Ísafold - 23.05.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.05.1921, Blaðsíða 2
t t Í8AF0LD Vér höfum farið á fund Sigur- ;jóns og spurt hann spjörunum úr um fyrirætlanir hans á Álafossi. Varð hann vel við og svaraði greið lega. — Gerið þér ráð fyrir að fá lánið innanlands? — Nei. Lán það, sem eg hefi beðið landið að ábyrgjast ætla eg að fá erlendis, sennilega annað hvort í Englandi eða Danmörku, og tel engi% vandkvæði á að það fáist þar. — Og á hvem hátt verður það notað1 — Til þess að stækka verksmiðj- urnar. Nú sem stendur er unnið á Álafossi úr 50 smálestum af uli á ári. En eg vil auka svo við, að hægt sé að vinna íxr 150—200 smá- lestum, og framleiða 100 þúsund metra af dúkum árlega. Eins og þér sjáið þarf mikla viðbót til þess í fyrra jók eg nokkuð við verk- smiðjumar, bygði steinhús austan við gamla verksmiðjuhúsið og eru þar nýjar vélar óg geymsla. Enn fremur bygði eg íbúðarhús handa fólkinu. Og þá get eg minst á eitt, sem eg tel ekki hvað þýðingar- minst, að cg veitti heitu vatni til verksmiðjunnar, svo nú er hún öll upphituð með hveravatni og sparar það ótrúlega mikið fé, auk allra þæginda, sem því em samfara. — Vatnsmegnið er svo mikið, að það mægir til að hita upp miklu meira en húsin sem nú eru á Álafossi, að meðtöldum þurkhúsum fyrir ull og dúka. Er vatnið um 60 stiga heitt þegar það kemur aftur úr húsunum. — Er vatnsmegnið í ánni nógu mikið til þess að reka mun stærri verksmiðju en þá, sem nú er á Álafossi ? : — Já, en ekki aflstöð sú sem nú er notuð. Einn liðurinn í stækkun Álafossverksmiðjunnar er sá, að taka foss, sem við eigum neðar í ánni og beisla hann. Verður þar sett rafmagnsstöð og rafmagnið aumingjum, eins og sumstaðar hefir viljað brenna við í verksmiðjum er- lendis; eg vona að á Álafossi geti orðið hraust fólk og alist upp hraust börn, sannkallað íþróttafólk og þar skal ekki vanta bað eins og í barna- skólanum hérna, því skal eg lofa. — Hve mikið þarf af vélum til framleiðslunnar sem þér hafið nefnt —150—200 smálesta vinnu á ári? — Eg geri ráð fyrir tuttugu vef- stólmn og öðrum vélum eftir því. Annars er ekki alt undir vélafjölda komið heldur uudir því hve mikið þær eru notaðar. Á Álafossi eru vél- arnar notaðar meiri hluta sólar- hringsins, annar flokkurinn vinnur á daginn og hinn á nóttinni. Þá varð ar það líka miklu, að fá þá menn til vinnu, sem vel kunna til iðnarinn- ar. Tóvinna með vélum er ungur iðn- aður í landinu og þarf að lærast. Fagmenn hafa ekki verið til í þeirri grein hér en þeir koma. Undir eins og einn er kominn þá læra hinir. Eg get nefnt sem dæmi, að Álafossverk- smiðjurnar fengu á síðasliðnum vetri danskan vefara, sem starfað hefir all lengi í verksmiðjum Crome &Goldschmidt í Kaupmannahöfn. ilann afkastar tvöföldu verki á við aðra, en hefir líka kent og er að kenna hinu fólkinu rétt handtök við hvern hlut. Spunamaðurinn sem við höfum er sænskur, og hann hefir gert ótrúlega hluti. Þá höfum við nú einnig fengið íslenzkan mann, sem framast hefir í ullariðnaði erlendis, Benedikt Einarsson, og er hann verk stjóri nú. Ennfremur lítur A. Ber- telsen, sem áður var forsjóri „Ið- unnar“ eftir vinnuvönduninni. — Seljið þér gömlu vélarnar á Álafossi, þegar þær nýju eru fengn- ar 1 ■— pað er alveg óráðið. Álafoss vinnur með vélunum sem nú eru til þangað til nýja verksmiðjan er kom- in upp. Ef gömlu vélarnar verða þá í því standi, að hægt verði að vinna í þeim fyrsta flokks vöru, þá verða þær að líkindum notaðar áfram. En Ahyggjur. leitt upp að verksmiðjuhúsunum. annars ekki; því alt er undir því Allar vélarnar verða reknar með komið, að dúkarnir frá Álafossi