Ísafold


Ísafold - 29.11.1920, Qupperneq 2

Ísafold - 29.11.1920, Qupperneq 2
2 ISAFOLD Jiefði orðið að útiloka allar styrj- aldir í framtíðinni, ef stefna hans í þjóðskipulagsmálum hefði verið viðurkend.. Mesta áhugamál hans liafi verið stofnun „League of Nations“, þ.jóðbandalagið. En því hafi verið fólgin veröld íriðar og kærleika fyrir komandi kynslóðir. IMI iMi. f erlendum símfregnum hér í blað inu er geið um ný hermdarverk, sem unnin hafa verið í írlandi nú nýlega. Segja skeytin svo frá, að Sinn-Feinar hafi myrt fjölda sof- ajidi enskra hermanna. Það lítur út fyrir, að ekki séu neitt vænlegri horfur til sátta og fullra lykta á írlajidsmálunum eftir þetta en áður var. Sá ófriður og æsingaeldur, sem logaði uppi með þjóðinni, mun nú liafa magnast enn meir við afleiðingar þessa verks- Sennilega fer nújsnska stjórain að sjá, að ekki hentar lengur neitt tómlæti og kák í málum frlands. Henni mun fara að skil jast, að ann- aðhvort verði hún að taka til strangrar kúgunar í löggæslu og aga á írlaudi, eða þá að veita þeim þær réttarbætur, sem þeir fara fram á- Haldist þetta lengi, dregur að enn fleiri glæpaverkum og ójafn- aði. Og mun þó ekki ástandið mega versna úr því sem er. Enginu metur þann hnekki, sem þetta hefir 4 alt viðskifta- og starfslíf írsku þjóð- arinnar og þann ósamlyndis- og sundrungaranda, sem það leiðir yfir kynslóðina og grefur um sig um langan tíma. Mörgum stjómmálamönnum hef- ir verið það undrunarefni, og er enn, hve Bretar hafa verið tregir til að verða við kröfum íra um fult stjómírelsi. Hafa margir litið svo á, að þar hafi Bretar ekki komið sómasamlega eða samigj-amlega fram. Og margt virðist benda til þess, að þeir neyti réttar hins sterka og undiroki íra, einmitt vegna þess, að þeim er sjálfum í hag að svo sé. tín aítur á móti ætti þeim að vera orðið ljóst af reynslunni, að meðan kröfum íra er ekkí sint, þannig, að þeim verði gerð sæmileg skil, þurfa þeir ekki að væuta.friðar úr þeirri átt. Með nokkurn veginn jöfnu millibili hafa írar brotið af sér böndin og heimtað rétt sinn. Og þó Bretum 'hafi í hvert sinn tekist að bæla uppreistarandann niður og friða íra, hefir það aldrei átt sér langan aldur. Kröfurnar hafa kom- ið óðara e-n varði frá þeirra hendi, bomar fram af sívaxandi alvöm og atfyígi. Og nú síðast haft meiri blóðsírtöleliingar og manndráp í för með sér en nokkru sinni áður. Margir atkvæðamenn hafa lagt ýmislegt til írlandsmálanna. Og flest af því hefir farið í þá átt, að Bretar létu að kröfum íra að meira eða minna leyti. Þeim sem líta með fullum skiiningi og samúð á mál þeirra, sýnist alt mæla með því, að Bretar slaki til. En þeir hafa orðið seinir til þess. En nú er ekki olik- iegt að til þess dragi, að þeir fari að sjá, að báðum þjóðum muni fyr- ir beztu að kröfum íra sé sint og þeir látnir fa nauðsynlega og sann- gjarna réttarbót,. Fyr kemst aldrei friður á, fyr verður aldrei annað en eilífl ófriðai'bál logandi milli þeirra, sem veldur báðum ómetan- legu tjóni. Ný bók „Yo.ga“. Kftir Jóhannes E. ílohlenberg. pýtt hafa porhejg- ur pórðarson og Ingimar .lóns- son. Þegar ný sannindi koma fmm á sjónarsviðið, getur verið nógu gam- an og lærdómsríkt að athuga þá af- stöðu, sem menu taka til þeirra. í þessu sambandi má skifta möjin- um í þi’já höfuðflokka. 