Ísafold - 08.05.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.05.1921, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD drætti, sem sögðu mér alt — ( eðá býsna margt — um eyjuna yðar und- ursamlegu, „land skáldanna' ‘. Þessi ár eru nú liðin hjá, og með þeim margur kær vinur, en óskin frá barn- æsku minni lifir enn — hin eilífa löngun til þess að koma einhverntíma til Islands. Eg hefi oft óskað þess, að komast í samband við einhverja á íslandi, menn eða konur, er vildu skrifa mér til einstöku sinnum og segja mér frá' landinu fjarlæga við heimskautsbauginn. Er þetta ástæðan til þess, að eg skrifa yður nú, og bið eg yður vinsamlegast um, að senda einhverju blaðinu þetta bréf til birtingar. Bið eg þá sem vilja skrifa mér, hvort heldur er karl eða kona, ungur eða gamall, að skrifa mér ann- að hvort á ensku eða dönsku. Mun eg svara hverju bréfi er eg fæ og ennfremur senda myndir frá Nesv York og öðrum bæjum í Bandaríkj- unum. Virðingarfylst 0. M. Stanley 240 East 24th St. New York City. Erl. símfregnir frá fréttaritara Isafoldar. Khöfn 30. apríl. Skaðabætumar. Frá París er símað að skaða- bótanefnd bandamanna hafi nú komist að endanlegri niðurstöðu um upphæð skaðabóta þeirra, er Þjóðverjar eiga að greiða, og var þýzku stjórninni tilkynt niðurstað- an í síðustu viku. Er talið til skuldar hjá Þjóðverjum um 132 miljarða marka, sem þeim er gert að greiða á 30 árum eða sam- tals 270 miljörðum marka, en síð- asta áætlun var 226 miljarðar. Frá London er símað að for- sætisráðherrar allra bandamanna- þjóðanna séu þar saman komnir á fund með sérfróðum ráðunautum sínum til þess að ráðgast um þvingunarráðstafanir, sem koma á í framkvæmd á morgun. Sendi- herra Breta í Berlín er á fundin- um, og hafði hann meðferðis síC- ustu miðlunartillögur Þjóðverja, sem samdar hafa verið í samráði við Breta. — Lloyd George krefst þess, að Þjóðverjum verði gerð aíðustu sáttaboð, áður en banda- menn leggi Ruhrhéraðið undir sig. Simons beiðist lausnar. Wolfs fréttastofan tilkynnir, að Simons,' utanríkisráðherra Þjóð- verja, hafi beiðst lausnar frá em- bætti, en Ebert forseti hafi ekki viljað verða við beiðni hans, af því að stjóm og þing hafi í öllum at- riðum fallist á tillögur hans og samþykt gerðir hans í samningun- um við bandamenn. Sjómannaverkfall í Bandaríkjunum Frá New York er símað, að alls- herjar sjómannaverkfall verði haf- ið í Bandaríkjunum 1. maí. Kolaverkfallið heldur enn áfram, að því er sím- að er frá London. írlandsmálin. Stjómin hefir kjörið Derby lá- varð til þess að leita samninga við Sinn-Feina. Fara samningamir fram í Dublin. Skaðabótakröfumar. . .Utanríkisstjórn Breta hefir spurst nánar fyrir hjá Þjóðverjum um tilboð þeirra og að fengnum upplýsingum álítur stjórnin til- boðin óhæf til þess að hægt sé að semja á þeýn grucdvelli. Frjálslyndu blöðin og stjómar- blöðin eru mjög fús til samninga og ráðast mjög á sjálfsbyrgings- stefnu Briands. Frá París er símað að ef Þjóð- verjar komi ekki fram með ný til- boð, verði Ruhr-héraðið sett undir hervald innan 8 til 14 daga og ef til vill af Frökkum einum. Khöfn 2. maí. 1. maí