Ísafold - 28.06.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.06.1921, Blaðsíða 3
Nii er áleitni Timans gengin svo langt, að forkólfar hans vilja drotaa yfir alþingi og stjórn lands vors. Það er þó eigi tiltökumál, að blað reyni að hafa áhrif á málefni þjóðarinnar með röksemdum. Ea þegar svo er komið, að blaðasnáparnir liggja á þingmönnum bak við tjöldin og hafi i hótunum við ,þá — þá má þeim ekki liðast sú ósvinna. Timinn hafði á lofti öll vopn s. 1. vetur og vor til þess að fella landsstjórnina og ráða i hennar stað valinu. Svo langt gengu Tímamennirnir í þessu laumuspili, að þeir virtust mundu fella sig við hvaða menn, sem væru til stjórnar teknir. Eg fer ekki iengra út i þetta mál að sinni á þann hátt að nefna þessa ráðgerðu menn, hæfi- leika þeirra eða knn^umstaður i þjóð- félaginu. En á hitt vildi eg leggja áherslu: að þegar svo er komið, að misendismenn utan þings hrifsa und- ir sig völd, ábyrgðatlausir að lögum, þá er aðalvald þings og stjórnar komið á ranga hillu og i trölla hend- ur. Af því að eg sá þetta og skildi og vissi um laumuspilið, tók eg til máls um moldarvirkin. Einhver varð að tala vegna nauðsynjar þeirrar sem á var. Hitt vissi eg, að Tíminn mundi skamma mig, ef eg risi gegn ósóma hans, jafnvei þótt eg færi af stað næsta vægilega. Eg vissi »að hann skammar alla sem eitthvert vit er U. Eg vissi það, að hann kallaði skáldið Jakob Smára *leirskáld« undir eins þegar þeim varð sundurorða um mdlfrœði. Sigurður skáld i Vest- mannaeyjum fékk þá hugnun undir eins, þegar þeim bar á milli út af jafnaðarmálum, að hann hefði gefið út kvæðabók, sem það eitt hefði haft til ágætis sins, að i henni hefði engin prentvilla fundist*. Þorvaldur Thor- oddsen fékk mjög nærgöngula áreitni i Tímanum fyrir engar aðrar sakir en þær, að hann leit öðru vísi á tiðarfarsheimildir en séra Tryggvi. Þannig mætti lengi telja. Og þessir menn beita nú við mig, þegar um þingmál, þjóðmál og stjórnarskifta- mál er að ræða, þeirri bardagaaðferð að lepja saman það sem þeir halda eða vilja að eg hafi sagt einhvern- tíma um einhvern mann, og í öðru lagi að fá í lið með sér leirská'd til að hnoða saman leirburði, sem þeir ætlast til að stefni á mig, eða verði cskilinn á þá leið! Svo að þeir ætla sér að ganga af mér dauðum 1 rimuðu máli, ef önn- ur vopn bíta ekki, svo að ýfir taki! Það er þeirra heitasta ósk, að qanqa ,af mótstöðutnönnunum dauðum. Eg hefi það svart á hvitu frá öðrum Tímamanninum. Þeir þnrfa ekki að gera sér vonir um að sjá mig fall— inn. Að vísu geta þeir haft »síðasta orðið« þar sem þeir ráða yfir blaði, en eg er fjarlægur prentsvertunni. En til eru önnur lönd fyrir ódauð- leik, eða a. m. k. langlifi, heldur en Laufásslendið. Og yfir þeim löndum ráða ekki Timamennirnir. Mér ekki ant um það, að ganga að þessum mönnum dauðum. Eg á ■önnur, æðri áhugamál. Eg þarf ekki að bera kvíðboga fyrir þvl, að Tím- inn verði ódauðlegur, né heldur lang- lifur. Hann er fæddur með þeirri erfðasynd, sem ríður honum að fullu iður en langt liður. Sú synd er þannig vaxin,^að einfeldni blaðsins í aðra röndina en seyrni þess i hina hlýtur að framleiða smám saman það banaeitur, sem skapar blaðinu aldurtila, þannig fer um þá gerla, sem eru