Ísafold - 13.06.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.06.1921, Blaðsíða 3
ISAFOLD Hinn var gætinn i öllnm fjármá'- um og samum þótti hann of ihalds- samur. »En enginn gerir svo öllum líki*. En f>ó hann væri samvinma- þíður á þingi sem viðar, þá mun hann hafa verið sannfæringarfastur. Hann var rnesti eljumaður við öll bókleg störf, því verkleg stöif gst hann fá gjört því hann var nær- sýnn og heilsutæpur. Hann v r árvakur og vann meðan dagur ent- ist. Hann skúfaði mikið i blöð, meir á fyrri árum en slðar, aðalrit- verk hans er það sem bókmentafé- lagið gaf út. Þrenn af ritverkum hars voru verðlaunarit, og varð hann heiðursfélagi Bókmentafélagsins, man eg ekki til að prestar hafi orðið það að undanteknum Eiríki Briem og skólabróður haus Valdimar Briem. En þó hann væri starfsmaður við visindi, þá vanrækti hann ekki prests- verk sin. Hann var ekki sönghneigð- ur og var raddiitill i kirkju, en framburðurinn skýr, og ræður hans gáfulegar og andríkar og málið á þeim þarf enginn að efa, enda var kirkjan vel sótt lengst af. Trú- maður var hann, en hafði frjálslynd- ar skoðanir í trúmálum og kirkju- málum. Um barnafræðslu var hanu áhugasamur og barngóður. Þó hann væri góður maður, þá gat hann orð- ið þykkjuþungur ef hann mætti mót- þróa eða fanst virðingu sinni hallað. Hann var ljóssins barn og var ofc hugfanginn af fegutð náttúrunnar sem kvæði hans bera vott um. Reynikvísl gróðursetti hann fyrir rúm- utn 20 árum, sem nú er blómleg hrísla 3—4 stikur á hæð. Hann virti hændastéttina og var íúj að taka þátt i mótgangi hennar. Honum var veitt Stafafell 1891, og við burtför hans úr Nesjam var þeim hjónum haldið heiðurssamsæti og myndaður dálítill sjóður til miuningar við burt- för þeirra. Þegar að Stafafelli kom var nóg að starfa. Jörðin mannfrek og staðurinn í slæmu standi. En þó svona væri undiibúið þá blómgvað- ist hagur þeirra hjóna vel og þau voru vinnufólkssæl. Þau fóstruðu 2 börn: Önnu L. Skó og Þorstein Stefánsson bónda á Þverhamri, Og nnni hann þeim sem sinum börnum. 30. júni 1899 varð hann fyrir þvi mótlæti að missi konu sina, frú Margréti, sem hann sárt saknaði. En árið 1900 kvæntist hann frú Guðlaugu Vigfúsdóttur sem er búsýslukona og heiðurskona í öllu, og með henni bjó hann 1 ró og friði siðustu 20 árin. Hann andaðist 21. júlí 1920. Kuna hans stóð við hlið hans til síðustu stundar. Jarðsettut á Stafafelli á sólríkum sumardegi á afmælisdaginn sinn, 12. ágúst, að teeimur prestum viðstöddum, sira Pétri Jónssyni og sira Óiafi Stephenssen, og fjölda fólks. Hann er dáinn en minn- ing hans lifir. Það getur heim- færst til hans sem A'i fróði segir um Hall x Haukadal. »Hann var minnugur ogj ólyginn«. H. ■0 fConungskoman. Khöfn 2. júní. Kaupmannahafnarblöðin birta í dag eftirfarandi ferðaáætlun kon- ungshjónanna til íslands.- Föstudaginn 17. júní verður lagt é stað og verður herskipið „Heim- dal“ til fylgdar konungsskipinu. Mánudaginn 20. júní verður komið til Trangesvaag og bærinn skoðað- ur. Um kveldið verður veisla um borð í „Valkyrien“. Þriðjudaginn 21. léttir „Valkyrien“ akkerum og kemur til Thorshavn kl. 2 og taka bæjarstjórnin og embættismenn þar á móti konungshjónunum. Bftir að Konungsminni hefir verið skoðað heldur bæjarstjórn veislu í gagn- fræðaskólanum. Miðvikudaginn 22. júní um morguninn verður lagður hyrningarsteinn að hinu nýja amts- sjúkrahúsi og verður síðan snædd- ur miðdegisverður hj'á amtmannin- um. Um kvéldið verður stórt boð úti í konungsskipinu. Pimtudags- morgun 23. júní verður haldið á stað og komið við í Klaksvig og verður þar snæddur morgunverður. Síðari hluta dagsins verður haldið áfram áleiðis til íslands og komið til Reykjavíkur sunnudaginu 26. júní. {Áætlunin sem birt er um heim- sóknina