Ísafold - 30.05.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.05.1921, Blaðsíða 2
t ÍSAFOLD * £ZJÍ tnark og bendir á, að ef einstak- lingur sé orðin ósjálfbjarga fyrir 65 ára aldur, þá sé orsakanna aJloftast að leita annarstaðar en hjá elli eingöngu og geti þá trygg- ing yngri manna en 65 ára fall- ið undir aðra liði trygginganna Þá kemur næst að sjúkdómsá- föllunum. Ætlast höf. eigi til, að tryggingin nái til smávægilegra sjúkdóm8áfalla, heldur aðeins ef um verulegan sjúkdóm er að ræða til dæmia hálfamánað- ar 8júkrahú88vist eða meira. Vill höf. láta greiða legukostnað allan úr tryggingarsjóði en aftur á móti ekki bætur fyrir vinnutap Mundi ajúkratryggingin verða mjög dýr, ©n höf telur hinu opinbera SKylt að taka drjúgan þátt í reksturs- kostnaði sjúkrahúsanna, og vinn- ingur mundi það verða mikill, að sjúklingar fengju á þennan hátt miklu betri aðhlynningu og varanlegri bata, en nú gerist yfir- leitt. — Öryrkja nefnir höf þá, aem eru óvinnufærir til fram- búðar af sjúkdómi, áföllum, slya- um o. 8. frv., svo sem blinda menn og örkumla Mundu þeir menn verða tiltölulega fáir og ætlar höf. þeirn jafnháan styrk ellistyrknum, auk framfærslu- styrks til ómegðar þeirra Og að lokum er siðasta tryggingin: Framfœrslueyrir barna, sem eru í ómegð við lát framfæranda og vill höf. láta telja þann styrk veittan foreldrum barna en ekki börnunum sjálf um, því framfærslu- skyldur hvíli á foreldrunum. Þá eru taldar þær greinar per- sónulegra trygginga, er höf. vill lögleiða skyldutryggingu fyrir. Og nú kemur annað eftirtektar- vert atriði. Höfundur vill eigi láta kaupa þessar tryggingar með árlegu iðgjaldi, heldur greiða þær 1 eitt skifti fyrir öll, áður en einstaklingarnir fara að bera byrðar lífsins. Ellitryggingin sem nefnd hefir verið mundi eftir ís- lenakri meðalæfi kosta tvitugan mann 450 króna gjald i eitt skifti fyrir öll og höf. áætlar lauslega, að 1000 kr. framlag mannð um tvítugt ætti að nægja fyrir öllum þeim tryggingum, sem nú hafa verið taldar. Telur hann nauð- synlegt skilyrði, að menn greiði gjaldið alt tvítugir; eu gerir ráð fyrir, að viðkomandi sveitafélag leggi fram upphæðina, sem lán, fyrir þá, sem ekki hafa féð hand- bært, og eigi aðgang að mannin- um um endurborgun. Undan- tekningu frá þeim raönnum, sem rétt sé að krefjast gjaldsins af afdráttarlaust telur höf, að gera megi fyrir þá, sem vinna kaup- laust hjá fátækum foreldrum sín- um og svo fyrir námsmenn. Kvenfólk vill höf. láta sleppa með helmingi lægra gjald, en ná hinum helmiugnum inn á þann hátt, að hreppsnefnd greiði upp- hæð, ðem eftir 20 ár er orðin 500 krónur inn í sparisjóðsbók hverrar nýfæddrar stúlku og krefji svo foreldrana um and- virðið síðar ef þau hafa efni á að borga. Höfundur bendir á, hve þetta fyrirtæki gæti haft mikil áhrif á atvinnufyrirtæki og framfarir í landiuu. MeB tryggingunum myndaðiat stórvaxinn sjóður, er ætíð mundi hafa nægan markað til að ávaxta fé sitt í ýmsum arðvænlegum fyrirtækjum. Yrði þá hægt að framkvæma margt það, sem nú er ógert látið vegna peningaskorts og mundi sú aukna atvinna sem af því leiðir veita mönnum ft’ekari tryggingu fyrir atvinnuieysi en verið heflr. Ger- ir höf ráð fyrir að árstekjur ajóðains yrðu nál 2 miljónir kr. og kæmi sú fjárupphæð altaf í góðar þarfir til verklegra fyrir- tækja. Þvi raiður er hér eigi rúm til að rekja svo vel sé efni þessar- ar merku ritgerðar. Þeir sem láta