Ísafold - 04.04.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.04.1921, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD stéttum er það ekki gróðavegur að veikja aðrar, því stéttirnar standa og falla hver með annari. Alþýðan þarf talsmenn og máls- vara. En hún þarf þá gætna og sann- gjarna. Og hún þarf þeirra helst á andlega sviðinu. Andleg vakning þarf að ganga á undan til þess að vel fari. 01) sönn og langgæð fra tnför hefir sprottið upp af vesti hi ís andlega lífs. par er veglegasta hluti erkið fyrir þá menn, sem fijma hvöt hjá sér til þess að gerast foringjar oí málsvarar. IV. Þeim mönnum, sem ekfc aðhyllast framkomu og aðferðir þesoara lei®- toga, er borin á brýn með svæsnustu orðum afturhaldssemi og kúgunar- andi. Blöðin, sem ekki vilja tefla iþjóðínni út á forað stéttarígs og bylt- ingagirni, eru kölluð anðvaldsblöð. — Þetta hvorttveggja er eðlileg afleið- ing þeirra fyrirmynda, sem forgöngu- mennirnir hafa valið sér. pannig kalla Bolshvíkingar alla þá menn, sem ekki eru fylgismenn þeirra, og öll blöð, sem ekki hampa skoðunum þeirra. Bn þetta er jafnrangt og fyrirmyndírnar eru hættulegar. Það er engin *íhalds- semi eða kúgunarandi, að vilja lægja óholla „ólgu í þjóðarblóðinu“. Það er ekki vítavert að vilja sjá fóturn þjóðarinnar forráð á hættulegum tím- um. Sama máli er að gegna um þessi svonefndu „auðvaldsblöð' ‘. Hér á landi er ekkert auðvald til, þess vegna engin auðvaldsblöð. petta munu foringjarnir kannast við þegar þeir hafa vaknað til fulls eða eftirmenn þeirra, þegar svefnrofun- um er létt af. Því enn er þetta alt saman í þess konar ásigkomulagi, og ber því margt einkenni þess. Huglsiðingar um sildarveiðarnar o. fl. Fyrirlestur haldinn í Verslunarmanna- félaginu á Akureyri 4. des. 1920. Yður er eflaust kunnugt um það, að í Skotandi og Englandi er það sér- stök atvinnugrein að verka síld. — Skosku síldarverkararnír ferðast frá einni veiðistöðinni til annarar, til þess að verka síldina. f Hollandi er það að sumu leyti ekki ósvipað, nema hvað Hollendingar verka síldina um borð í veiðiskipunum og er lærdómstímiun hjá þeim þrjú ár, eða réttara sagt þrjár 18 vikna vertíðir hvert árið., Fyrsta árið fær lærlingurinn fjórðung úr einum hlut, næsta árið helming og þiiðja árið þrjá fjórðu úr hlut. Það sem hann þá á að krinna er: 1. Að kverka síld og aðgreina eftir stærð og gæðum. 2. Að leggja síld vel ofan í tunnu og salta hæfilega. 3. Að láta botn í tunnu svo að hún leki ekki með efra botni. 4. Að hann kunni að bæta og á annan hátt gera við síldar- net. Eg ætla ekki að fara að bera sam- an lærdóm manna hér við lærdóm manna í Skotlandi eða Hollandi í því að verka síld; það er ómögulegt. Að eins skal eg geta þess, að núverandi yfirsíldarmatsmaður á Akureyri hefir í 8 vikna tíma fengið tilsögn í síldar- verkun hjá Hollendingum, og varð þá að gera sér það að góðu, að vera sett- ur á bekk með 12—14 ára gömlum drengjum og hafa kennara við hlið sér eins og þeir; og eg get fullvissað yður um það, að hann átti ekki skilið að vera settur hærra; hafði hann þó áður verið tvær vertíðir í Noregi og eina vertíð veiði- og verkunarformaður hér við land. Sá sem tekur að sér að verka síld, þarí að kunna meira en það sem hollensku drengirnir er eg gat um áðan áttu að