hér er alveg samhljóða þeirri, sem blöðin hérna hafa flutt fyrir nokkru). Mánudaginn 4. júlí lýkur heim- sókninni í Reykjavík með því að konungshjónin taka á móti gestum um borð í „Valkyrien“. Síðdegis þann dag heldur skipið til Hafnar- f jarðar og stígur konungur þar um borð í „Mand“ ásamt föruneyti sínu. Verður haldið á stað frá Hafn- arfirði með „íslandi“ þriðjudaginn 5. júlí að morgni. Verða krónprins- inn og Knútur prins með konungs- hjónunum á „lslandi“ í Grænlands- förinni, en varðskipið „Fylla‘ ‘ verð ur til fylgdar. Sunnudaginn 10. júlí verður komið til Godthaab. Ef veð- nr leyfir verður siglt um Godt- haab-fjörð þann dag. Mánudaginn 11. kl. 10 árdegis verður stigið á land í nýlendunni. Þá um daginn verða 'konungshjónin við kajak- kappróðrasýningu og seinna á sam- komu í landi. Um kveldið hafa kon- ungshjónin boð um borð og síðan verður létt akkerum og siglt norð- ur á bóginn. Miðvikudag 13. júlí kl. 10 árdegis verður stigið á land í Godhavn og nýlendan skoðuð. Síð- an verður gestum boðið til dögurð- ar á kouungsskipinu. Þá verður „arktiska“ stöðin danska skoðuð, og svo haldið áfram til Jacobshavn og komið þangað um kveldið. — Fimtudag 14. júlí kl. 9 f. h. verður farið í land og verður þjóðhátíð í Juliedal seinni hluta dagsins. Um kveldið halda konungshjónin boð í skipinu, en haldið 4 stað kl. 9 um kveldið. Föstudag 15. og laugardag 16. verður m. a., ef veður leyfir, siglt um Umanak-fjörðinn og reynt að komast upp að landísnum.Sunnu dag 17. júlí verðnr haldið á stað heimleiðis, og verður þá, ef til vill 26. júlí komið við í einhverri höfn í Færeyjutm, og skifta konungs- hjónin þar um skip og fara aftur um borð í „Valkyrien" og halda á- fram með henni til Kaupmannahafn ar. Er búist við að komið verði þangað laugardaginn 30. júlí. -------0--------- 9 mattedói*ai*. Skrilað er al tíyrarbakka 24/6; P. Nielsen fyrrum verslunarstjóri hér 1 Eyrarbakka er nú búinn að verða fyrir því figæti, að fimm sinnum hafa komtð upp niu mattedórar i lohombre við spilaborðið hjá hon- um. Er það nokkur sðnnun fyrir því að þar sé opt sejst við spil, haldið vel áfram og setið lengi; enda er það frægt orðið hér um slóðir og vlðar. Þeir sem feDgið hafa þá fá- gætu 9 höfuðpaura á hendina eru þeir nafnar séra Ólafur i Arnarbæli og séra Óiafur í Hraungerði, þeir oafnar Guðmundur frá Sandgerði og Guðm* Sigurðsson — og spilakong- urinn sjilfur — gamli Nielsen. Hann er nú orðinn 77 ára, en er síungur við spilin og spilaþrekið svo óbil- ugt, að eg tel sjálfsagt að hann eigi eptir að sjá þá niu fágætu nokkrum sinnum enn. 9a. G. Fr. ocg .Timinn‘. 1 svargrein til Guðm. Friðjóns- sonar, sem nýlega birtist í »Timan- um«, er honum helst fundið það tíl fo:áttu, að hann hafi snúist móti mönnum í stjórnmálunum, sem hann hafi áður verið fylgjandi, og með mönnum, sem hann hafi áður ver- ið andstæður. En þessi ásökun hltt- ir ekki G. Fr. einan. Ritstjóri »Tim- ans« hefir t. d. áður verið íylgis- maður Jóns Magnússonar og Pét- urs Jónssonar, en mun ekki vilja láta kalla sig það nú. Aftur á móti vildi hann nú fyrir skömmu fá i atvinnumálaráðherrasessinn mann, sem «Tíminn elti með þ.álátum og illvígum ásökunum fyrir fáum miss- irum. Kunnugt er það lika, að Bjarni frá Vogi átti ekki upp á háborðið hjá »Tíma«-mönnum við síðustu kosn- ingar. En nú var hann endurkoxinn backaráðsmaður íslandsbanka með atkv. allra þeirra manna, sem næst standa »Timanum«. Alt þetta og fleira því likt hefði »Tíminn« vel mátt athuga áður en hann birti greinina um G. Fr. -------0—----- Uti um heim. Rússar. Kunnugur maður Rússlandi, A. Wmding, hefir i »Politiken« í vor ritað fróðlega grein um flokkskift iag í Rússlandi, og er tekið hér upp aðalefni hennar, Hann minnist fyrst á