rafmagnsvélum í stað þess að þær verfti vönduð vara og smekkleg, svo eru nú reknar með orkunni frá þe;r þ0|j samkepni við útlend efni. vatnstúrbínunni, án þess að henni Pyrsta skilvrðið er að ná því tak- sé breytt í rafmagn. marki, að enginn tslendingur noti — Hverjar verða helstu bygg- annað en íslenzka dúka í fötin sín, ingarnar, sem reistar verða er svo ekki þurfi að flytja fataefni inn. verksmiðjan verður stækkuð? jjitt kemur svo næst að ná því — Fyrst og fremst nýtt verk- marki, að íslenzk ull verði ekki flutt smiðjuhús. Verðnr það sennilega út úr landinn nema sem unnin vara. reist fyrir vestan húsin sem nú eru. Og svo þarf að hugsa fyrir húsnæði handa fólkinu, sem vinn- ur að tóvinnunni. Nú vinna á Ála- fossi um 40 manns, en þegar alt er komið í það horf sem eg hefi hugsað mér, verður ekki hægt að komast af með minna en 140— 160 manns. Og eitthvað af því Það mun ekki ofmælt, að sjald fólki verður eflaust fjölskyldufólk,1 an hefir alþjóð manna hér á landi svo gera má ráð fyrir að húsnæði' verið eins áhyggjufull um f jár- þurfi handa alt að 300 manns. J hagslega framtíð landsins eins og Eins og nú er, getum við ekki hýst einmitt nú. Almennasta umræðu- nema vinnufólkið sjálft, og það er j efnið er f járkreppa ríkis og ein- mjög óhentugt þegar fjölskyldu- staklinga. Mesta áhyggjuefnið er menn eiga í hlut. Þeir þurfa þá oft það, hvemig og hve fljótt verður að láta f jölskylduna vera hér í bæn- unt að reisa landið úr þessum um og það er mjög dýrt og fæðið fjárkreppurústum. Daglega sverf- og húsnæðið sem þeir hafa á Ála- ur fastar og meira að. En engar fossi er í rauninni minna virði en J leiðir opnast út úr öngþveitinu. ella, því þeir þurfa að halda húsjÞingið hafði haft viðskifta- cg annarstaða; hvort sem er. Mín hug-! peningamálin til meðferðar um mynd er sú, að allir sem vinnu hafa langa hríð. Og því veitti ákaflega við verksmiðjuna geti lifað þar með örðugt að ráða fram úr vandan- fjölskyldu sinni, fái landspildu til um, eða benda á skjóta og fram- afnota, sem þeir geti ræktað í tóm- kvæmanlega úrlausn þessa þjóðar- stundum sínum og búið búi sínu út böls. af fyrir sig. Og þá von hefi eg, að Því er ekki að neita, að þetta vinnan á Álafossi geri þá ekki að hefir óspart verið notað af and- stöðumönnum þeirrar stjóraar, sem nú situr og hefir setið að völdum, til þess að veikja hana í sessi. Megnið af fjárkreppu landsins á að stafa af vankunn- áttu og varhugaverðum gerðum hennar. Fyrir því hefir það orðið álit mikils þorra manna, að stjóm- arvöldin bæru ábyrgð á örðug- leikum þjóðarinnar. Og enn fremur, að vegna þessar- ar afskiftalausu stjórnar, værum við nú ver komnir fjárhagslega en aðrar þjóðir. Fjárkreppan væri sérstök fyrir ísland. Hér skal engum skildi skotið fyrir stjóraina. Hún hefir að sjálf- sögðu gert margt, sem betur hefði verið ógert látið, og ekki látið framkvæma það, sem álitið var til bóta. En hitt er sú rammasta kórvilla, að hún beri höfuð-sökina : á því, að við erum hneptir í fjár- I kreppuviðjarnar, eða að það sé einstætt fyrir ísland að fjárhags- örðugleikar steðja að nú. Þetta hvort tveggja er mesti misskiln- ingur. Fjárkreppan er óviðráðan- leg afleiðing heimsstyrjaldarinnar og viðburðanna síðustu árin, og steðjar að öllum þjóðum nú, hlut- lausum jafnt og þeim, sem þátt tóku í styrjöldinni. Stjórair land- anna ráða ekki við það lögmál, sem ríkir miskunnarlaust eftir hvern heimsófrið, lögmálið það, að alt viðskiftalíf, öll verslun, öll fjárhagsmál verða óútreiknanleg, á hverfanda hveli eftir styrjaldar- æði margra ára. Við þurfum ekki annað en að líta til nágrannaþjóðanna til þess að sannfærast um, að fjárkrepp- an heimsækir fleiri þjóðir en okk- ur. Svo segja samhljóða fregnir frá Noregi, að þar standi vá fyrir dyr- um vegna fjárhagsörðugleika rík- isins. Norðmenn hafa tekið stór- lán hjá erlendum þjóðum. En þau hrökkva ekki til. Ríkið sjálft er stórskuldugt. Einstaklingar hafa orðið gjaldþrota og bankar sömu- leiðis. I mörgum bæjum sveltur fólk vegna atvinnuleysis, því at- vinnurekendur hafa ekki fjárhags- legt bolmagn til að reka umfangs- mikil fyrirtæki. 