Ísafold - 14.03.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 14.03.1921, Blaðsíða 4
X8AF0LD 4 Ðyltingin í Rússlanöi Fregnir sem borist hafa um ástandiö í Rússlandi frá Helsingfors, Stokkhólmi Reval, Moskva og Riga eru mjög ósam- hljóöa. Lenin og Trotsky játa, aö gagn- bylting; sé aö breiöast út í landinu, og hafi byrjaö í Kronstadt. Herskipið Petropavlovsk, úndir for- ustu Kozlowsky hershöföingja hefir tekiö höndum stjórnarnefnd Eystrasalts flotans, ráöstjómarformanninn í Kron- stadt og ýmsa aðra ráðandi menn. Uppreisnin í Moskva hefir veriö bæld niður með miklum blóðsúthelling- um. ,,Pinska Notisbiireau“ segir að Petro grad standi í björtu báli og að alt her- lið bolshevikka, sem kemur, sé ótrútt, og fari þvi hópur byltingamanna sífelt vaXandi. Nv ófriðarblika. Kaupmannahöfn 8. marz. Ráðstefnan í Lundúnum fór út um þúfur á mánudaginn. Klukkan 12, bauðst Simons utanríkisráðherra Þjóðverja til þess að gangast undir skaða- bætur þær, er Bandamenn höfðu gert Þjóðverjum að greiða fyrstu fimm. árin en setti þó ýms skilyrði fyrir. Ennfremur lofaði hann fullu verðmæti til jafnaðar þeirrt 12% gjaldkvöð af vörum, útfluttum úr Þýzkalandi, sem ráðstefnan í París hafði farið fram á. Vildi hann síðar semja um væntan- legar frekari skaðabótargreiðslur, er skiftast ættu á þrjátíu ár. Simons mótmælti því hátíðlega í nafni stjómar sinnar að gripið yrði til þvingunarathafna gegn þýzku þjóðinni. Lloyd George gaf samstundis það svar, að þetta tilboð væri ófullnægj- andi, og að Bandamenn gerðu kröfu til þess að fá ákveðið og endanlegt svar. Simons utanríkisráðherra beiddist þá þess, að gert yrði fundarhlé til þess, að hann gæti ráðfært sig við stjórnina í Berlín. Var fundi síðan haldið áfram kl. 3Va- Lloyd George sýndi fram á, hve tdiaga pjóðverja væri ófullnægjandi og færði rök að þeirri ákvörðun Bandamanna að láta hegningarákvæðin gegn Þjóðverjum koma til fram- kvæmda daginn eftir (þriðjudag). Því næst voru Foch marskálki gefnar skipanir og sendi hann þá út boð um, að herinn skyldi halda á stað í dag (þ. e. þriðjudag). Frá París hefir verið símað, að æðsta herstjómarráðjð sé komið saman undir forustu Millerands forseta. Frá Bryssel er símað að belgiski herinn sé altilbúinn til þess að’ framkvæma hernaðarlegar þvingunarráðstafanir gagnvart Þjóðverjum. Srmfregn, send frá Berlín á mánudagskvöldið, segir að þýzka sendj- nefndin haldi heim frá London á miðvikudaginn (í gær). Ráðandi menn í />ýzkalandi eru sem steini lostnir yfir þessum við- burðum, en eru hljóðir um hvað Þjóðverjar hyggist fyrir. Ebert hefir gefið út ávarp til þjóðarinnar og mótmælir þar tilraunum Bandamanna til þess að gera Þjóðverja að vinnuþræium. Staðhæfir hann þar að Bandamenn hafi með hinum nýju ákvörðunum sinum um að hertaka ný landssvæði brotið í bág við 18. gr. friðarsamninganna og 2. viðauka 8. kafla þeirra. Bússneska byltingin. Frá Helsingfors er simað að uppreisnarliðið í Kronstadt skjóti á Petro- grad og nágrenni hennar. Bolshevikastjórnin er reiðubúin til að slaka til í sumum greinum við byltingamenn. Trotsky stjórnar hemaðinum gegn uppreisnarmönnum. Kaupmaonaráð Islauds í Danmörku hefir skrifstofu í Cort Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. Skrifstofan gefur félagsmönnum og öðrum islenzkum kanpmönnum fúslega ókeypis upp'ýsingar um almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlun lýtur. „IXIOV“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir í.lendinga. í Englandi er „IXION“brauð aðalfæðan um borð 1 fiski- skipum. Fæst í öllum helztu verzlunum. Aðgætið að oafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXIOV* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits sætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. Símfregíu;. Frá fréttaritara Isafaldar. Khöfn 5. mars Lloyd Qeorge svarar pjóðverjum. Frá London er símað, að Lloyd Ge- orge hafi avarað Simons, utanríkisróð- herra pjóðverja, á þá leið, að banda- menn muni fúslega vilja taka tillit til sennilegra staðhæfinga um örðugleika þá, sem pjóðverjar eigi við að stríða, en þeir geti á hinn bóginn ekki sætt sig við það, að leikinn sé neins konar „skollaleikur“ með ákvæði friðarsamn- inganna, og ef pjóðverjar hafi ekki innan mánudags (í gær) annað hvort gengið að kröfum Parísarráðstefnunnar eða þá sjálfir gert tillögur um, á hvem hátt þeir geti fullnægt skuldbindingum sínum, samkvæmt Versala-samningunum þá muni bandamenn þegar í stað gera ráðstafanir til þess að ná á sitt vald borgunum Tuisburg( ?), Ruhrort og Dússeldorff, á eystri bakka Rínar, leggja hald á Rínartollinn og innheimta innflutningstoll af þýzkum vörum. ' Simons kveðst ekki sjá neina ástæðu til slíkra hegningar-ráðstafana, en lýs- w&ý'- ir því yfir, að haim muni svara innan mánudags. » Stefnuskrá Hardings. Frá Washington er símað, að í ræðu þeirri, er Harding forseti hélt, er hann tók við forsetaembættinu, hafi hann lýst því yfir, að hann ætlaði ekki að láta málefni Norðurálfunnar til sín taka á nokkum hátt, en hann mundi þó fús til þess að taka þátt í ráðstefnum um allsherjarafnám vígbúnaðar. — Vernd- artolla taldi hann æskilega fyrir iðnað Bandaríkjanna. Hemaðarskuldir Norð- urálfuþjóðanna kvað hann verða að greiðast að fullu. Bylting í Rússlandi Frá Reval er símað, að utanríkis- ráðuneytinu hafi borist þær fregnir, að 40 þúsundir rússneskra sjóliðsmanna hafi náð Kronstadt og Petrograd á sitt vald, með aðstoð hersveita gagnbylt- ingarmanna, er komið hafi sunnan úr landi, enn fremur að 35 þús. „rauðra" hermanna hafi gert uppreisn í Moskva og að bændur haldi með 5000 manna her til borgarinnar. —..... = Khöfn í fyrrakvöld. Pvingunarráðstafanir Bandamanna. Símað hefir verið frá Berlín að bandamenn hafi á miðvikudaginn tekið herskildi borgirnar Duisborg, Ruhrort og Dusseldorff. Landslýðurinn hefir tekið þessu með þögn og þolinmæði og hefst ekki að. Mörg af blöðunum í Berlín eru þeirr- ar skoðunar, að Simons utanríkisráð- herra hafi gengið of langt í tilslökun- um sínum við bandamenn og er búist við að hann verði fyrir hörðum árásum fyr- ir af hálfu allra flokka er málið kemur tii umræðu í ríkisþinginu á næstunni. Sendinefnd pjóðverja kom heim frá London á miðvikudagskvöldið, og var tekið með mikliun fagnaðarlátum. (Bæir þeir sem Bandamenn hafa tek- ið' herskildi, eins og þeir höfðu hótað ef eigi yrði komist að samningum við Pjóðverja eru allir í héraðinu Dússel- dorff. í Duisborg eru um 100,000 þús. íbúar og er Ruhrort útbær þaðan og stendur við ána Ruhr. Dússeldorff hefir yfir 200 þúsund íbúa). Forsætisráðherra Spánverja myrtur. Frá Madrid er síinað að Dato for- sætisráðherra hafi verið myrtur. Var hann skotinn. Byltingin í Rússlandi. Trotsky hefir tekið vígið Krasnoja Gorka og her hans umkringt Petrograd. PjfiMur. IWHI70D ll1. SlDllð i DlSlliSiDD „Fialii". Aðfaranótt 9. þ. m. gisti skipstjóri einn íslenskur á gistihúsinu „Fjallkon- an“ hér í bæ. Um kvöldið hafði hann í seðlahylki sínu tæpar 700 kr. í pen- ingum og auk þess ýms skjöl, sum þeirra verðmæt. Um morguninn varð haim þess var, að búið var að stela frá honum veskinu með öllu sem í því var. Lögreglunni var þegar gert aðvart, og hóf hún rannsókn. Komst hún strax á snoðir um þann er þjófnaðinn hafði framið og náði honum. Hafði hann þá brent veskinu og skjölunum, en pen- ingarnir voru óeyddir. Maðurinn hefir ekki verið settur í varðhald enn. En málið er komið til dómarans. fnn á þing kom 11. þ. m. tillaga