uppreistar- hreyfinguna, sem um var talað seint í vetur og snemtna i vor en nú er fyrir nokkm um garð gengin og ekki hefir haft nein veruleg eftir- kösr. Hann ssgir, að stjóinandi og upphafsmaður þeirrar hreyfingar hafi verið V. M. Tsjernov og hafi hann þá dvalið i Riga undir gervinafni. Tsjernov er maður milli fimtugs og sextugs. Fyrir bylt nguna 1917 var hann landflótta i Sviss og Paris °g gaf þar út á frönsku timarir, sem mikið var þekt og ræddi um lússnesk stjórnbyltingamál. Hann heflr mikið ritað um jarðamálið rússneska, og hélt því íram, að bæadurnir ættn að eignast jarðeign- irnar. A byltingatimunum kom Tsjernov heim og varð landbúnaðar- ráðherra í ráðuneyti Kerenskys, en varð síðan ósáttur við hann af þvi að honum þótti ekkert að pví snú- ist að leysa úr jarðeignamálinu. En þótt Lenin síðar leyst' úr þvi í sam- ræmi við stefnu Tsjernovs, hefir Tsjemov alt af verið mótstöðumaður Bo'.sévika. Höf. segir, að mjög erfitt sé að lýsa rússnesku flokkaskifting- unni. Að minsta kosti it/j milj. rússneskra landflóttamanna sé nú til og frá um Evrópu, pg kveðst hann aðeins ætla að segja frá nokkrum helstu stöðvum þeirra og athöfnum þeirra þar. 1 Einvaldssinnar hafa höfuðstöðvar sinar i Berlin og Buda-Pest. í Þýska- landi eru um 300 þús. rússneskir landflóttamenn, þar af 65 þúsund i Berlin. I Ungverjalandi eru þeir ekki margir, en ýmsir rikir einvalds- sinnar hafa setst þar að, sem ern þess megnugir að styðja hreyfing- nna með fjárframlögum. I Belgrad er og lússnesk landflóttamanna-stöð, og þaðan er þessi stefna studd. For- ingi hennar er Leo Urusov prins, og hefir hann aðsetur í Berlin en ferðast þaðan oít til Buda-Pesr. Hann vill endurreisa keisarastjórn í Rúss- landi og láta Mickael stórfursta taka þar við völdum. í Berlin geía Rúss- ar út blaðið »Rul« og heitir ritsljór- inn Nabokav og var áður þingmað- ur. Blaðið fylgir nánast stefnu Ka- dettaflokksins gamla, eða þeirra manna i honum, sem ihaldssamastir voru, og styðnr það hreyfingu þá, sem Urosov prins stjómar, þótt ekki sje það honum sammála að öllu leyti. Höfuðstöðvar Kadettaflokksins eru í Lundúnum og Paris, þótt hann eigi einnig marga fylgismanns i Ber- lin. Aðalforinginn er Miljukov fyrv. utanríkisráðherra og hefir hann lengi haft aðsetur í Lundúnum, en Lvov prins, sem var forsætisráðherra i fyrsta byltingamannaráðuneytinu, sit- ur í Paris. 1 Englandi eru um 15 þús. iússneskir landflóttamenn og i Frakklandi um xjo þús. 4 þús. eru i Sviss og styðja flestir þeirra þann flokkinn, sem aðaistöðvar hefir i Lundúnum og Paris. í ítaliu eru um 20 þús. og munu þar vera menn af öllum flokkum. Kerenskysflokkurinn hefir aðalbæki- stöðvar sinar i Prag og gefur þar út aðalblað sitt »Volia rossie« (Frelsi Rússlands). Þar hefir Kerensky að- setur og margir helstu mennirnir frá valdatima hans i Rússlandi, en oft er Kerensky á ferðum þaðan til Paiisar og Lundúna. Boris Lavin- kov, áður hermálaráðherra í Keren- skys riðaneytinu, situr i Varsjá og hafði í fyrra mikil afskifti af stríðinu milli Rússa og Pólverja. í Austurriki eru um 5000 rúss- neskir landflóttamenn og álíka marg- ir i Búlgariu. Eu i Konstantinópel um 170 þús. og eiga þeir i megn- ustu bágindum, enda er sagt að dýrara sé að halda sér uppi þar en í nokknri annari borg i Evrópn. í Eistlandi ern um 10 þús., í Finn- landi um 15 þú?., i Sviþjóð nálega 1 þús., i Póllandi um 100 þús. og 1 Tékkoslovakin um 5 þús. Þessar tölur, sem hér eru nefndar, segist höf. hafa frá skrifstofudeild þjóða- bandalágsins. Á öllum þessum stöðvum iúss- neskra landflóttamanna er meira og minna af Bolsévikum innan um hina, sumir af þeim leynilegir stjórn- arsendimenn, sem gera sér ýmis’egt tíl erindis og troða sér hververna fram. Af viðurkendum og opinber- um