sig máiið nokkru sKifta verða að lesa hana sjálfa. L.iklegt er, að skoðanamunur geti orðið um vegina, sern höf. vill fara í tryggingarmálinu. Því sumt í keifi hans er mikil nýlunda. En veigameiri tillögur um fyrirkomulag íslenskra trygg- ingarmála hafa ekki komið fram enn og því ættu þær ekki að geta farið fyrir ofan garð og neðan. Tryggingamálið stendur fyrir dyrum hér á landi, það er eitt þeira mála sem nú bíða bráðrar úrlausnar. Og hefir kom ið merkilegt »innlegg< í málinu þar sem ritgerð sú er hér hefir verið sagt frá. n- t Jón Sveinsson. prófastur. Sú fregn barst hingað 23. þ. m. að síra .Tón Sveinsson prófastur atS Görðum 4 Akranesi væri látinn. Hann var fæddur árið 1858, lauk stúdentsprófi 1882 með 1. einkunn og embættisprófi í guðfræði við prestaskólann tveim árum síðar. Síra Jón dvaldi mestan hluta æfi sinnar á Akranesi og var þar elskaður og virtur af öllum sem lvyntust honum. Mesti heiðurs og sæmdarmnður og kennimaður á- gætur. Meðal barna þeirra síra Jóns heitins er ein dóttir, sem gift er Konráð Konráðssyni lækni. málfærslumaður. Hvítasunnudagsmorgun andaðist á ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn Valdimar Thorarensen mál- færslumaður á Akureyri. Hafði hann legið þar um hríð til þess að fá bót við illkynjaðri nýrna- og hjartveiki. En sjúkdómurinn var svo magnaður, að hann lést úr honum. Thorarensen var fæddur 1867, og varð stúdent 1888; sigldi þá til Kaupmannahafnar og stundaði þar lögfræðinám. En prófi lauk hann ekki, heldur hvarf heim og byrj- aði málfærslustörf á Akureyri. -0- Skipstapi. Telja má víst, að enn hafi höggvist skarð í sjómannastéttina íslenzku. Kemur svo varla fyrir nokkur vertíð, að ekki farist skip .eða bátur einhversstaðar á land- ínu, og sumstaðar margir. Fyrir rúmum mánuði lagði fiski- skipið „Dýri“, eign Útgerðarfé- dagsins á Pxngeyri þaðan út tili haldfæraveiða. Pykir nú fullvíst, að hann muni ekki eiga aftur- kvæmt. Sást síðast til hans 7. þ. m út af Kollsvík, sunnan Patreks- fjarðar, og var skipið þá á upp- eða vestursiglingu. Síðan hefir verið stöðug norðan og norðaustan átt. Og má því gera ráð fyrir að skipið hafi hrakið til hafs, sé það enn ofan sjávar. Skipshöfnin á „Dýra“ var öll úr Dýrafirði, að undanteknum einum manni, flest ungir menn, svo sem sjá má á aldri þeirra. Hétu þeir: Markús Jónsson úr Haukadal, kvongaður maður og átti eitt barn. Var hann 25 ára að aldri. Frið- þjófur Guðnason, frá sama stað, ókvongaður, 19 ára. Tómas Tómas- son frá Þingeyri, kvongaður og átti eitt barn, 30 ára. Eiríkur Guð- jónsson, Höfn, 16 ára. Ingibjartur Guðmundsson Hrauni, ókvongaður, 37 ára. Pétur Elíasson frá sama bæ, kvongaður og lætur eftir sig 4 börn ung, 37 ára. Helgi Bjarna- son Núpi, ókvongaður, 66 ára. Kristján Guðmundsson Þingeyri, 15 ára. Ólafur Njálsson frá Rafns- eyri, 17 ára, og Þórarinn Jónsson frá Hjarðardal, kvongaður og átti 2 börn, 26 ára. Skipstjórinn var Markús Jónsson. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að leitað verði að skipinu. Hefir „Islands Falk“ verið feng- inn. En eins og kunnugt er bíður hann aðgerðár hér, og mun því ekki geta hafið leitina fyr en á fimtudag eða föstudag n. k. En þótt svo hafi til tekist, að ekki hefir verið hægt að leita enn, og litlar líkur muni vera til þess að skipið finnist, þá er sjálfsagt að gera alt, sem unt er til þess að bjarga ])cssurn mönnum, ef þeir eru enn lifandi. ------0----- Kolavenkfallið. Námuverkfallið enska hefir nú staðið nærfelt tvo mánuði og engar horfur eru á samkomulagi í bráð. Fyratu vikurnar bárust hingað að staðaldri fregnir af verkfallinu og tilraunum þeim, sem gerðar voru til þess að komar á samkomulagi. Nú eru þær fréttir hættar að berast. Síðustu vikurnar munu litlar samninga- tilraunir hafa verið gerðar, stjórn- in hafði reynt þær leiðir og gert þau boð, sem henni þótti tiltæki- leg, en námaraenn höfnuðu öllu. Mál þetta er eitt hið merkasta, sem nú er á döfinni í beiminum. Kolaverkfall í Bretlandi þykir jafnan dðindum sæta. En þetta verkfall er að því leita merki- legra en önnur, að undir rót þess er stjórnmálalegs eðlis. Kaup kröfurnar eru ekki aðalatriðið heldur fyrirkomulag kaupgreiðsl- unnar. Og eigi bafa hinir rót- tækari námamenn farið dult með, að verkfallið eða deilan um nám- urnar ætti að geta orðið til þess að koma á byltingu í Bretlandi. Aðdnagandinn. Siðastliðið haust varð námu- verkfall í Bretlandi. Kröfðust verkamenn hærri launa og jafn- aðar á launum í námunum, og lauk deilunni á þann hátt, að ákveðin voru föst vikulaun og svo ákveðin uppbót fyrir þá aukn- ingu sem yrði á framleiðslunni, frá þvl sem verið hafði 5 siðustu vikurnar fyrir verkfallið. Rikið átti að ábyrgjaBt veikamönnum launin og bera hallann af rekstr- inum, ef nokkur yrði. Var bú- ist við þvi, er samningar þesair voru gerðir, að reksturinn mundi bera sig, þvi kolaverðið hafði verið hátt þá undanfarið Voru dærni til þees, að kol væru seld til ekipa fyrir 6Va sterl. pd. amá- lestin. Bretar þóttu okra á kol- unum, og einkum kom þetta háa verð hart niður á Frökkum. Þeir þurftu mikils með, þvi Þjóðverjar höfðu eyðílagt námurnar í Norð- úr Frakklandi. En Bretar auð- guðust. í júlí í fyrra hafði ríkis- 3jóðurinn 5 /a milj. sterlinge pd. hagnað af námurekstrinum. Var þeasi gróði ein ástæðan sem náma- verkamenn báru fyrir sig, er þeir kröfðu8t kauphækkunar i fyrra- haust. Samningarnir áttu að gilda til 1. apríl og gekk nú alt vel fyrst í stað. Framleiðalan óx að mun og kaupið hækkaði. En um sama leyti fóru kolin að lækka i verði. Samkvæmt Spa samningunum áttu Frakkar að fá 2 milj. smálestir kola frá Þjóðverjum á mánuði og þurftu því ekki á ensku kolunum að halda. Og meðan á október- verkfallinu atóð notuðu Banda- ríkjamenn tækifærið til að ná markaði frá Bretum, og varð vel ágengt. T. d. höfðu Bretar flutt 6 9 smál til Suður Ameríku árið 1913, en Bandarikjamenn 414 þús. En árið 1920 fluttu Bretar þangað að eins 550 þús. smál, en Bandaríkjamenn nærri 3 milj. Af- leing þessa markaðsmisais var sú, að snemma vetrar fóru kolin að lækka í verði, og lækkuðu þau avo stórkostlega, að smálestin komst i um eitt skeið niður í 25 shillings. ; Þegar kom fram yfir nýár fór ! einnig að draga úr framleiðsl- ; unni. Hafði hún orðið 4,3 amál. j á mann í nóvember og desem- 'ber, en í marz var hún að eins 3,5 á mann um vikuna. Þessir atburðir urðu þess valdandi, að rek8turshallinn á náraunum varð stórkostlegur, síðustu mánuðina fyrir verkfallið um 5 milj. sterl. pd. á raánuði. Rikið hafði geng- ist undir að tryggja mönnum kaup, eftir samningunum í októ- ber til 1. apríb en stjórnin gat ekki gengið að því að veita þá tryggingu framvegis. Það var viðurkentaf báðum aðilura,námu- eigendum og verkamönnum, að nárnarekaturinn væri fyrirtæki, sem ekki borgaði sig, og mundi ekki borga Big í bráð, með því kaupi