til þingsál. um að lýsa vantrausti á stjórn inni. Bjami Jónsson frá Vogi er einn flutningsmaður og nær vantraustsyfir- lýsingin til allrar stjómarinnar. Að líkindum kemur tillagan til um- ræðu í neðri deild í dag. BvU i»juaal • Botnvörpungaströndin. Lík tveggja manna sem druknuðu við strandið í Hænuvík höfðu rekið þegar síðast frétt- ist, en ekki hefir frést um hvemig I skipinu sem strandaði undir Eyja- fjöllum voru um 800 „kitt“ af fiski og er verið að selja fiskinn í dag. Söngskemtun hefir Benedikt Arna- son tvisvar haldið hér í bæ. Hefir hann sungið í stærsta húsi bæjarins og bæði skiftin verið húsfylli. Gera menn ágæt- an róm að söng hans. Benedikt fer til útlanda bráðum til frekara söngnáms, Betri ííð hefir verið sögð á Norður- landi en hér í þessum síðasta illviðra- kafla. Er þó kominn þar mikill snjór í flestum sýslum. Ensku togurunum, sem veiðar stunda í Hafnarfirði í vetur hefir verið leyft að flytja hingað kol í lest, með sömu kjömm og íslenzku togunmum. En eigendum þeirra hefir verið synjað að flytja hingað til lands heila skips- farma. Fjalla-Eyvindur var leikinn fyrir troðfullu húsi nýlega og var mjög vel tekið. Hlutverk Björns hreppstjóra lék að þessu sinrii Agúst Kvaran og leysti vel af hendi. Að öðru leyti var hlutverkaskipunin hin sama sem í fyrra. pess roé vænta, að Fjalla-Eyvindur verði nú eins og áðuf langlífur á leik- gviðinu, ekki síst vegna hins ágæta leiks frú Guðrúnar Indriðadóttur. Seagull kom inn af veiðum nýlega með fjögur þúsund fiskjar. — Er það lífcill afli eftir svo langa útivist, um 3 vikur. En ógæftasamt hefir verið, og veldur það miklu um aflaleysið. Huginn er nýkominn frá Spáni með saltfarm. Lykkja á leiðinni. — Fyrir stuttu fór Es. Echo héðan norður til Siglu- f jarðar. Er það koin norður undir jökul hrepti skipið hið versta veður, og brotn- aði mikið af yfirbyggmgu þess. Fór svo að það varð að snua við hingað, kom í fyrradag. Róstur urðu um borð í enskum botn- vörpungi hér á höfninni nýlega. — Voru skipverjar sumir druknir og gerðu hoiium áfengi, sem innsiglað hafði ver- ið af lögreglunni. Fekk hann ekki við ráðið og uppvöðsluseggirnir brutu upp innsiglið og rændu fjórum áfengis- flöskum. Var lögreglunni gert viðvart, en hríðin var riðin af er þeir komu. Var búist við framhaldi þessara óeirða kvöldið eftir og hafði fjöldi fólks safn- ast saman við steinbryggjuna. En „skemtuninni' ‘ var frestað. MentaskóUnn. Nýlega hefir verið samþykt á fundi skólamanna tillaga þess efnis, að Mentaskólinn skuli verða ó- skiftur lærðiskóli. Var þar feld tillaga lim að fresta aðgerðum þingsins í mál- inu í þetta sinn. — Umræður og skrif um þetta mál hafa verið mikil, og er þeim sennilega ekki lokið enn. í ólátabylnum sem hér var í síð- ustu viku skemdist símakerfi bæjarins allmikið. Á Laufásvegi brotnaði síma- staur og víða um bæinn slitnuðu þræð- ir, undan snjóþyngslum og roki. Hjónaband. Fyrra laugardags- kvöld gaf síra Bjami Jónsson saman í hjónaband imgfrú Kristínu Norðmann og Pál ísólfsson orgelleikara. Morgun- blaðið óskar brúðhjónunum til ham- ingju. Enskur togari kom hingað inn fyrir stuttu með mann, er kalinn var mikið á flestúm fingrum. Var þó ekki full- ráðið, hvort hann þjrrfti á sjúkrahús eða ekki. Mjölnir kom hingað nýlega með salt- fisksfarm frá Færeyjum, sem hann leggur upp í Viöey, og á að verka hann hér. Er það nýmæli, að fiskur sé sendur þaðan hingað til verkunar. Mjölnir fer að líkindum héðan til K.- hafnar aftur. Dánarfregn. Nýlátin er frú Helga Tómasdóttir, kona Edilons Grímssonar skipstjóra, eftir stutta legu. björgunartilraunir á skipinu hafa tekist. J aðsúg að skipstjóra til þess að fá hjá

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.