illraí tegundar, þeir geta ekki að því gert, að út úr þeim smitar eitur smámsaman, sem drep- ur pá sjálfa. Blað sem lofar naumast n#kkurn mann nema í hagsmunaskyni, en er þó svo úlfúðarfult, að það lætur gægjast út úr sér litilsvirðinguna á þessum sömu mönnum (sbr. t. d. »bændameinleysið«), það getnr naum- rst gengið í visi stéttarinnar til lengdar. Einn mann hefir Tíminn lofað sérstaklega, Hallgrím Kristins- son. Hann átti lofið skilið að vísu. En þeir sem vita fleira en það, sem enn er prentað, um þær korkflær, sem Tíminn hafði flotið á, munu skilja það, að Tíminn hafi séð sér leik á borði, þegar hann ritaði um Hallgrím öðru vísi en alla aðra menn. Eg skal að lokum drepa á þá ákæru Tímans, að eg hafi orðið til þess aleinn að bera blak af Jóni Magnússyni (stjórninni). Á þá leið mælir Tíminn og á þetta víst að sanna það, að eg sé óhlutvandur — eða hvað? Jónas sýslungi minn er þó svo viti borinn, að hann skilur það, að minni hluti getur haft réttara fyrir sér en meiri hluti. Hitt er annað mál, að það kann að vera stjórn- kænsku bragð að nota sér höfða- tölu. En eq hefi aldrei verið bragða- refur. Eg skal minna óhlutdræga menn á það, sem merkur rithöf- undur norskur segir (Collin), að skáldum sé eðlilegt að taka svari sigraðra manna eða þeirra sem falla, en geta þó i raun réttri haldið velli, eins og Brjánn og Hákon Aðalsteins fóstri. Mér er svo farið, að eg geng í lið með minni hluta, að öðru jöfnu, ef mér þykir hann vera beittur ósanngirni eða ódreng- skap. Annars á eg ekki það lof skilið, að eg hafi varið stjórnina. Eg hefi miklu fremur ámælt aót- stöðumönnum hennar, og þó lltils- háttar eftir atvikum, fyrir ófrægilega bardaga-aðferð gegn stjórninni. Og eg hefi hitt snögga blettinn á Tím- anum. Þess vegna hefir hann horfið gersamlega frá þvi að rökræða málið og málin, og snúist gersamlega að hinu, sem enga þjóðmálaþýðingu hefir — að kasta af sér vatni upp við mig. í þess háttar leik, ef leik skyldi kajla, verður óvirðingin gerandans megin, en ekki þolandans, sem fyrir verður á austrinum. Eg er svo settur, sökum fjar- lægðar og annrikis sem fer í hönd, að eg mun eigi standa í hólmgöng- um við Tímann næstu mánuðina. Lastyrði hans bita ekki á mig. Hitt bit- ur á mig, ef hann getur aukið þjóð- málaspillingu I landinu og aukið mold- ryk í þessu uppblásna landi. Eg ætla þvi alls ekki að hafa i hótunum við Timann á þann hátt, að eg skuli yfir- stíga hann i sáryrðum. Það tel eg engu máli skifta fyrir mig eða mína. En öðru ætla eg að heita bonum, til marks um það, að eg sé ekki mjög gleyminn: Ef eg lifi það að kosið verði til alþingis einu sinni enn, ætia eg að leggja einn stein í götu Timans. Þyngd hans og lög- un fer þá eftir því sem eg fæ orkað. Guðtnundiir Friðjónsson. — -■.