita íir t d. Njálu, Grettlu og Egilssögu, er einkum það, sem þau hafa heyrt eldra fólkið tala um, skemtilegnstu kaflana xir þeim. Fyrir einum eða tveimnr manns- öldrnm lásu sveitamenn fomsög- umar vetur eftir vetur og kváðu rímur. Margir greindir og minnugir al'þýðnmenn kunnu flestar söguim- ar nálega utan iað. Meun töluðu um ýmisa menn og atburði í þeim í heimahúsum og í samkvæmum. Það var mörgum eitt hið skemtilegasta samtal, það var sókn og vörn um Snorra goða, Njál, Skarphéðinn, Bergþóru, Hallgerði, Gunnar, Bolla, Kjartan, Guðrúnu, Hrefnu o. s. frv. Og enn hafa eldri mean yndi af þess konar samræðum. Of lítið er gert að því, að kenna uppvaxandi mömium að meta ís- lenzkar fornbókmentir, kenna þeim. að* lesa sögnm'ar sér til gagns og ánægjn. Hörmulegt að vita til þess, að menn frá mentaskólannm 'hafa margir eigi lesið nema lítið eitt laf fcrnsögum vorum, vita aðeins nöfn á 'þeim. — En máske þeir fari að lesa þær þegar þeir eldast og læra betur að skilja, five mikill andleg- ur fjársjóður er í þeim fólginn. — Um þær bækur Iþarf eigi að segja eins og skáldið kvað: „Umbúðirnar eru vætt, en innihaldið lóð“. Því þar eru engar umbúðir og innibald- ið er hverju gul'li dýrmætara, gim- steinar bókmenta vorra, sem tönn tímans aldrei vinnur á, sem aldrei fyrnist. — En þeir eru svo fáir, sem hafa þeirra not, kunna að meta þær. Eg skal viðurkenna það, að í nýrri tíðar bókum eigum við fs- lendingar mikinn og góðan fjár- sjóð. En þrátt fyrir það eru neðan- málssögur Lögbergs, Heimskringlu og ýmsra annara blaða mikln meira Ræðumannshæfileikarnir. Hafi einhver efast um það, að próf. Haraldur Níelssea væri með allra snjöllustu ræðumönmmi og prédikurum þessa lands, þá mundi þeiin efa áreiðanlega hrundið eftir lestur þessara prédik- iana. Einhversstaðar í öllum ræðun- um kemur franft svo mikil snild í framsetning og efnismeðferð, svo rík andagift og marghrotin hugs- ana-auðlegð, að unnn er að lesa- Og formið á þessum ræðum er fastara og heilsteyptara en tíðast er á stóí- ræðum. í hverri ræðu bindur text- inn alla hluta hennar saman í eina heild. Hver hugsun er sprottin út frá honum og hver málsgrein skýr- ir hann. Og samfara andríkinn og fegurð framsetningarinar er djúp- ur guðfræði-lærdómur og gagngerð þekking á öllum trúarlærdómum og kirkjulegum skoðunum framan úr frumkristni. Alt þetta styður að því, að höf. á óvenjulega góða að- stöðu til þess að skrifa þær ræður, sem sameini bæði fegurð og þekk- ingu, trúarsannindi og tilfinningu. é Birtan yfir bókinni, En mest er þó vert um birtuna, sem er yfir allri bókinni- Fu sú birta stafar af fegurð lífskoðunar- innar, sannleikslotningunni, viss-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.