1 norskum blöðum er auðséður ótti um framtíðina. Svíþjóð mun vera nokkru betur komin. En þó kveður þar við líkan tón. Verslun Svía er nú með dauf- asta móti vegna gengishæðar á peningum þeirra. Innlendar vörur seljast því illa. Atvinnuleysi er þar rnikið eins og ánnarstaðar og kreppa á flestum sviðum. Svipuðu máli er að gegna um Danmörku. Miklum tekjuhalla er biúst við á næstu fjárlögum. At- vinnuleysi er þar geisi-mikið. At- vinnurekendur hafa dregið saman seglin. Bankar eru félitlir og ríkið hefir orðið að taka stórlán. Al- staðar er sama sagan. Fjárkreppan hér á landi er því ekki eins dæmi. Stjórn vor getur ekki, fremur en aðrar, ráðið við heimsviðburðina. Afleiðingar þeirra verða að koma niður á öllum jafnt. Sennilegt er, að íslenzka þjóðin eða ríkið sé ekki ver statt en önn- ur ríki nú. Hitt mun nær, að víða annarstaðar sé þrengra í búi. Grát- ur og gnístran tanna um fjárhag vom virðist því ómannlegur. Vér höfum orðið að taka á okkur plág- ur þær, sem nú ganga yfir allan heim, eins og aðrir. Augunum má ekki loka fyrir því, að horfurnar eru skuggalegar, og að fyrsta og helsta viðfangsefni stjórnar og þings er að létta af þeim plágum, þegar nokkur möguleiki er fyrir hendi. En það verður ekki gert með því að skella allri ábyrgð og þunga á herðar þeirra, sem með völdin fara. Og það verður heldur ekki gert með því að kveina og kvarta. -0- --O-- í fyrrakvöld kl. 9 andaðist hér í bænum Magnús Vigfússon dyra- vörður, maður sem óhætt mun að fullyrða, að hver einasti uppkom- inn Reykvíkingur þekti eða kann- aðist við. Og svo vel var hann kyntur af þeim öllum að þeir munu sakna hans lengi. Magnús var fæddur hér í bænum fyrir 54 árum og hefir alið allan aldur sinn hér. Lagði hann stund á margvíslega iðju, var bókbind- ari, baðvörður, ferðamannatúlkur og nú síðast dyravörður í stjómar- ráðinu, frá því stjórnin fluttist inn í landið. Það má segja um Magnús Vig- fússon að hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar. Síkátur og lífsglaður og óvenjulega skemt- inn og fyndinn. Hafði hann ferð- ast um alt ísland o» hafði jafnan frá mörg'u að segja úr þeim leið- angrum. Þegar Magnús heitinn íyrir hálfu öðru áfri veiktist, fór hann til Danmcrkur til þess að leita sér lækninga, en dvaldi þar aðeins skamma stund. Sjúkdómurinn reyndist ólæknancfi og síðan liafði hann nær aldrei fótavist. Hann var kvæntur Steinunni Sigurðardóttir sem lifir mann sinn, og tvær dætur átti hann á lífi, frú Margréti Grönvold og frú Þóru Behrens. -0 Það eru nú liðin 21 ár síðan sjóður sá, er frú Herdís Benedietsen gaf land inu, til minningar um sig og Ingileifi dóttur sína, var afhentur landshöfð- ingja til umráða og ávöxtunar, til þess að á sínum tíma væri reistur fyrir hann kvennaskóli fyrir Vestur- land. Sjóður þessi var í byrjun 42.300 krónur. Pví hefir nú nokkrum sinnum ver- ið hreyft í blöðum og tímaritum, hvar þessi fyrirhugaði skóli ætti að vera, og hefir það oftast orðið nið- urstaðan á skoðunum þessum, að hann yrði reistur á Flatey, enda hefir mönn um alment hér í Flateyjarhreppi á- valt fundist, að ekki gæti annað kom- ið til mála, en að