1 fyrsta flokki eru þeir sem ern orðnir svo andlega þroskaðir, að þeir koma nndir. eins auga á sannleiksgildi hinna nýju lcenninga og aðhyllast þær. Oft er það í fyrstunni einskon- a.r hugsæisgáfa (Intuition), sem lað ar þá eins og ósjálfrátt að sann- leikanum. Menn ættu að gefa slík- uni kendum iiáuar gætur, því með þeim er hinn iijinú maður einmitt oft að gefa til kynna, að eitthvað sé á hoðstólum, sem er sérstaklega vel við híins hæfi. í öðrum flokki eru menn, sem er „um og ó“ ! Það er þá oft.ast einhver tvíveðrungsbrag- m á þeim. Fyrst hrista þeir ef til vill höfuðið-En sannleikurinn er oft nokkuð áleitinn. Þeir fara að hugsa nánar um hinar ,,fáránlegu“ nýju ke-nningar, og rekast þá sér til undr unar á eitthvað, sem þeir sjá sér ekkj fært að mótmætá. Einhverju sahnleiksleiftri bregður fyrir þá og það hvetur þá til frekari rannsókna Þeir enda með því að aðhyllast hinn nýja sannleika í heild sinni. Þessir menn eru það langt komnir á því þroskastigí meðvitundarlífsins, sem þeir staiida á, að þeir eru óljóst farnir að greina næsta stig fyrir ofan. í þriðja og lægsta flokknum eru menn, sem skella algerlega skolleyrum við lýjium nýju and- legu hreyfingum. Þær fara fram hjá þeim án þess að verka hið minsta á þá, að því er virðist. Oft rísa þeir beinlínis á móti þeim, berj- ast á móti þeim með oddi og egg Slíkum mönnum verður ekki við hjálpað, það er að segja — náttúr- an og eðlileg rás viðburðanna verð- ur að lyfta þeim smámsaman upp, breyta þeim, steypa þá í nýju móti, uns þeir eu orðnir móttækilegir fyr ir nýja fræðsiu og þekkingu, þeirra vitjunartími er í raun og veru ekki kominn; en það eru þeir sjálfir sem valda því. Og það er í raun og veru engin ástæða til að áfellast þá fyrir það. Hið andlega ásigkomulag þeirra er þannig, að það er að minsta kosti eitthvað annað en hinar nýju stefnur, sem getur full- nægt þeim. Og þeim mun vera séð fyrir því, sem þeim hentar best. Það er eins um andlega sem líkam- lega. fæða, að smekkurinn er mis- jafn og þarfirnar margar og ólíkar. Þá er „Yoga“ eftir Hohlenberg komin á markaðinn í íslenzkri þýð- inðu. Nú geta menn upp á eigin spítur kynst undirstöðuatriðum þessa indverska fræðikerfis. Eg fyr- ir mitt leyti hika ekki við að skoða útkomu þessarar bókar sem einn merkasta viðburðinn í bókmenta- heiminum íslenzka, nú um langt skeið, og liggja til þess ýmsar or-1 sakir. Ef til vill munu einhverjir skilja hvað eg á við, þegar þeir hafa lesið bókina. Heimspekiskerfin eru mörg í heiminum, en flest hafa þau lagt, of einhliða áherslu á einhvem ákveðiim hæfileika mannsins, t. d. hugsunina, eða einhverja ákveðna staðreynd, t. d. ýmsar takmarkanir mannsins, og því ekki komist iangt. En Vogavísindin, —- jafnframt því að ganga út frá því sem er — miða íilt af við það sem getur orðið —- og benda beinlínis á ákveðnar leiðir til þess að leysa gátur þessarar und . arlegu tilveiu. Það er ekki ætlun nín að lýia 1 5k þess-.vri. bv: :ið með i því tæki ég mikið af nýjabragði | hennar Inirt. Hohlenberg hefir sér-: stakt lag á því, að gera alt, sem hann skrifar um, hugnæmt og skemtilegt, og er auk þe-ss stór- lærður mað’.'tr Bók þessi er ein af þeim hóktui, tem verða að lesast oft — til þess að hafa gagn af lestr- inmn. Og eg gerj ráð fyrir að flest- ir verði að kveðja hugsunina nokk- uð oft sér til hjálpar. Og svo er eitt,! sem reyndar á alt af við, en þó ekki hvað síst hér: Menn verða að afla sér persónulegrar raynslu. Islenzk- an á eitt ágætt orðtak — að „lifa | sig innM“ eitthvað. Hér þarf ein-' initt alveg sérstaklega að „lifa sig iim“ í kenningarnar, t.il þess að geta tileinkað (sér þær) og hag- sigurför um Iand alt — hún hefir öll skilvrði til þess. Maðurinn er í eðli sínu frjáls, og því getur ekki farið Iijá því, <tð emhvemtíma heimti hann frumburðarrétt sinn, br.jóti af sér alla óeðlilega og óholla f jötra- Framsóknareðli lífsins er ei- Hft og ómótstæðilégt. Gegn þeim maimi, sem farinn er að koma auga á þessa staðreynd, hníga allar hniít- ur misviturra manna máttlausar niður. Og hann lætur eingar tak- markanii' villa sér sýn. Yoga er