líðindalaus. Alt var með kyrrum kjöram hvarvetna 1. maí. Bandaríkin semja frið. Símað er frá Washington, að öldungadeild Bandaríkjaþingsins hafi samþykt tillögu Knox um friðarsamninga við Þýzkaland og önnur óvinalönd. Þrætan við Þjóðverja. Frá London er símað, að það verði líklega að samkomulagi milli bandamanna að setja Þjóðyerjum síðustn kosti, sem þeir verða að svara til innan viku. Á meðan ljúka Frakkar við herúthoð sitt og aðförin verður gerð áttunda daginn, ef þjóðverjar hafa ekki gefið viðunandi útlausn. Khöfn 3. maí. Vígbúnaður Frakka. Símað er frá Mainz, að herdeild riddaraliðs og fótgönguliðs hafi farið til Ruhr-héraðs, og útboði sé haldið áfram. Ráðleggingar Bandaríkjamanna. Símað er frá Washington, að stjórn Bandaríkjanna hafi svarað málaleitunum Þjóðverja svo, að hún hvetji Þjóðverja til að senda bandamönnum ákveðin tilboð. Grikkir og Bretar. Símað er frá París, að Gunaris sé á leið til London, til að sémja um skilyrði fyrir því, að Konstan- tin Grikkjakonungur segi af sér. Kommunistar í Englandi. Lundúnafregn segir, að lögregl- an hafi gert npptækar margar smá lestir af æsinga-auglýsingum kom- munista. ------0------ Reykajvíkur annáli. Sveinn Björnsson sendiherra. Fyrir stuttu kom sú fregn í skeytum frá Danmörku, að Sveinn Björns3on sendi- herra hefði orðið fjrrir reiðhjóli og meiðst svo mikið, að hann hafi orðið að leggjast á sjúkrahús. En nú hefir nýlega borist frétt um það, að sendi- herrann væri kominn á fætur, og hefði meiðslið reynst minna en nt leit fyrir í fyrstu. Sýningarnar. Sú breyting hefir orð- ið á um Heimilisiðnaðarsýningnna og Landbúnaðarsýninguna í Reykjavík, að þær eiga nú báðar að byrja 27. júní í stað 5. júlí, eins og áðnr var ætlað. Er þetta aðallega sökum þess, hvernig stendnr á skipaferðum í sum- ar. Eru þeir, sem ætla að senda muni á Heimilisiðnaðarsýninguna beðnir að senda þá, ef unt er, fyrir lok maí- Ársrit garðyrkjnfélagsins íslenzka fyrir árið 1921 er nýkomið. Eru í því tvær ritgerðir. Onnur eftir Hann- es Thorsteinsson og heitir „íslenzkar jurtir“, en hin eftir Einar Helgason og er um kartöflusýki. Um frú Ólafíu Jóhannsdóttur skrif- ar Ingibjörg Ólafsson langa grein í ritið „Dansk-islandsk Kirkesag“ og lýsir þar starfi hennar hér og þó einkum í Noregi meðal fátækra og sjúkra. Sundlaugunum verður lokað fyrst um sinn vegna aðgerða. Er óheppi- legt að það skuli hittast á þennan tíma, því að nú hafa margir tækifæri til að nota þær, sem ekki munu hafa það síðar. Gullfoss kom hingað í fyrri viku eftir 17 daga ferð frá Kaupmanna- höfn. Hafði þó ekki komið við í Leith, vegna kolaverkfallsins. Meðal farþega voru: Magnús Matthíasson kanpm., Vilh. Finsen ritstjóri, sænsk- ur maður til rafmagnsveitunnar, Frisch, norskur verkfræðingur einnig til rafmagnsveitunnar, Jörgensen hjálpræðishermaður danskur, Kr. Ein arsson heildsali, og nokkrir fleiri frá útlöndum. Á meðal farþega utan af landi voru: Sigvaldi Kaldalóns lækn- ir á leið til Danmerkur til þess að leita sér heilsubótar, Fr. Steinholt umboðsmaður, Sigbj. Armann stór- kaupmaður, Páll Einars.ion kaupm. frá Húsavík, Sæm. Halldórsson kanp- maður