Ísafold - 23.05.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.05.1921, Blaðsíða 1
ISAFO Sfmar 499 ot 500 Ritstjori: Vilhjálmur Fmeen. Isafoldarpren rr i<v!a. XLVIII. »f_ Reykjavík, mánudaginn 23 maí 1921. 2é tölublað. Hér fer á eftir greinargerð meiri- hluta viðskiftamálanefndarinnar. sem skipaður var Jóni Þorlákssyni, Pétri Ottesen og Ólafi Proppé, um landsverslunina og fylgdi hún þings- ályktunartillögu þeirra um afnám verslunarinnar. Hefir blaðið áður getið nokkurra atriða úr þessari greinargerð og greinargerð Magn- úsar J. Kristjánssonar, en þykir réttara að birta hana í heilu lagi: 1 Landsverslunin, sem skömmu eft- ir ófriðarbyrjun var hér upp tekin sem óhjákvæmileg ófriðarráðstöfun og rekin hefir verið fyrir fé ríkis- sjóðs, hefir verið eitt af aðalvið- fangsefnum viðskiftamálanefndar- innar. Hefir nefndin haft málið til athugunar á mörgum fundum og fengið ítarlegar upplýsingar um atarf og rekstur verslunarinnar, og notið þar kunnugleika núverandi forstjóra verslunarinnar, sem sœti á í nefndinni, en hann hefir með alúð ,og nákvœmni unnið að því að láta nefndinni í té allar þær upplýsing- ar og skýringar, sem hún hefir ósk- að eftir. Um tildrög landsverslunarinnar og nauðsyn hennar undanfarin ó- frrðarár þyMr ekki ástœða til að fjölyrða hér, því að þau atriði munu öllum kunn. Viðvíkjandi starf semi hennar og rekstri höfum vér til yfirlits gert eftirfarandi samdrátt úr reikningum hennar, sem sýnir aðalniðurstöðu rekstrarins ár frá ári. 73 B Pu >s e TS CS- aði og álagningu; dálkurinn „Arð- ur" sýnir rekstrarafgang hvers árs, , þar í talinn arður af vörusölu, geng- ! ismismunur 0. fl.; í næsta dálki fel- I ast emgöngu skuldir hérlendra við- skiftamanna verslunarinnar, eins og þær eru í hver árslok, en í síðasta dálkinum er varasjóðurinn saman- lagður frá ári til ára. I Nefndin vill og geta þess, að hún hefir aðeins haft til athugunar að- alreikninga verslunarinnar og aðal- reikningsbœkur, en enga rannsókn gert á einstökum ráðstöfunum eða daglegri bókfærslu. Frá því verslunin byrjaði 1914 til 30. apríl 1917 var hún rekin beinlínis undir umsjón atvinnumála- deildar stjórnarráðsins. Eins og samdrátturinn sýnir, var viðskifta- veltan lítil á því tímabili, í saman- burði við það, sem síðar varð. Frá þessu tímabili hefir nefndin ekki haft annað til meðferðar en loka- reikning tímabilsins. Frá 1. maí 1917 hefir verslunin verið rekin sem sjálfstæð stofnun með sérstakri stjórn, og eftir það eykst veltan mjög mikið, og stafaði það í fyrstu af því, að ráðstafanir ófriðarþjóð- anna gerðu það óhjákvæmilegt, að draga miklu meira af versluninni í hendur ríkisins en áður hafði verið. í ófriðarlokin átti verslunin mikl- ar birgðir af kolum og salti, sem hún seldi með miklu tapi. Tapið nam: á salti............ 499936,84 ákolum........ .. 1036153,78 Til frekari glöggvunar um það, hvernig högum verslunarinnar er nú háttað, er hér birtur útdráttur úr I efnahagsreikningi hennar 31. des- , ember 1920. 1 E ignir: 1 Fasteignir........ 142141,93 j Ýms áhöld......