leiðin að þessu mikla marki. — -— Vel er af stað fa.rið með útgáfu bókar þessarar. Margir mnnu, þeg- ar þeir ha.fa lesið hana, císka eftir jafnglæsilegu framhaldi. Meira af slíkum bókum I O. 0. Fells. Danska kirkjan og spiritisminn. Hr. ritstjóri! í tilefni af frásögu blaðs yðar um fyrirlestur hr. tí. Kvarans um af- stöðú dön.sku kirkjunnar t.il spíri- tismans, þætti mér vænt um að mega 'koma fram með litla athuga- uýtt ser þær fyllilega. Hinir svo- semd, með því að eg er hér staddur kölluðu „starfhyggjumenn" halda því frarn, að ekkert sé í raun og veru sannleikur, nema að svo miklu leyti, sem það kemur heim við reynsluna. í vissum skilningi er þetta rétt, en þó er þess að gæta, að menn geta sjálfir haft mikil á- hrif á reynslu sína — jafnvel skap- að sér nýja ákveðna reynsln, ef allra skilyrða er gætt. Og „Yoga“ er raunvísindi. .... „Yoga“ skift- ist í ýmsar greinar, sem þó eru ekki algerlega aðgreindar. í hvcrri grein hlýtur alt af að vera. eitthvað úr einhvérri hinna, þó að hver hafi að vísu alveg sérstök einkenni. — Hverja grein menn leggja helst rækt við, fer auðvitað eftir eðlis- hneigðum einsíakl inga.nna,sem hlut eiga að iriáli. Sá sem leggur mikið upp úr líkamlegum yfirburðum, heilsu og hreysti o. s. frv., mundi til dæmis ástunda Hatha Yoga. — Hinn, sem vildi leggja rækt við' hugsanalífið, mundi kjósa Paja Yoga. Og að öllum líkindum mundi hinn triihneigði maður laðast að Bhasti Yoga. Bn maður, sem vís- irdaeðli. og þekkingarþrá byggi í, mundi taka Gnani Yoga o. s. frv. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að menn leggi sérstaklega fyrir sig esnhverja ákveðna grein Yoga, þó að best sé að vita einhver deili á þeim öllum, til þess að verða ekki of einhliða- Líklegt er, að hinar fiamkvæmdasöinu Vesturlanda- þjóðir felli sig, þegar til kemur, best við Hatha, Raja eða Karma Yoga, og er mjög sennilegt, að þær ættu, eftir atvikum, helst að leggja stund á þær greinar. En — víkjum aítur að bókinni. Það, sem einkenn- ir bók þessa, eins og flestar Yoga- bækur, er skýr og ljós hugsnn, og á hetri meðferð efnisins verður varla kosið. Víða kemur fra.m bein- línis ljóðræn fegurð, til dæmis í kaflanum um Bhasti Yoga. Og yfir Karma Yoga hvílir hátign og íó- semi hins óendanlega, hins eina veruleika. Þýðingin virðist vera mjög vel af hendi leyst, og eiga þýðendurair miklar þakkir skyldar fyrir verkið. Sjálfsagt á bók þessi eftir að fara í bili sem fulltrúi diinsku kirkjunn- ar. Hr. Kvaran hefir látið sér um munn fara. að danska kirkjan væri ófrjálslynd- Mér er nú geði næst að álíta hið gagnstæða, en eg vil víst hefja deilur um orð. Og það vil eg því síður sem eg get fyllilega samsint því er hr. Kváran segir uni" dönsku kirkjuna, að hún sé lítt hlynt spíritismanuni• tín til þessa eru tvær ástæður. Sören Kirkegaard hefir kent oss dönskum guðfræðingum, svo að vér ekki getum gleymt þvi aftur, að trú og visindi er tvent ólíkt og að það sé móðgun við trúna eftir öllu eðli hennar að ait.la sér að sanna inni- hald hennar vísinda.lega. Þessvegna er „sömxúnum“ spíritista á bng vís- að af trúarlegum ástæðum — á sama hátt og vísindi vor vísa þeim á bug af vísindalegum ástæðum. — En þessu næst. steudur þetta í sam- bandi við þá trix vora, að ekki sé hjálpræði í neinu nafni öðru en nafni Jesú. Þetta er fagnaðarboð- skapur hinnar dönsku kirkju; hverjum sem vill er heimilt að kalla það þröngsýni fyrir oss. j Mætti eg rvo enn bæta því við, j að nákvæmiega sömu „þröugsýni" j mundi vera að mæta innan bæðij sænskxx og uorsku kirkjnnnar. Ef ( hér í Reykjavík værxi nxx staddir, fulltrúar þessara systurkirkna vorra, þá mundu þeir vafalítið krefjast þess, að kirkjur þeirra féllxx undir sama