kunna. Hann þarf að hafa vit á tunnunum sem síldin á að saltast í, geta dæmt um hvort þær eru nothæfar eða ekki. Hann þarf að þekkja saltið sem hanu ætlar að nota, og geta dæmt um lxvað mikið skuli nota af því í hverju einstöku tilfelli, svo að síldin verði vel verkuð. Hann þarf að geta dæmt um, hvort síldar- stöðin, sem hann ætlar að verka síld- ina á, sé nothæf og hann þarf að kunna að stjórna fólki við síldar- verkun. Hvað ætli þeir séu. margir síldar- formennirnir okkar sem uppfylla þessi skilyrði ? Er nokkur af þeim sem kann að magadraga síld og aðgreina eftir stærð og gæðum"? Hverjir geta ákveðið um það, hvað rnikið salt skuli nota í síldina í hverju einstöku tilfelli, að hvorki sé of eða van? Sumar síldarstöðvarnar sem notað- ar eru hér á Islandi, sýna það, að annað hvort hafa menn ekki næga þekkingu á þvi hvernig síldarstöðvar þurfa að vera út búnar, til þess að mögulegt sé að verka síld á þeim, svo í nokkru lagi sé, eða trassaskapurinn í meðferð vörunnar er fyrir neðan allar hellur og ekki sæmandi siðuðum mönnum. Það er sárgrætilegt að vita til þess, að notaðar skuli vera sem síldarstöðvar staðir, sem kalla má að ekki sé annað en forardýki, að undan- teknum ef til vill svolitlum bletti sem mögulegt er að salta á fáeinar tunnur af síld; eða þá malarkambar svo stór- grýttir, að líkari. eru fiskþurkunar- stöð en upplagsstað fyrir síldartunnur. Svona síldarstöðvar -eru notaðar ár eftir ár, án nokkurra endurbóta, þótt álíta verði að eigandinn hafi góð ráð fjárhagslega til þess að gera þær sæmilega úr gerði. En það er engu líkara en að menn loki augunum fyr- ir fjárhagshliðinni á þessu máli, sem beinast liggur þó við — hvað þá öðru. Til dæmis er óhugsandi að komast af með jafnmargt fólk á síldarstöð sem illa er úbúin, eins og iþeirri sem er vel úr garði gerð, en aflir kvarta yfir því, að vinnukrafturinn sé dýr. Tunn- ur sem látnar eru liggja niðri í for- arbleytu, fúna fyrri og böndin eyði- leggjast fremur á þeim, en tunnum sem liggja á þurrum og hreinum stað. Liggi tunnur fullar af salti eða síld, þar sem hnöllungsgrjót er undir, skemmast tunnurnar; ef síld er í þeirn má búast við að meira og minna verði lekt, síldin þránar þá og eyðilegst, ef ekki er nógu fljótt tekið eftir lekanum og við hann gert. Alt hefir þetta bein útgjöld í för með sér eins og liggur í augum uppi. Ofan á þetta bætist svo óbeini skaðixm, sem menn gera sér með því að hafa óhreinar og illa út lítandi umbúðir utan um síldina. Sá skaði verður ekki með tölurn talinn og skal því ekki farið út í það hér. Eg get þó ekki stilt mig um að minn- ast á eitt atriði, sem fyrir mig hefir komið og mér er sérstaklega minnis- stætt. pað var árið 1915; eg fór með skipi frá Eyjafirði til New York, sem hafði meðferðis rúmlega 5000 tunnur af síld. Yið útskipun síldarinnar var verið að tala um það, að ekki væri að undra þótt hærra verð fengÍ3t fyrir síldina ef hún væri öll í jafn- góðum og vel út lítandi umbúðum og þessi síld væri, er verið væri að senda til Ameríku; og sannast að segja var vel vandað til þeirrar sendingar eftir íslenzkum mælikvarða.Skamt frá þeim stað er síldinni var skipað upp í New York, lá síldarpartí, sem nýlega hafði komið frá Hollandi og var því saman- burðurinn auðveldur, enda gleymi eg