•. 13219,20 ; Vörubirgðir........ 2279271,09 :lnneignir í bönkum .. 1370684,46 ' Skuldir inn. viðskiftam. 764914,64 Skuldir útbúa versl. .. 562496,65 Víxlar.......... 831585,56 ' Peningar í sjóði .. .. 915848,97 Samtals kr. 6880162,50 Skuldir: Inneign innl. viðsk.m. 28903,21 Irneign útl. viðskiftam. 1950450,04 Inneign ríkissjóðs 2941754,01 Fyrningarsjóður 23649,12 ólokin viðskifti 100000,00 Varasjóður 1835406,12 1—> <C tc 0 —» x> 0 «c to —.>-*>—> » -4 >Þ-fl —2 •• » -2 l\ — t-* .. 1 SOO tO 05 íO 35 U< 00 Scc t>s >J»» C» 000 000 -4 Oí -4 >-' Oí 00 tD 05 m t—> tÞ- CC 88 + Oe oc #>. cn 00 »1». 05 >— CO •— -4 O OO Q Oo CtOO'QO' 05 00 00 0 o 05j\s *>. o cr< V^4*». Qoa _j___<ip QO-4 < Oí m so a c l-» I—> I—> öo tC O0 C* o -4 ec tf* 051—» o m 00 00 »-> 00 co m 00 co to oim-jK-cj J>4 QD Ul -4 O 1.0 -4 oo O <C< ** *Z T* ** C tO WíOtn »4 00 tO *0 tn co -4 cj1 v 05 ta -J tO "-O 00 -4 -4 tO WO _-»_ÍO -j-4j35 "tO CJl 00 05 PCOD O. >-• ko ?— 00 >—> os co 00 rTi tvr k»\ Sri *.- s ^1 Í5 S£oo 00 8 OS tOJCO^ t_n "?-> "t_n"^4'bo"oo 00 5- a & B- ?i * < O: i-l c 2 CO % & S B O- 0 0» p » >—. w B crq c B f 8> B P- a> < a> >^ œ C B P ?* 5' B ?1 fJB. íO I—> *- 2 >—< o «0 8 Til ákýringar skal þess getið, að í dálkinum „Vörusala" felast allar •eldar vörur, að meðtöldum kostn- Samtals kr. 1536090,62 Þetta tap er ekki talið verslun- , inni til útgjalda í reikningum þeim, ,sem ofanritaður samdráttur er tek- 'inn úr. Akveðið hefir verið, svo ;sem kunnugt er, að láta ríkissjóð jborga þetta tap og vinna það upp j með sérstökum tolli á kolum og salti. ! Ef landsverslunin hef ði átt að bera [tapið, væri varasjóður hennar auð- j vitað þeirri upphæð lægri, en mundi þó hafa numið samkvæmt reikning- unum í árslok 1919 kr. 646881,94. Niðurstaðan af vershmarrekstr- inum 1920 er sú, að varasjóðurinn lækkar um kr. 347566,44, og er sú upphæð þá reikningslegur halli á rekstrinum það ár. Orsökin er sú, að verslunin átti miklar birgðir af kolum í árslok 1920, og var ákveðið að færa verð á þeim niður úr 300 kr. í 200 kr. tonnið frá áramótum, en þessi verðlækkun vörubirgðanua er tekin inn á reikninginn fyrir 1920, og nemur hún kr. 818594,56. Þar upp í kemur svo viðskiftahagn- aður ársins 1920, sem stafar að töluverðu leyti frá gróða á gengi dollara. Viðvíkjandi horfum fyrir af- komu verslunarinnar yfirstandandi áf, verður að geta þess, að snemma á árinu var söluverð kolanna enn fært niður úr 200 kr. í 140 kr. fyrir tonnið og hlýtur það tap, sem af þessu stafar, að rýra mjög útkom- una á þessu ári, jafnvel svo, að rekstrarhalli komi fram á ársreikn- ingnum og varasjóðurinn minki eitthvað þess vegna. Samtals 6880162,50 Af vörubirgðunum eru kr. 1.463.266,44 í kolum og koksi, hitt í öðrum vörum. Af 6. eignalið, skuldum útbú- anna, er nál. 160.000 kr. í vöru- leifum, og nál. 400.000 'kr. í úti- standandi skuldum hjá viðskifta- vinum útbúanna. Útistandandi skuldir v.erslunar- innar hafa því veriS alls um síð- astliðin áramót: Samkv. 