og Einar Vigfússon bakari frá Stykkishólmi, frú Sigr. Kjerúlf frá ísafirði, Þórólfur Sigurðsson frá Bald ursheimi og Lúðvíg Möller frá Hjalt- eyri. Prestskosningar. í GTundarþingum hefir verið kosinn sóknarprestur síra Gnnnar Benediktsson í Saurbæ. — Hlaut hann 336 atkvæði og var kosn- ingin lögmæt. Aðrir höfðu ekki sótt ( um brauðið. í Anðkúluprestakalli hefir síra j Bjöm Stefánsson prestur á Bergs- stöðum verið kosinn prestur. Var hann eini nmsækjandinn og náði lögmætri kosningu með 74 atkvæðum Nýtt kaffihns. Hákansson í Iðnó opnar í dag veitingahús í stóra salnum niðri í húsinu. Á sjötugsafmæli Indriða skálds Ein- arssonar 30. f. m. bárust honnm fjöl- margar heillaóskir víðsvegar að. Fynr hönd ýmsra borgara hæjarins færðu Einar H. Kvaran, Pétur Halldórsson, Alexander Jóhannesson og Gnðmundur Finnbogason skáldinu álitlega pen- ingagjöf í vönduðu leöurveski, — því nú er gull ekki á boðstólum — og afhenti Einar Kvaran gjöfina með nokkrum vinarorðum. En sjálfur gaf sjötuga skáldið sínnga þjóðinni >á gjöf, til minningar nm daginn, sem ekki verður til gulls metin: Dansinn í' Hruna. Húshruni. Seint á miðvikudags- kvöldið kom upp eldur í íbúðarhús- inu á Hofi á Kjalarnesi. Og magn- aðist hann svo fljótt, að fólkið í hús- inu komst með naumindum út á nær- klæðunum. Brann húsið á svipstundu til kaldra kola, ásamt þremur úti- húsum. Komu menn fljótlega til hjálp- ar frá næstu bæjum, og með mikl- um dugnaði tókst þeim aö verja fjósið og hlöðuna, þrátt fyrrr það, þó þau húsin væru áveðurs. þingslit. Einhver von er nm, að jingi geti orðið lokið næstkomandi laugardag, svo þingmenn geti komist heim til sín með Sterling. Fjöldi mála er óafgreiddur enn. -------0------- „IXIOV“ Cabin Biscoits (skipsbrauð) er búið til af tnörg* om mismunandi tegundom sérstaklega hentogt fyrir í>lendinga. í Englandi er „IXION“brauð aðalfæðan am borð í fiski- skipum. Fæst í öllum he'ztu verzlunum. Aðgætið að Dafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXIOV* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits sætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. F. H. KREBS medlem af Dansk Iogeniörforening KONSU LTEREN DE INGENIÖRFIRMA for Projektering og Udbygning af: KRAFT8TA.TIONER. Vandkraft, Damp, Diesel, Sueegas osv. ELEKTRISKE KRAFTOVERFÖRINGS- 0G FORDEUNGSANLÆG ELEKTRiSK Varme, Lys, Drivkraft m. v. í 0RGANISATI0M AF ELEKTRICiTETSFORSYNING KÖBENHAVN V., Ahanbravej 17. Tlgr. Adr. Elektrokrebs Kaupmannaráð Islands í Danmörku hefir skrifstofu í Coit Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. SkrifstofaB gefur félagsmönnum og öðrum islenzkum kaupmönnum fúslega ókeypis upplýsingar um almenn verzlnnar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlnn lýtur. ROYAL Gerduft Hið nafnfræga ameríska. Langbesta efni sem ^ nútíminn þekkir til þess að geta búið til góðar kökur og kex. Með því að nota það verður heimabökun hæg og ódýr. Að- eins selt í dósum, er ætíð ferskt og heldur full um krafti. Selt í heildverzlnn Garðars Gíslasonar og í flestom matvörnverzlnnum. iiY náriaðar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.