-0-í.. . Timinn viðsjáli. Þegar lymsku og lyga glaum leggur um bygðir dala, sá er dregur TÍMANS taum 'tekur i nöðru hala. G. F. Kvæðaflokkur. Sunginn við móttökuhátíðina í Alþingishúsinu 26. júní 1921. Blanðaður kór og einsöngur. — Lög eftir Sigfús Einarsson. I. Sem fullvaldsþjóð í fyrsta sinn vér fögnum íslands jöfri’ og drotning. Lit, þjóð vor, upp með þökk og lotning til guðs, sem veginn greiddi þinn! Vor drottinn, þökk sé þér fyrir það, sem liðið er! Við lof þitt hefst vort Ijóð. Þú leiddir vora þjóð. Fyrst þér ber þökk og lotning! Sit heill! Sit heill, vor hilmir kær, með hárri frú og göfgum sonum! Með nýja fánans fögru vonum þér heilsar Ingólfs aldni bær! Þér hljóma hjartans ljóð! Þér heilsar öll vor þjóð! Ver hyltur, hilmir, nú með hárri, göfgri frú af freyjum Fróns og sonum! Og enn skal hefja hug með þökk til hans, sem skapar örlög lýða og lægir öldur allra striða. Hans hljómi lofgerð hjörtun klökk! Ver, drottinn, hjálp og hlíf vors hilrais alt hans líf! Ver þú með þinni hönd hans þjóðir og hans lönd um allar aldir tíða! II. Velkominn, jöfur, vertu' á íslands strendur! Velkorain, drotning! Þessa fögru stund rétti’ ykkur landsins vættir vinahendur. Velkomin bæði á Ingólfs fornu grund! Heill ykkar för, er heim þið sækið völlinn heilaga, lögþings okkar forna reit! Fagni ykkur fjöllin, fagni’ ykkur sveit! Fátækt er enn vort Frón og bygðir smáar, fjölmenni hvergi, litt um borgaskraut. Hallir af manna höndum gerðar fáar, heiðar og sveitir vanta lagða braut. Margt er að hugsa, mörgu þarf að sinna, margt þarf að bæta, skapa nýjan hag. Vaka þarf og vinna viðreisnar dag! Lit nú á, jöfur, er ei mörgum myndum mótað vort land, er laða hug og sál? Er ekki svipstór tign á jökultindum? Tala’ ekki fossar okkar djarflegt mál? Mundi’ ei sú sjón, að lita’ um ey og ögur ofan frá brúnum, skapa hugans þor? Er ei fjalla-fögur foldin um vor? Hilmir vor kær, vér elskum Frónið fríða, ^ framtiðarvonir þess, og líka arf sögu og tungu, heiður horfnra tíða, helgum þess gengi alt vort lif og starf. Kjarkur er enn í bygða vorra bændum. Blika við strendur auðug höf og víð, Landið á i vændum viðreisnar tíð! III. Hilmir og drotning! heill til að skoða norðursins bjarta, náttlausa vor! Fegurstu geislarnir titra yfir tindunum, tónandi fossarnir geisast af brún; sveitirnar yngjast af syngjandi lindunum, sóleyjar prýða hvert tún. Fjöll eru’ að varpa fannanna þunga. Vorið er íslands unaðar tíð; ljósið og víðsýnið vekjandi, þróandi vonanna gleði um mannanna ból. Fjallanna raðirnar girða sig glóandi gulli frá vornætur sól. Vordisir landsins velji’ ykkur sína björtustu morgna, bliðustu kvöld, fagni ykkar heimsókn með fegurstu stundunum fossanna og lindanna hljómandi brag, dalanna nýsprotnu, gróandi grundunum, glitrandi vorbjartan dag. Þjóðirnar vona IV. Hamingjan gaf þér Ingólfs hins gamla vigunum linni; hervalds úr greipum eyja þér flytur bráðlega bjarmi landsmenn að leiða þökk fyrir lausn síns bjartari tíð. langþráða heim. þjóðréttarmáls. Þjökuð úr þoku Friði og frelsi Framkvæmd á hugsun þrauta og striða fagnandi blaktir föður þíns góða út komi aftur Dannebrog yfir hamingjurikum endurfædd jörð. Dybböl og Als. hepnaðist þér. Lengi var, jöfur, Heill fylgi þínum Þú hefir þinna land þitt i voða, heimkomnu Jótum. þjóða í milli grimdaröld geigvæn Hljómi þeim héðan varanleg skapað geisandi’ í kring. heilsan i dag! vináttubönd. Vel stýrt úr vanda Gæfa og gengi, Fléttað er nafn þitt, var, — þú hjeltst sæmdum, gullöld og friðar fylkir, í sögu lýði og láði ársældir fylgi íslands og verður að lokinni þraut. aukning þíns lands! aldrei þar gleymt. Þ. G. t

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.