aldrei mismuninum. Hollensku tunn- urnar voru livítar og hreinar utan með kolsvörttun kastaníuböndum sitt hvoru megin við miðju, rauðmáluðum jám- gjörðum til beggja enda, og botnarnir hvítmálaðir, með smekklega máluðum stöfum og firmamerki, er líkja mætti við skrautprentaða „edikette" á sæl- gætisvörum er við kaupum í búðum hér heimti. Mér datt í hug síldarstöðvarnar á Fróni, og óskaði eftir að helst allir síldarkaupmenn og síldarsaltendur heirna, hefðu verið komnir til New York þann dag og getað gert saman- burðinn; er mér nær að halda að mis- munurinn liefði fest sig svo í hugum manna, að öðru vísi væri nú umhorfs á sumum síldarstöðvunum hér, en raun ber vitni um að er. Annars þarf engan að undra þótt síldarverkuhinni sé ábótavant í ýms- um greinum, þegar jafnvel yfir.síldar- matsmennina greinii' á um verkunar- aðferðina í mjög þýðingarmiklu atriði, meðan svo er ástatt, er tæplegt hægt að gera sér miklar vonir um fullkomn- ar endurbætur á verkunaraðferðinni frá þeirri hlið. Að stjórna fólki við síldarverkun avo vel sé, er miklu meiri vandi en mai'gur hyggur. Eg þekki enga vinnu sem útheimtir jafnmikla árvekni og fyrirhyggju frá verkstjórans hendi; þar verður samræmið að vera svo mikið milli hinna einstöku verka, að líkja mætti við sigurverk í klukku, þar sem hvert hjólið grípui' í annað. Hver einstakui' maður verður þar að hafa fulla ábyrg'ð á gerðum sínum ef vel á að fara. Ef til dæmis ein sbúlka er síld saltar notar óhæfilega mikið salt í eina einustu tunnu af síld, get- ur það skaðað eigandann um þús- undir króna o. s. frv. pannig er þáð með margt fleira. Eg skal ekki þreyta menn á neinum upptalningum á hin- um ýmsu störfum vei'kafólksins, held- ur skýra í nokkrum aðal dráttum fyrirkomulag á söltunarstöð í Skot- landi eða Englandi og geta menn þá gert sér ofurlitla liugmynd um, hvort allir sem hér hafa verið söltunarfor- menn, séu í raun og veru færir um að leysa þann starfa forsvaranlega af hendi. Verkunum er skift þannig, að hver beykir hefir umsjón með 6 stúlkum, liann afhendir þeim tómu tunuurnar, skrifar númer viðkomanda á botn og háls hverrar tunnu, slær þær opnar og afhendir til söltunar, hefir eftirlit íneð afhendingu á salti og tiltekur hvað mikið nota skal í hverja ein- stöku tilfelli, samkvæmt fyrirsögn for- mannsins. Beykirinn hefir ábyrgð á því gagnvart formanni, að stúlkurnar, sem hann er settur yfir, kverki síld- ina vel, aðgreini hana nákvæmlega eftir stærð og gæðum, leggi hana vel ofan í tunnurnar og salti hæfilega mikið. Þegar söltuninni er lokið, er hver beykir látinn slá til þær tunnur að eins, sem hann hafði eftirlit með söltun á, og skal hann þá merkja þær með bókstaf eða öðru merki, sem formaður hefir ákveðið að hann skuli nota, hann hefir ábyrgð á að þær tunnur sem hann slær til séu leka- lausar. Við ápökkun síldarinnar verða stúlkurnar að vera viðstaddar og pakk ar þá hver sínar tunnur og er ápökk- unin innifalin í söltunarlaununum. Sé eitthvað athugavert við kverkun síld- arinnar, söltun, aðgréimngu o. s. frv., fær viðkomandi enga borgun fyrir söltunina á þeirri tunnu sem athuga- verð var. Þegar tunnurnar eru opnað- ar, kemur í ljós ef nokkur þeirra hefir lekið, og sé svo lendir sökiu auðvitað á bevkii'iium, sem slegið hefir til hina leku