Ísafold - 03.01.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.01.1921, Blaðsíða 4
ISAFOLD 4 * Bandaríkin og bolsvíkingar. Fréttastofa bolshvíkinga, Rosta, birtir þá fregn, að fulltrúa Moskva- stjórnarinnar hafi verið bönnuð landsvist í Bandaríkjunum, og hafi Tschitscherin því skipað svo fyrir, að ónýta skuli alla samninga, sem gerðir hafia verið við verzlunarfé- lóg í Bandaríkjunum. Khöfn 28. (les. i Álandseyj a-deilan. Símað er frá Stokkhólmi, að Branting hafi skýrt svo frá, að al- þjóðabandalagið mundi kveða upp úrskurð um Alandseyjamálið ná- lægt miðjurn febrúar. * Lenin og einkaleyfin. Rosta-fréttastofa skýrir svo frá, að Lenin hafi sagt á 18. alrússneska ráðstjórnarfundi, að einkaleyfis- stefnan hefðj verið tekin upp eins og agn fyrir auðmennina, til að fá sem fyrst verkfæri og gufuvélar til landsins. • i Tyrkneska þjóðernisstjórnin, sem náð hefir völdum í Angora, hefir lýst yfir því, að hún hafi ekkert bandalag við stjómina í Konstantínópel. í Stjórnin í Belgrad hefir ákveðið að veita uppgjafa- konunginum í Montenegro, Nikita, 300,000 franka heiðursverðlaun á ári. Alþjóðabandalagið hefir hætt við að setja gæsluherlið á atkvæðasvæðið á landamærum Póllands, segir símfregn frá Kow- no, til að forðast deilur við Lenin- stjómina. Litháar hafa fallið frá því, að láta atkvæðagreiðslu fara fram í Vilna. Khöfn 29. des. ítalir og Finme. Frá Róm er símað, að sóknar- lið Cavigla hershöfðingja hafi ráð- ist inn í undirborgir Fiume. Vopna- Mé hefir verið sett í einn sólarhring, en ítalska stjómin hefir skipað svo fyrir, að Fiume skuli nú tekin her- skildi hvað sem tautar. D ’Annunzio hefir sjálfur hlotíð sár á höfuðið í vopnaviðskiftunum. Vandræði Bandaríkjanna. Frá New York er símað, að upp- skera hafi orðið svo mikil í Banda- ríkjunum, að bændur séu nú farnir að brenna hveitinu. Bómullin selst svo lágu verði, að ekki svarar kostn- aði að tína hana. Bretar viðurkenna Konstantín. „Echo de Paris“ fullyrðir, að Bretar muni ætla að viðurkenna konungdóm Konstantíns Grikkja- konungs. Frönsku jafnaðarmennirnir. Frá Tours er símað, að franski jafnaðarmannaflokkurinn sé klofn- aður og minni hlutinn genginn af ráðstefnunni. Áður var félagatala verkamannafélaganna lækkuð úr 1350 þús. niður 600 þús. 50 ára afmæli þýzka ríkisins. verður hátíðlegt haldið um alt Þýzkaland þ. 18. janúar, að því er símað er frá Berlín. Bandaríkin, pýzkaland og pjóðbanda- lagið. Það er haft eftír Branting, fyrv. fcrsætisráðherra Svía, sem nú er nýkominn heim af ráðstefnu Þjóð- bandalagsins, að Þýzkaland og Bandaríki Norður-Ameríku muni bráðlega ganga í bandalagið. Kv IniT-annáli* Ljósmyndastofu hefir ungfrú Jó- hanna Pjetursdóttir opnað nýlega á Laugavegi 11. Hefir ungfrú Jóhanna og starfsfólk hennar unnið alllengi að Ijósmyndagerð bæði utanlands og inn- an og bera myndir hinnar nýju ljós- myndastofu vott um óvenju mikla vand virkni og smekkvísi. Páll ísólfsson organisti hefir í hyggju að halda hljómleika í dómkirkjunni fyrri hluta janúarmánaðar. Er hann orðinn bæjarbúum að svo góðu kunnur fyrir snild sína, að allir vita að þar er von góðrar skemtunar. Hljómleika hélt söngsveit K. F. U. M. í kvöld undir stjóm Jóns Halldórs- sonar ríkisféhirðis. Hefir söngflokkur þessi sungið undanfarna vetur og getið sér góðan orðstír hjá fólki og á flokk- urinn og söngstjóri hans heiður skihð fyrir áhuga sinn, því hann hefir starf- að þegar allar aðrar söngsveitir í bæn- um voru sofandi. Var gerður hinn besti rómur að söng flokksins. Trúlofun. Á aðfangadagskvöld birtu þau ungfrú Auðbjörg Tómasdóttir og Kristján Gestsson verzlm. trúlofun sína. þau vinna bæði við verzlun Har- aldar Arnasonar. Trúlofuð eru ungfrú porbjörg Sig- urðardóttir og Knud Nielsen exam. pharm. Hjónaefni. Nýlega hafa birt trúlof- un sína þau ungfrú Steinunn Vilhjálms dóttir og Lúðvík Vilhjálmsson. Alþingiskosningarnar hér í Reykja- vík er ákveðið að fari fram laugardag- inn 5. febrúar, en framboðsfrestur er ákveðinn til laugardags 8. janúar. Viðskiftakreppan. Breska fjármála- blaðið „Finaneier“ birtir nýlega dá- lítinn útdrátt úr viðtali því sem Morg- unblaðið átti við Magnús Guðmunds- son fjármálaráðherra, er hann kom heim úr utanförinni i vetur og tekur þar sérstaklega fram að fjármálaráð- herrann sé andvígur því, að ríkið taki lán nema til arðvænlegra fyrirtækja. Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir á Akur- eyri hefir nýlega ritað mjög fróðlegan bækling um samband mannaberkla og nautgripaberkla, en Oddur Björnsson gefið út. Nefndarálit berklaveikisnefndarinn- ar er nú farið að prenta. Verður það allstórt rit og í því auðvitað mikill fróðleikur. Álitið kemur út fyrir þing. Sighvatur Bjamason bankastjóri hef ir legið allþungt haldinn í Danmörku. Mun það gleðja alla vini bankastjór- ans, að samkvæmt síðustu símskeytum er hann aftur á nokkrum batavegi. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Hannesína A. Sigurðardóttir og Jón Símonarson bakarameistari. Strandmennirnir af þýzka seglskip- inu Magda, sem strandaði á Meðal- landssandi, eru nú komnir á hingað leið. Voru þeir fjóra daga á leiðinni frá Vík að pjórsártúni, og voru sóttir þangað á 4 bifreium frá Steindóri Ein- arssyni. Eru þeir 12 alls, 11 s'kipverjar og einn túlkur. Eftir urðu tveir, skip- stjóri og vélstjóri, og bíða þeir upp- boðsins á skipinu. Vöruseðlana er nú búið að senda heim til almennings, því eftir nýjár mega kaupmenn ekkert selja án seðla. Verður þessi vöruskömtun ríkissjóðs mjög dýr, þar sem allir seðlar verða sendir heim. priðja rottueitmnin, Ratinineitrun- in, er nú byrjuð í úthverfum bæjarins, en í sjálfum bænum verður ekki bvri- að fyr en eftir nýár. Vömtalning á að fara fram hjá kaup mönnum og bökurum bæjarins í dag. — Mun talning þessi meðfram gerð vegna skömtunarinnar á sykri og hveití ■sem stjórnin hefir gefið landsmönnum í nýársgjöf. Eigi er ólíklegt að sumir hafi fært sér í nyt hina tímanlegu til- kynningu um skömtunina, og notfært sér hana eftir bestu getu, og væn því má°ke ekki vanbörf á að telja hjá ein- . tökum mönnum líka. Árbók hins ísl. fomleifafélags er ný- lega komin út. Er þar mynd af Pálma Pálssyni yfirkennara og æfiágrip hans eftir Matthías pórðarson fornmenja- vörð. Enn fremur grein eftir Halldór Hermannsson er heitir: „Viðurnefnið barnakarl“. Og þessar greinar eftr Matthías pórðarson: Athugasemd við fiðlarann í dómkirkjunni í Niðarósi; Ilvað Snorri goði sagði; Leiðrétting (við Árb. 1910); Um fommenjar Snæ- fellsnessýslu; Nýfundinn rúnasteinn; Nafnið Eyjafjörður; Skýrsla um við- bót við pjóðmenjasafnið 1915 (frh.); Athugasemd um útgáfu Skýrslanna um árlegar viðbætur við pjóðmenjasafnið (frh.) og Skýrsla Fornleifafélagsins. Trúlofun sína hafa opinberað Fer- dínant H. Karlson sjómaður og húsfrú Sólveig S. Bergmann. Mannslát. 23. þ. m. andaðist eft- ir stutta legu Markús Friðfinnsson skólapiltur, sonur Friðfinns Guðjóns- sonar prentara og konu hans. Markús heitinn var mesti efnispiltur og dug- legur námsmaður og er hin mesta eftr- sjá að honum. Hann varð að eins 19 ára gamall. Frá Englandi komu í fyrrakveld Kolaverðið lækkar. Landsverzlunin hefir nú lækkað verð á kolum úr 300 kr. niður í 200 kr. smálestina, frá 1. janúar að telja. Dánarfregn. Á aðfangadag jóla lést að heimili sínu, Holti í Svínadal, Björg Magnúsdóttir, kona Guðm. porsteins- sonar óðalsbónda þar. Var hún rétt sjö- tug að aldri, og var banameinið lungna- bólga. Björg sál. hafði verið gift í nær 55 ár. Bjó fyrstu búskaparár sín á Rúts- stöðum í Svínadal, en upp frá því í Holti í sömu sveit. Maður hennar lifir hana ásamt iþrem bömum, en þau eru: Sigurbjörg, gift Sigurði Björnssyni bónda á Veðramóti, Magnús fjármála- ráðherra og Jóhann, bóndi í Holti. Kunnugir menn Björgu segja svo frá henni, að hún hafi verif gáfukona hin mesta, stilt og hin bezta húsfreyja. -------O—‘——' * / ........... .. ■ sssssssssmm.zsk^s.-- H. C. Ficher Rosagade 86 Köbenhavn Danske og Fremede Tresorter i Planker, Tykkelser og,- Tiner, Skipstre, saavel krumt som ret. Kaupmannaráð íslands í Danmðrku qefir skrifstofu í Cort Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. Skrifstofan gefar félagsmönnum og öðrum isleDzkum kaupmönnum fúslega ókeypis: upplýsingar um almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlun lýtur. „IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg> um mismunandi tegundum sérstakiega hentugt fyrir íslendinga. í íjnglandi er „IXION“ brauð aðalfæðan um borð í fiski- skipum. Fæst í öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION“ Lunch og Snowflake Biscuits sætt er óvið- jafnanlegt með kaffi og te. Hið nainfræga ameriska ROYAL Gerduft Þaö er frægt ^ f um allan heim fyrir hreinleik og ágræti - Hver húsmóðir getur reitt sig 00% á að úr því verða kökur, kex o. |Í1É||| s. frv. bragðgott og hollar, það |||J|! bezta sem unt er að baka. — Eyðhegst aldreiþví jPgí l það er selt 1 dós- V Selt í M heildverzlun Garðars Gíslasonar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.