5. eignalið 764914,64 Hjá útbúunum 399467,19 Víxilskuldir 831585,56 Samtals kr. 1995967,39 Nefndin hefir haft til athugun- ar skrár yfir þessar útistandandi skuldir allflestar, og telur meiri 'hl. a8 gera verði ráð fyrir ein- .hverri rýrnun á þeim, sem ekki er tiltökumál, þar sem um svo mikla veltu er að ræða og svo þröngt sem nú er í ári, og er ekki unt að segja fyrirfram, hve mikil sú rýrnun kann að verða, en ekki er sjáanlegt, að hún þurfi að verða mjög veruleg. Að öllu athuguðu telur meiri hlutinn óhætt að áætla, að vara- sjóður verslunarinnar muni verða um næstu áramót full 1 milj. kr., ef fyrirtækinu verður þá lokið, og er þaS nokkru minna en sú upp- hæS, sem ríkissjóSur greiSir versl- uninni til þess aS standast hiS fyrra tap á kolum og salti. Því fer mjög fjarri, að nefndin vilji álasa ríkisstjórninni eSa stjórn landsverslunarinnar fyrir það, að hafa ekki gert þessa ófrið- arráðstöfun að gróSafyrirtæki. — Meiri hluti nefndarinnar vill ekki heldur fara út í neinn samanbnrS á aðstöSu landsverslunar og frjálsr ar verslunar, en einungis benda á, aS auk þeirrar aSstoðar, sem rík- issjóSur veitir fyrirtækinu meS greiSslu kola- og salt-tapsins, þá hefir verslunin haft mjög hag- kvæm afnot af skipastól landsins og stuðst viS takmarkanir á inn- flutningi á vissum vörutegundum til annara, og þetta alt á þeim tím- um, er innflutningur á vörum gat tæpast gefið tap. Pegar gera skal tillögur og taka ákvarðanir um framtíð þessa versl- unarrekstrar ríkisins, virðist oss fyrst verða að líta á það, að aldrei mundi hafa verið til hans stofnaS, ef ekki hefðu gerst þeir viSburSir í heiminum, sem komu meiri trufl- un á alt viSskiftalíf en dæmi eru til áður. Er þá einkum átt viS þaS, að alls konar hömlur lögðust á verslun og siglingar, og þaS svo, aS stjórnir ófriðarþjóðanna heimt- uðu afskifti viSkomandi ríkis- stjórna um út- og innflutning, og varð þetta þess valdandi og bein- línis orsök þess, aS til landsversl- unar var gripiS. Það hefir þó eflaust vakað jafnt fyrir þingi sem þjóð, aS hér væri að eins um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, sem afnema bæri, þegar alt kæmist á réttan kjöl aS ófriSn- um loknum. Má í þessu sambandi benda á útflutningsnefndina, sem í raun réttri eigi var annaS en landsversl- un meS afurSir landsmanna, og aS ráði allra aSstandenda var afnum- in þegar í ófriSarlokin. Landsverslunin aftur á móti, sem eingöngu hefir haft með inn- flutning nauðsynja aS gera, hefir nú starfaS á þriSja ár eftir ófriS- arlok, en ýmsar ástæSur hafa veriS þess valdandi, að eigi hefir þótt tiltækilegt að leggja hana niður tii þessa tíma. Aðalstarf nefndarinnar í þessu máli hefir því verið að íhuga, hvort eigi væru nú komnir þeir tímar, að ríkissjóður gívti slept fram af sér þeirri miklu ábyrgð, er óumflýjanlega hlýtur að fylgja svo áhættumiklum verslunarrekstri sem hér hefir veriS um aS ræSa, og hvort kaupmenn og kaupfé- lög mundu nú ekki geta tekið til fulls við innflutningi nauðsynja, seni eðlilegast og sjálfsagðast er, að verslunarstéttin hafi með hönd- um. TJm þetta aSalatriSi hefir meiri hlutinn komist