dóm. Og mætti eg vekja athygli á því, sem mönnum, ef til vill er ókunnugt xim enn hér í bænum, að Lambeth-fundxxrinn1 frægi, sem í sximar var haldinn í Lundúnum, þar sem vorxx saman komnir 252 enskir biskupar hinnar j anglikönskxx kirkju, samþykti mjög | ákveðna fundarályktnn gegn spíri- tismianum, er væri að áliti fundax>, ins bæði óhollxxr fyrir menn og skygði á kjarnann í fagnaðarerind- inu. i Með þakklæti fyrir að þér hafið lánað mér rúm í blaði yðar er eg Yðar með virðingu Dr. Skat Hoffmeyer. | ------o------- Þjófnaaarmálin. Nú er farið að sjást fyrir endann á þjófnaðarmálunxxm miklu, er ver- ið hafa ó döfinni hér í höfuðstaðn- «m síðan í ágústmánuði í sumar. Hefir það íæyiist eitt hið umfangs- mesta þjófnaðarmál, er komið 'hefir fyrii- í langan aldur og stóðu próf að kalla má daglega og oft tvisvar á dag frá 18. ágxxst til 15. okt. að inálsskjölin voru send stjómarráð- inu til álita. Hefir nxx verið ákveð- ið að höfða sakamál gegn 15 sak- borningum fyrir brot á 23. gr. hinna almennu liegningarlaga. Þrír drengir, senx sannir hafa orðið að sök um hluttöku í glæpunum, en ekki hafa náð lögaldri sakamanna, sleppa við íxxálssókn, en verður kom ið fyrir í sveit þaxigað til þeir exux orðnir fxxllra 18 ára. Skjölin í málinu eru alls 117 folio síður vélritaðar. Fer hér 4 eftir út- dráttur af því, sem koxnið hefir frain í prófxinnm, en hann getur að eins orðið mjög lauslegur, því of langt mál yi’ði að fara að rekja hina mörg'u þræði málsins ítarlega. Verða sakborningar nefndir bók- stöfnnxxm A—-0, og drengirnir, sem sleppa við málssókn, P, Q og R. Hinn 18. ágúst sendir lögreglu- stjóri bæjarfógeta skýrelu um rann sókn á ínnbrotsþjófinaðarmálum og tilkynningu um þjófnað á pening- um fra kaupsýslumanni einum. Samkvæmt skýrslu þessai’i hefir piltur einn, A, játað á sig innbrots- þjófnað á ýmsnm stöðum í bænum. Nóttina 30.—31. júlí komst hann óhindrað iun á Hagstofu íslands o.g játar að hafa stolið þar frímerkj- nm. sem hann seldi á þremur stöð- urn, og sömu nóttina stal hann úr búð Péturs Hjaltested allmiklu af peningum, þar á meðal mótuðu gulli, er hann síðar fleygði í Olfusá af hræðslu við að gullið mundi koma upp um sig. Var hann mjög ölvaður er hann framdi þetta ódæði. 17. eða 19. júní í fyrravor kveðst hann hafa farið inn á skrifstofu Eimskipafélagsins og tekið þar 125 kr„ er hann fann eftir tilvísun fé- laga síns, B, er með honum var. Beið B úti á meðan og skiftu þeir peningunum á milli sín- Ennfremur kveðst A hafa brotist tvívegis inn í búð Ámunda Árnasonar kaup- manns með félögum sínum B og Q og stolið þar nálægt 10 stx’önguxn af vefnaðarvöru, er þeir seldu 0 fyrir lítið verð. Á Laugavegi 68 brutust þeir A og B inm í brauðabúð og stálu þar ávöxtum, bollum og einhvei’ju snxávegis a'f peningum. Ennfremur fóru þeir oft. inn í geymslxxhxxs í Haí'nastræti 15 og 'Stálxx þaðan vörum frá Árna Bene- diktssyni heildsala, um 20 ströng- um af vefnaðarvöru og miklu af sokkum og sápu. A játar ennfrem- ur að hafa farið einn í þetta geymsluhús og stolið þaðan 10 strongum af vefnaðarvöi’u og enn- fremur hafði B stolið þaðan einn, að því er A sagði. Allmiklu af skó- fatnaði játaðj hann einnig að þeir hefðu stolið frá sama manni úr kassa, senx geymdur var í Pósthús- portimi. Fluttu þeir þýfið sumt heim til B og sumt heim til O, er keypti mestan hluta þess, og álítxxr A að 0 hafi vitað að það var stol- ið. Einn sunnudag í vor ætlaði A niður á ski’ifstofu F. C. Möller í einhverjum erindum, en þar var lokað. Kveðst hanii þá hafa séð, að hui’ðin að skrifstofu G. Kr. Guð- mundssonar & Co. var í hálfa gátt og fai’ið þangað inn og tekið þar

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.