hann verði bygður hér, á æskustöðvum gefendanna. Enda segir eldra fólk hér, að því hafi verið kunnugt um, að það hafi verið heit- asta ósk þeirra fúr Herdísar og Ingi- leifar sál., þótt farist hafi fyrir að geta þess í arfleiðsluskránni. flér var hún borin og barnfædd. Hér dvaldi hún mestan hluta æfi siunar. Hér áttj hún flesta vini. Hér hefir hún lifað helstu gleðistundir lífs BÍns, og hér hefir hún líka felt flest sorgartár yfir missi bama sinna og manns síns. Við þessa sveit voru endurminningar hennar fastast tengdar. Og hér í Flat- ey er jarðsettur maður hennar og 11 börn. Þótt ekki væri nú annað en það, sem mælti með því að skólinn verði settur hér þegar til kemur, þá finst mér það nærri því nægar ástæður. pví það mun vera eins dæmi í sögu okkar, að slíkur harmur sé kveðinn að einni móður, að fylgja 11 börnum sínum til grafar í sama grafreit. Að eignast 14 böru og fá ekki að sjá nema eitt af þeim hóp ná fullorðins aldri og missa það svo í blóma lífs- ins. — En dásamlegast er að hún skyldi geta borið slíka ofraun. Það sýnir hvaða feikna þreki hún hefir verið gædd. Eg vil nú skjóta því undir dóm allra þeirra, sem bera hlýjan hug til hinnar framliðnu heiðurskonu, hvort þeim finnist ekki best til fallið, og best við eigandi, að þessi minnisvarði só reistur á æskustöðvum hennar, og þar sem þar að auki er, að Flatey er hvað samgöngur og staðhætti snert- ir, bes't til þess fallin, af þeim stöð- um sem komið hafa til tals í þessu tilliti. Nú er komin svo mikil hreyfing á þetta skólamál, að Flateyingar geta ekki setið þar þegjand ihjá, því að þeim finst, að þeir hafi öðrum frem- ur tillögurétt um það mál. Sú fregn hefir nú borist hingað fyr- ir nokkru, að Magnús á Staðarfelli væri búinn að gefa ríkinu eignarjörð sína Staðarfellið, með öllum húsum eg’ mannvirkjum, til skólajarðar fyrir hihn væntanlegn kvennaskóla, til minn ingar um son sinn og fósturson, et' báðir druknuðu á Hvammsfirði í fvrra Ekki verður nú á móti því mælt, að þetta er stórhöfðingleg gjöf, og þeiin hjónum til stórmikils heiðurs. En hins vegar hefði mér fundist betur við eig- andi, að þarna hefði verið sett «tofn- u, sem eingöngu væri til minningar um þessa tvo syni þeirra, — til maklegs heiðust og minuingar fyrir þau hjón líka. Hitt finst mér ekki eins vel við eigandi, að btanda því saman við aðra stofnun, sem þegar er fyrir löngu búið að leggja grundvöllinn að. Mér hefði þótt betur við eigandi, að þarna' hefði verið reistur lýðháskóli, því eg er þeírrar skoðunar, að slíkur skóli gæti gert mikið gagn, þar sem ungu bænda- og konuefnin ættu kost á að afla sér þeirra undirstöðuatriða, sem þeim ern nauðsynleg til framtíð- arstöðu þeirra í lifinu. Væri þá vel við unandi þegar 2 slíkar stofnanir væru komnar á fót hér við Breiða- fjörð, kvennaskólinn á Flatey og lýðháskóli á Staðarfelli. Ekki er nú að búast við að þetta geti hvort tveggja orðið í nálægri framtíð, enda tel eg engu spilt með því, þótt það biði nokkuð enn, því nú ern einmitt þeir tímar, að ástæða er til að fara hasgt með allar verk- legar framkvæmdir, sem nokkra bið geta þolað, vegna þess að búast má við, að eftir 2 til 3 ár verði bæði byggingarefni 0g vjnna fallin mikið í verði,, jafnvel meira en maður get- ur búist við. Eg teldi það því ilt, ef nú ætti á þessum tímum að fara að braska í því að byggja skólahús, og reka svo búskap í sambandi við skól- ann. pað teldi eg hina mestu fjar- stæðu, því það mundi tapast á því svo tugum þúsunda skifti, bæði á efni og vinnu. En annare get eg ekki skilið, að ríkissjóður fari ð draslast

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.