sem verkamenn hafa haft í vetur, og kvað rikið ekki hafa ráð á að styðja reksturinn áfram. Námurnar yrðu að sjá sér far- borða sjálfar. Kolanámurnar eru mjög mís- góðar. í eumum þeirra liggja 10 smál. eftir manninn á viku, eins hæglega og í öðrum 5. Nú hefir það verið ein aðalkrafa verka- manna, að kaupgjaldið færi ekki eftir því hvað^ einstakar námur væru góðar eða vondar, heldur skyldi sama kaup vera hjá öllum námamönnum fyrir samastarf. En þessum jöfnuði er ómögulegt að koma á, nema með því móti að námurnar séu reknar undir um- sjón ríkiBins, og ríkið beri ábyrgð- ina á rek8trinum. Deilan hefir þvi snúist um einkarekstur eða ekki einkarekstur eigi síður en um sjálft kaupgjaldsmálið, og verkamenn eða eumir foringjar þeirra draga ekki dul á, að kraf- en um jöfnuð kaupgjalds ns sé fram komin til þess, að knýja fram ríkisrekstur. En þar stend- ur stjórnin og námaeigendur á öndverðum meið. Þegar samningaumleitanir voru upp teknar í marzmánuði um endurnýjun sáttmálans við náma- verkamenn, var samningagrund- völlur námaeigenda sá, að tekinn væri upp 8a,mi kaupgjaldstaxti eins og fyrir stríðið og dýrtiðar- uppbót á honum, sem miðuð væri við hækkun lífsnauðsynja og arö- vænleik námamanna, og væri dýrtíðaruppbótin reiknuð fjrir mánuð í einu. En verkamenn kröfðust þes8 að ákveðið væri fast kaupgjald fyrir alla verka- menn og launasjóður myndaður, sem öllum væri goldið jafnt úr en námurnar greiddu raisjafnlega í eftir þvi hve arðberandi þær væru. Ekkert samkomulag náð- ist um málið og þegar gömlu eamningarnir gengu úr gildi 31. marz hófst Verkfallið. Verkamenn kölluðu það að vísu vinnuteppu, en námaeigend- ur mótmæltu því, og eögðu að námurnar stæðu opnar náma- mönnum ef þeir vildu vinna. En námamenn gripu þegar til þeirra vopna, er þeim þótti áhrifa mest og það var, að láta dælumennina i námunum hætta að starfa þeg- ar í stað. Margar námurnar fyltuBt því með vatni, bæði í Suður-Walea, Skotlandi og Yorke- hire, og hafa ýmsar þeirra skemst svo mjög, að eigi er búist við að þær komist í samt lag aftur á þessu ári. Þykir það jafnan tíð- indum sæta, þegar námuverkföll hefjast, að dæluliðið i námunum hættir störfum um leið, og þykir þá sýnt, að vænta ruegi lang- vinnar deilu. Enda vat’ búist við stórtiðind- um. Allur heimurinn þóttist sjá, að nú væri á ferðinni verkfall, sem skera ætti úr, hvort núver- andi stjórnarfyrirkomulag ætti að haldast í Bretlandi eða ekki. Og margir spáðu byltingartilraun þegar i stað. Þóttust sumir verða þese áskynja, að sovjet-atjórnin rússneaka stæði að nokkru leyti bak við verkfallið, og hefði stappað stálinu í bresku náma- mennina, en eigi hefir fengist áreiðanleg vissa fyrir því — En svo mikið er víst, að stjórnin bjóst til varnar og sýndi fullan lit á að láta hart mæta hörðu. Á nokkrum stöðum fekk hún lið til að dæla námurnar, og lét það ótvírætt í ljós, að hún hræddist í engu námamenn. Eitt hið fyr.sta sem stjórnin gerði var að grípa til bráðabirgðalaga um ýmsar lieimildir fyrir stjórnina til óvenjulegra ráðstafana, svo sem að stjómin taki yfirstjór nýmsra fyrirtækja, bjóði út herliði og því um líkt. Horfði nú ófriðvænlega. Námamenn neituðu enn að legg.ja lið til þess að dæla námurnar, og þær spiltust dag frá degi. Sumstað- ar höfðu hestar verið skildir eftir niðri í námunum og voru þeir látn- ir kafna þar niðri í vatnsflóðinu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.