erindrekum rússnesku stjórnar- innar eru þessir kunnattir: Litvinoff, sem verið hefir áður i Lundúnum og siðar í Khöfn, en nú er mest i Helsingfors og Reval; Kopp starfar i Berlin, Gitterson i Prag, Kiiscto og Krassin hafa verið i Lundúnum, hinn siðarnefndi einkum i þeim er- indum að reisa við veslun Rússlands. Það er langt frá þvi að rúss- nesku stjórnmálamennirnir, sem eru landflótta til og frá um Evrópu, séu á eitt sáttir um það, hvað við ætti að taka i Rússlandi, enda þótt þeir ef til vill gætu verið samtaka í and- stöðu gegn Bolsjevikastjórninni. Höf. segir, að kenningar þær, sem frá þeim komi um þetta, séu óteljandi. En Bolsjevikarnir heima fyrir séu t ekki heldur nein rigföst heild. Hjá þeim séu Hka sundurleitar skoðanir um framtíðarstefnuna og hafi þetta mjög magnast eftir að þeir þurftu ekki lengur að snúast við fjandsam- legum her heima fyrir í landinu og ek'*i að verjast árásum utan að. Hann segir að greina megi þrjár stefnur innan Bolsjevikaflokksins. Trotsky sje þar foringi hins vinstra fylkingar- arms. Hann vilji haida uppi ófriði út á við, þvi það sé hans skoðun að lifsvonir Bolsjevíkastefnunnar verði að byggjast á heimsbyltingu, sem knýja verði fram sem fyrst. Heima fyrir er stefna hans sú, að rjúfa skuli atvinnufélög verkamanna, með þvi að i verkamannariki sé ekki þörf á stofnunum með því verkefni. að vernda verkamannastéttina gegn rik- isvaldinu. Boucnarine sé foringi hægia fylkingararmsins. Hann vill halda verxamannnfélögunum og efla þau, og hans kenning er, að að simeign- armannaflokkurinn einn út af fyrir sig geti ekki til lengdar valdið þeirri byrði að fara með stjórn landsins, en verði að taka sér til aðstoðar full- t‘úa þeirra flokka, sem ekki vilja fallast á allar kenningar sameignar- manna. Krafa hans er, að Bolsjevik- ar sveigi af til samkomulags við þá, sem aðrar skoðanir hafa en þeir og veiti þeim hlutdeild í stjórnarstörf- unum. Milli þessara fylkingararma er svo hinn stóri miðflokknr, sem Len- in er sjálfnr foringi fyrir, og þar er að finna flesta hina þektustn menn Bolsjevika. Lenin vill þegar i stað fá frið við allar þjóðir út i frá og stjórnarfyrirkomulag Rússlands við- nrkent af stórveldnnnm samkvæmt gildandi ákvörðun alþjóðaréttar. Hann vill fá útlent auðmagn til endurreisn- ar atvinnnvegum landsins, og til þess að koma því í framkvæmd er hann reiðubúinn til að semja nm sérleyfi og einkaleyfi við útlend fjár- aflafélög. Hann segir, að rússneska öreigavaldið eigi að taka útlenda auð- valdið í þjónnstu sína. Rússland geti ekki eftir hið langvarandi strið og og byltingaróstur endurreist sig af eigin efnum. Þafe þurfi að fá erlent fjármagn og verði að ginna það til sin með gróðaloforðum. Ráðstjórnin hafi löggjöfina á sínum höndum og geti þess vegna altaf haft yfirtökin og tamið útlenda fjirmagnið eftir þörf sinni. Hann er eindregið á móti þeirri skoðun Trotskys að rússneskn veikamannafélðgin eigi að hverfa, því hann segir, að þótt Rússland sé nú að nafninn til verkamannaveldi, þá sé það það ekki í rann og vern, með því að enn sé miklum hlntaaf starfsemi landsmanna stjórnað af mönnnm með hinum eldri skoðnn- um, fjandsamlegum hinu nýja fyrir- komulagi. Verkamannastéttin þarfn- ist enn verndar, og ef til vili hafi hún aldrei þarfnast hennar fremur en einmitt nú. Norska verkfallið. Frá Kristiania er.símað, að verk- fallsmenn séu viða farnir að vinna aftnr. Kolanðmuverkfallið. Frá London er simað, að Lloyd Geoige hafi tilkynt námaverkamönn- um, að tilboð stjómarinnar um 10 miljón sterlingspunda styrk til þess að draga úr kaupgjaldslækkuninni, falli niðnr, ef eigi verði komið sam- komulag á i verkfallsdeildinni innan nokkura daga. * 0->----

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.