tunnu, og varðar það burtrekstri úr vinnunni ef mikil brögð eru að. A þennan liátt er öllu niðurraðað svo að hver og einn hefir ábyrgð á sínum starfa, líkt og hér hefir verið lýst. Menn sjá vonandi mismuninn á ábyrgðartilíinningu þeirri, er frain hiýtur að koma hjá verkafólki í Eng- landi og verkafólki hór við síldar- verkun; hér er enga ábyrgðarlöngun reynt að innræta fólki með fyrirkomu- liigi verkstjóranna, enda tæplega við því að búast þar sem formennirnir, snmir hverjir að minsta kosti, iþekkja nauðalítið til síldarverkunar eða þess, að stjórna fólki við vinnu. Til þess að gera yður betur skilj- anlegt, hverja þýðingu það hefir fyrir atvinnugreinina í heild, að vel sé á öllu haldið, skal eg leyfa* mér að til- færa dæmi frá í sumar. A. hafði tekið að sér að salta nokkur hundruð tunnur af síld fyrir B. C. hafði líka tekið að sér söltun á síld fyrir B. Hvorugur hafði fastráðið fólk svo nokkru næmi, aðallega 2—3 „deksil- menn“. pegar upp var gert í haust, kom það í ljós, að vinnulaunin hjá A, rneð bryggjuleigu og útskipun höfðu orðið kr. 13.76 á hverja fullpakkaða tunnu síldar, en hjá C. að eins kr. 5.80. Munurinn á mestri og minstri salteyðslu, sem eg veit um frá í sumar er 16 kíló á tunnu að meða'.'alj. Ef mafur reiknar að kílóið af saltinu kosti' kr. 0.7.7, verður munur'n i kr. 2.7k. Hefði |-að nú verið A, ?em eyddi 16 kg. melr. af salti í hvo’jj t^nnu að meðaltali en C, þá hefði hver tunna Síldar sem C verkaði orðið B kr. 10.68 ódýrari en það sem A verkaði. Með öðrum orðum, ef B gat selt sildina sem A verkaði sér að skaðlausu, þá græddi liann kr. 10.68 á hverri tunnu sem C hafði með að sýsla. Eg skal svo ekki fjölyrða um síldar- verkunina hér á Islandi frekar að þessu sinni; eg býst við að menn skilji það, að frá mínu sjónarmiði er starf síldarsöltunarformanns nægilegt hverjum meðalmanni ef vel á að fara, og. að til of mikils sé ætlast ef hann á að hafa á hendi útgerðarmál og síld- arsölu jafnhliða. I Síldarverzlun hefir bæði hér og ann- arstaðar veiið álitin einhver hin mesta áhættuverzlun, sem fengist er við, og hefir henni verið líkt við fjárhættu- spil eða lotterí. Þetta almenna álit byggist aðallega á því, að enginn get- úi sagt um það með neinni vissu, hve mikil framleiðslan verður. Nokk- uð svipað mætti raunai' segja um korn rækt. Menn geta ekki með neinm vissu sagt hve mikil framleiðslan verður þar fyrri en uppskerunni er lokið. En með nákvæmum athugunum og upplýsingum geta til dæmis Amer- íkumenn vitað nokkuð löngu fyrir- fram, með töluverðri nákvæmni, hvað uppskeran verður mikil. Þar sem síldarverzlun er komin lengst, eins og til dæmis í Englandi og Hollandi, geta menn með töluvert nákvæmri áætlun og góðum upplýsing- um giskað á hvað framleiðslan verður mikil, og þess betur og nákvæmar, sem lengur líður á síldveiðitimann. Eg minnist ekki að hafa heyrt getið um það, að Englendingar og Hollend- ingar hafi tapað storkostlega á síld- arverzlun. Auðvitað hafa bæði enskir og hollenskir síldarútgerðarmenn tap- að stórfé á þeim skipum, sem afli hefir brugðist á; en það er ekkert til- tökumál. Aftur á móti vitum við að Norð- menn hafa tapað stórfé á síldarkaup- um. Um þá hefir verið sagt, að þeir gætu verið miljónerar í ár og öreigar það næsta o. s. frv. Hjá