að þeirri niðirr- stöðu, að áhættulaust muni vera fyrir eSlilega innflutninga til lands ins, þótt nú þegar verSi létt af ríkissjóðnum þeirri óeðlilegu á- byrgS, er innflutningur á nauS- synjum landsmanna óumflýjanlega hefir í för meS sér meS lækkandi verSlagi, og fer þá aðalinnihald framanritaðrar tillögu í þessa átt. Á hinn bóginn liggur þaS í aug- um uppi, aS jafn umsvifamiklu verslunarfyrirtæki og Ifandsversl- unin er, er eigi hægt aS lúka á einum degi eSa tiltölulega skomm- um tíma, enda talsverSar vöru- birgSir fyrirliggjandi, sem ráð- stafa þarf, og skuldir útistand- andi, sem eigi verSa krafðar meS dagsfresti. Með tijliti til þessa hefir nefnd- in eigi viljað ékveCa né einskorSa niSurlagning verslunarinnar, en meiri hluti nefndarinnar leggur það til, að yfirstandandi ár verði notað til þess að selja fyrirliggj- andi vörubirgðir, sem nú eru að eins: kol, hveiti, rúgmjöl, hafra- mjöl og sykur, og að verslunin ráðist eigi í frekari innkaup á þessum eSa öSrum vörum, nema hvað sjálfsagt er, aS viS núver- andi kolabirgSir verSi svo bætt, aS þær verSi seljanlegar án mik- illar rýrnunar, og að þeim 150 smá lestum af sykri, sem verslunin hefir þegar keypt í Danmörku, en ókomnar eru til landsins enn, verði bætt við og seldar. Þá telur og^ meiri hluti nefndarinar rétt og sjálfsagt, að stjórnin hafi vakandi auga á steinolíuversluninni og grípi þar inn í með ríkisrekstri, ef nauðsyn krefur. Rekstur verslunarinnar á þessum grundvelli leiSir aS sjálfsögSu til þess, aS sölu birgðanna og inn- heimtu skulda verði lokið fyrir næstu éramót, svo aS stjórn lands- verslunarinnar þá geti hat't endan- leg reikningsskil tilbúin og að næsta þing taki þá endanlega á- kvörSun um slit eSa f-amhald verslunarinnar. Alþingi, 29. apríl 1921. Jón Porláksson, form. Pétur Ottesen. Ólafur Proppé, frsm. meiri hL Alafcss. Það hefir vakið talsverða at~ hygli manna, að til þingsins hefir borist málaleitun um, að stjórnin ábyrgist 500 þúsund króna láu fyrir iðnaSarfyrirtæki eitt, klæSa- verkgcaiSjuna á Álafossi. 1 meS- förum þingsins hefir þessi upphæð rýrnað mjög, svo aS nú eru þaS eigi nema 200.000 krónur, sem stjórninni verður heimilað að tryggja með ábyrgS sinni. PaS er sjaldgæft, að einstakir menn fái ábyrgð hjá landsstjórn- inni fyrir lánum, er þeir þurfa til atvinnureksturs. Landið hefir hing að til ekki gengiS í ábyrgð fyrir annaS en lán til kaupstaSa og bæj- arfélaga eSa almennra fyrirtækja, auk þess sem þaS hefir ábyrgst lán Eimskipafélags íslands, er við hefir þurft Bera því undirtektir þingsins undir umsókn Sigurjóns Péturssonar vott um, að þingið sé þeirrar .skoSunar, aS éherslu beri aS leggja á viðreisn innlends iðn- aðar og er það vel farið. Því að tímarnir hafa sýnt, og yfirstand- andi tímar sýna það ekki hvað síst, að ástandið það sem verið hefir, að íslendingar séu ósjálf- bjarga í öllum iðnaSi, getur ekki haldist áfram, svo framarlega sem efnahagur þjóSarimiar á ekki að fara í hundana og bjóðin sjálf nm leiS.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.