þeim hefir mátt líkja síldarverzluninni við fjár- hættuspil eða lotterí. Nokkuð svipað mætti eflaust segja um okkar „síldar- spekulationir“ eða síst betra. Til þess að draga úr áhættunni sem fylgir síldarverzlun, þurfa þeir er við slíka verzlun fást, að hafa aðgang að nákvæmum skýrslum yfir veiðarn- ar, svo að segja daglega. Hér ætti það að vera gert að skyldu, að afla- skýrslur væru prentaðar í blöðunum .eða auglýstar á annan hátt, að minsta kosti vikulega yfir síldartímann, og jafnframt samanburður á afla til- svarandi mánaðardag fyrirfarandi ár. Enn fremur þurfa að vera til opin- bérar upplýsingar um síldarafla í öðrum löndum, eins og t. d. Skot- landi, Englandi, Hollandi og Noregi,. ög þær skýrslur ættu að vera aug- lýstar á hálfsmánaðar fresti að minsta kosti. Eftir nokkur ár er hægt að taka töluvert tillit til þegsara skýrslna við sölu síldarinnar og geta þær á‘ margan hátt orðið að ömetanlegu gagni í framtíðinni. Eg hefi orðið var við það, að menn misskilja hrapallega þýðingu afla- skýrslna; sumir vilja helst að það sé leyndarmál hvað mikið veiðist, sérstaklega þegar vel gengur; þeir segja, að ef Svíinn fái að vita hvað mikið sé fiskað, vilji hann ekki gefa jafnhátt verð fyrir síldina og ella. petta er hinn mesti misskilningur; því þótt mögulegt væri að blekkja kaupendurna í bili með röngum upp- lýsingum — sem mér virðist óhugs- andi að hægt sé, meðan umboðsmenn þeirra eru hér yfir síldartímann — þá eru þetta hinar örgustu sjálfs- blekkingar, sem hljóta að koma lands- mönnum sjálfum í koll fyr eða síðar. Að mínu áliti eru rangar skýrslur því verri en alls engar. Það gefur að skilja, að sá maður, sem fæst við síldarverzlun, verður að hafa fullkomna þekkingu á gæðum síldar, bæði nýrrar og saltaðrar. Ef við tökum til dæmis mann, sem ætlar að selja íslenzka síld, þá verður hann ekki að eins að hafa þekkingu á ís- lenzku síldinni, sem hann ætlar að selja, heldur einnig þeim síldarteg- undum, sem hugsanlegt er að verði til sölu á þeim stöðum, sem hann hyggsl að selja þá íslenzku, og það er alls ekki nóg að hann viti hvernig síldin eigi að vera útlítandi svo að hún falli kaupandanum í geð, heldur verð- ur hann einnig að vita um næringar- gildi liennar og eins þeirrar sem keppinauturinn býður. Hann verður einnig að geta sett sig inn í hugsunar- hátt og kringumstæður kaupendanna og margt fleira. Hann þarf líka að vita nákvæmlega um á hvaða tíma síldin þarf að vera komin til kaupend- anna og hvenær afsetningin er mest. En alt þetta er ekki sérstakt fyrir síldarsölu fremur en sölu á hvaða vöru sem er; þetta vita allir góðir vörusalar, og er þetta enginn nýr fróðleikur. En hvað eru það margir af þeim sem við síldarsölu eiga hér á íslandi, sem uppfylla þessi skil- yrði ? Eg veit það ekki. Hitt veit eg, að til eru menn hér, sem selja síld og ekkert af ofangreindum skilyrðum hafa til brunns að bera. Mér virðist ekki hægt að ætlast til þess, að menn sem aldrei hafa komið til útlanda, geti sett sig inn í hugs- unarhátt og kringumstæður þerra, er síld vilja kaupa í útlöndum. Að menn eru ófróðir um það, á hvaða tíma heppilegast sé að íslenzka sildin komi á markaðinn í Svíþjóð, sýna greinar sem einn af síldarmatsmönnunum fra

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.